Morgunblaðið - 24.05.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.05.1981, Blaðsíða 29
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1981 69 .1) A ^ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA OIOOKL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI 'W'Ul Nú horfir / / * • í oef m J.B. skrifar: „Til Velvakanda. Eg á heima í sveitarfélagi í nágrenni Reykjavíkur sem er í örum vexti. Mörg og margvísleg vandamál koma upp við þær breytingar sem verða á högum fólksins sem fyrir er og þess sem er aðflutt. Hundgá í stað fuglasöngs Hér er friðsælt og mikil nátt- úrufegurð og sérstaklega mikið fuglalíf, fjölmargar tegundir fugla verpa hér við sjó og tjarnir. Heimamenn hafa umgengist þá með tillitssemi. En nú horfir í óefni. Hinir aðfluttu virðast sumir hverjir ekki kunna að meta þessa dásemd. Margir koma með hunda með sér þegar þeir flytja eða verða sér úti um þá sem fyrst eftir að þeir eru fluttir. Sumir gæta hunda sinna og er það vel, en yfirleitt ganga þeir lausir, fara um í hópum og elta allt sem kvikt er, svo engum fugli er vært. Nú kveður við hundgá allan daginn í stað fuglasöngs áður. Fuglalífi er því nú mikil hætta búin hér. Samræmist þetta náttúru- vernd? Eru engin lög sem banna að hundar gangi lausir, flakki um lönd og lóðir nágrannanna og séu til ófriðar og vandræða? Fróðlegt væri að fá svör við þessu. Álftanesi, 13. maí. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Sjónvarpið: Ætti að fram- leiða eða kaupa nýja þætti Valgerður skrifar: „Kæri Velvakandi! Eg hef undanfarið fylgst með skrifum „herra Flinks" og „Senor Zýkúrta" í dálkum þínum og sé ég mig nú knúna til að blanda mér í málið. Það má vera að mörgum þyki Bay City Rollers skemmtileg- ir, en „herra Flinkur" verður að gera sér grein fyrir því að það eru aðrir í heiminum en hann og þessum öðrum finnast kannski þættir með Rory Gallagher kær- komnir. Varðandi Bítlana verð ég að minna alla á að þeir léku ekki sífellt sömu lögin árið út og inn; þeir tóku fyrir nýjar stefnur og stöðnuðu því aldrei. Á undan Barbapabba í sambandi við allar þessar óskir um að endursýna Bay City Rollers-þáttinn segi ég það, að frekar ætti sjónvarpið að fram- leiða eða kaupa nýja þætti í stað þess að vera alltaf að endursýna sömu þættina fyrir þá sem ekki gátu verið heima hjá sér þann dag sem þeir voru sýndir. En til huggunar hungruðum aðdáendum BCR mætti e.t.v. setja umræddan þátt á undan Barbapabba eða öðru sem hæfir þætti þessum svo mað- ur sleppi við að sjá kvartanir þeirra í lesendabréfum dag- blaðanna." Flóafárið á Alþingi: Þingmenn sluppu ekki alveg SSsSSSSSSiSSig k«l> ekltl >lveg sloppW. Tel|« »ui>lr *“r'““*n"* a þinKmenn k>fl orW* lrrlr»llku en l«rt kiKMt »«*■ »» pmt fugla Vísa vikunnar Hvaö á ég aö halda um óværöina sem alþingi gagntók á dögunum hratt? Því fór hún síður á þingmenn en hina - var þaö vegna ótta við tolla og skatt? Þessir hringdu . . . Söngkveðja og hamingjuóskir Svala Nielsen hringdi og sagði: — Mig langar til að biðja þig að Ellý Vilhjálms Setjið bjöll- ur á kettina Guðrún Pálmadóttir hjúkrun- arkona, Sjafnargötu 3, hringdi og sagði: — Hér liggur lítill þrastar- ungi á dyrahellunni hjá mér sem einhver kattarómynd hefur tætt á hol. I hverfinu hérna hefur orðið vart við mikinn kattagang og er full ástæða til að minna kattaeig- endur á að festa bjöllu við kettina, svo að smáfuglarnir eigi einhverr- ar undankomu auðið. Ábending til Umferðarráðs Viðar Guðnason hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Vegna tíðra reiðhjólaslysa barna og unglinga í umferðinni horfir maður með ótta fram til sumars- ins, þegar skólunum lýkur og margfalt fleiri börn og unglingar verða hjólandi um göturnar en nú er, því að sagt er að aldrei hafi verið önnur eins sala á reiðhjólum og nú. Mér he*fur því komið til hugar, hvort ekki væri heppilegra, ef hjólað væri á vinstri vegarbrún (eins og gangandi vegfarendum er ráðlagt). Þá sér hjólreiðamaður- inn bílinn, sem á móti kemur á sama vegarhelmingi, og gefst betra tóm til aðgæslu en ella, þar sem hann getur í tíma metið fjarlægð og staðsetningu ökutæk- isins. Við framúrakstur ætti siysahætta að vera minni, þar sem hjólreiðamaður og ökumaður bif- reiðar eru hvor á sínum vegar- helmingi. Ég vil beina því til Umferðarráðs að taka þessa ábendingu til athugunar. 02P SlGGA V/öGÁ fi ý/LVEkAk Erindi um íbúöa- byggingar og skipulag íbúða- hverfa í V-Þýskalandi Mánudaginn, 25. mai, kl. 20.30 flytur Hermann Boockhoff arkitekt. Hannover, erindi i Lögbergi HÍ, stofu 101. AðiranKur er öllum heimill. Þýzka bókaaafniA, Arkitaktafélag íalanda. AMt einu Þú verslar í HÚSGAGNADEILD og/aða TEPPADEILD og/aöa RAFDEILD og/aöa BYGGINGAVÖRUDEILD Þú færö allt ó einn og sama kaupsamninginn/skuldabréf og þú borgar allt niöur í 20% sem útborgun og eftirstöövarnar færöu lánaöar allt aö 9 mánuöum Nú er aö hrökkva eöa stökkva, óvíst er hvaö þetta tilboö stendur lengi. (Okkur getur snúist hugur hvenær sem er). Þegar þú hefur reitt af hendi útborgunina og ritaö nafniö þitt undir kaupsamninginn kemur þú auövitaö viö í MATVORUMARKAÐNUM Opið til kl. 22 á föstudögum og til hádegis á laugardögum í Matvörumarkaöi. Aörar deildir opnar til kl. 19 á Jón Loftsson hf. föstudag og til hádegit á laugardag. Hringbraut 121 Simi 10600 Póstsendum. Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonai, Klapparstíg 44. Sími 11783. Æfingagallar á mjög hagstæðu verði íþróttafélög — skólar — fyrirtæki — einstaklingar. Viö merkjum búningana aö ósk hvers og eins. Verð frá aóeins 135 kr. Litir: Blátt meö 2 hvítum röndum. Rautt meö 2 hvítum röndum. Svart meö 2 hvítum röndum. Rautt með 2 svörtum röndum. færa Ellý Vilhjálms söngkonu þakklætiskveðju mína fyrir nýju plötuna hennar. Ég hef alltaf dáð Ellý fyrir einstaklega fallegan söng, fágaða rödd og textameð- ferð, sem við söngsystur hennar getum öfundað hana af. Lögin á nýju plötunni eru hreinustu perl- ur, hver annarri fallegri, en mig langar mest til að nefna eina þeirra sérstaklega, „Lítill fugl“. Ég sendi Ellý söngkveðju og ham- ingjuóskir. Wvtf V/l? SK/áV/5/NáJ ^Aáér// \ V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.