Morgunblaðið - 30.09.1981, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1981
25
fclk f
fréttum
hægt að hjálpa veiku fólki með
einum saman viljastyrknum.
Þau hjón sátu við rúmstokk
barnsins dag og nótt, og þó það
lægi meðvitundarlaust, hegðuðu
þau sér eins og það væri með
fulla meðvitund.
— Ég sagði henni ævintýri,
segir Joan, söng fyrir hana, en
ekkert gerðist. Allan tímann töl-
uðum við og töluðum.
Læknar og hjúkrunarfólk
undruðust þessar aðfarir, að tala
til meðvitundarlauss barns, en
það var engu tauti við þau kom-
ið. Svo einn daginn gerðist
kraftaverkið. Kata litla lauk upp
augum sínum. Hún sá ekki neitt,
greindi ekkert, en þetta var
fyrsta skrefið og það mikilvæg-
asta.
— Frá þeim degi var allt
bjartara, segir Joan. Hægt en ör-
ugglega hresstist Kata, og nú í
dag stendur hún öðrum börnum
lítt að baki. Ég efast aldrei um
að hún eigi eftir að verða al-
heilbrigð aftur.
En blaðamönnum leikur for-
vitni á að vita hvort Joan Collins
sé þar með hætt að vera kyn-
tákn. — Nei, nei, segir hún og
Joan Collins stendur í ströngu
Móðir og barn ...
+ Joan Collins er fræg leikkona
úti i heimi og ein af þeim sem
kaliast kyntákn. Hún hefur nú
dregið sig útúr hringiðu kvik-
myndaleiksins i næstum ár og
helgað sig heimili sínu, eftir að
dóttir hennar, átta ára, ienti í
alvariegu hílslysi.
— bað var
martröð. segir hún, sem hver ei-
nasta móðir skelfist.
Kata dóttir hennar lenti í svo
alvarlegu umferðarslysi, að
læknar gáfu henni í fyrstunni
litlar lífslíkur. Joan féll saman
við þessar fregnir og maður
hennar einnig, en svo tóku þau
sig saman í andlitinu, Kata
mátti ekki deyja. — Það mátti
aldrei ske, segir Joan. Ég vissi
það ekki áður en ég gekk í gegn-
um þessa reynslu, að það er
hlær. Ég hef þegar þegið eitt
hlutverk þar sem ég þarf að
hátta og ég hef aldrei verið jafn
ákveðin í að standa mig. En það
að vera kyntákn er aðeins ein
hliðin á mér og sú hlið snýr að-
eins að kvikmyndunum. Hina
raunverulegu Joan Collins er að-
eins að finna innan veggja heim-
ilisins. Joan Collins er fyrst og
frerrist húsmóðir og móðir.
+ Bianca Jagger getur nú tekið
gleði sína aftur. Bráðum opnar.
eftir árs lokun. uppáhalds
skemmtistaðurinn hennar. „Stud-
io 54“. sem er vinsælt diskótek í
New York, og ekki sótt af neinu
undirmálsfólki. Þar hittast fræg-
ar stjörnur á leiksviðinu og úr
kvikmyndaleik. tónlistarfólk ým-
iskonar og jafnvel stjórnmála-
menn. Studio 54 var lokað i fyrra.
þegar kom á daginn að stjórnend-
urnir voru hinir verstu skattsvik-
arar. Bianca ætlar að mæta strax
við opnunina. og kannski hittir
hún þar fyrrum manninn sinn.
Mick Jagger. sem er ekki ókunn-
ur á vinsælum skemmtistöð-
um ...
+ Páfinn lætur ekki deigan síga. búinn að ná sér sæmilega af
morðtilræðinu og kominn aftur á stjá opinherlega. barna rabbar
hann við leikkonuna Giottu Gentile eftir að hafa verið viðstaddur
frumsýningu á kvikmyndinni „The Legend of St. Catherine of
Siena“.
+ bað fer það orð
af austur-þýskum
sundstúlkum að
þær séu hraustleg-
ar. Þessi er engin
undantekning og
gæti hver karlmað-
ur verið stoltur af
upphandleggjum
hennar og axla-
vöðvum ...
Bette Davis á
áttrœðisaldri
+ Leikkonan Bette Davis er
nú 73ja ára að aldri og ber
aldurinn vel. — Bette segir
að margir eigi erfitt með að
trúa því að hún sé orðin
svona gömul. en það hvaríli
þó ekki að henni að leyna
aldri sínum. Ilún sé ungleg í
útliti og það sé bara uppörv-
andi fyrir ungt fólk. sem
sjái að árin þurfi ekki að
skipta svo miklu máli.
Shakin Stevens er óumdeilanlega
einn vinsælasti söngvari á íslandi
og í öllum nágrannalöndum
okkar.
Viö höfum fengiö forsmekkinn
af „Shaky“ hinni nýju LP plötu,
meö lögunum „You Drive Me
Crazy“ og „Green Door“
sem bæöi njóta geysilegra
vinsælda. Viljiröu stuö og
skemmtilegheit, er vissara aö tryggja sér
eintak af Shaky, Stebbi hristingur klikkar ekki.
Heildsöludreifing
fteinor hf
Símar 85742 og 85055.