Morgunblaðið - 30.09.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.09.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1981 3 1 • Bill Shankley t.v. heilsar upp á Bob Stokoe frkv.stjóra Sunderland árið 1973. Liverpool var þá meistari, en Sunderland óvænt bikarmeist- ari. Almenn sorg í Liverpool-borg KR og FH skulda enn skýrslu frá sumrinu - því ekki hægt aö loka uppgjörinu • Vikingar drógu að flesta áhorfendur í sumar. Eins og frá var greint í Mbl. í gær. fékk Bill Shankley hjarta- slag á heimili sinu á laugardag- inn. Talið var að hann væri á batavegi, en aðfaranótt þriðju- dagsins versnaði honum skyndi- lega og hann lést. Shankiey var einhver frægasti og virtasti fram- kvæmdastjóri bresku knatt- spyrnunnar og þótt viðar væri leitað. afrek Liverpool undir hans stjórn voru stórkostleg. Sex meiri háttar titlar komust undir hendur Liverpool-manna meðan Shankley var við stjórn. Shankley var 67 ára gamall. Óhætt er að segja að almenn sorg hafi ríkt í Liverpool, því karl- inn var geysilega virtur, sérstak- lega að sjálfsögðu meðal áhang- enda Liverpool, en einnig í ríkum mæli meðal áhangenda erkióvin- arins og nágrannaliðsins Everton, en heita má að varla sé til Liverpool-búi sem er ekki vilhall- ur öðru hvoru félaginu og rígur er mikill. Alls staðar í Liverpool var flaggað í hálfa stöng og á stórum fána sem hékk á gamalli og niður- níddri leiguíbúðablokk stóð: „Kon- ungurinn er allur." Borgarstjóri Liverpool, Cirill Carr, sem er sjálfur að ná sér eftir slag, sagði meðal annars er hann frétti lát Shankleys: „Hann var í hávegum hafður hér í borg og ég mun aldrei gleyma þeim kynnum sem ég hafði af honum. Sem virð- ingarvott hef ég beðið rétta aðila að flagga í hálfa stöng á öllum opinberum byggingum." Shankley uppgötvaði knatt- spyrnusnillinginn Kevin Keegan á sínum tíma, en Keegan var þá unglingur, varla kominn með skeggrót, hjá 4. deildarliðinu Scunthorpe. Keegan sagði: „Bill Shankley var á allan hátt sérstak- ur, sá maður var ekki til sem Shankley var ekki annt um. Það kemur aldrei maður í hans stað.“ Og Phil Thompson, fyrirliði Liverpool, sem lék fjölda leikja undir stjórn Shankley, sagði: „Eg er gráti næst, þetta er eins og að missa ástvin eða náinn ættingja". „Ég ætlaði að vera löngu búinn að þessu og hafði ætlað að skila þessu í síðasta lagi um síðustu helgi, en tvö féiög, KR og FH, hafa sett illilega strik i rcikning- inn. Mig vantar tvær skýrslur frá FH og eina frá KR og þess vegna get ég ekki skilað af mér heii- dartölum og skýrslum.“ sagði Friðjón B. Friðjónsson gjaldkeri KSÍ í samtali við Morgunblaðið i gær. en Friðjón var inntur eftir lokauppgjöri um áhorfendatölur og fieira þar að lútandi frá nýlok- inni knattspyrnuvcrtið. Friðjón hélt áfram ómyrkur í máli: „Ég er marg búinn að tala við þessa menn, en allt kemur fyrir ekki. Ég get ekki skilið svona framkomu og slóðaskapur þessara félaga kemur í veg fyrir lokaupp- gjör sambandsins." Af þessum Bill Shankley átti að baki 40 ára feril í ensku knattspyrnunni. Hann var leikmaður með Preston, Carlisle og skoska landsliðinu og var framkvæmdastjóri hjá Work- ington, Grimsby og Huddersfield áður en hann tók við stöðu sinni hjá Liverpool, þar sem hann sat eins og kóngur í ríki sínu í 15 ár. Liverpool var í 2. deild er Shank- ley kom til sögunnar, en er hann hætti og eftirlét Bob Paisley stöð- una, var liðið komið í hóp fræg- ustu félaga veraldar. Shankley lagði slíkan grunn, að undir stjórn Paisleys náði félagið síðan enn lengra. Leikmenn Liverpool munu leika með sorgarbönd í kvöld, er þeir mæta finnska liðinu Oulon Pallusera í Evrópukeppninni, einnig í deildarleiknum gegn Swansea á laugardaginn. sökum gat Friðjón ekki gefið upp neinar tölur, en taldi hann þó ým- is atriði nokkuð ljós varðandi að- sóknina í sumar. Til dæmis voru það íslands- meistarar Víkings, sem trekktu að flesta áhorfendur að þessu sinni og er það nýlunda hjá Hæðar- garðsliðinu. Yfirleitt hafa Vals- menn haft þennan heiður í vasan- um. Þá sagði Friðjón að í fljótu bragði virtist talsverð aukning hafa verið að meðaltali í Reykja- vík, en sér virtist sem einhver fækkun hefði orðið á áhorfendum á Akranesi. —gg. Vilja banna faðmlögin FIFA. alþjoðaknattspyrnusam- bandið. vill hanna leikmönnum knattspyrnufélaga eða lands- liða að faðmast. kyssast og fleira í þeim dúr að afreki unnu. þ.e.a.s. eftir skoruð mörk eða sigra. f leiðara i nýasta fréttabréfi FIFA. skrifar stjórnarmaðurinn Rene Courte meðal annars: „Það er okkar skoðun, að fvrirliði liðs eða sá leikmaður sem lagði markið upp eigi að óska markaskorara til hamingju með afrekið, en blóðheit við- brögð margra leikmanna, sem hoppa upp i loftið, þeysa til markaskorarans og hoppa síðan á hann með umræddum kossum og faðmlögum teljum við öfga- kennd og í hæsta máta óviðeig- andi. Slíkt athæfi ætti að banna með öliu og framfylgja því.“ Síð- ar segir Courte: „Eða getur ver- ið, að nú til dags á öld varnar- knattspyrnunnar séu mörk orðin svo fáséð að slík viðbrögð hljóti að gjósa upp í hvert skipti sem skorað er?“ Hvað sem FIFA gerir í málinu má þo öllum Ijóst vera, að erfitt getur reynst að framfylgja banni af þvt tagi sem rætt er hér um. timKARNABÆfí Laugavegi 66 — Glæsibæ.-Sí .-Sími 85055. Austurstraeti 22 Sími frá skiptiborði 85055 W&vz fk Laugavsgi 20. Sími frá ikiptiborði 85055. og útsölustaðir um land allt: Verzlunin Inga, Hellissandi Fataval Keflavík, Bakhúsiö Hafnarfiröi, Cesar Akureyri, Epliö ísafiröi, Eyjabær Vestmannaeyjum, Lindin Selfossi, Hornabær Höfn Hornafiröi, Álfhóll Siglufiröi, Ram Húsavík, Óöinn Akranesi, Austurbær Reyðarfirði, Verzlunin Skógar Egilsstööum, Báran Grindavík, Kaupf. Rangæinga Hvolsvelli, Þórshamar Stykkishólmi, ísbjörninn Borgarnesi, Patróna Patreksfirði. VENDI- frá men’s club Litir: dökkblátt/ljósblátt/vínrautt/ljósgrátt Verö: 645

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.