Alþýðublaðið - 08.07.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.07.1931, Blaðsíða 3
*Et>$ÐUB&l!ÐIÐ 3 SigUTjón Ólaísson: Hðggmyndir. Sigurjón Ólaisson, ungi ísiend- ingurinn, sem vann verðlaunin við listaháskólann danska síðast liðið haust, hefir nú sýningu á lista- verkum sínum í sýningarskálanum við Alþingishúslð. Ég gekk þangað í gær til að kynnast þeim. Ég varð næstum aðolnbogamig gegn um eyðsluseggja-grúan ameríska og Reykvikingana er stóðu við Hótel Borg og gláptu sig rauð- eygða á flöggin og - fiakkarana auðugu. — En inni í sýningar- skálanum var fáment, þar stóðu listaverkin á miðju gólfi og út við veggi og ungi .listamaðurinn ljös- hærði, sem lagt hefur sál sína og allan sinn óslitna kraft í sköpunar- verk sín, gekk um gólfíð og rétti mér höndina brosandi. Verkamaðurinn með hakan, verð- launalistaverkið, gnæfði á miðju gólfi. Það er stórfenglegt í aliri sinni tignu orku. Út frá þvi streym- ir seygur eða öllu heídur ósnortinn kraftur. Manni dettur íhug maður, sem hefur sterka vöðva en hefir ekki lœrt að sveifla verkfærinu. Þarna stendur alþýðumaðurinn, sem ryður hraun og brýtur kargann eftir eigin hyggjuviti, Hver lína er sönn hver beyging eðlileg. Það virðist ekki vera gjört eftir „skóla“-for- skriftum, heldur skapað út frá náttúrlegri listahyggju hins unga raanns. Hvíldar-myndin er afbragð. „Hreyfing" listaverksins er sönn og maður hvílist ösjálfrátt við að horfa- á það. — Margar fleiri högg- myndir eru þarna — og þær bera allar merki um gáfur skaparans. Þess er að vænta að allir, sem unna listum sæki þessa sýningu Sigurjóns. Hann hefir sjálfur brot- ið sér braut. Hann hefir sagt: „Ég skal!“ og vér Reykvíkingar eigum að taka undir með honum og segja: „Hann skal“. Sýningin er opin frá kl. 5—8. St. Næturlœknir er í nótt Halldór Stefánsson, Laúgéfeegi 49, sími 2234. Skodun bifreióa. Á morgun á að koma með að Árnarhvoli til skoðunar bifreiðar og bifhjól mv 226—300. Úlfar rúdast á bifreiÓ. Reuter- fréttastofa flntti fyrir noldtru þá frétt, að úlfar hefðu ýáðist á bifreið í skógi í Rúmeníu. Voni þrír prestar i bifreiðinni, og reyndu þeir að hafa úlfana á burt imað því að dreypa á þá vígðu vatni, en það íSaðaÖi ekki; en þá dró bifreiðarstjórinn upp skammbyssu og skaut nokkrum skotumi, og losnuðu prestarnir þá við þessa leiðu gesti. Á s/ldueiðar fóru í fyrrinótt togarinn „Skallagrímur“ og línu- veiðararnir „Rifsnes“, „Ármann", „Fáfnir“ og „Fjölnir“. Athugasemdir við tiðindamensku Alpbl. um „Hallstein og Dörn“ og út- varpið. Herra ritstjóri! Leyfið ,mér að gera í heiðruðu blaði yðar (eftirfarandi athuga- semdir við frásögn blaðsins 22. júní síðastl. um ofangreint efni. Tíðindamaður yðar kveður Ein- ar H. Kvaran rithöfund hafa í við- taiivið blaðið skýrt isvo frá, aðég thafi í svarskeyti til útvarpsskrif- stofunnar föstudaginn 19. júní siöasti. sagt, að ég vildi ekki gœiða honum nema 50 kr. Hinar 50 krónurnar af þeirn 100 kr., er h.ann setti upp, gæti hann tekið af launum leikendanna. í viðtali við annað blað hér í bænuro hefir Kvaran sagt, að ég hafi ætlað að „fleygja“ í sig 50 kr„ en vísað sér að öðru leytt til Leikfélagsins og að sú ávísun hafi verið algerlega út í loftið. Gangur málsins er í fáum dráttum þessi: Útvarpsráðið ósk- aði eftir að-fá leiknum útvarpað og fór i’ram á, að Leikfélaginu yrðu greiddar alt að kr. 350.—' fyrir leikinn. Var það tekið fram, að í iupphæðinni myndi fciast þóknun til höfundarins,. Og í lauslegu umtali um þetta vvar nefnd upphæð, sem ég taldi að myndi vera öeðlilega lág í hlut- falli við það, sem fyrir leikinn átti að gjaldast. Nú verður það vitaniega álitamál fyrir þann mann, sem stöðu sinnar vegna verður að gæta hófs í slíkum út- gjöldum, hvað gjalda beri, eink- um þegar ætla má, að fordæmi séu að skapast og þegar lista- menn vilja, af eðlilegum ástæð- um, friemur miða gjaldið við þarfir sínar heldur en ísfenzkar ástæður í rekstri útvarps. Hvorí sem um þetta var rætt meira eða minna varð niðurstaðan sú, að fyrir leikinn skyidu greiðast 350 kr. Lét ég þá orðsendingu fyigja, að ég teldi, að þóknunin tiJ Kvarans mætti ekki vera lœgri en 50 kr. Leikfélagið mun hafa byrjað að æfa leikinn til útvarps áður en fulLsamið var um gjaldið. Og skömmu eftir að ég lét úr höfn á föstudagskvöldið barst mér loftskeyti, þar sem skýrt var frá því, að Kvaran áskildi sér 100 kr. . minst, ef feiknum yrði út- varpað. Svarskeyti mitt hljóðaði á þessa leið: „Fyrir leikinn greiðist þrjú hundruð- og fimmtíu. Tilkyntu Kvaran hann semji við Leíkfé- lagið.“ Samkvæmt frásögn Alþbl. telur Kvaran að ég hafi í skeyti þessu sagst ekki vilja igreiða honum nema 50 kr„ en hinar ,50 kr. gæti hann tekið af launum ieik- endanna. Og þó var skeytið lesið upp orörétt ifyrir honum. Um svona lagaða meðferð á isannieikanum í fari annara hefði Kvaran eflaust sagt, að öneitan- lega hefði mátt greinia frá þessu með meiri, nákvæmni. Sannleikurinn er sá, að fram- angreindar umsagnir Kvarans eru alrangar og athugiasemdir hans og blaðs yðar eru bygðar á þeiim misskilpningii, aó Ríkisút- aarpinu hafi borid skylda til fiesr aó tryggja Leikfélaginu heimild höfundarins til fiess aó leika „Hallstein og Dóru“ í útvarpió. JLeikstjórinn, Haraldur Björns- son, virðist og hafa veriÖ haid- inn af þesisum sama misskilningi, því þegar Kvaran hringir til hans og skýrir honum — samkv. um- sögn Alþbl. — frá „framferði“ minu, hættir ieikstjórxnn við á- formi sitt og virðást skella sikuld- inni alini á útvarpið. Kjarni málsins er sá, að medan ekki er öóru vísi fijrir mœlt í lögum, mun Ríkisútvarpió ekki vidurkennn annan samningsaólki um flutning útvarpsefnis heldur en fiann, sem efni flytur. Hver sá, serri flytur útvarpsefni, verður sjáifur að ábyrgjast það, sem hann flytur og heimild sína til flutnings, og er Leikfélagið engin undantekning frá þeirri reglu. Þegar féiagið bauðst til að leika „Hallstein og Dóru“ í útvarpið, taldi ég sjálfsagt, að það hefði til þess fulla heiimild eins og til þesis að sýna leikinn í leiikhús- inu. En er á reyndi virðist fé- lagið hafa brositið heimild til þessa og ætfast til þéss. að út- varpiÖ trygði því leyfið með því að fullnægja ^gjaldkröfum höf-. undarins gerðum á síðustu stundu. Það má því með miklum rétti segja, aS Leikfélagtð hafi í fiessu efni gabbad útvarpió, en útvarpið ekki á neinn hátt vikið frá gerðu samkomulagi. Lejjfi ég mér, fyrir hönd stofnunarinnar, að vísia á bug öllum aðdróttuiium um það efni. 1 ákvörðun minni fólst engin yfirlýsing um það, að 100 kr. væri of há þóknun handa Einarj H. Kvaran, heldur felast í henni mótmæli gegn því fordeemi, sem hér var verið að Teitast við að skaþa, sem sé því, að höfundar gætu á síðustu stundu gert kröf- ur eftir eigin geðþótta á hendur útvarpinu. Þetta atvik mun vænt- anlega færa Leikfélaginu heilm -sanninn um það, að ef um út- varpsieiki verður að ræða í 'fralm- tíðinni, verður (það sjálft að tryggja sér hehnildina tii flutn- ingsins. Ríkisútvarpið mun ekki um það efni viðurkenna neiinn samningsaðila nema Leikféliagið sjálft. Jónas Þorbergsson útvarpsstjöri. Ógœfusamur flugmadur. Maður einn að niafni J. H. Marshail, 22 ára gamálL, lærði að fljúga í Ottawa í Kanada, en féll úr 3000 feta hæð nokkrum klukkustund- um eftir að hann fékk flugbréf sitt og beið þegar bana. Það er ekki of seint enn þá að gróðursetja Höyer w Hveradölnm selur risastórar georginur áað eins 1 krönu stykkið. — Stanzið hjá honum, þegar þér farið yfir fjallið. Missir ökuleyfis. Herra ritstjóri! í heiðruðu blaði yðax 4. júlí þ. á. er birt smá- griein með fyrirsögninni „Ösiður". Gneinina ritar einhver G. D. — Það hefir sýnt sig í blaðagreinum undan farandi ár, að þsir, siem; um bifreiðarstjóra hafa skrifað, hafa gert það af lítilli þekkingu og án ailrax nærgætni. Það sýn- ist á stundum, að sumir þessir ritsnillirigar álíti bifriedöarstjóra nokkurs konar lögreglumenn, sem geti framkvæmt skipianir sínar rneðG valdi. Þetta hefir líka haft áhrif á bæjarstjórnina, þegar hún samdi hina stórmerku hundrað greina lö,greglusamþykt. Þar er ákvæði um, að bifreiðarstjórar hafi ábyrgð á faxþegum sínum. Líkliega eiga bifreiðastjórarnir að krossfestast fyrir syndir farþeg- anna. í umgetinni grein er taiað mn, að farþegar rifi hrís og festi utan á bifreiðarnar. Greinarhöfundi get ég verið sammála um, að athæfi þetta sé ljótt og varði við lög, en um hitt, að bifreiðarstjórar beri ábyrgð á þessu eða að þeim bieri, að refsa fyrir það, þótt far- þegarnir aðhafist þetta, þvi get ég ekki verið samþykkur. SkiJjanlega er öllum bifreiðarr S’tjórum illa við að hris sé fest á bifreiðamar. Það veldur véiinni ofhitunar, sé hrisinu fest á vélar- húsið eða kælikassann. Sama er að segja um lakkið á bifreiðinni. hrísið rispar það og veldur það bifreiðinni ævarandi skeamda. Greinarhöf. fer þesis á leit, að bifreiðarstjórum ætti að refsa m,eð missi ökuleyfis, og má af því sjá, að greinarhöf. er ekki athugull maður. Hann siem sé skiiur ekki, hve stóra refsingu hann kvieður upp yfir bifreiðar- stjórum. Hann athugar ekki frek- ar en margur annar, sem gerir sig samsekan honum á iíkan hátt, að misisir ökuleyfis er einn með allra stærstu og ábyrgðarmestu dómum, sem upp kveðnir eru af dómstólunium. Svifting ökuleyfis veldur atvinnumissi og missi þeirra sérréttindia, sem ökuleyfi heimilar, og tei óg það víst, að nóg sé gert að því að taka öku- leyfi af bifreiðarstjörum, þótí ekki sé þ,að gert fyrir syndir farþeganna. Meira síðaT. Þ. H. J. Þjóóemishatur. í Saioniki í Grikklaridi sló um daginn í bar- daga milli Grikkja og Gyðinga. * 25 manns fengu slæma áverka.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.