Morgunblaðið - 30.09.1981, Side 32

Morgunblaðið - 30.09.1981, Side 32
Valur Aston Villa í dag MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1981 Saumastofur í Þingeyjarsýslum: Uppsagnir og lokanir UTI.IT cr fyrir að saumastofur í UinKoyjarsýslum oíkí litla framtíð fyrir sór vcjfna vcrkefnaskorts. AIvck frá því í sumar hofur lítið som okkort vorirt að «ora hjá þoim oK útlitiá or svart hvaú framtíðina varðar. Urjár saumastofur hafa ha-tt rokstri ok sú fjórða hofur saKt upp starfsfólki. Saumastofan Spor í Reykjadal hefur sagt upp öllu sínu starfsfólki, en þeir stöðvuðu reksturinn um mánaðamótin á(?úst—september. Saumastofan Sif í Aðaldal hætti starfsemi sinni í júlí og missa þar 12 manns atvinnuna. Utskálar, saumastofan á Raufarhöfn hefur saKt upp öllu sínu starfsfólki, en starfsemin hefur ekki verið stöðvuð ennþá ok Snældan h/f á Þórshöfn lokaði síðasta föstudag og vinnur nú aðeins ein manneskja við fyrir- tækið í stað níu áður. „Við hér erum mjög óhressir með þetta,“ sagði Benóný Arnórsson, oinn eigandi saumastofunnar Spor í Reykjadal, í samtali við Mbl. „og þetta hleypir líka óhug í fólkið, þegar verið er að reyna að koma af stað svona iðnaði í sveitum og hann hrynur allt í einu“. Sjá onnfremur bls. 2. Vélin hcfur grafist niður í mel- inn. * Omar brot- lenti Frúnni á Lakagígum ÓMAR Ragnarsson brotlcnti Frúnni sinni vestan í slakka cins af Lakagígum i gær og brotnaði hjólastcllið undan vél- inni. on ongan fjögurra manna í vélinni sakaði. Moðal farþcga var dr. Sigurður Þórarinsson prófessor, en Ómar var ásamt tvoimur öðrum starfsmönnum Sjónvarps að vinna að Kcrð þáttar um Eldgjá ok Laka. Ómar nauðlenti Frúnni utan í gíg á melsléttu þakinni gjalli og mosaþúfum um 5 km vestan við Laka að sögn dr. Sigurðar. í lendingunni sukku hjólin niður úr melnum með fyrrgreindum afleiðingum og hægra framhjól- ið brotnaði, en vélin skemmdist ekki að öðru leyti. Björgunarsveitin Kyndill frá Klaustri var kölluð út landleið, en Víkverjar í Mýrdal fóru flug- leiðis til þess að miða vélina út og leiðbeina Kyndilsmönnum. Komu fjórmenningarnir til byggða í gærkvöldi, en Ómar hélt þegar aftur ásamt Jóni bróður sínum með nýjan hjóla- búnað og hyggjast þeir freista þess að gera við vélina og koma henni á loft frá Lakagígum í dag en þar er nú allra veðra von og fremur óaðlaðandi fyrir Frú Ómars. :■ ■ Vestan í hlíð eins af Lakagígum. Ljósm. Mannús Kristinsson. I.jósm. Emilia Hliiðvor Diðriksson btíndi moð oitt dýrið. Angórakaninumar í fhnm mánaða sóttkví ANGÓRAKANÍNUR, 38 að tölu komu til Reykjavíkur mcð flugi frá Rottordam um níuloytið í gærkvöldi. Kanínurnar cru frá ná- gronni Augsburg í V-býskalandi. af þoim drápust í flutningunum. Það eru fjórir bændur í Bisk- upstungunum sem keyptu kanín- urnar frá Þýskalandi, Hlöðver Diðriksson bóndi á Litlu-Hildis- ey, Jón Eiríksson á Vorsabæ, Loftur Jónsson, Kjóastöðum og Magnús Grímsson, Jaðri, Hrunamannahreppi. Um leið og þær komu til landsins, skoðaði yfirdýralæknir Páll. A. Pálsson dýrin og heil- brigðisvottorð frá Þýskalandi. Að sögn Hlöðvers Diðrikssonar munu dýrin verða flutt á bíl austur fyrir fja.ll þar sem einn af eigendunum, Loftur Jónsson, Kjóastöðum mun hafa þær í um- sjá sinni á meðan þær eru í sóttkví, sem standa mun yfir í fimm mánuði. Þeim verður leyft að tímgast í sóttkví. Sagði Hlöðver að dýrin væru við bestu heilsu, en þeim fylgdi Upphaflega voru þær 40. en tvær hingað til lands, Herbert Dau, formaður ræktunarfélagsins sem bændurnir fjórir versluðu við og verður hann hér á landi í nokkra daga og lítur til með þeim. í lokin sagði Hlöðver þetta vera mikinn sigur að fá angóra- kanínurnar hingað til lands. Sagði hann að mörg ljón hefðu verið á veginum frá því þeir sóttu um leyfi til þessa innflutn- ings fyrir tæpu ári síðan. Sagðist hann vona að þessi innflutning- ur ætti eftir að verða flestum tii góðs og að þetta ætti eftir að verða til styrktar loðdýrarækt- endum hér á landi. Það eru einungis hárin sem seld eru af angórakanínum og lifa þær mest á grænfóðri, heyi. Þær eru allar albínóar, skjanna- hvítar með rauð augu. Suðurland: Stórfellt atvinnu- leysi á naesta sumri - verði virkjunarframkvæmdum ekki haldið áfram. segir Sigurður Óskarsson „bAÐ KEMUR mér ákaflcga á óvart að Pálmi Jónsson landhún- aðarráðhorra skuli hafa þau gögn undir höndum. som telji Blönduvirkjun hagkvæmari virkjunarkost en aðra sem um heíur verið rætt á landinu. Til skamms tíma hafa færustu sér- fra'ðinKar landsins i raforkumál- um talið að áframhaldandi virkj- unarframkvæmdir á bjórsár- svæðinu væri hagkva'masti kost- urinn. bað eru heldur ekki liðnir nema þrír dagar síðan Guðmund- ur G. bórarinsson, alþingismað- ur og stuðningsmaður ríkis- stjórnarinnar. sem ætla mætti að þokkti vcl til þcssara mála, sagði á (undi Vorktakasambands ts- lands, að mörK Ijón stæðu í voKÍn- um fyrir virkjun Blöndu,** sagði SÍKurður Óskarsson formaður Atvinnumálancfndar Rangár- vallasýslu þoKar Morgunblaðið spurði í gær hvað hann vildi sogja um ummæli Pálma Jónsson- ar í Mbl. í gær, en þar segir ráð- hcrrann að það sé tvímælalaust hagkva'masti kosturinn að virkja Blöndu. „Það er greinilegt að ef ríkis- stjórnin er búin að taka ákvörðun um virkjun Blöndu, og samfara því að framkvæmdum við Hraun- eyjafossvirkjun lýkur bráðlega, þá verður stórfellt atvinnuleysi á Suðurlandi á næsta sumri. Samhliða virkjun Hrauneyja- foss hefur félagslegi þátturinn gleymst. Nú við lok framkvæmd- anna er ástandið í Rangárvalla- sýslu þannig, að óvíst er hvort nýja kartöfluverksmiðjan í Þykkvabæ komist í gang vegna rafmagnsskorts. Og mér er spurn ætla þingmenn Sunnlendinga í þingliði ríkisstjórnarinnar að ljúka orkuframkvæmdum á Suð- urlandi með þessum hætti?" sagði Sigurður og bætti við: „Mín skoð- un er sú að stefna beri að því að virkja eigi Sultartanga og svo Blöndu þegar samkomulag hefur náðst fyrir norðan.“ Hryggir Austfírðinga að Blanda skuli verða valin — segir Jónas Hallgrímsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði -ÉG GET sagt það eitt að þessi yfirlýsing Pálma Júnssonar um að Blanda verði virkjuð næst, en okki Fljótsdalur. hryggir mig og svo er um fjöldann af Austfirð- ingum.** sagði Jónas Hallgrims- son bæjarstjóri á Seyðisfirði og fyrrverandi formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi þeg- ar Morgunblaðið bar undir hann þau ummæli landbúnaðarráð- horra að ríkisstjórnin myndi væntanlega taka ákvörðun um virkjun Blöndu alvcg á næstunni. „Austfirðingar hafa staðið sam- an því sem næst sem einn maður vegna virkjunar í Fljótsdal og hér hafa engin vandamál svipuð þeim í Húnavatnssýslu komið upp. Það hefur eitthvað gerst sem maður skilur hreint ekki. Maður er hálf orðlaus yfir þessum fréttum," sagði Jónas. Þá reyndi Morgunblaðið að ná tali af Vilhjálmi Hjálmarssyni nú- verandi formanni Sambands sveitarfélaga á Austurlandi til að fá hans álit á málinu, en tókst ekki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.