Morgunblaðið - 24.05.1981, Blaðsíða 28
68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1981
„ hanki fikjnur ALDREI vimdlaua,
ERþAD/PABBl?"
... að mála fyrir
hana girðinguna.
TM Rog U S Pat Off -aN oghts resofvod
• 1978 Los Angotos Tlmos Syndtcats
Fyrir alla muni brostu!
Með
morgunkaffinu
Nú brjálast þú af hlátri. — Ég
hef keypt límbrúsa i stað svita-
eyðis!
Er vorið fagra kemur
og vetur kaldur flýr
Ólafia Ólafsdóttir, Víðivöllum
við Elliðavatn, skrifar:
„Velvakandi góður!
I dálkum þínum 16. maí síð-
astliðinn spyr St.Þ. um ljóð sem
hann lærði í æsku. Ljóðið heitir
Kveðja og birtist í lítilli bók sem
Axel Thorsteinsson blaðamaður
gaf út árið 1916 og heitir Ljóð og
sögur.
Um leið og ég sendi afrit af
kvæðinu, sendi ég þér annað ljóð
sem birtist án höfundarnafns í
bókinni Bréf frá Ingu (héðan og
handan) sem mun hafa komið út
skömmu eftir 1930 og hefur að
geyma bréf sem ung stúlka
skrifaði frænda sínum, Vestur-
íslendingnum Sófoníasi Þor-
kelssyni (ég vona að ég fari rétt
með nöfnin). Fyrri hluti bókar-
innar eru bréf sem Inga skrifaði
á sjúkrabeði, hún var berkla-
sjúklingur; síðari hlutinn ósjálf-
ráð skrift. Ljóðið Sól sendi hún
frænda sínum þegar hún var
sjúklingur á Vífilsstöðum og gat
þess aðeins að það væri ort af
sjúklingi þar.
Nú er orðið langt síðan ég las
bókina, ljóðið lærði ég 13—14
ára gömul. Mig hefur lengi
langað til að vita hver orti þetta
fallega Ijóð og bið þig að birta
það í blaðinu i þeirri von að
einhver viti deili á höfundinum.
Ég þakka þér fyrr vísurnar um
vonina og hér er ein til viðbótar,
eftir Ragnar Ásgeirsson:
Ytra skart þó eigir fátt
ógna ei svartar nætur,
vonir bjartar ef þú átt
innst við hjartarætur.
Með bestu kveðju."
KVEÐJA
Ég hugsa um þig, vinur, og hlýt því engan blund
er heyri ég myrkrið anda um kalda vetrarstund.
Og höfði mínu þreyttu ég halla á svæfilinn,
er hrynja sorgartárin um grátna, fölva kinn.
Er einmana ég vaki og allt er kyrrt og hljótt
og ímyndunin reikar um hljóða vetrarnótt,
mér finnst ég stundum heyra fótatakið þitt
og finna hjartaslátt þinn við særða brjóstið mitt.
Með feginshuga, vinur, í för ég slóst með þér
um fjöll og dali lífsins, um kólguþrungin ver.
Og saklaus æskugleðin í sárum okkar hló
því sólin brosti í heiði í vorsins kyrrð og ró.
Hvert gullkorn sálar þinnar þú geymdir handa mér,
og göfga vildi ég allt það sem var best í fari þér.
Þú gafst mér ástir þínar, þú gafst — og aftur tókst.
Það get ég fyrirgefið. — Fyrst nú mér allt er ljóst.
Ég gaf þér allt það besta sem Guð mér hafði veitt,
en gleði mín er horfin, því nú er allt svo breytt.
Þú sóaðir því besta er sál þín átti til,
en svikavefi þína ég ekki rekja vil.
Er vorið fagra kemur og vetur kaldur flýr
um vanga þína leikur úr suðri blærinn hlýr,
þá minnstu jæirra tíma er margan gleðifund
í maí við lifðum saman um heiða og bjarta stund.
Nú yfir hafið breiða ég hlýja rétti mund,
því hugur minn er órór. Ég festi engan blund,
því sál mín þráir friðinn og sumar bjart og hlýtt
og sól og ást frá Guði, er hjarta mitt fær þítt.
Ég flýti mér að kveðja, ég finn að máttur þver —
og fegin vildi ég lifa mína hinstu stund með þér.
En Guð sem öllu ræður hann gefi þér sinn frið
og geisla ástar sinnar þá er ég skilin við.
Axel Thorsteinsson
Efnið er tekið úr lifi ungrar stúlku er varð
fyrir heitrofum og er nýlega dáin erlendis.
1915. Höfundur.
SÓL
Ort af sjúklingi á Vifilsstöðum 1929.
Lýstu, ó lýstu mér, ljúfa sól,
ljómaðu um stofuna mína,
gefðu mér geislana þína,
góða, láttu mér hlýna.
Mér leiðist ef ljósblikin dvína.
Dveldu nú hjá mér, dýra sól,
daglega láttu mér skína
gullbjarta von eins og geislana þína:
Gleddu nú barnið þitt, góða sól!
Grætur það hjartaþrá sína,
blómunum búið að týna,
brosin á vörunum dvína.
Gef mér því gullkrónu þína.
Ljómaðu kæra líknarsól,
lýstu upp brautina mína,
mig langar að horfa á ljósið þitt skina.
Móðir, ó hjartans móðir sól,
mýktu nú tárin sem falla,
huggaðu, huggaðu alla,
harmþrungnu raddirnar kalla.
Þú mátt ei til hvíldar þér halla.
Almættiskraftur þinn, undrasól,
eldur á fórnarstalla
leiði nú kærleikans lífsflóð um alla.
Velvakandi þakkar Ólafíu
kærlega fyrir hennar góða bréf
og vonar að hún fái svar við
spurningu sinni um höfund „sól-
arljóðsins". Þá þakkar Velvak-
andi Vilborgu Halldórsdóttur
sem einnig sendi þættinum upp-
skrift af kvæði Axels Thor-
steinssonar, Kveðja.
Tæplega til að
„Skattgreiðandi“ skrifar:
„Ekki laun í vasa lækna", segir
talsmaður þeirra lækna, sem nú
hafa gengið út af sjúkrahúsunum
og stofnað verktakafyrirtæki.
Mér skilst að meiri hluti laun-
anna fari í annarra vasa. Þetta
má vel vera, ég veit það ekki. En
hitt veit ég að borga verður þessi
laun, hver svo sem fær þau. Og
hver á að borga? Það veit ég líka,
ég og þú.
Ekki sé ég eftir þeim pening-
um, sem fara úr mínum vasa til
aðstoðar við sjúka, en mér
bæta heilbrigðisþjónustuna
hnykkir við ef helmingur þeirra himinblámann. Tæplega verður
eða meira brennur á einhverju það til þess að bæta heilbrigðis-
báli og rýkur sem reykur út í þjónustuna í landinu."
Samþykkja ekki ta^
Læknaþjónustunn
vasa lækna'
i Læknaþjónustunnar
segir
um
stjórnarfj
taxta
■ 'IUM I ámm hrtílrá mm
Lekiáþtóavtu