Morgunblaðið - 30.09.1981, Page 2

Morgunblaðið - 30.09.1981, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1981 „Ákaflega óheppileg og vafasöm aðgerð“ — segir Ingvar Gíslason menntamálaráðherra um bann við síldveiðum í lagnet Karfaflökunum komið fyrir í þotu Flying Tiger sl. sunnudag. Bandaríkin: Ljósm. Mbl.: ÓI.K.M. Vel gekk að selja karfaflökin Önnur sending fer á sunnudag „I>AÐ ER óhætt aft segja, að vel haíi gengiö aó selja karfann. en flökin fóru til sölu viðsvegar um Bandarikin. auk þess sem báðar verksmiðjur Coldwatcr tóku hluta af sendingunni til frekari vinnslu,“ sagði Guðfinnur Ein- arsson stjórnarformaður Cold- water Scafood Corp. þegar Morg- unhlaðið spurði hann i gær hvernig hefði gengið að selja karfaflökin. sem voru send flug- leiðis til Bandaríkjanna á sunnu- dag. Guðfinnur sagði að öll flökin hefðu komið algjörlega óskemmd vestur, og hefði verið endanlega ákveðið að fá aðra flakasendingu flugleiðis til Bandaríkjanna nk. sunnudag á vegum Coldwater. „Þegar niðurstöður seinni send- ingarinnar liggja fyrir, verður svo tekin ákvörðun um hvort Coldwat- er fer út í að flytja ferskan fisk til Bandaríkjanna í stórum stíl,“ sagði Guðfinnur. „Á bESSUM fundi lýstu sjómenn og útgerðarmenn á Húsavík megnri óánægju sinni yfir að vera sviptir veiðileyfum frá 1. október að telja. Ég held, að við þingmenn kjördæmisins, sem þarna vorum, höfum allir verið sammála um að þessi aðgerð sé ákaflega óheppileg og munum við ræða við sjávarútvegsráð- herra um málið.“ sagði Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, er Mbl. ræddi við hann i gær um bann við sildveiðum i lagnet, sem bitnar mjög á eigendum minni báta á Norðurlandi. Ingvar sagði að á fundinum á Húsavík á laugardag með þing- mönnum kjördæmisins hefðu heimamenn haft stór orð um þetta bann og væri þetta stórmál í þeirra augum. „Sjálfur á ég erfitt með að fella mig við þessa ákvörð- un og held að hún sé mjög vafa- söm, en þeir bátar, sem hafa verið sviptir veiðileyfum frá mánaða- mótum, eru ekki stórir né afkasta- miklir. Sjávarútvegsráðherra er að koma heim frá Italíu, þar sem hann sat fund á vegum FAO, og ég mun ræða við hann um þetta mál, væntanlega á morgun, miðviku- dag,“ sagði Ingvar Gíslason. Tveir bátar teknir í landhelgi TVEIR togbátar voru teknir í landhelgi i fyrrinótt fyrir utan Knarrarós við Stokkseyri. Það voru togbátarnir Bakkavík ÁR 100 og Hásteinn ÁR 8. Þeir voru 1,5—1,6 sjómílur undan landi, en mega samkvæmt lögum ekki fara inn fyrir 3 sjómílur. Blönduvirkjun: Samningaviðraeður við landeigendur í biðstöðu Þingeyjarsýslur: Saumastofumar hætta SAUMASTOFUR í Þingeyjarsýslum hafa átt erfitt uppdráttar nú 1 sumar og i haust og hafa margar þeirra stöðvað rekstur sinn vegna verkefna- skorts. í samtali við Morgunblaðið sagði Benóný Arnórsson, einn af eig- endum saumastofunnar Spor í Reykjadal í Þingeyjarsýslu, að ekki væri enn búið að segja upp starfsfólki en ef ekki fengjust verkefni innan tiðar yrði að segja upp öllu starfsliði. Engar samningaviðræður eru nú i gangi milli opinberra aðila og fulltrúa landeigenda á Blönduvirkjunarsvæðinu, að sögn heima- manna. Siðustu viðræður fóru fram um siðustu mánaðamót og dagana þar á eftir án árangurs, og er málið nú í biðstöðu og lausn ekki i sjónmáli. Hluti landeigenda hefur krafist þess, að virkjað verði samkvæmt kosti 1A, en það þýðir að byggja skuli fyrirhleðslu við Galtarárflóa og mun sú framkvæmd hækka kostnaðaráætlun um 6% og minnka líkur á að Blönduvirkjun komist efst á blað hvað þjóðhags- lega hagkvæmni varðar. Mbl. ræddi við Sigurgeir Hann- esson í Stekkjadal í Svínavatns- hreppi í gær og sagði hann Svín- vetninga ekki sætta sig við þau landspjöll, sem leiddu af virkjun- inni eins og hún væri fyrirhuguð. Hannsagði máliðí biðstöðu og sér væri ókunnugt um, hvert yrði næsta skrefið. Aðaláhugamál Svínvetninga væri að rannsakaðir yrðu fleiri kostir og sá síðan val- inn sem spillti minnstu landi. Að- spurður hvort Svínvetninar vildu þá jafnvel að hafist yrði fyrst handa við aðra virkjun en Blöndu- virkjun sagði hann: „Já, alveg eins. Okkur liggur ekki svona mik- ið á.“ Sagði Benóný að það væri í kring- um sjö dagsverk sem dyttu upp fyrir en margar konur vinna hálfan dag- inn. Þeir stöðvuðu reksturinn um mánaðamótin ágúst-september en þessar minni saumastofur eru skild- ar út undan, þær stærri og eldri eru látnar fá þau verkefni sem fást. Sagði hann að konurnar hefðu ekk- ert annað að gera þegar þessi þáttur þurrkaðist út. „Við hér erum mjög óhressir með þetta,“ sagði Benóný, „og þetta hleypir líka óhug í fólkið, þegar verið er að reyna að koma af stað svona iðnaði í sveitum og hann hrynur allt í einu.“ Dagur Jóhannesson oddviti í Haga í Aðaldal, en sveitarfélagið á hlut í saumastofunni Sif þar, sagði í sam- tali við Mbl. að starfsemi saumastof- unnar hafi verið hætt í júlí vegna Jóhannes Nordal um ársfund Alþjóðagjaldeyríssjóðsins: Áframhaldandi aðhald í efnahagsmálum hjá flestum þjóðum þrátt fyrir erfitt ástand ÁRSFUNDUR Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðahankans stendur nú yfir í Washington. Á fundinum eru saman komnir allir helztu ráðamenn i peninga- og fjármálum í heiminum. ráðherrar, seðlabankastjórar og bankastjórar stærstu viðskiptabanka auk fjölmargra efnahagsráðgjafa frá hinum ýmsu aðildarrikjum og starfsliðs stofnananna. Af íslands hálfu sitja fundinn ráðherrarnir Ragnar Arnalds og Tómas Árnason, Jóhannes Nor- dal seðlabankastjóri, Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri, Sig- urgeir Jónsson aðstoðarbanka- stjóri Seðlabankans og Gísli Blöndal hagsýslustjóri. Einnig eru á fundinum Helgi Bergs bankastjóri Landsbankans og Jón Sigurðsson þjóðhagsstjóri, sem nú er fulltrúi Norðurland- anna fimm í stjórn Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Dr. Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri flutti á laugardag ræðu í bráðabirgðastjórnar- nefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og talaði fyrir hönd Norðurland- anna allra. Gert er ráð fyrir því, að Tómas Árnason viðskipta- ráðherra flytji ræðu um málefni Alþjóðabankans á fundinum síð- ar í vfkunni. Sænskur ráðherra flytur ræðu fyrir hönd Norður- landanna um málefni Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Jóhannes Nordal sagði í sam- tali við Mbl., að í ræðum manna í bráðabirgðastjórnarnefndinni og á ársfundinum sjálfum væri mjög fjallað um hið alþjóðlega útlit í efnahagsmálum og stefnu- mótun á því sviði á næstunni. Það væri mál flestra, að þrátt fyrir erfitt efnahagsástand, lít- inn hagvöxt, verðbólgu o.s.frv., yrði að halda til streitu því að- haldi, sem fylgt hefði verið upp á síðkastið í peninga- og fjármál- um hjá flestum þjóðum. Þó væri áhugi hjá mörgum á því að draga úr halla á fjárlögum til að létta á peningamörkuðunum og stuðla þannig að vaxtalækkun- um og meiri stöðugleika á gjald- eyrismörkuðum. Af hálfu Norðurlandanna hefði sem fyrr verið lögð áherzla á aðgerðir til að draga úr at- vinnuleysi, einkanlega meðal ungs fólks, og auka hreyfanleika vinnuaflsins. Þá væri einnig mikið fjallað um ráðstafanir til að styrkja fjárhag Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, svo hann geti sem bezt gegnt því hlutverki sínu að styðja þau lönd, sem eiga við greiðslu- jafnaðarerfiðleika að stríða, ekki sízt þróunarlöndin. Á fundi bráðabirgðastjórnarnefndarinn- ar hefði náðst samkomulag um að Sjóðurinn reyndi að afla sér aukins lánsfjár. Á hinn bóginn hefði ekki náðst samstaða um frekari úthlutanir hinna sér- stöku dráttarréttinda Sjóðsins, þar sem ýmsar hinna stærri að- ildarþjóða teldu ekki þörf á auknum gjaldeyrisvarasjóðum og að frekari úthlutanir kynnu að auka enn á verðbólguna í heiminum. Jóhannes Nordal sagði, að at- hygli manna á fundinum beind- ist mjög að því hver verði árang- ur af efnahagsstefnu Reagans Bandaríkjaforseta og hvort síð- ustu tillögur hans um útgjalda- lækkanir næðu fram að ganga. Ljóst þætti, að mikil óvissa væri framundan varðandi efnahags- framvinduna í Bandaríkjunum, en stjórnvöld vildu reyna að halda sem stöðugastri stefnu og teldu það forsendu fyrir árangri á öðrum sviðum. verkefnaskorts. Sagði hann að ekki væri búið að gefa nokkra von um verkefni á næstu mánuðum, en þeir skipta mest við Álafoss. Sagði hann að upp undir 12 manns myndu missa vinnuna ef áframhald yrði á þessum verkefnaskorti. Sagði hann að eina vonin væri annar útflytjandi sem þeir væru að reyna að komast í samband við, en ekkert er komið á hreint með hvern- ig það verður. Var Dagur mjög óánægður með þróun þessara mála og sagði þetta eiginlega fyrstu til- raun til að koma á iðnaði í sveitun- um og væri sorglegt útlitið með hann. Ekki hélt hann að nokkur starfsmaður gæti fengið vinnu ann- arsstaðar ef af uppsögnum yrði. Saumastofan Utskálar hf. á Rauf- arhöfn hefur sagt upp öllu sínu starfsfólki, en að sögn Guðmundar Lúðvíkssonar framkvæmdastjóra saumastofunnar hefur starfsemin ekki verið stöðvuð ennþá. Sagði hann að vinnsla væri mjög lítil, svipur hjá sjón frá því sem áður var. Það eru að sögn Guðmundar alls 10 til 12 manns sem missa þar atvinnuna. Hefur ver- ið svona lítið að gera síðan í vor en saumastofan hefur verið starfrækt í fimm ár og hefur alltaf verið nóg að gera þar til nú. Sagði Guðmundur að hann hefði von um verkefni og sagð- ist hann mundu berjast til síðasta blóðdropa til að halda fyrirtækinu gangandi. „Við lokuðum síðasta föstudag og vinnur nú aðeins ein manneskja í stað níu áður,“ sagði framkvæmda- stjóri saumastofunnar Snældan hf. á Þórshöfn, örn Sigurðsson. Sagði hann að starfsfólkið hafi farið í frí en hafi ekki verið sagt upp þar sem tilkynna þarf uppsagnirnar með tveggja mánaða fyrirvara. Féllst starfsfólkiö því á að fara í frí. Við erum mjög óhressir með þetta en það er talað fyrir daufum eyrum. Hið opinbera virðist ekki skilja að þetta er vandamál hjá iðnaðinum í heild, en ekki bara nokkrum fyrir- tækjum. „Útlitið er mjög slæmt og ef lokunin dregst lengi þá fara öll pen- ingamál í hnút og erfiðara verður að opna aftur," sagði Örn að lokuro. o INNLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.