Morgunblaðið - 30.09.1981, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1981
15
Norðmenn mótmæla
makrílofveiði EBE
Fra Jan Krik Laure. íréttaritara
Mhl. í Oslú. 29. soptembor.
NORÐMENN hafa »KÍlt sam-
komulaK um makrílvoiðar fiski-
skipa frá rikjum KfnahaKshanda-
la>fs Evrópu vo>cna ofveiði. Norð-
monn afhontu í da« harðorð mót-
madi í höfuðstöðvum EBE í
Brussol.
Samkvæmt samkomulagi Norð-
manna og EBE, þá fengu fiskiskip
frá ríkjum EBE heimild til að
veiða 8900 tonn, en hafa farið
140% yfir leyfilegan kvóta, að
sögn Norðmanna. „Það er óþolandi
að EBE veiði stöðugt umfram um-
samda veiðikvóta. Svo kann að
fara, að riki EBE fái ekki að veiða
makríl í Norðursjónum á næsta
ári,“ sagði í mótmælaorðsendingu
Norðmanna.
Makríll hefur um árabil verið
ofveiddur í Norðursjónum og rætt
er um það í Noregi, að varla sé
lengur til nægur makríll fyrir
norsk fiskiskip, hvað þá skip frá
Efnahagsbandalagi Evrópu. Þá
telja Norðmenn sig hafa slæma
reynslu af fiskveiðisamningum við
ríki EBE, því þeir hafi nánast
undantekningarlaust verið brotn-
ir.
Það þarf vist ekki að fara I grafgötur með að talsverða snilli þarf tll ao
leika þetta samflug flugmanna í listflugsveit bandariska hersins eftir.
Atriðið er nefnt „Calypso“ og er útfært i aðeins eitthundrað feta, eða 30
metra, hæð yfir jörðu. Þótt sama sé hvernig myndinni er snúið, þá er
það flugmaður á flugvél númer fimm sem flýgur á hvolfi. Hann heitir
Sonny Childers, en flugmaðurinn á flugvél númer sex heitir R.D. Evans.
Þoir tilheyra Thunderbirds-listflugsveitinni og hafa báðir höfuðs-
mannstign.
Lítt miðaði í viðræðum
Haigs og Gromykos
New York, 29. september. AP.
ALEXANDER Haig, utanrikis-
ráðherra Bandarikjanna. sagði i
dag, að þrátt fyrir níu klukku-
stunda viðræður við Andrei
Gromyko, utanrikisráðherra Sov-
étríkjanna, hefði nánast ekkert
miðað í að draga úr spennu milli
stórveldanna.
I stuttu máli
IRA myrðir
hermann
lielfast. 29. september. AP.
SKÆRULIÐAR írska lýð-
veldishersins skutu í morgun
hermann úr Varnarbandalagi
Ulster (mótmælenda) til bana
og særðu annan alvarlega.
Hermennirnir voru að horfa á
félaga sína leika knattspyrnu
í vesturhluta Belfast. Tilræð-
ismennirnir skutu á hermenn-
ina úr bíl og komust undan.
Haig og Gromyko ræddu saman
í fimm klukkukstundir í gær og á
miðvikudag í síðustu viku ræddust
þeir við í 4 klukkustundir. Hið
eina, sem samkomulag náðist um,
var að hefja afvopnunarviðræður í
Genf þann 30. nóvember.
Dean Fisher, talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins, vildi
þó ekki segja, að enginn árangur
hefði náðst í viðræðunum. Hann
sagði að stjórn Ronald Reagans
hefði ekki búist við miklu. „Niður-
staða fundanna var í samræmi við
það sem við bjuggumst við,“ sagði
Fisher og benti á, að ráðherravið-
ræður væru þó alltént spor í rétta
átt. Haig og Gromyko hafa ákveð-
ið að hittast I byrjun næsta árs,
sennilega í Genf.
Fisher sagði, að Haig hefði lagt
megináherzlu á að kynna vilja
stjórnvalda vestanhafs til að
draga úr spennu milli stórveld-
anna og að Sovétmenn yrðu að
láta af herskárri stefnu sinni vilji
þeir á annað borð bætt samskipti.
Úreþaniö binst flestum efnum, s.s. steypu, pussningu. tré, spónaplötum
og plastefnum.
■SSevomevo
FUGR9H
SKUM FUGE
SKUtf SKUV
Fjöldi annarra
þéttíefna og áhalda tíl þéttíngar
GLERBORG HF
DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIROI - SÍMI 53333
evo
nor
165
fyllir og þéttir
Evonor 165 - polyúreþan sem fyllir og þéttir milli veggeininga. viö glugga-
karma, huröarkarma. kringum rör, rafmagnsleiöslur o.fl. o.fl. Einstakt efni,
sem einangrar ótrúíega vel.
Evonor 165 er sprautaö i fljótandi formi, en þenst út og harönar á
skömmum tima.
Polyúreþanið rotnar hvorki né myglar, brennur ekki viö eigin loga og þolir
flest tæringarefni auk vatns, bensíns, oliu, hreingerningarefna og sýra.
0,6% verðbólga
í V-I>ýzkalandi
Wiesbaden. 29. september. AP.
VERÐBÓLGA í V-Þýzkalandi
mældist á 12 mánaða tímabili,
frá ágústlokum 1980 til sept-
ember í ár, 6,6%. Þetta eru
bráðabirgðatölur en að sögn
opinberra heimilda, þá hefur
verðbólgan í V-Þýzkalandi
ekki verið hærri síðan 1974 en
þá mældist hún 7,1%.
Tala látinna
komin í 18
Beirút. 29. septemher. AP.
BJÖRGUNARMENN fundu i
morgun lfik þriggja stúlkna í
rústunum í þorpinu Zrariyeh í
Líbanon. Þar með hafa 18 lík
fundist eftir að sprengja
sprakk í þorpinu í gær. 40
manns særðust í sprengjutil-
ræðinu. Kristnir öfgamenn
eru taldir standa á bak við til-
ræðið.
BJARGVEIÐIHÁTÍÐ 81
HÓTEL LOFTLEKNR
Eyjakvöld að Hótel Loftieiðum föstudaginn 2.9. og laugardaginn 3.9.
Fyrsta átthagagleði Hótels Loftleiða verður tileinkuð
bjargveiðimönnum og öðrum Vestmannaeyingum.
Hátiðinni stjómar Árni Johnsen, en honum til lið-
sinnis verða m.a. þeir Ási í Bæ og Guðjón Ármann
Eyjólfsson.
Kjami matseðilsins verða kræsingar sem aldrei hafa
sést í veitingasölum áður. Hlaðborðið kemur til með
að svigna undir heitum og köldum Eyjaréttum s.s.
reyttir, steiktir, marineraðir og reyktir lundar, létt-
reyktar og nýjar súlur, lundakjötseyði með eyjabeij-
um, o.fl.
Auk þess verður auðvitað gimilegt úrval af
salötum, rófustappa, asíur, agúrkur og
ýmsir meginlandsávextir.
Valdir bjargveiðimenn verða matreiðslu-
mönnum hótelsins til halds og trausts við
matargerðina.
Nú mæta allir bjargveiðisinnaðir íslendingar á
föstudags- eða laugardagskvöldið. Sumir koma
jafnvel bæði kvöldin.
VERIÐ VELKOMIM!