Morgunblaðið - 30.09.1981, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1981
ÞANN 1. október nk. mun enski
píanóleikarinn Penelope Roskell
halda píanótónleika i Norræna
húsinu.
Penelope Roskell er fædd 1956
og hóf píanónám 6 ára að aldri.
1967 hlaut hún heiðursverðlaun
yngri deildar við Konunglega tón-
listarskólann í Manchester og
hlaut seinna styrk til náms við
Royal Northern College of Music,
þar sem kennarar hennar voru
þeir George Hadjinikos og Sir
William Glock. Þaðan útskrifaðist
Penelope Roskell sem einleikari
með ágætiseinkunn. Penelope hef-
ur síðan hlotið styrki til náms á
Italíu frá ítalska ríkinu og Wins-
Penelope Roskell
Píanótónleikar í
Norræna húsinu
ton Churchill-sjóðnum, hún held-
ur reglulega tónleika á Italíu og er
nú nýkomin úr tónleikaför til
Grikklands þar sem hún lék m.a. í
gríska sjónvarpinu. Penelope hef-
ur ferðast mikið um Bretland og
komið fram sem einleikari og
einnig leikið með hljómsveitum.
Hún hélt sína fyrstu tónleika í
London í maí 1980 og hlaut lof
gagnrýnenda.
A tónleikunum í Norræna hús-
inu mun Penelope Roskell flytja
verk eftir W.A. Mozart, R. Schu-
mann, F. Chopin og Hadjinikos.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30.
(Fréttatilkynning)
Framandi menning
í framandi landi
Hefur þú áhuga á aö búa eitt ár í framandi landi?
• Viltu auka þekkingu þína á umheiminum?
• Viltu kynnast lifnaöarháttum annarra þjóöa?
• Viltu verða víðsýnni?
• Viltu veröa skiptinemi?
Ef svarið er já, haföu samband við:
Umsóknarfrestur er frá 7. sept. til 2. okt.
Hverfisgötu 39. — P.O. Box 753-121 Reykjavík.
Sími 25450 — Opiö daglega milli kl. 15—18.
Metþátttaka í deildakeppninni
120 skákmenn frá öllum
landshlutum komu saman á
Ilúsavík um hclgina til að hefja
dcildakeppnina í skák. Þátttak-
an í kcppninni var hetri en
nokkru sinni áður og alls
mættu 17 sveitir til leiks. Þar af
sjö í fyrstu deild þar sem teflt
er í átta manna sveitum og tíu í
annarri deild þar sem sex skipa
hverja sveit. Undanfarin ár hef-
ur Taflfélag Reykjavíkur horið
hiifuð og herðar yfir önnur fc-
liig, en nú var tekið upp á þeirri
nýhreytni að leyfa félaginu að
stilla upp tveimur jafnsterkum
sveitum í fyrstu dcild. Búist
hafði verið við því að það fyrir-
komulag myndi auka spennuna
í keppninni um efsta sætið og
sveitir frá öðrum félögum
kæmu einnig inn í mvndina.
Svo fór þ«'» ekki nema að litlu
leyti og að kcppninni hálfnaðri
höfðu sveitir TR hlotið lang-
flesta vinninga í 1. dcild.
Skákmönnum í Taflfélagi
Reykjavíkur var í haust skipt
upp í tvo hópa eftir því hvar þeir
eru búsettir á höfuðborgarsvæð-
inu. Skipt var um Miklubraut að
Miklatorgi og þaðan dregin bein
lína að Nauthólsvík. Sveitirnar
voru síðan nefndar TR norðvest-
ur, þ.e.a.s. allur Vesturbærinn,
Þingholtin, Laugarnesið, og
Vogahverfið, og TR suðaustur,
þ.e. Hlíðahverfið sunnan Miklu-
brautar, Fossvogurinn, Árbæj-
ar- og Breiðholtshverfi og að
auki skákmenn í TR sem búa
utan Reykjavíkur.
Þessum tveimur sveitum var
att saman í fyrstu umferð og
urðu úrslit þessi:
TR suðaustur 2‘ó — TR norð-
vestur 5V4
Jón L. Árnason
— Margeir Pétursson 'k — Vi
Elvar Guðmundsson
— Jóhann Hjartarson 0—1
Sævar Bjarnason
Karl Þorsteins 0—1
Skák
eftir Margeir
Pétursson
Ásgeir Þ. Árnason
— Jóh. G. Jónsson ‘Æ — 'k
Róbert Harðarson
— Dan Hansson 'k — Vi
Árni Á. Árnason
— Jóhann Þ. Jónsson 0—1
Páll Þórhallsson
— Arnór Björnsson 'k—'k
Stefán Þórisson
— Lárus Jóhannesson V4 — 'k
Á pappírnum virðast sveitirn-
ar tvær mjög álíka að styrkleika,
og það kom því á óvart hver
niðurstaðan varð. Eins og venju-
lega þegar TR-sveitin teflir úti á
landsbyggðinni urðu töluverð
forföll og það voru helst skák-
menn af yngri kynslóðinni sem
áttu heimangengt.
í báðum deildum var margt
sterkra skákmanna og sérstak-
lega í annarri deild voru margir
skákmenn utan Reykjavíkur sem
hafa vart aðstöðu til að vera með
í öðrum mótum en deildakeppn-
inni og helgarmótunum.
Frá því deildakeppnin hófst
fyrir sjö árum hefur áhugi á
henni víða um land aukist geysi-
lega svo sem sjá má af hinni
góðu þátttöku nú. Mótið á Húsa-
vík verður vart til að draga úr
vexti hennar því þátttakendur
voru sammála um að viðurgern-
ingur allur og aðstæður á Hótel
Húsavík þar sem mótið fór fram
hafi verið til fyrirmyndar, þótt
lýsing í skáksalnum hefði mátt
vera betri á stöku stað.
Víða erlendis er slík sveita-
keppni meginviðburðurinn í
skáklífi viðkomandi þjóða og
einnig hér virðist deildakeppnin
á góðri leið með að verða slíkur
burðarás.
Hér kemur ein skák frá viður-
eign TR norðvestur og Taflfélags
Kópavogs. Þeir sem verið hafa
með á helgarmótunum þekkja
Jóhann Þóri Jónsson, ritstjóra
og upphafsmann helgarmót-
anna. Mótið á Húsavík var nokk-
urskonar helgarmót, en aldrei
þessu vant fékk Jóhann frí frá
skákstjórn og skipulagningu en
lét sé nægja að tefla. í þessari
skák tekst honum að rugla and-
stæðing sinn, sem var einn af
mörgum ungum og efnilegum
skákmönnum á mótinu, með
frumlegri byrjun sinni.
Ilvítt: Jóhann Þ. Jónsson.
Svart: Þröstur Einarsson.
Grjótgarðshyrjun.
1. d4 - d5. 2. e3 - Rffi. 3. Bd3
- c5. 4. c3 - Rcfi, 5.14
Uppáhaldsbyrjun Jóhanns.
Áætlunin sem svartur velur er
of hægfara og á ekki rétt á sér
svo snemma tafls.
5. - c4?!, fi. Bc2 - h5. 7. Rd2 -
h4. 8. Rgf3 - II b8. 9. Ba4!? -
Bd7. 10. Bxcfi - Bxcfi. 11. Re5
- Dc7. 12. 0-0 - Rd7, 13. D13
- Ba8, 14. a3 — bxc3, 15. bxc3
- efi. 16. Dh.3 - Bdfi. 17. Rdí3
- Ke7?
Eftir 17. — 0-0 óttaðist svart-
ur réttilega 18. Rg5 — h6, 19.
Rxe6 en nú hrynur staða hans.
18. Rxf7! - Kxf7. 19. Rg5+ og
svartur gafst upp. Framhaldið
gæti orðið 19. — Kg6, 20. Rxe6!
Dc8, 21. Dg4+ - Kf7, 22. Dxg7+
— Kxe6, 23. f5 mát.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
þjónusta
tilkynningar
tilboö — útboö
Vátryggingar
neytendaþjónusta
miðvikud. til föstud. kl. 10.00—12.00.
Tryggingaeftirlitiö,
Suðurlandsbraut 6,
sími: 85188.
húsnæöi í boöi
Til sölu
er einbýlishús á Siglufirði á fallegum stað. Skipti
koma til greina. Uppl. í síma 71698 eftir kl. 19 á
kvöldin.
landbúnaöur
Jörð óskast
Góð bújörö óskast, helst í rekstri. Æskileg
staðsetning Suðurland, þó ekki skilyrði.
Uppl. í síma 92-2542.
Auglýsing samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr.
40, 18 maí 1978 um tekjuskatt og eignarskatt
með síðari breytingum um að álagningu
opinberra gjalda á árinu 1981 sé lokið á þá
lögaöila sem skattskyldir eru hér á landi
samkvæmt 2. gr. greindra laga.
Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau
opinberu gjöld sem skattstjóra ber að leggja
á á árinu 1981 á þessa skattaðila hafa verið
póstlagöar.
Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda
sem þessum skattaöilum hefur veriö tilkynnt
um með álagningarseðli 1981 þurfa að hafa
borist skattstjóra eöa umboðsmanni hans
skriflega innan 30 daga frá og með dagsetn-
ingu þessarar auglýsingar.
30. sept. 1981.
Skattstjórinn í Reykjavík,
Gestur Steinþórsson.
Skattstjóri Vesturlandsumdæmis,
Jón Eiríksson.
Skattstjórinn í Vestfjaröaumdæmi,
Hreinn Sveinsson.
Skattstjórinn í Noröurlandsumdæmi eystra,
Hallur Sigurbjörnsson.
Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi,
Bjarni G. Björgvinsson.
Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi,
Hálfdán Guömundsson.
Skattstjórinn í Vestmannaeyjum,
Ingi T. Björnsson.
Skattstjórinn i Reykjanesumdæmi,
Sveinn Þóröarson.
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í
eftirfarandi:
1. Útboö RARIK-81016 Dreifispennar.
Opnunardagur 9. nóv. 1981 kl. 14.00.
2. Útboð RARIK-81017 Strengir. Opnunar-
dagur 10. nóv. 1981 kl. 14.00.
3. Útboð Rarik-81021 Staurar. Opnunardag-
ur 23. okt. 1981 kl. 14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykja-
vík, fyrir opnunartíma, þar sem þau veröa
opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er
þess ósk.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf-
magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105
Reykjavík, frá og með miövikudeginum 30.
september 1981 og kosta kr. 25 hvert eintak.
Reykjavík 28. september 1981,
Rafmagnsveitur Ríkisins
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AUGLYSINGA-
SÍMINN ER:
22480