Morgunblaðið - 30.09.1981, Page 30

Morgunblaðið - 30.09.1981, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1981 Islensku liðin í eldlínunni fslensku knattspyrnuliðin sem þátt taka í Evrópumótunum i knattspyrnu verða öll í eldlín- unni í kvöld. l>vi miður verður að seiíjast eins oií er, að aðeins eitt þeirra á raunhæfan möxuleika á því að halda áfram þátttöku. en það er Fram. Fram keppir í Evr- ópukeppni bikarhafa jfeun irska liðinu Dundalk <>« fór til írlands með 2—1-sÍKur í pokahorninu. Róðurinn verður þungur. því for- ystan er naum, en möiíuleikarnir eru engu að síður fyrir hendi í rikum mæli. Að minnsta kosti tveir leikmanna Fram verða væntanleKa undir smásjá er- lendra útsendara knattspyrnufé- laKa. Pétur Ormslev heíur dvalið um hríð hjá Diisseldorf ok fer huKsanleKa aftur þanKað eftir leikinn til skrafs <>k ráðaKerða. I>á hefur Guðmundur markvörð- ur Baldursson vakið verðskuld- aða athyKli að undanförnu. Valsmenn eru eina íslenska liðið sem leikur á heimavelli, mætir Englandsmeisturunum Aston Villa eins og marg hefur komið fram.' Fyrri leikinn vann Villa 5—0 og er því öruggt áfram. Valsmenn eru hins vegar ákveðnir að standa sig og hafa gaman af leiknum og með áhorfendur við bakið, eru þeir vísir til að gera betur en ytra á dögunum. Allar líkur eru á því, að Gary Shaw leiki sinn fyrsta leik á haustinu. Shaw- hefur átt við meiðsli að stríða og ekki komið til álita fyrr en nú. A síðasta keppnistímabili var hann kjörinn efnilegasti unglingurinn í ensku knattspyrnunni og sannar- lega er þar mikið efni á ferðinni. Víkingarnir, fulltrúar íslands í UEFA-keppninni, eru komnir til Bordeaux í Frakklandi, þar sem síðari leikur liðsins gegn sam- nefndu liði fer fram. Franska liðið er topplið og hefur nánast tryggt sæti sitt í næstu umferð eftir 4—0-sigur gegn Hæðargarðsliðinu á Laugardalsvellinum. Víkingarn- ir hafa staðið í ströngu að undan- förnu, komu til Bordeaux frá Sov- étríkjunum þar sem liðið lék þrjá æfingarleiki gegn 2. deildarliðum. Víkingur tapaði öllum leikjunum og stóð sig misjafnlega vel í þeim. Best var frammistaðan gegn Krasnaprestung, 2—4-tap eftir að Víkingarnir höfðu skorað tvö fyrstu mörkin. Lárus Guðmunds- son og Jóhann Þorvarðarson skor- uðu. Þá tapaði Víkingur 1—4 gegn Torpedo Togliati, Hörður Sigurðs- son skoraði mark Víkings, og loks tapaði Víkingur 0—2 fyrir Krasniakorsk. Heimir Karlsson átti við meiðsii að stríða við kom- una til Bordeaux og óvíst var að hann gæti leikið gegn franska lið- Fram varð Reykja- víkurmeistari Fram varð í gærkvöldi Reykja- víkurmeistari í körfuknattleik, er liðið bar sigurorð af ÍS í sið- asta leik mótsins. Lokatölur leiksins urðu 86—72. Munurinn var aldrei neitt gifurlegur í gærkvöldi og lenK-st af Kat bruKð- ið til beggja vona. En Framar- arnir gerðu það sem þeir þurftu, þ.e.a.s. þeir sigruðu. Fram hlaut því 8 stÍK í mótinu. vann alla sína leiki ok er verðuKur meistari. Er þetta fyrsti Reykjavíkurmeist- aratitill þessarar ungu körfu- knattleiksdeildar. Körfuknattlelkur Tottenham vann stórsigur NOKKRIR leikir fóru fram i Evrópukeppni félagsliða i knattspyrnu í ga-rkvöldi. þó svo að ohhinn fari fram i kvöld. Tottenham var i eldlínunni i Evrópukeppni bikarhafa og mætti Ajax frá Hollandi. Tott- enham var i miklum ham, sigr- aði 3—0. því samtals 6—1. Yfir- burðir Tottenham voru miklir, en leikmenn liðsins skoruðu þó ekkert fyrr en í síðari hálfleik. Þá stóð ekki steinn yfir steini hjá hollenska stórveldinu ok þeir Tony Galvin, Marc Falco Leikur Vals og Villa kl. 17.15 LEIKUR Vals ok Aston Villa í Evrópukeppni meistaraliða hefst á LauKardalsvellinum klukkan 17.15 i kvöld, en ekki klukkan 17.30 eins ok auKlýst hcfur verið. Er það að kröfu EnKlendinK- anna, sem leiknum hefur verið flýtt um 15 mfnútur. ok Osvaldo Ardiles skoruðu hver sitt markið. Tveir leikir fóru fram í meist- arakeppninni. Sparta Prag frá Tékkóslóvakíu sigraði Neuchatel frá Sviss 3—2 á heimavelli, en tapaði samtals 3—6. Svisslend- ingarnir gerðu út um leikinn gegn Spörtu með því að komast í 2—0 í fyrri hálfleik. Pellegrini skoraði bæði mörkin. Levski Spartak frá Búlgaríu sigraði Dinamó Búkarest 2—1, en upp- lýsingar aðrar voru litlar. I UEFA-keppninni sigraði Lokeren frá Belgíu, lið Arnórs Guðjohnsen, franska liðið Nant- es 4—2, sem var einnig saman- lögðu úrslitin. Daninn Larsen (2), Snelders og Verheyen skor- uðu mörk Lokeren. Annað belg- ískt lið, Beveren, fór einnig létti- lega í gegn, sigraði Linfield 5—0, samtals 8—0. Martens skoraði 4 mörk. Loks skildu Southampton og Limerick jöfn, 1—1, á The Dell í Southampton. Keegan skoraði mark Southampton. Southampt- on vann samtals 4—1. Þá fór fram einn leikur í 2. deildinni ensku, Bolton sigraði Newcastle 1—0 á heimavelli sínum. Gamla kempan Alan Gowling skoraði markið. iiiTTniini Getrauna- spá MBL. Morgunblaðið Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the World Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Birmingham — West Ham. 1 X X X X 2 1 4 1 Brighton — Man. City. 1 X 2 X X X 1 4 1 Leeds - A. Villa 1 2 X 2 2 2 1 1 4 Liverpool — Swansea X 1 1 1 1 1 5 1 0 Man. Utd. — Wolves 1 1 1 1 1 1 6 0 0 N. County — Arsenal X 2 2 2 2 X 0 2 4 Southampt. — Ipswich X X 2 X X 1 1 4 1 Stoke — Everton 1 X 1 1 1 1 5 1 0 Sunderland — Coventry 1 1 1 1 X 2 4 1 1 Tottenham — N. Forest X 1 2 X 1 1 3 2 1 WBA - Middlesbr. X 1 1 1 1 1 5 1 0 Cardiff — Newcastle 1 X X 2 1 2 2 2 2 RONEO geymslu og skjalaskápar frá Pönt.No. Hæð: Ytri br.: Dýpt: Folio 4ra skúffu VFC4F 1321mm 470mm 622mm Folio 3ja skúffu VFC3F 1010mm 470mm 622mm Folio 2ja skúffu VFC2F 705mm 470mm 622mm A-4 4ra skúffu VFC4A4 1321 mm 413mm 622mm A-4 3ja skúffu VFC3A4 1010mm 413mm 622mm A-4 2ja skúffu VFC2A4 705mm 413mm 622mm H. OLAFSSON & BERNHÖFT HEILDSALA UMBOÐSVERZLUN SÍMI19790 PÓSTHÓLF 521 •H KOMATSU ALLAR STÆRDIR OG GERDIR LYFTARA FRÁ KOMATSU Eigum til afgreiðslu í byrjun október: IV2 tonns rafknúinn. 2V2 tonns rafknúinn. 3ja tonna diesel Verö kr. 141.000.- Verð kr. 209.000.- Verð kr. 192.000.- fáanlegir með margvíslegum aukabúnaði. Aukið öryggi á vinnustööum KOMATSU á íslandi Varahluta og viöhaldsþjónusta. BÍLABORG HF. Véladeild Smiðshöfða 23. Sími: 81299 9.JJ JJJJJ JJJJJJS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.