Morgunblaðið - 05.03.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.03.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1982 SJONVARP DAGANA 6/3-13 /3 L4UG4RD4GUR 6. mars 16.30 íþróttir Umsjón: Bjarni Felixson. 18.30 Riddarinn sjónumhryggi Fimmtándi þáttur. Spænskur teiknimyndaflokkur um Don Quijote. I’ýóandi: Sonja Diego. 18.55 Knska knattspyrnan 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og vedur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Parísartískan Myndir frá París, þar sem sýnd er bæði vor og sumartískan fyrir árið 1982. 20.45 Lödur 48. liáttur. l>etta er fyrsti þátturinn í nýjum skammti af bandaríska gam- anmyndaflokknum, sem síðast var á dagskrá í Sjónvarpinu í október sl. Pýðandi: Ellert Sigurbjörnsson. 21.10 Sjónminjasafnið Fjórði þáttur. Doktor Finnbogi Rammi grams- ar í gömlum sjónminjum. Pessir þættir eru byggðir á gömlum áramótaskaupum og er Flosi Ólafsson, leikari, höfundur og leikstjóri allra atriðanna, sem sýnd verða í þcssum þætti. 21.50 Furður veraldar Fimmti þáttur. Tröllaukin tákn. Myndaflokkur um furðuleg fyrirbæri í fylgd Arthurs C. Clarkes. Þýðandi: Ellert Sigurbjörnsson. 22.15 Bankaránið mikla (The Great Bank Robbery) Bandarísk bíómynd frá árinu 1969. Leikstjóri: Hy Averback. Aðal- hlutverk: Zero Mostel, Kim Novak, Clint Walker og Claude Akins. Þrír bófaflokkar — einn undir stjórn útfarins bankaræningja í dulargervi prests, annar undir stjórn tveggja groddalegra mex- íkanskra bófa, og sá þriðji und- ir stjórn hermanns, sem hefur í fylgd með sér sex kínverska þvottakalla — reyna að ræna sama bankann á sama morgnin- um. I'ýðandi: Kristmann Eiðsson. 23.45 Dagskrárlok SUNNUD4GUR 7. mars 16.00 Sunnudagshugvekja 16.10 Húsið á sléttunni Nítjándi þáttur* Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 17.00 Óeirðir Fimmti þáttur. íhlutun. í þessum þætti eru könnuð áhrif af dvöl breska hersins á Norðurírlandi í Ijósi þess, að ekki hefur tekist að fínna lausn á vandamálum héraðsins. Þýðandi: Bogi Arnar Finnboga- son. Þulur: Sigvaldi Júlíusson. 18.00 Stundin okkar Dagskrá í tilefni æskulýðsdags Þjóðkirkjunnar 7. mars. Orð dagsins eru æska og elli, og því eru gestir bæði ungir og gamlir. Nemendur úr LangholLsskóla kynna Jóhann Hjálmarsson með Ijóðaflutningi, söng og dansi undir stjórn þeirra Jennu Jensdóttur. Auk þess er haldið áfram að kenna fíngrastafrófíð, brúður taka til máls og sýnt verður framhald teiknisögu Heiðdísar Norðfjörð, „Strákur inn sem vildi eignast tunglið". Þórður verður enn á sínum stað. 18.50 Listhlaup kvenna Myndir frá Evrópumeistara- mótinu á skautum. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sjónvarp næstu viku Umsjón: Magnús Bjarn- freðsson. 20.45 Fortunata og Jacinta Sjöundi þáttur. Sænskur fram- haldsmyndaflokkur. Þýðandi: Sonja Diego. 21.40 FÍH Frá hljómleikum í veitingahús- inu „Broadway" 22. febrúar sl. Þessir hljómleikar eru liður í afmælishaldi Félags íslenskra hljómlistarmanna og er ætlað að endurspegla dægurtónlist á því 50 ára tímabili sem félagið hefur starfað. Sjónvarpið mun gera þessu afmæli skil í nokkr um þáttum. í þessum fyrsta þætti er flutt tónlist frá árunum 1972—1982. Fram koma hljóm- sveitirnar Friðryk, Start, Þrumuvagninn, Mezzoforte, Brimkló, Pelikan og Þursa- flokkurinn. Kynnir: Þorgeir Ástvaldsson. Stjórn upptöku: Andrés Indriða- son. Dagskrárlok óákveðin. /MhNUDöGUR 8. mars 19.45 Fréttaágrip á táknmáli Þar sem liljurnar blómstra „Þar sem liljurnar blómstra, bandarísk bfómynd frá árinu 1974, er á dagskrá sjónvarps kl. 21.05 laugardaginn 13. marz. Leikstjóri er William A. Graham en meó aóalhlutverk fara Julle Gholson, Jan Smithers og Harry Dean Stanton. Myndin greinir frá fjórum, sem eiga enga foreldra eftir aó pabbi þeirra deyr. Þau halda andláti hans leyndu til þess aó koma í veg fyrir, aó þau veröi aðskilin og komiö fyrir á stofnunum. — Kvikmynda- handbókin gefur þessari mynd fjórar stjörnur og telur hana þar meó mjög góóa. BUTLEY „Butley“, brezk-bandarísk bíómynd frá árinu 1973, byggö á leikriti eftir Simon Gray, er á dagskrá sjónvarps kl. 22.00 föstudaginn 12. marz. Leikstjóri er Harold Pinter en meó aðal- hlutverk fara Alan Bates, Jessica Tandy og Richard O’Callagh- an. Myndín fjallar um hjónabönd, en þó aðallega um Butley, sem er kennari vió Lundúnaháskóla. Butley er erfióur f sam- býli og konan fer frá honum með ungabarn þeirra meó sér. Ben Butley er uppspenntur persónuleiki og þessi eiginleiki hans vill veróa til þess aó spilla samskiptum hans og annarra. — Kvikmyndahandbókin gefur þeesari mynd fjórar stjörnur og telur hana þar meó mjög góóa. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Ævintýri fyrir háttinn Sjötti þáttur. Tékkneskur teiknimyndaflokk- ur. 20.40 Reykingar Fyrsti þáttur. { tilefni af „reyklausum degi“ 9. mars, verða á dagskrá Sjón- varpsins 8., 9. og 10. mars stutt- ir þættir, sem fjalla um skað- semi reykinga. óbeinar reyk- ingar, nýtt frumvarp um reyk- ingavarnir o.fl. Umsjónarmaður: Sigrún Stef- ánsdóttir. Stjórn upptöku: Marí- anna Friðjónsdóttir. 20.50 íþróttir Umsjón: Bjarni Felixson. 21.20 Við dauðans dyr Leikrit eftir Valentin Rasputin { uppfærslu fínnska sjónvarpsins. Leikstjóri: Timo Bergholm. Að- alhlutverk: Irma Seikkula, Anja Pohjola og Oiva Lohtander. Leikritið fjallar um gamla og vitra konu, börn hennar og mis- munandi afstöðu þeirra til Iffs og dauða. Sagan gerist í litlum bæ i Síberfu, en þangað eru börnin komin til þess að kveðja móður sína hinstu kveðju. Þýðandi: Kristín Mántylá. (Nordvision — Finnska sjón- varpið.) LEGUK0PAR Legukopar og fóðringar- efni í hólkum og heilum stöngum. Vestur-þýzkt úrvals efni. Atlashf Ármúli 7 — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavík 22.35 Spánn í NATO? Verður Spánn eitt af aðildar ríkjum Atlantshafsbandalags- ins? Sovétmenn hafa lagt áherslu á, að Spánverjar verði utan bandalagsins, og sömuleið- is stjórnarandstaðan á Spáni. En ríkisstjórn landsins stefnir að inngöngu f bandalagið, og allt bendir til þess, að af henni verði í maímánuði nk. Þýðandi og þulur: Guðni Koh beinsson. 22.45 Dagskrárlok ÞRIÐJUDKGUR 9. mars 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Múmínálfarnir Þrettándi og síðasti þáttur. Þýðandi: Hallveig Thorlacius. Sögumaður: Ragnheiður Stein- dórsdóttir. (Nordvision — Sænska sjónvarpið.) 20.45 Reykingar Annar þáttur. Fjallað er um skaðsemi reyk- inga og fleira í tilefni af „reyk- lausum degi“ f dag, 9. mars. Umsjón: Sigrún Stefánsdóttir. Stjórn upptöku: Maríanna Frið- jónsdóttir. 20.55 Albeimurinn Ellefti þáttur. Þrálátt minnið Hvað er fólgið í vitsmunalífí? spyr Carl Sagan, leiðsögumaður okkar f þessum þáttum. í þætt- inum fjallar Sagan um manns- heilann og miðtaugakerfið. Þýðandi: Jón O. Edwald. 22.00 Eddi Þvengur Níundi þáttur. Breskur sakamálamyndaflokk- ur. Þýðandi: Dóra llafsteins- dóttir. 22.50 Fréttaspegill Umsjón: Ólafur Sigurðsson. 23.25 Dagskrárlok AIKMIKUDKGUR lO.mars 18.00 Nasarnir Fyrsti þáttur. Þriggja þátta flokkur um nasa, kynjaverur, sem líta að nokkru leyti út eins og menn og að nokkru eins og dýr. Nasarnir hafa tekið sér bólfestu f kofum meðfram ánni. Ýmislegt skrýtið drífur á daga þeirra. Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdótt- ir. (Nordvision — Sænska sjón- varpið.) VORLÍNAN ’82 er komin 18.20 Oheillakráka Bresk fræðslumynd um fugla af hröfnungaætt. Ymsar goðsagnir eru til um fugla þessarar ættar, en einkum þó krákuna. Þær eru tíðum í fornum sögnum tákn um lánleysi eða dauða. Þýðandi og þulur: Óskar Ingi- marsson. 18.45 Ljóðmál Enskukennsla fyrir unglinga. 19.00 HM í skíðaíþróttum Frá heimsmeistaramótinu f norrænum skíðaíþróttum í Osló. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Reykingar Þriðji og síðasti þáttur. Um skaðsemi reykinga, óbeinar reykingar og fleira í tilefni af „reyklausum degi“. Umsjón: Sigrún Stefánsdóttir. Stjórn upptöku: Maríanna Frið- jónsdóttir. 20.45 Nýjasta tækni og vfsindi Umsjón: Sigurður H. Richter. 21.15 Emile Zola Nýr flokkur Fyrsti þáttur. Hugrakkur mað- ur. Franskur framhaldsmynda- Óheillakráka Brezk fræóslumynd um fugla af höfrungamtt, „Óheillakréka“, er á dagskrá sjónvarpsins kl. 18.20 nk. miðvikudag. Ýmsar goó- sagnir eru til um fugla þess- arar ættar, en einkum þó krákuna. Þær eru tfóum haföar í fornum sögum sem tákn um lánleysi eóa dauöa. flokkur í fjórum þáttum. Höf- undar: Armand Lanoux og Stello Lorenzi. Leikstjóri: Stello Lorenzi. Aðalhlutverk: Jean Topart, Dominique Davray, Maryvonne Schiltz. Francois Chaumette, André Valmy. I þáttunum er fjallað um Dreyfus-málið fræga í Frakk- landi, en jafnframt er dregin upp mynd af Emile Zola, sem lét ekki bilbug á sér fínna f erf- iðri baráttu fyrir sannleikanum. í fyrsta þætti segir frá því hvernig virtur rithöfundur gerir sér grein fyrir því, að liðsforingi í hcrnum, sem er af gyðingaætt- um, hefur verið órétti beittur. Þýðandi: Friðrik Páll Jónsson. 23.05 Dagskrárlok FÖSTUDKGUR 12. mars 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjón: Karl Sigtryggsson. 20.50 Skonrokk Popptónlistarþáttur. Umsjónarmaður: Edda And- résdóttir. 21.20 Fréttaspegill Umsjón: Guðjón Einarsson. 22.00 Butley (Butley) Bresk-bandarísk bfó- mynd frá árinu 1973 byggð á leikriti eftir Simon Gray. Leikstjóri: Harold Pinter. Aðal- hlutverk: Alan Bates, Jessica Tandy, Richard O’Callaghan. Myndin fjallar um hjónabönd, en þó aðallega Butley, kennara við Lundúnaháskóla. Hann er erfíður f sambýli og konan fer frá honum með ungbarn þeirra með sér. Ben Butley er upp- spenntur persónuleiki og þessi eiginleiki hans vill verða til þess að spilla samskiptum hans og annarra. Þýðandi: Heba Júlíusdóttir. 00.05 Dagskrárlok L4UG4RD4GUR 13. mars 14.55 íþróttir. Bein útsending. Sýndur verður úrslitaleikur í ensku deildarbikarkeppninni milli Liverpool og Tottenham Hotspur, sem fram fer á Wembley-leikvanginum f Lund- únum. 16.45 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson. 18.30 Riddarinn sjónumhryggi. Sextándi þáttur. Spænskur teiknimyndaflokkur um farandriddarann Don Quij- ote. Þýðandi: Sonja Diego. 18.55 Enska knattspyrnan. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Löður. 49. þáttur. Bandarískur gamanmynda- flokkur. Þýðandi: Ellert Sigurbjörnsson. Emile Zola Franskur framhaldsmynda- flokkur um Dreyfus-málió fræga f Frakklandi hafur göngu sína í sjónvarpinu á miövikudagskvöld kl. 21.15, og nefnist fyrsti þáttur „Hug- rakkur maöur“. Höfundar eru Armand Lanoux og Stello Lorenzi, sem jafnframt er leikstjóri. Meó aóalhlutverk fara Jean Topart, Dominique Davray, Maryvonne Schiltz, Francois Chaumette og André Valmy. I þáttunum er dregin upp mynd af rithöf- undinum Emile Zola, sem ekki lét bilbug á sér finna f erfiðri baráttu fyrir sannleik- anum. í fyrsta þsetti er greint frá því hvernig þessi virti rit- höfundur geröi sór grein fyrir því, aó liósforingi f hernum, sem er af gyóingaættum, hefói verið órétti beittur. MMBBBHMMMMM 21.05 Þar sem liljurnar blómstra. (Where the Lilies Bloom) Bandarísk bfómynd frá árinu 1974. Leikstjóri: William A. Graham. Aðalhlutverk: Julie Gholson, Jan Smithers, Harry Dean Stanton. Myndin segir frá fjórum börn- um, sem eiga enga foreldra eftir að pabbi þeirra deyr. Þau halda andláti hans leyndu til þess að koma í veg fyrir, að þau verði skilin að og send á stofnanir. Þýðandi: Rannveig Tryggva- dóttir. 22.40 Svefninn langi. Endursýning. (The Big Sleep) Bandarfsk bfómynd frá árinu 1946, byggð á skáldsögu eftir Raymond Chandler. Leikstjóri: Howard Hawks. Aðalhlutverk: Humphrey Bog- art, Laureen Bacall og Martha Vickers. Leynilögreglumaður er kvaddur á fund aldraðs hershöfðingja, sem á tvær uppkomnar dætur. Hann hefur þungar áhyggjur af framferði þeirra, þvf önnur er haldin ákafri vergirni, en hin spilafíkn. Nú hefur hegðan ann- arrar valdið þvf, að gamli mað- urinn er beittur fjárkúgun. Einnig kemur f ljós, að náinn vinur fjölskyldunnar hefur horf- ið. Leynilögreglumaðurinn flækist óafvitandi inn f mál fjöh skyldunnar og brátt dregur til tfðinda. Þýðandi: Jón Skaftason. Mynd þessi var áður sýnd í Sjónvarpinu 30. september 1972. 00.30 Dagskrárlok. mmmmmm HHHHi mmmmmm HITT 0G LÍKA ÞETTA „A Town like Alice“ Úr „A town like Alice“, sem sjónvarpió fer aó hefja sýningar á meö vorinu. Þeir, sem framleiddu þá þáttaröð, framleíddu einnig myndaflokkinn „Against the Wind“ sem sýndur var í sjónvarpinu fyrir nokkru. „A Town like Alice“, er heiti á framhaldsmyndaflokki sem sjónvarpiö hefur fjárfest í meö þaö í huga aö senda hann á öldum Ijósvakans um sjónvarpskerfi okkar íslend- inga einhvern tíma meö vor- inu, ef ekki fyrr. Myndaflokk- ur þessi er ástralskur aö ætt og uppruna. Hann er geröur eftir bók, metsölubók meira aö segja, eftir Nevil nokkurn Shute. Bókin varö mjög vin- sæl enda seldist hún í ekkl færri en tveimur milljónum eintaka fyrsta kastiö og hefur hún veriö þýdd á 14 tungu- mál. Ekkert viröist myndá- flokkurinn þessi vera síöri en bókin, því hann hlaut hin virtu Emmy-verölaun árið 1981 og hefur veriö sjónvarpaö um rétt 44 lönd. Viö hér á fslandi erum ekki alveg hreint ókunnug þeim framleiðendum sem standa aö myndaflokknum, því þeir eru nefnilega hinir sömu og framleiddu myndaflokkinn um geöþekku írsku stúlkuna, sem send var sem fangi í' fanganýlendur í Ástralíu. Sú giftist, eftir miklar hamfarir í nýja landinu, luralegum vinnumanni og þau fóru aö búa. Þættirnir voru byggöir á sannsögulegum atburöum og geröust í lok átjándu aldar- innar og í byrjun þeirrar nítj- ándu. Annars var ég aö frétta aö þessi sem lék vinnu- manninn á bænum í þeim þáttum, ef einhver man eftir honum, er meiriháttar rokkstjarna í Ástralíu. „A Town like Alice“ gerist hins vegar í seinni heimsstyrj- öldinni og segir frá stúlku nokkurri sem handtekin er af Japönum og flutt í kvenna- fangabúðir þeirra á Malakka- skaga. Inn í þaö fléttast hinir og þessir atburöir og jafnvel ástarævintýri, sem ómögu- legt er aö segja frá núna. Þaö myndi bara skemma fyrir. Þó er í lagi aö minnast á þaö aö hann Gordon Jackson, sem lék í þáttunum bresku „Hús- bændur og hjú“, leikur stórt hlutverk í þessum þáttum. Útvarpsráö hefur fjallaö nokkuö um undirskriftalista, sem fólk hefur veriö að safna undanfarnar vikur, þar sem beöið er sem náöarsamleg- ast um aö Dallas-þættirnir veröi teknir til sýninga aftur. Þaö er að segja þeir þættir sem ekki er þegar búiö aö sýna hér á landi, náttúrulega. Heyrst hefur aö útvarpsráö teldi ráölegt aö taka afstööu til áframhaldandi sýninga á Dallas mjög fljótlega. Úr þessu orðalagi er hægt aö lesa aö meirihluti útvarpsráös samþykki á næstunni aö kaupa til iandsins fleiri þætti um Dallas-liöiö, en þó ekki í neinu hasti. Fyrstu þættirnir veröa sennilega ekki sýndir fyrr en þegar fer að líöa á vorið. Á þessu má sjá aö undir- skriftalistar eru til margra hluta nytsamlegir, þó heyrst hafi líka aö útvarpsráö hafi svo sem ekki orðið neitt upp- veörað út af þeim. En maöur fer nú bara aö bíöa eftir því aö undirskriftalistar fari í gang sem heimta þá kump- ána Tomma og Jenna á skjá- inn aftur, eöa sem heimta að Ómar Ragnarsson veröi lát- inn lesa veöurfréttlrnar, eöa þá aö þulirnir veröi látnir vera í bikini, eöa jafnvel aö ög- mundur Jónasson raki skegg sitt. „Butley“ nefnist leikrit eftir Simon Grey, sem eflaust verður bráölega sýnt í sjón- varpinu. Þaö er breskt, en þaö skemmtilega viö þaö svona aö óséöu er aö leik- ritahöfundurinn Harold Pinter leikstýrir því. „Húsiö á sléttunni”, eða „Grenjað á gresjunni", eöa „Tárast á túndrunni" fer brátt aö renna sitt skeið á enda, í bili aö minnsta kosti. Síðasti þátturinn veröur aö öllum lík- indum sýndur um miöjan apr- íl en um þaö leyti fer sumar- dagskrá sjónvarpsins af staö. Karl Ingjalds í „Húsinu é sléttunni", en þættirnir um Ingjaldsfjöl- skylduna fara brátt aö renna sitt skeið á enda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.