Morgunblaðið - 06.06.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.06.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1981 35 skyldi að íþróttir og eiturnautnir áttu enga samleið heilbrigðri lífs- þróun og þessvegna skipaði hann sér í sveit bindindismanna. Því merki hélt hann hátt á lofti hvar sem hann kom. Og hann vissi að það var sterkt í baráttunni að sýna gott fordæmi og því var óhætt að benda á hann sem fyrirmynd góðs borgara íslensks þjóðfélags. Innan baráttusveita sjálfstæð- ismanna áttum við mikið og gott samstarf um áraraðir. Þar sem annarsstaðar dró hann ekki af sér. Málin yfirveguð og ekki rasað um ráð fram. Við gátum alveg treyst því sem hann ráðlagði enda tekið eftir því sem hann lagði til málanna. Sveit sinni unni hann er sást best á því að hana yfirgaf hann ekki. Ég held að aldrei hafi annað hvarflað að honum en verða bóndi enda þar réttur maður á réttum stað. Jörðina byggði hann vel upp og stækkaði þannig að sonur hans Ásgrímur fékk nægilegt rými þeg- ar hann hóf búskap og fetar hann dyggilega í fótspor föður síns. Stefán kunni að búa. Það sýndi hann í umgengni við skepnurnar og jörðin var honum gjöful því hann gerði þar ekki of margar kröfur, enda var hann aldrei kröfugerðarmaður fyrir sjálfan sig, lífið var honum dýrmætara en svo. Því er stórt skarð fyrir skildi í litlu sveitarfélagi. Og sú spurn- ing hlýtur að vakna til þeirra sem á eftir koma: Viltu taka upp verkin hans og verða þar að manni. Svo stendur í Fornólfs- kveri. Sannarlega hefir sveitin hans, landið hans, misst mikið þegar við í bili kveðjum starfs- glaðan og fórnfúsan dreng. En þó er mestur harmur kveðinn að góðri konu, sem í hverri raun og gleði stóð honum trútt við hlið, börnum, öldruðum föður og venslaliði. Það verður svipminna nágrennið eftir að Stefán hefir kvatt og þeir margir sem nú sakna vinar í stað. En minningar vakna, minningar lifa. Ég á þær margar og mun varðveita þær og oft verður mér hugsað til Stefáns þegar vanda þarf að leysa á félagslegum vettvangi. Nú er ekki að leita hans yfirvegaða huga og góða hjarta. Því miður. Maður kemur í manns stað segja sumir. Rétt er það, en ekki þó sama hver maðurinn er. Stefán í Stóru- Þúfu hefir skilað miklu dagsverki. Hann hefir sáð góðum fræum i sálir samferðamannanna og af ferli hans lýsir fram á braut. Þetta er mikil huggun í skjótum umskiptum. Við trúum því að leiðir liggi saman aftur. Frelsarinn hefir gef- ið okkur fyrirheit sem ekki bregð- ast. Því trúi ég statt og stöðugt og vinur minn efaðist ekki. Þvi fer hann til mikilla starfa á æðri akri að hlúa þar að eilífðar gróðri og þar vitum við að hann fagnar vinum í varpa. Um leið og ég þakka þessum ágæta vini mínum fyrir góða samfylgd óska ég honum alls hins besta í nýrri veröld og sendi mínar bestu samúðarkveðjur til hans nánustu. Guð blessi minningu góðs vinar. Árni Helgason í dag- er til moldar borinn að Fáskrúðarbakkakirkju.Stefán Ás- grímsson, bóndi í Stóru-Þúfu. Stefán lést í Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 27. maí eftir stutta sjúkralegu. Stefán fæddist að Borg í Mikla- holtshreppi 28. nóv. 1919. Hann var elsti sonur hjónanna Ásgríms Þorgrímssonar bónda þar og konu hans, Önnu Stefánsdóttur, einn sex systkina. Hann ólst upp með foreldrum sínum á þessu ættarsetri og stór- býli og tók ungur þátt í mikilli uppbyggingu og umbótum, sem Ásgrímur og fjölskylda hans vann að um langa tíð. Ásgrímur faðir hans var annál- að hreystimenni, kappsfullur með afbrigðum og einstakur afkasta- maður við alla vinnu. Börn hans tóku snemma þátt í störfunum við uppbygginguna með foreldrum sínum og voru öll myndarleg og dugleg til verka. Af því að Stefán var elsti sonurinn, varð hann fyrstur þeirra bræðra til að takast á við bústörfin með föður sínum, enda var hann svo sem faðir hans karlmenni að burðum og fjörmað- ur mikill til vinnu. Stefán hafði ungur mikinn áhuga á íþróttum og fór ungur í Iþróttaskóla Sigurðar Greipsson- ar í Haukadal. Þar fékk hann góða líkamlega þjálfun og varð góður glímumaður, svo sem margir Miklhreppingar fyrr og síðar. Einnig fékk hann þar þjálfun í félagsmálum hjá þeim mikla ung- mennafélagsleiðtoga, Sigurði Greipssyni. Eftir að Stefán kom frá Hauka- dal beitti hann sér mikið að eflingu íþróttaiðkana í Mikla- holtshreppi. Þá var blómaskeið íþróttafélags Miklaholtshrepps. Stefán var driffjöðrin í ung- mennafélagsmálunum, þó margir aðrir mjög vel liðtækir stæðu þar með honum. Stefán var í stjórn félagsins lengi og formaður þess í nokkur ár. Hann var einnig stjórnarmað- ur í HSH og sótti héraðsþing í fjölda ára. Hann var dómari í héraðsmótum HSH um mörg ár. Hann var sæmdur starfsmerki UMFI fyrir áhugastarf að æsku- lýðs- og íþróttamálum árið 1972 og silfurmerki FRÍ einnig af sama tilefni 1971. Stefán var mjög hvetjandi í öllu þessu og lagði sig sérstaklega fram um að leiðbeina og hvetja ungmenni til glímuiðkana og iðk- ana frjálsíþrótta. Komst það orð á að ungir menn í Miklaholtshreppi væru meiri glímumenn en víðast þekktist í sveitum og almennt íþróttamenn svo góðir að vart yrðu þeir sigraðir á héraðsmótum. Yngri bræður Stefáns voru einnig mjög liðtækir eins og Stefán í þessu öllu. Stefán átti stóran þátt í eflingu félagsstarfsins. Hann var ósérhlífinn og sífellt. viðbúinn að mæta til æfinga og hirti ekki um, þó að hann væri lúinn eftir langan vinnudag. Hann mætti til æfinga á kvöldin og um helgar jafnt fyrir því. Um þetta má lesa allítarlega lýsingu í bókinni Byggðir Snæfellsness. Þessi ár voru mikið blómaskeið í æskulýðsstarfsemi sveitarinnar, og hafði það áhrif víða um hérað- ið, sem ljúft er að minnast. Hinn 17. júní 1948 gekk Stefán í hjónaband með heitmey sinni, Laufeyju Stefánsdóttur frá Hrís- um í Fróðárhreppi. Fljótlega hófu þau búskap að Stóru-Þúfu. Stefán keypti jörðina 1948, sem hafði verið í eyði þá tvö næstu ár á undan og byrjuðu þau á því að byggja íbúðarhús í stað gamals bæjar, sem var ónýtur. Þá var vélaöldin að ganga í garð í íslenskum landbúnaði, mikil bjartsýni ríkjandi og ungum mönnum fannst gaman að taka vandamálin fangbrögðum og leysa þau. Stóra-Þúfa er á flatri mýri suðvestanvert við Hafursfell en austanmegin við Laxá. Svo að segja allt land jarðarinnar er votlendi. Það þurfti því að ræsa fram mýrina, þurrka hana og brjóta til ræktunar. Stefán hefur látið ræsa mikið land og rækta mikið. Hann hefur byggt öll hús jarðarinnar úr steinsteypu og gert gott og fallegt býli úr kotbýlinu, sem Stóra-Þúfa var, áður en hann kom þangað. Fædd 23. desember 1901. Dáin 30. maí 1981. Þau bjuggu um fjórðung aldar á Heggsstöðum í Andakíl hjónin Ástríður Guðrún Halldórsdóttir og Helgi Sigurðsson og kenndu sig síðan við þann bæ. Það hafa einnig börn þeirra gert. Þau Ástríður og Helgi voru komin af traustum borgfirskum ættum. Hún var fædd á Kjarvals- stöðum í Reykholtsdal og bjuggu foreldrar hennar þar: Guðrún Þorsteinsdóttir og Halldór Þórð- arson. Hún ólst upp í 10 systkina hópi. Hann er fæddur í Hálsa- sveit, en ólst að mestu upp á Hömrum í Reykholtsdal. Fæð- Stefán og Laufey hafa eignast tvö börn: Árgrím, sem um nokk- urra ára skeið hefur búið í félagi við föður sinn í Stóru-Þúfu og er ■hann kvæntur Hólmfríði Jóns- dóttur, og Önnu Kristínu sem er búsett í Borgarnesi og gift Sveini Péturssyni. Stefán hefur verið virkur í öllum félagsmálum Miklhrepp- inga alla ævi. Hann hefur setið í hreppsnefndinni um áratugi og víða komið við sögu sveitarmála. Hann var síungur í anda og skemmti sér mjög vel með ungu fólki og hvatti það til dáða. Með Stefáni er fallinn góður félagsmálamaður, góður bóndi og góður eiginmaður og faðir. Stefán var glaður í umgengni og hrókur alls fagnaðar þar sem hann var á ferð. Með fráfali hans er Miklaholts- hreppur einum góðum manni fá- tækari — það er sjónarsviptir. Hans verður saknað af mörgum. Ég votta konu hans, börnum, öldruðum föður og öllum vanda- mönnum innilega samúð. Ég þakka Stefáni samfylgdina frá æskuárum og mörg óeigin- gjörn handtök til umbóta í kæru sveitinni okkar. ingardagur hans er 23. desember 1893. Um síðustu aldamót lá ekki opið fyrir unglingum í sveit að ganga skólaveginn og margir urðu að láta sér lynda hina hefðbundnu og takmörkuðu barnafræðslu. Þau Ástríður og Helgi sýndu mikinn áhuga í þessum efnum. Hún var veturinn 1919—1920 í matreiðslu- námi hjá dönskum manni, sem hafði matsölu í húsinu Iðnó í Reykjavík. Reyndist sú kennsla, er hún hlaut þar, góð viðbót við þá reynslu, er hún hlaut á myndar- legu heimili foreldra hennar. Þótti Ástríður sérstaklega myndarleg húsmóðir. Helgi stundaði nám einn vetur í unglingaskólanum í Hjarðarholti í Dölum. Sá skóli var rekinn af séra Ólafi Ólafssyni og fjölskyldu hans á árunum 1910—1917. Sóttu hann allmargir Borgfirðingar. Þótti skólinn ágætur. Þau Ástríður og Helgi gengu í hjónaband vorið 1922 og hófu strax búskap, fyrst sem leiguliðar á Hömrum í sambýli við föður Helga, síðar á Kletti í sömu sveit. En vorið 1931 keyptu þau jörðina Heggsstaði af Maríu Sæmunds- dóttur á Hvítárvöllum. Þar bjuggu þau myndarbúi til 1956. Þá urðu þau að hætta búskap vegna van- heilsu hennar, fluttu fyrst til Kópavogs og síðar til Reykjavíkur, en frá því í ársbyrjun 1971 hafa þau verið á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi. Börn þeirra Heggsstaðahjóna voru þessi: Guðrún f. 14. sept. 1922. Hún er gift Sigurði Tómas- syni bifreiðastjóra, og búa þau í Kópavogi. Guðný f. 16. ág. 1924, Ég veit að móðurmoldin mun taka hann mjúklega í faðm sinn á þessum bjarta vordegi. Gunnar Guðbjartsson Kveðja frá Héraðssambandi Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu. Vinur okkar og félagi Stefán Ásgrímsson, StórU-Þúfu, Mikla- holtshreppi, lést í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 27. maí sl. Á yngri árum stundaði Stefán frjálsar íþróttir og glímu og keppti á mörgum íþróttamótum. Hann átti sæti í stjórn HSH svo og ýmsum ráðum og nefndum í fjölda ára. Þau munu fá ársþing HSH eða héraðsmót, þar sem Stefán var ekki mættur og alltaf var hann hrókur alls fagnaðar. Það má segja að fáir einstaklingar hafi haft meiri áhrif á starf og stefnu HSH. á liðnum áratugum og allt fram á síðasta dag. Við sem störfuðum með Stefáni, viljum þakka samveruna og hin góðu kynni og flytjum fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Samstarfsmenn í HSIl gift Gunnari Gissurarsyni prent- ara og búa þau í Reykjavík. Hún er kennari. Kristófer f. 18. jan. 1926, dó 4. apríl 1959. Hann var um skeið bóndi á Heggsstöðum. Kona hans var Ásdís Guðlaugs- dóttir. Sigurður f. 2. mars 1930, deildarstjóri í Menntamálaráðu- neytinu í Reykjavík. Kona hans er Ólöf Lára Ágústsdóttir. Afkomendur Heggsstaðahjón- anna eru alls 20. Frú Ástríður var félagslynd kona, meðan heilsa hennar leyfði. Hún var ein af stofnendum Kven- félagsins 19. júní og studdi vel ungmennafélag sveitarinnar. Sýndu þau hjónin því félagi oft mikla gestrisni og velvild á marg- an hátt. Voru börn þeirra mjög virkir þátttakendur í þeim félags- skap. Þau hjón bjuggu ágætu búi á Heggsstöðum, þótt jörðin væri ekki stór. Þau endurbyggðu bæj- arhús, reistu fjós og fjárhús og hlöður við þær byggingar, einnig ágætt verkfærahús, og stækkuðu túnið. Umgengni var ákaflega snyrtileg úti sem inni. Gestagangur var mikill á Heggsstöðum, enda lá reiðvegur rétt við túnið frá Hvítárvöllum og niður hjá Kvígsstöðum og Vatns- hömrum. Þar var ávallt gott að koma. Á þeim tíma, er þau hjón bjuggu á Heggsstöðum, var börnum kennt heima á sveitabæjunum, nokkrar vikur á hverjum stað. Börn gengu á skólastaðinn frá næstu bæjum, en þau sem lengra áttu að sækja voru tekin til dvalar. Þetta var mikið aukastarf fyrir húsmæðurn- ar. Þær urðu hverju sinni að sjá aðkomubörnunum fyrir húsnæði, dvalarbörnum fyrir mat og svefnrými og jafnan varð að hýsa kennarann yfir skólatímann. Þessi störf varð því Ástríður oft að taka á sínar herðar og framkvæmdi þau af myndarskap og hlýju. Síðustu 10 árin hafa þau hjónin átt heima á Dvalarheimilinu í Borgarnesi, en þar hefur þeim liðið eins vel og kostur var á, enda er það heimili aldraðra alþekkt fyrir hreinlæti og góðan aðbúnað á allan hátt. Helgi studdi konu sína í veikindum hennar svo vel, að þar hefðu fáir betur gert. Hann er enn hress og tiltölulega heilsu- góður, þótt hann nálgist níræðis- aldur. Mikill samgangur og góður var jafnan milli Heggsstaða og Hvanneyrar, ekki síst þar sem yngri kynslóðin átti hlut að máli, þeir sem nú eiga hálfa öld að baki eða rúmlega það. Fyrir það vil ég færa þeim Ástríði og Helga og börnum þeirra öllum innilegar þakkir. Frá mér og börnum mín- um eru hér fluttar samúðarkveðj- ur til Helga Sigurðssonar og barna hans. Guðmundur Jónsson frá Hvanneyri. SVÁR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég sá áletrun á kirkju: TILBIÐJIÐ GUÐ MEÐ OKKUR Á SUNNUDÖGUM. Nauðir heimsins blasa við sjónum okkar. hvert sem litið er, og því fannst mér þessi orð lýsa svolitilli eigingirni. Kannski hef ég rangt fyrir mér. Getið þér útskýrt fyrir okkur. lesendum yðar, hvað tilbeiðsla er? Tilbeiðsla í kirkju, hana má að sjálfsögðu skil- greina á marga vegu. Hún er mér þetta, öðrum annað. Hún er ekki fólgin í því að sitja í bólstruðum kirkjubekkjum og gefa til líknarmála og trúboðs. Tilbeiðsla er ekki þrautleiðinleg klukkustund á sunnudagsmorgni, sem menn halda út af skyldu- rækni, en með ólund. Hún er ekki sýning á fallegum fötum né nokkrar skvaldursheimsóknir til gamalla vina. Tilbeiðsla er að leita návistar Guðs. Hún er sú leyndardómsfulla samstaða huga hjarta, sem heitir „samfélag". Hún er guðshús, fullt af fólki, sem fer út þurfalinga, þjáðra og týndra. Hún er upphaf kristilegrar þjónustu, byrjun, ekki endalok. Tilbeiðsla er að hlýða á útskýringu orðs Guðs, túlkað af heilögum anda. Hún er lofgjörðarstund, er fólk tjáir þakklæti sitt til Guðs. Hún er hvíldarstund fjarri skarkala hins sýnilega heims. Hún er lækning beygðum og bágstöddum hjörtum. Hún er að þiggja elsku og fyrirgefningu Guðs. Hún er að margra áliti sú stund vikunnar, sem er mikilvægust, veitir þeim hvað mest og er til mestrar hvatningar. og til en Miiwing: Astríður Guðrún Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.