Alþýðublaðið - 11.06.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.06.1931, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Til systra minna. Harlmannaskór stórt og fjölbreytt úrvaL H fann bergs br æðiir. Ég er óvön að taka mér penna í hönd og fást við ritsmíðar. Ég get þó ekki setið hjá án pess að punkta eitt og annað niður á blað okkur öllum til mirinis áð- ur en við göngum að kjörborð- inu, ef ske kynni að einhvierjar ykkar mintust þess þá og athug- uðuð, hvers ber að minnast og hverjum að þakka eitt og annað, sem hefir gert heimilin okkar Djartari, meira á borðinu þann og þann daginn, og lífið ánægju- legra á ýmsan hátt. Allir þeir menn, sem A-listann skipa að þessu sinni, eiga sinn mikla þátt í þeim umbótum, sem við og menn okkar, þær, sem þá eiga, hafa öðlasit fram á þennan dag, að ótöldum öllum hinuim, siem ekki skipa listann að þessu sinni. Ég ætla a ð byrja neðst, þar sem konan skipar sætið, frú Jón- ína Jónatansidóttir. Ég er nú svo bjartsýn, að reikna hana sem full- trúg okkar á alþingi eftir þess- ar kosningar. Hún er landskjörin varamaður Jóns Baldvinssonar, sem nú er talinn líklegastur til að vinna kosningu í Snæfellsnes- sýslu. Um störf Jóninu í þágu okkar kvennanna þarf ekki að fjölyrða. Hún er fyrsta íslenzka konan, siem hefir unnið fyrir kon- ur, sem útivinnu stunda. Ég man þá tíð, þegar konur báru kol og salt á bakinu í uppskipun fyrir 10 aura um tímann og konur voru þá notaðar sem þrælar, en ekki menn. TímarniT breytast. Nú vinnum við konur fyrir 80 aura um tímann, fáum kaffihlé og með okkur er farið eins og siðuðum mönnum hæfir. Með stofnun verkakvennafélagsins, sem Jónína allri fortíð íhaldsins og nútíð. þess, þar sem það hefir vald, að það muni lítið gera á þingi rnema tilneytt, enda var það á síð- asta þingi sammála „Framsókn“ «m niðurskurð allra opinberra framkvæmda á næsta ári. Alþýðufliokkurinn einn mun berjast fyrir þeim málurn, réttj ■verkalýðsins til jafnrar atvinnu og opinberum ráðstöfunum í því skyni, þegar á næsta þingi. Vegna allra hinna stærri kosn- ingamála hér í bæ er það nauð- synlegt að kjósa A-listann fyrir verkalýðinn og alla þá aðra menn, sém eru á móti hvers konar íhaldi, í hvaða flokki sem þeir hafa áður talið sig. Þvi sterkari sem Alþýðuflokkurinn verður á þingi og þess fleiri at- kvæði siem frambjóðenduT hans fá, þess betur fæst framgengt kosningamálum hans, sem nú eru kosningamál allrar regkviskrar al- pýðu. Þess vegna mun A-listinn safna atkvæðum fjöldans á morg- un. Fylgið imálum ykkar fast eftir! Kjósið A! Héðiim Valdimarsson. stofnaði og hefir stjórnað til þessa dags, hafa orðið þau ■ (straumhvörf í lífi okkar og frjáls- ræði, að þaö er eins og nótt og dagur séu borin saman. I félags- skapnum hefír verið athvarfs að leita þegar örðugleikar hafa steðjað að. Hjartalag Jónínu þekkjum við allar. Of langt mál yrði það að telja upp alt það, sem hún hefir fýrir okkur unnið. Mikið á hún ógert enn ef líf og heilsa leyfir. Styðjum að því með atkvæði okkar á kjördegi, að starf hennar fyrir alþýðuna geti borið sem mestan ávöxt. — 3. maður listans, Ólafur Friðriksson, er svo kunnur maður meðal verkalýðs þessa lands, að óþarft (er á hann að minnast Hann hefir í ræðu og riti vakið okkur, sem sváfum, til lífs og vitundar um rétt okkar og mátt. Hann hefir manna mest I-eyst úr læðingi þau öfl, siem búa í verkalýðnum sam- einuöum. Hann var á sínum tíma „hrópandans rödd“. Hann sáði í þann akur, sem aðrir honum eldri höfðu reynt að plægja, „og sæðið bar ávöxt“. Or þessum akri befir Alþýðuflokkurinn riisið. Stærri og stærri með hverju árinu, og hann verður það tré, sem breiðir limar sinar yfir land alt óg veitir ilm og angan yfir fólkið, sem þar byggir. Tré, sem gnæfir hátt yfir þyrna og feyskna stofna, er hjá standa. Við konur, sem eigum verkamenn, minnumst þess, að síðasta kauphækkun manna okk- ar, 1,36 á dag ásamt einnar klukkustundar minni vinnutíma, eða 8,16 á viku, og á mánuði eru það fyrir þá, sem vinnu hafa, um kr. 33,00, eru fyrst og fremst fyr- ir hans atbeina. Þá er ekki minna urn vert afnám næturvinnunnar, Hversu margar okkar þoldum ekki ónæði og kviða út af því, að vita menn okkar hímandi daga og nætur niður við höfn, svanga, kalda, svo þegar meiri vinna barst að, þá úrvinda af þreytu eftir 3ja dægra vinnu. Ekki ó- sjaldan bar það við, að mennirnir okkar komu heim fárveikir af of- kælingu, ofþreytu, að ég ekki tali um meiddir eða slasaðir, sem var afleiðing langs vinnutíma og ókærni í vinnustjórn. Minnumst þess, að fyrir atbeina Dagsbrún- arstjórnarinnar geta menniimir okkar hvílst og sofið. áhyggju- laus þpr til vinna byrjar reglu-' lega kl. 7 að morgni. Engin vinna er frá þeim tekin. 1 síðasta lagi kemur maðurinn heim kl. 10 að kvöldi. Við þurfum ekki Jengur að híma fræm eftir nóttu með mat eða kaffi handa honum. Ég gæti talið margt fleira, sem hef- ir gert heimili okkar bjartari, og gert h-efir verið fyrir atbein ólafs og annara forystumanna verkar manna, en þetta verður að nægja í bili. 2. imaður listans, Sigurjón Ól- afsson, sem sérstaklega hefir beitt sér fyrir málefnum. sjó- mannanna, hefir heldur ekki legið á' liði sínu. Þið, systur mínar, sem eigið sjómann fyrir mann, eða þið ungu stúlkur, sem enn þá eruð ógiftar og komið til með að eignast menn úr þeirri stétt, minnist þess, að allar þær um- bætur, sem Sigurjón hefir borið giftu til að vinna til handa mönn- um ykkar og mannsefnum, eru miklar og margvislegar. Ég veit ekki hvort þið hafið átt mann á togara fyrir rúmum 10 árum. Margar ykkar muna ef til vill þá tíma, að maðurinn kom heim af sjónum úrvinda af þreytu og svefnleysi. Hans fyrsta verk var j að þvo af sér óhreinindin og drekka úr kaffibolla og, leggjast svo til svefns. Megnið af tíma hans meðan skipið var inni fór til þess að hvila sig og sofa. Konan eða bömin vissu varla af því að pabbi hefði komið heim. Meb lögum um hvíld á sjónum, svefntíma, er þetta breytt. Nú kemur maðurinn þinn útsofinn að landi. Nú má hann vera áhyggju- laus heima hjá þér og börnun- um þann tíma, sem skipið liggur í höfn. Það hefir hafnarfríið gert að verkum. Nú getur þú gengið út með manni þínum þegar inni er verið, farið til kunningjarma, á skemtun eða hvað það er, sem þið hafið ráð á. Börnin vita nú að pabbi er kominn heim og njóta návistar hans. Enginn hefir barist meir fyrir þessum umbót- um en Sigurjón. Eða finst þér ekki munur á þvi, sam maðurinn þinn leggur inn í heimilið nú en áður, ef hann hefir vinnu á sjón- um? Um kaupgjald sjómanna hefir Sigurjón staðið í broddi fylkingar. Sjómannastéttin hefir engum fremur trúað fyrir mál- um sínum en honum, en allar umbsetur hans þeim til handa eru einnig ykkur til gagns, gleði og alls konar hamingju. Ég minnist orða eins prestsins okkar hér: „Fá eru þau heimili hér í bæ, sem eins bera með sér vott menningar og þolanlegrar af- komu siem heimili sjömannianna. að undanteknum þeim, sem mikla ómegð hafa.“ Hann um það, hA'ort þetta er rétt, það skal ég ekki fullyrða, en ef svo er, hver hefir mest og bezt unnið að þessu? Sjómannakonur! Um Sigurjón stendur nú slag- urinn, hvort hann verður fulltrúi sitéttar sinnar og verkalýðsins í heild eða ekki. Undir ykkur er það komið engu siður en mönn- um ykkar. Efsti maö'ur listans, Héðiun Valdimarsson, formaður verka- mannafélagsins „Dagsbrún“, er sá maður, sem verkalýðurinn má vera stoltur af að hafa fengið í sína þjónustu. Ungur, gáfaður, háskólagenginn hagfræðingur kemur heim til ættlands síns að loknu námi. Allar dyr standa honum opnar til fjár og frama í þjóðfélaginu. Auðvaldið vill fyrir hvern mun læsa klóm sínum í alla slíka 'menn og taka þá í þjónustu, sína. En Héðinn tók hinn ko.stjnn. Hann sá og skildi þarfir fólksins og tók að ' sér málstað þess, gekk í þjónustu jafnaðarstefnunnar og verkalýðs- ins. Kastaði frá sér öllum þeim völdum og metorðum, sem auð- borgararnir voru fúsir að bjóða honuin. Þess má nú sjá merki, hversu mikill ótti borgarafloltkf- unum stendur af Héðni. Á engan er meir ráðist með alls konar dylgjum., skömmum og rógburði.. En slíkar aðfarir eru hin sterk- usitu meðmæli. Héðinn er í ör- uggu sæti, hann verður fulltrúi flokksins áfram. Ég vil nú minn- ast á ýms verk í þágu verka- lýðsins, er þegar liggja eftir Héð- in. Hann er formaður verka- imannafélagsiins hér í bænum. Engum hefir tekist að sameina 'verkamienn í félagsskap sem hon- um. Dagsbrún hefir aldrei verið öflugri eða mannfleiri en nú. Flestar umbætur og þróun í mál- efnum verkam,anna hér nú síð- usitu árin hafa gerst undir hans stjórn. Hann er einhver sá harð- fylgnasiti maður, sem finst, ef verja þarf réttindi verkamanna, sama hvort það er í‘ kaupdeilum eða á öðrum vettvangi. Verka- mannabústaöalögin eru hans verk. Slysatryggingarlögin era að mestu hans verk. ^auphækk- un , verkamanna, stytting vinnu- tíma og afnám næturvinnu und- irbjó hann, og svona mætti lengi telja. En að síðustu vil ég minna ykkur, systur mínar, sem úti- vinnu stundið, á þann stuðning, er Héðinn veitti ykkur ásamt fé- lögum sínum sl. vetur í hinni svonefndu „garnadeilu“. Vegna þesis hve langorð ég er orðin get ég ekki tínt fleira til. en margt er það í málefnum verkalýðsins, sem allir þessir menn og allur fjöldi annara for- ingja flokksins hafa unnið að fyr og síðar. Að síðustu vil ég segja ykkur það, að ekki er langt síðan ég fylti flokk íhaldsmanna við kosn- ingar; ég var þeirri hugsun gædd ’ eins og þvi miður sumar systur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.