Morgunblaðið - 30.09.1981, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1981
Lárus Ingólfs-
son - Minning
Kveðja frá Þjóðleikhúsinu
Þegar Þjóðleikhús íslendinga
tók til starfa einn fagran vordag
1950, var sýnd Nýársnótt Indriða
Einarssonar, þess manns, sem
hvað mest hafði barist fyrir til-
komu leikhússins; leikstjóri var
systursonur skáldsins og nafni,
Indriði Waage, og um leiktjöld og
búninga sá Lárus Ingólfsson. Dag-
inn eftir var Fjalla-Eyvindur á
fjölunum og loks hins þriðja
opnunarsýningin, Islandsklukka
Laxness, sem þeir nafnarnir Lárus
Pálsson og Ingólfsson höfðu fund-
ið sviðsbúning. Árið eftir — hið
fyrsta eiginlega leikár — sér Lár-
us Ingólfsson um leikmynd og
búninga i ekki færri en tíu sýn-
ingar, og árið þar á eftir níu sýn-
ingar í viðbót. Það var auðvitað
enginn viðvaningur, sem þarna
skilaði margra rpanna verki, og
sjálfsagt hafa kröfurnar að ein-
hverju leyti breyst, en segja mætti
mér að einhverjum hrysi hugur
við því í dag, að eiga að skila af sér
21 leikmynd — með þartilheyr-
andi búningum — á tveimur árum!
K16688
Hjarðarhagi
4ra—5 herb. 120 fm góö íbúö á
4. hæð. Verö 670 þús.
Kambasel
Raðhús, 220 til 230 fm meö inn-
byggðum bílskúr. Selst t.b.
undir fréverk og málningu.
Mosfellssveit
Raðhós við Byggðarholt að
mestu fullbúiö. Verð 550 til 600
þús.
Krummahólar —
Penthouse
Góð íbúð á tveimur hæöum.
Skiptist í 4 svefnherb., stofur,
eldhús og bað. Video. Frábært
útsýni.
Kársnesbraut
Verulega vönduð 4ra herb. 110
fm íbúð á 2. hæð i fjórbýlishúsi.
Bílskúr.
Vesturbær
3ja herb. samþykkt risibúð.
Verö 370 þús., útb. 210 þús.
Eyjabakki
4ra herb. 100 fm góð íbúö á 3.
hæð. Gott útsýni.
Laugavegur
4ra herb. 100 fm íbúð á 2. hæð.
Getur losnað fljótlega.
Engjasel
Vönduö 4ra herb. 110 fm ibúö á
2. hæð.
LAUGAVEGI 87, S: 13837 16688
Heimir Lárusson Sími 10399.
Ingólfur Hjartarson hdl.
Asgeir Thoroddsen hdl.
En slíkt er oft hlutskipti frum-
herja, og í íslenskri leikmynda-
gerð er Lárus Ingólfsson mestur
frumherjinn.
Auðvitað varð hann ekki fyrstur
til að mála hér leiktjöld — það fer
víst ekki á milli mála, að Sigurður
Guðmundsson situr í stafni, og á
fyrstu árum Leikfélags Reykjavík-
ur komu ýmsir mætir menn við þá
sögu, danskur málari, sem Bert-
elsen hét, Guðmundur Magnússon,
öðru nafni Jón Trausti rithöfund-
ur, og ekki síst Einar Jónsson mál-
ari, sem lengi sá um þessa hliðina
í Iðnó. Reyndar stungu menn, sem
síðar urðu kunnir listmálarar,
stundum inn nefinu, eins og Þór-
arinn B. Þorláksson og Ásgrímur
Jónsson, þegar mikið var við haft;
sömuleiðis fékkst Bjarni Björns-
son við leikmyndagerð, en var hér
kunnari sem skopleikari og
skemmtikraftur og lék í þöglum
kvikmyndum í Hollywood um
skeið. Um 1930 beitti Freymóður
Jóhannesson sér fyrir ýmsum
nýmælum í leiksviðstækni og mál-
aði nokkrar athyglisverðar leik-
myndir. Lárus Ingólfsson var um
þær mundir í Kaupmannahöfn og
reyndar orðinn fastráðinn við
Konunglega leikhúsið, þar sem
hann þreytti sína frumraun sem
sjálfstæður listamaður með leik-
mynd að sýningu leikhússins á
Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjóns-
sonar 1931. Hann hafði hafið feril
sinn með myndlistarnámi hjá
Ríkharði Jónssyni og Guðmundi
Thorsteinssyni kornungur,
1923—’25. Síðan hafði hann stund-
að nám í heigimyndalist, m.a. í
klaustrinu í Clairvaux (sem er
orðið eitthvert merkasta klaustur
íslenskrar menningarsögu þessar-
ar aldar), og síðan í tískuteiknun í
Kaupmannahöfn, og loks í leik-
myndagerð og leiksviðsbúnaði í
þeim sama stað, þar sem hann
naut einnig tilsagnar í leik hjá
sjálfum Holger Gabrielsson. Af
öllu þessu naut hann mikils gagns
síðar, og á fyrstu árum sínum sem
leikmyndagerðarmaður stundaði
hann m.a. líka tískuteiknun; allt
þetta fjölbreytilega veganesti
nýttist vel og kannski ekki síst
tískuteiknunin: spyrja má hvort
nokkur íslenskur leikmyndateikn-
ari hafi náð annarri eins leikni í
búningateiknun og Lárus Ingólfs-
son, allt fram á þennan dag.
Lárus Ingólfsson starfaði síðan
við Konunglega leikhúsið og önnur
dönsk leikhús til ársins 1933, en þá
kom hann heim, hóf störf hjá
Leikfélagi Reykjavíkur og hið eig-
inlega frumherjastarf hófst. Við
tilkomu Þjóðleikhússins fluttist
hann þangað og starfaði þar sem
yfirleikmyndateiknari til ársins
1975, er hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir, enda heilsan þá farin
að gefa sig. Jafnframt starfi sínu
sem leikmyndateiknari, kom Lár-
us býsna oft fram sem leikari,
sjaldan að vísu í stórum hlutverk-
2 6911
Birkimelur
2ja herb. ca. 70 fm íbúð á 4. hæð i blokk ásamt aukaherbergi í risi.
Möguleg skipti á 2ja herb. í lyftublokk í Hólahverfi.
Hamraborg — Kóp.
3ja herb. rúmgóð íbúö á 2. hæð i blokk. Laus mjög fljótlega.
Nýlendugata — Ódýrt
lítiö steinhús á 2 hæöum, alls um 60 fm. Laust nú þegar.
Hlíðar — Skipti
3ja herb. nýleg glæsileg ibúö á 2. hæð á eftirsóttum staö í Hlíðum.
Fæst í skiptum fyrir 4—5 herb. íbúð í sama hverfi.
Norðurmýri — Skipti
4ra herb. íbúð á 2. hæð. Sólrík og falleg ibúð ásamt byggingarleyfi
fyrir risi. Fæst í skiptum fyrir góða íbúö í lyftuhúsi í Heima-/Háaleit-
ishverfi.
Vogar Vatnsleysustr.
Nýlegt einbýlishús ca. 140 fm á 1. hæð ásamt bílskúr.
MARKADSPjÓNUSTAN
INGÖLFSSTRÆTI 4 . SIMI 26911
Róbert Árni Hreiðarsson hdi.
um, en skapaði þó fjölmargar
meitlaðar og eftirminnilegar
mannlýsingar; naut þar við
óvenjuríkrar kímnigáfu sinnar,
enda flestum mönnum eftirsóttari
gamanvísnasöngvari og skemmti-
kraftur. Flutningur Lárusar á
ýmsum revíuvísum er leiklistar-
sögulega merkilegur og segir mik-
ið um dönsku revíuhefðina annars
vegar, um þá íslensku hins vegar.
En sem leikari fór Lárus þó ekki
með glens eitt: meðal kunnustu
hlutverka hans var Arngrímur
holdsveiki i Fjalla-Eyvindi, en
hann var líka Jón Þeófilusson i
íslandsklukkunni, eitt barnshjart-
ans ólíkindatól, drykkjumaðurinn
í Gullna hliðinu, raunaleg mann-
leysa, Njegus í Kátu ekkjunni, svo
dyggur þjónn, að heiðurinn gekk
út yfir heyrn og gleymsku, — og
þannig mætti lengi telja. Eitt síð-
asta afrekið á þessu sviði, er hann
lék öðru sinni fangavörðinn
Frosch í Leðurblökunni 1974, og
hefði sómt sér í sjálfri Vínaróper-
unni; árið áður hafði hann teiknað
einhverja glæsilegustú búninga á
öllum sínum ferli, í Maríu Stúart
Schiliers.
Hér er hvorki staður né stund
til að gera úttekt á lífsverki leik-
myndateiknarans Lárusar Ing-
ólfssonar, en þar um mætti skrifa
margar bækur og er þarna verð-
ugt verkefni fyrir unga og áhuga-
sama leikhúsfræðinga eða list-
fræðinga. Að vísu hefur í dagsins
önn ívið meira glatast en skyldi af
teikningum Lárusar, en þó er sitt-
hvað til og um þær mundir, sem
Lárus lét af starfi yfirleikmynda-
teiknara Þjóðleikhússins, stóð
leikhúsið fyrir sýningu honum til
heiðurs í Kristalssal, þar sem gat
að líta sýnishorn verka hans; þau
gögn eru nú í eigu leikhússins og
verða þar geymd uns upp kemur
leiksögulegt safn á Islandi.
Lárus Ingólfsson var fæddur 22.
júní 1905, sonur Ingólfs Lárusson-
ar skipstjóra og konu hans, Vig-
dísar Árnadóttur. Lengst af hin
síðari ár bjuggu þau saman mæðg-
inin Lárus og Vigdís, á heimili,
sem fyrir smekks sakir og list-
fengi skar sig mjög frá flestum
heimilum á þessu landi. Þar and-
aði líka af hlýjum persónuleika
listamannsins, sem ólíkt ýmsum
öðrum, sem eru skemmtnir útífrá,
eru baðstofukaldir heima fyrir;
það var nú öðru nær: Lárus var
satt að segja með skemmtilegustu
mönnum, kunni frá mörgu að
segja af ímyndunarríkum frá-
sagnarhætti. Hann var því vinsæll
af samstarfsmönnum og virtur af
öllum leikhúsunnendum.
Nú er Lárus allur. Ég sá hann
síðast hálfum mánuði áður en
hann safnaðist til feðranna, þegar
Sænska leikhúsið í Helsinki var
hér á ferð. Yfir svipnum var heið-
ríkja, en augu þessa mikilhæfa
sjónlistarmanns voru nánast
slokknuð, þar brá ekki lengur fyrir
glampa glettninnar, sem áður
hafði svo oft verið. En spaugsamir
drættir við munnvikin og gaman-
saga frá Finnlandi kom upp um að
andlegir kraftar voru óbugaðir.
Hann lést hinn 22. september og
er borinn til hinstu hvílu í dag.
Það er kannski erfitt að gera sér
grein fyrir því, en hér kveðjum við
sennilega þann íslending, sem
fyrstur gerði leiklistina að aðal-
starfi sínu og eina starfi sínu, alla
sína ævi.
Blessuð sé minning Lárusar
Ingólfssonar.
Sveinn Einarsson
Þrátt fyrir jafnan straum ár-
anna á okkur öllum er eins og
sumum listamönnum auðnist að
lifa lengri og sterkari ævi en öð-
rum. Auðnist að ná tökum á rétta
augnablikinu til að tengja saman
ótrúlega ólíka tíma og skilja með
því eftir sig dýpri spor en sam-
ferðamennirnir. Slíkir menn yfir-
gefa oftast ungir troðnar slóðir
líðandi stundar og halda einir upp
brattar brekkurnar. Margir þeirra
villast í grjóti, þoku og moldroki,
en Lárus Ingólfsson var einn af
þeim gæfumönnum sem náði upp
á sinn tind og hlóð þar í rólegheit-
um vörðu sem ekki mun hverfa úr
okkar leiklistarsögu.
Vafalaust hefur hans langa leið
ekki alltaf verið átakalaus. Þá
sögu kunna mér eldri menn betur
að rifja upp í dag. Söguna af pilt-
inum sem byrjaði á öðrum áratug
aldarinnar að læra teikningu hjá
Ríkharði Jónssyni og Guðmundi
Thorsteinssyni. Söguna af mann-
inum sem síðar sigldi yfir hafið til
að læra að mála helgimyndir í
klaustri inni í miðri Evrópu.
Manninum, sem svo fór að læra
tískuteiknun hjá frægum hönnuð-
um í Kaupmannahöfn og endaði í
sjálfri leikbúningagerð Konung-
lega leikhússins. Manninum, sem
síðar varð fyrstur til að hafa at-
vinnu af leikmyndagerð á íslandi.
Þegar ég kynntist Lárusi var
farið að líða á hans löngu starfs-
ævi. Ég var þá tekinn sem nem-
andi á málarasal Þjóðleikhússins
til hans og Gunnars Bjarnasonar.
Frá mínum fyrstu dögum í dular-
fullu leikhúsrykinu þótti mér Lár-
us strax afar sterkur og sérstæður
persónuleiki. í allri framkomu
hans var einhver viss framandi
blær og leyndardómur sem aldrei
dofnaði þótt árin liðu. Litla her-
bergið hans á málarasalnum var
líka alla tíð eins og brot af leik-
sviði frá öðru landi. Alþjóðlegur
gustur stóð þar af veggjunum sem
voru þaktir minningum frá hálf-
um heiminum. í þessu herbergi
var oftast haldið mun meira upp á
aðalæfingarnar en frumsýningar.
Þá kveikti Lárus oftast á mörgum
kertum og brenndi upp heilu pökk-
unum af reykelsi. Sérstök lyktin lá
þá í loftinu svo sterk að stundum
urðu einstaka menn að fara út á
þak að anda. Oft þegar ég sat einn
inni í þessu herbergi og lét augun
reika um veggi og hillur varð mér
hugsáð til þess hvort Lárus væri
ef til vill eini sanni leikhúsmaður-
inn í öllu húsinu og við hinir bara
gervimenn í feluleik við þjóðfélag-
ið. Því inn í þetta sérstæða her-
bergi virtist tíminn heldur aldrei
ná. Þar heyrðist aldrei talað um
hefðbundinn vinnudag stimpil-
klukkunnar og þar var heldur
aldrei skrifuð nein aukavinna þó
unnið væri langt fram á kvöld. Ef
Lárus var ekki vel upplagður var
hann yfirleitt fljótur að fara aftur
í frakkann sinn og ganga út í það
rok sem hefur ávallt blásið um út-
veggi Þjóðleikhússins. En á góðum
degi gat hann unnið hraðar en
flestir aðrir. Gat nanast framleitt
búningateikningar í heilu sýn-
ingarnar á örfáum klukkustund-
um. Enginn Islendingur hefur ver-
ið fróðari um leikbúninga en Lár-
us. Það skarð sem hann skildi þar
Sérhæðir í Hlíöunum
Við höfum til sölu tvær sérhæðir i mjög vönduðu húsi ofarlega í
Hlíöunum. Efri hæðinni fylgir geymsluris og stór upphitaöur bílskúr.
Einnig fylgir byggingarréttur á þakhæö ásamt teikningum. Hæðirn-
ar eru um 130 fm hver og seljast sér eða saman. Teikningar og
nánari uppl. á skrifstofunni.
Eignahöllin
Fasteigna- og skipasala
Skúli Ólafsson
Hilmar Victorsson viöskiptafr.
Hverfisgötu76
11
eftir sig hefur okkur svo sannar-
lega reynst erfitt að fylla.
Þegar ég nú hugsa til baka man
ég ekki eftir því að Lárus væri
nokkurn tíma að halda að mér
beinni kennslu. Man ekki eftir
neinum löngum útskýringum eða
fyrirlestrum. Hann lét mig aftur á
móti strax byrja að hjálpa sér við
að byggja módel af leiksviðum.
Lét mig einan byrja leitina að
þeirri tilfinningu sem engir skólar
eða bækur ná að lýsa. Tilfinning-
unni sem reynslan ein færir leik-
húsmanninum á góðum stundum.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti fyrir það góða
veganesti sem hann bjó mér þegar
í upphafi. Þakklæti fyrir margar
samverustundir og ánægjulegt
samstarf yfir málningardósunum.
Birgir Engilberts
Kveðja frá Félagi
íslenskra leikara
Lárus Ingólfsson yfirleik-
myndateiknari Þjóðleikhússins og
leikari var fæddur í Reykjavík 22.
júní 1905. Foreldrar hans voru þau
hjónin Ingólfur Lárusson og Vig-
dís Árnadóttir.
Áhugi Lárusar hneigðist snemma
að málaralist og ungur að árum
dvaldi hann í Clairveaux-klaustr-
inu þar sem hann lærði málun
helgimynda og viðgerðir á þeim.
Það var þýzkur myndlistarkenn-
ari, sem benti Lárusi á að við
leikhúsið kynnu hæfileikar hans
að nýtast hvað best og hélt hann
til Kaupmannahafnar árið 1927 til
náms í þeirri listgrein, sem hann
síðan gerði að ævistarfi sínu.
Lárus var fastráðinn leik-
mynda- og búningateiknari við
Konunglega leikhúsið í Kaup-
mannahöfn á árunum 1929—’33,
en þá hélt hann heim og réðist til
Leikfélags Reykjavíkur 1933 og
starfaði þar óslitið til 1. nóvember
1949, er hann var fastráðinn leik-
myndateiknari við Þjóðleikhúsið.
Hann var yfirleikmyndateiknari
Þjóðleikhússins til haustsins 1975
er hann lét af störfum, þá sjötug-
ur. Þá eru ótalin þau leikmynda-
störf sem hann vann fyrir Fjala-
köttinn, Bláu stjörnuna og ýmsa
hópa áhugamanna. Stórbrotnust
voru verk hans, þar sem saman fór
hönnun leikmyndar og búninga,
s. s. í óperum eins og Rigoletto,
Toscaog Leðurblökunni og leikrit-
anna Islandsklukkunni og Gullna
Hliðinu, þar naut hin einstæða
búningaþekking hans og smekkur
sín best.
En Lárusi var fleira til lista lagt
en leikmyndateiknun og búninga-
hönnun, því hann var þjóðkunnur
leikari og gamanvísnasöngvari.
Kom hann á ferli sínum fram í
ótal þlutverkum í leikhúsunum,
auk þátttöku hans í ýmsum kaba-
rettum og revíum. Hann skapaði
ótal eftirminnilegar og nærfærn-
islega unnar persónulýsingar á
sviðinu. Hver, sem séð hefur, man
t. d. ekki eftir honum í Jóni Þeófíl-
ussyni í íslandsklukkunni eða
fangaverðinum í Leðurblökunni?
Lárus Ingólfsson lifði viðburða-
ríku lífi, hann lifði og hrærðist í
ieikhúsi og hann var fyrsti Islend-
ingurinn, sem gerði leiklist að
ævistarfi sínu. Hann ferðaðist
mikið og fylgdist vel með því sem
gerðist i leikhúsheiminum. Hann
var einstaklega skemmtilegur
maður og fróður og hafði frá
mörgu að segja, enda vinmargur
og traustur vinur vina sinna. Það
er bjart yfir minningunni um Lár-
us Ingólfsson.
Lárus var einn af stofnendum
Félags íslenskra leikara, 22. sept-
ember árið 1941, en dánardægur
hans ber nákvæmlega upp á 40 ára
afmæli félagsins. Þau eru mörg
störfin, sem hann hefur unnið
fyrir félag sitt, þó ekki síst á þeim
árum er fjáröflun félagsins var í
formi leikarakvöldvaka, þá var
hann ætíð í forsvari fyrir ytri
búningi þessara skemmtana, auk
þess sem hann kom oft fram í
skemmtilegum hlutverkum eða
með gamanvísnasöng. Lárus Ing-
ólfsson var heiðursfélagi Félags
íslenskra leikara.
Félag íslenskra leikara færir
Lárusi þökk fyrir brautryðjenda-
starf hans að leiklistarmálum, um
leið og það flytur ættingjum hans
og vinum einlægar samúðarkveðj-
ur. Gísli Alfreðsson