Morgunblaðið - 02.07.1982, Page 2

Morgunblaðið - 02.07.1982, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1982 faraldsíæií RÆTT VIÐ FORRÁÐAMENN NOKKURRA FERÐASKRIFSTOFA UM UTAN- FERÐIR LANDANS OG ÞRÓUNINA í ÞEIM EFNUM AÐ UNDANFÖRNU Ovenju mikið úrvai af skemmri ferðum Hvaö hefur einkum valdiö þeirri aukningu á feröum Islendinga til útlanda, sem varö á fyrstu mánuö- um þessa árs? Flestir viömælend- ur okkar voru sammála um, að aukninguna mætti rekja til óvenju mikils úrvals af skemmri feröum, svokölluöum pakkaferöum, sem heföu verið á hagstæöu veröi. Þessar feröir væru tilkomnar vegna aukinnar samkeppni milli þeirra tveggja flugfélaga, sem hér deila markaönum, Flugleiöa og Arnarflugs. Er hér einkum um að ræöa stuttar feröir til Noröurland- anna, Bretlands, írlands og Miö- Evrópu. Einnig heföi oröið mikil aukning á skíöaferöum til útlanda, en vegna mikillar samkeppni feröaskrifstofanna um þennan markaö heföu orðiö til alls kyns sértilboö, sem þóttu á sanngjörnu verði. Ennfremur gæti þaö hafa haft áhrif á þessa þróun, aö nú tíökast þaö í auknum mæli, aö fólk feröist á greiöslukjörum en til skamms tíma þótti slíkt óhugsandi. En hafa forráðamenn feröa- skrifstofanna trú á því að þessi aukning eigi eftir aö halda sér út árið? Eru íslendingar meö öðrum orðum farnir að ferðast meira er- lendis eöa er hér um tímabundiö ástand að ræða? Flestir þeir, sem viö ræddum viö voru á nær einu máli um að þetta ástand myndi ekki vara út áriö. Sagöi Steinn Lárusson í þessu sambandi, aö hann byggist fremur viö aö feröalög íslendinga til út- Fyrstu fjóra mánuði þessa árs varð 30% aukning á ferðum íslendinga til útlanda miðað við sama tíma og í fyrra. Ef maí er tekinn inn í dæmið líka, þá varð aukningin 20%, því aðeins dró úr ferðum íslend- inga í maímánuði að sögn Steins Lárussonar, for- manns Félags íslenskra ferðaskrifstofa. Þessar tölur gefa tilefni til vangaveltna um ferðir íslendinga til útlanda og ræddum við því við for- ráðamenn nokkurra ferðaskrifstofa um orsakir þessara aukninga. Ýmsar fleiri spurningar voru lagðar fyrir þá eins og hvaða áhrif fjölgun ferða- skrifstofanna hefur haft á ferðaiðnaðinn hér á landi, en árið 1979 voru löggiltar ferðaskrifstofur 15 aðjölu^n eru nú orðnar 28 og fleiri væntanlegar aö því er Steinn Lárusson tjáði okkur. landa myndu dragast saman seinni hluta ársins miöaö viö sama tíma og í fyrra, því búast mætti við minnkandi kaupgetu fólks. Flestir þeir, sem væru búnir aö fara til útlanda einu sinni á árinu, þó ekki væri nema í stutta ferö létu þaö nægja. Helgi Jóhannsson hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn var ekki á sömu skoðun og kvaöst telja aö styttri ferðirnar kæmu sem hrein viöbót. Byggöi hann skoöun sína á því aö mikiö af því fólki, sem heföi fariö í styttri feröirnar á vegum feröaskrifstofunnar, væru búnir aö bóka sig þegar í lengri feröir. Hvaða ferðir eru vinsælastar? Víkjum aö feröunum sjálfum. Hvaöa feröir eru vinsælastar hjá feröaskrifstofunum nú, þegar sumarleyfin eru hafin? „Costa del Sol er alltaf vinsæl hjá feröaskrifstofunni Útsýn,“ sagöi Örn Steinsen. Útsýn byrjaði meö beint flug til Sikileyjar i fyrsta skipti í vor og er nær uppselt í þessar feröir nú, sagöi Örn enn- fremur. Lignano er alltaf eftirsóttur sumarleyfisstaöur, þá sérstaklega fyrir fjölskyldufólk, því þar er rólegt og gott. Mikil eftirspurn er líka eftir sumarbústööum í Danmörku. Steinn Lárusson kvaö Mallorka- -feröir Úrvals eftirsóttustu feröir sumarsins bæöi fyrr og nú hjá skrifstofunni. Þá væri líka mikið keypt af feröum til Luxemborgar, en þar er hægt aö fá leigöa bíla- leigubíla á hagstæöu veröi og ferö- ast fólk síðan á eigin vegum um Evrópu. Hjá feröskrifstofunni Olympo, sagöi Friöjón Sæmundsson, aö mikil aukning væri á eftirspurn eftir feröum til Benidorm á Spáni. Þá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.