Morgunblaðið - 02.07.1982, Page 15

Morgunblaðið - 02.07.1982, Page 15
47 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ1982 _________________________________________________ Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur \ i( * Mælingar á afkastagetu líkamans Styrkur kvidvöðva ar maridur mað bolbaygjum þar sem hnén eru bogin og hendur fyrir aftan hnakka. Geröu æfinguna í eina mínútu. Að stíga á baðvigtina er ekki nægilegt til aö komast að ástandi líkamans. Vigtin veitir ekki upp- lýsingar um þol, styrk, liðleika, fitumagn, hvort þú sért í raun hraustur eða ekki. Töflur um „kjörþyngd" gefa oft rangar hugmyndir því í þeim er að finna staölaðar tölur um ákjós- anlega þyngd, miðað við hæö og beinabyggingu, sem þó taka ekki mið af mismunandi eölisþyngd vöðva og fitu. Vöövar eru eölisþyngri en fita þannig aö meöalmanneskja sem er aö hefja líkamsrækt má alveg eins búast viö aö þyngjast þar sem hlutföllin á milli fitu og vööva breytast við þjálfun. Fitan breytist aldrei í vööva heldur notar líkaminn hana sem orku í hvíld og viö æfingar sem krefjast úthalds. Það eru mest- megnis prótein fæðunnar sem eru vöövauppbyggjandi og þess vegna hafa megrunarkúrar, sem einungis byggja á minni fæðuneyslu, en ekki aukinni hreyfingu, þau áhrif aö vöövavefir rýrna samhliöa fitu- vefnum. Líkamsrækt er því nauö- synleg öllum sem vilja minnka lík- amsfitu en halda aö ööru leyti eöli- legri vöövabyggingu. Rýrnun á vöðvum dregur úr daglegri orku- þörf líkamans og heildarbruni veröur minni. Þaö er vert aö leiörétta þann misskilning aö aukin hreyfing kalli á aukna matarlyst. Aukin hreyfing þýöir meiri bruna á eldsneyti lík- amans (kolvetnum og fitu) sem er aö finna í mismiklu magni í ein- staklingum. Þaö hefur ekki veriö hægt aö sjá beint samband á milli aukinnar hreyfingar og aukinnar matarlystar. En hvenær veistu að þyngdin er ákjósanleg? — Þú hefur náö ákjósanlegustu þyngdinni þegar þér líöur vel í hvíld og viö vinnu og þegar þú getur haldiö þyngdinni stööugri (+ eöa + 2 kíló) lengi. Líkamsástand þitt geturðu kannaö meö eftirfarandi mæling- um. Þegar niöurstööurnar liggja fyrir þá er auðveldara aö finna hæfilegt æfingaálag. MÆLINGAR Þolmæling: Styrkur blóðrásar og öndunar- kerfis Hlauptu á staðnum i eina mínútu meö því að lyfta fótunum a.m.k. 10—15 cm frá gólfi. Taktu síðan púlsinn. Fari hann yfir 100 slög á mínútu er þolið „lélegt“. Viöurkenndari þolmæling er Kasch-þolprófiö sem felst í þvi aö stigiö er upp og niður bekk eöa tröppu (um 45 cm aö hæö) á eftir- farandi máta. Hægri fótur upp, síö- an vinstri, hægri fótur niöur og vinstri fótur niður. Reyndu aö stíga um 24 sinnum upp á mínútu, en mikilvægt er aö rétta alveg úr fót- unum. Eftir þrjár mín. er stoppaö og setiö aögeröarlaus í 5 sek., síö- an er púlsinn tekinn í 1 mín. Hér fylgir tafla fyrir púlshraöa hjá meö- al karlmanni. Konur geta bætt viö 5—15 slögum. 75—80 slög á mínútu ágætt 85—90 slög á mínútu gott 95—115 slög á mínútu sæmilegt 120—125 slög á mínútu þolanlegt 130—135 slög á mínútu lélegt Ef þig svimar, fáir þú ógleði eöa finnir til sársauka í brjóstholti þá hættu strax og hvíldu þig. Leitaöu læknis áöur en þú reynir aftur. Hjartveikt fólk má alls ekki vera einsamalt meðan þaö gerir þessa mælingu. NIÐURSTOÐUR Gefi hjartsláttur þinn til kynna lítiö þol er vert aö athuga eftirfar- andi rannsóknarniöurstööur á þjálfuðum og óþjálfuöum mönnum. Annars vegar (tafla I) viö stööugt álag i lengri tíma þar sem erfiði er lítiö og hins vegar (tafla II) við mjög mikla vinnu þar sem hvorki þjálfaöir eöa óþjálfaðir ein- staklingar geta haldiö áfram án þess aö hægja á. Niðurstööurnar í töflunum sanna gildi þolþjálfunnar fyrir al- menna heilsu og vellíöan. Þegar þú æfir þol skaltu reyna aö ná hjart- slættinum upp um 80% af hámarks hjartsláttartíöni þinni. Þú finnur hámarks hjartsláttartíöni meö því aö draga lífaldur frá 220. Tafla III sýnir áætlaö æfingaálag miöað viö aldur. Kraftmælingar: Styrkur og þol vöðva Tveir mikilvægustu þættir í kraftmælingum eru styrkur og þol vööva. Með miklum styrk er hægt aö yfirvinna mikinn þunga, en meö miklu vöövaþoli er hægt aö yfir- vinna þungann í lengri tíma án uppgjafar. Það er ekki hægt aö mæla styrkleika vöðva alls líkamans í einu vegna þess aö styrkur vöðv- anna fer eftir álagi á hvern vööva um sig. Styrkur kviövööva er t.d. mæld- ur meö bolbeygjum þar sem hnén eru bogin og hendur fyrir aftan hnakka. Geröu æfinguna í eina mínútu. Af töflu IV getur þú séö hvort kviðvöðvarnir eru sterkir eöa slakir Kraftur minnkar þar sem ígerö, magasár, kvef eöa sálræn vanda- mál eru til staöar. Aukinn kraftur gerir þér mögu- legt aö stunda ýmsar íþróttir. Sumar íþróttir reyna aöallega á út- hald, aörar á styrk vööva. Þó er mismunandi á hvaöa vöövahópa áreynslan er. Tafla V sýnir hvar af- raksturinn er mestur viö aö stunda íþróttir. Liðleikamæling: Teygjanleiki sina og vöðva Stattu saman meö fætur og réttu úr hnjánum. An þess aö reyna mikið á bakiö hallaöu þér fram og teygöu fingurgómana aö gólfinu. Takist þér aö snerta gólfiö færöu gott í einkunn. Karlmenn eru yfirleitt stirðari en kvenfólk og langir einstaklingar stirðari en stuttir. Liöleiki fer semsagt eftir beinabyggingu og teygjanleika sina og vööva. Jafnvægismæling Stattu á tám meö hælana sam- an og hendur beint fram. Lokaöu augunum. Gott er aö geta staðið án hreyfingar í um 20 sek. Ummálsmæling Mældu meö málbandi ummál brjóstkassa þegar hann er þaninn út. Mældu síðan ummál mittisins Miölungs karlmaöur hefur um 11 cm meira ummál brjóstkassa en mitti og kona um 25 cm. Skráöu niöurstööurnar reglulega eöa einu sinni á tveggja vikna fresti. Fimímæling: Samhæfing vööva og tauga Krjúptu á gólfinu meö iljarnar aftur. Réttu hendurnar aftur. Sveiflaöu síðan höndunum niður og fram, reyndu um leið aö fara upp á fæturnar i einni sveiflu og halda jafnvæginu. Ef þér tekt þetta í fyrstu tilraun er fimi þín líklega góö. Líkamsfitumæling Klíptu þig í upphandlegginn, kviðinn og aftan á læriö. Ef þú get- ur klipið meira en einn og hálfan cm á milli fingurgomanna af fitu, beröu utan á þér óþarfa þyngd. Þessi mæling er ekki nákvæm mæling á fitu líkamans. Til eru ódýr tæki sem heita „kalipers“ og ættu allar heilsuræktir að fjárfesta í þeim. Tafla 1 Þjálfaður Óþjálfaður Súrefnisneysla minni meiri Hjartsláttartíöni viö vinnu minni meiri Slagmagn (blóðmagn frá hjarta viö hvert slag) meira minna Blóöþrýstingshækkun viö áreynslu minni meiri Mjólkursýra (þreytuefni) í blóöi viö áreynslu minni meiri Endurheimt eðlilegs blóöþrýstings aö áreynslu lokinni hraöari hægari Tafla II Hámarks súrefnisneysla Hámarks hjartsláttar- meiri minni tíöni viö vinnu meiri minni Hámarks slagmagn Uthaldstími viö meira minna mestu áreynslu Endurheimt eölilegrar lengri styttri hjartsláttartíöni hraöari hægari Fimimæling Krjúptu á gólfinu með iljarnar aft- ur. Réttu hend- urnar aftur. Sveiflaðu síðan höndunum niöur og fram, reyndu um leið aö fara upp á fæturna í einni sveiflu og halda jafnvæg- inu. Tafla III Aldur Slög/ mín. 20—29 170 30—39 160 40—49 150 50 — 59 140 60—69 130 Tafla IV Karlmenn Konur 35—39 ágætt 46—54 ágætt 30—34 gott 35—45 gott 20—29 sæmil. 22—34 sæmil. 15—19 þolanl. 12—21 þolanl. 10—14 lélegt 2—11 lélegt Tafla V A — Mikið B — Meðal C — Lítið íþróttagrein Þol Vöövar Bak Axlir Handleggir Magi Mjaómir Fótleggir Bogfimi c X X Badminton B X X X X Körfubolti A X X X Hjólreiöar A X X X X X Golf C X X Fimleikar list C X X X X X X Fimleikar músik B X X X X X X Hokki B X X X Skokk A X Júdó C X X X X Karate C X X X X Svig (skiði) B X X X Skíöaganga A X X X X X Sund A X X X X X Tennis B X X X X Blak B X X X Sjóskíöi B X X X X X Lyftingar C X X X X X X Jazz-dans B X X. X X X Fótbolti A X X Handbolti A X X X X X

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.