Morgunblaðið - 02.07.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 02.07.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1982 55 AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI 1! TIL FÖSTUDAGS EINHELL loftpressureru fáanlegar i fjölmörgum stærðum Algengustu gerðireru nú fyriHiggjandi Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 oq 38125 ALLTAF A LAUGARDÖGUM HVERSVEGNA STRANDAÐI GULLSKIPIÐ VIÐ ÍSLAND? Farmurinn er metinn á 300 milljónir ný- króna og nú finnst hann kannski í sumar. En hversvegna strandaöi austur-indíafar viö ísland? ÚR FJARLÆGÐ VERÐUR ÍSLAND NÆSTUM FULLKOMIÐ Samtal viö Cynthiu Houge, enskukennara og skáld. NASTASSJA KINSKI ein skærasta stjarnan á himni kvikmynd anna. rrs Vönduð og menningarleg helgarlesning olíuverði og síðast en ekki síst út af gegndarlausum innflutningi nýrra skipa. Ríkissjóður verður að minnka innflutningsgjöld á olíu og olíuvör- um til fiskiskipa og það strax. Það er eitt sem við megum aldrei gleyma, það er ef fiskiskipaflotinn stöðvast til langtíma, þá höfum við misst 70—80% af okkar útflutn- ingstekjum. Þess vegna er það brýn nauðsyn fyrir ríkisvaldið að skapa flotanum viðunandi rekstrar- grundvöll aftur, en þó ekki á kostn- að sjómanna, þó sú leið hafi oftast verið farin, baeði með lækkuðu fisk- verði, lægri olíukostnaöi og breyttri fiskveiðistefnu, auk stöðv- unar innflutnings á nýjum skipum umfram eðlilega endurnýjun. Það mætti sjálfsagt nefna fleiri atriði, sem yrðu til bóta fyrir fiskveiði- flotann. Það er margt sem kemur upp í huga manns sem mætti fara betur varðandi fiskveiðiflotann og þann afla, sem hann skipar á land og alla þá tengiliði, sem koma ná- lægt fiskinum á leið til neytandans þar sem allir fá sína prósentu af verði fisksins. Þá er kannske ekki furða, að svona fáar krónur séu eft- ir handa útgerðinni og sjómönnum, eins og raun ber vitni. Með þökk fyrir birtinguna. Hákon Jónas Hákonarson Kunna ekki manna- siði Hver er það sem ekki man eftir því frá bernsku sinni, að sagt var eitthvað á þessa leið, t.d. ef farið var í afmæl- isveislu: „Muna svo að þakka fyrir þig.“ Þetta mun hafa rifjast upp fyrir mörgum, sem hlýddu á fréttir útvarps og sáu það svo endurtekið sama kvöldið í fréttum sjón- varpsins er fjallað var um hina veglegu rannsóknar- stofu fyrir landbúnaðinn á Keldnaholti, sem formlega tók til starfa á dögunum. Tveir ráðherrar létu þar til sín taka. Var eiginlega ekki annað á þeim að heyra, en að þessi vísindamiðstöð land- búnaðarins væri fjölskyldu- mál þeirra, þar sem annar, menntamálaráðherrann, af- henti lykil, sem hann var með, frænda sínum landbún- aðarráðherranum, með þeim orðum að lykillinn gengi að öllum dyrum í því stóra húsi, sem nú væri fullsmíðað og formlega afhent til notkunar fyrir íslenska vísindamenn á sviði landbúnaðar. Það var engu líkara, en að þjóðin mætti þakka allt þetta þessum tveim stjórn- málamönnum. Ekki voru þeir frændur að norðan að hafa fyrir því að geta þess að amerískt fyrirtæki hefði átt mikinn hlut að því, að þessi vísindastasjón væri komin í þetta fína hús. Og hvorugur þeirra mundi heldur manna- siða-ábendingu móður sinn- ar um að gleyma ekki, að það er siðaðra manna háttur að þakka fyrir sig. Sem ráð- herrum bar þessum frænd- um að norðan að færa hinu ameríska fyrirtæki þakkir íslendinga fyrir hinn mikla stuðning. — Nei, það fer sko ekki ofsögum af oflátungshætti íslenskra stjórnmálamanna. Þarna urðu tveir ráðherrar sér eftirminnilega til skammar. Jón á Klapparstígnum Hafa unnið gott starf Margrét Sæmundsdóttir hringdi: „Þannig er að ég hef átt börn, sem hafa tekið þátt í sumarstarfi því, sem Borgin býður upp á, bæði í fyrra og nú. Það er æskulýðsráð, sem stendur fyrir alls kyns tóm- stundastarfi fyrir börn á aldrinum 6—12 ára. Farið hefur verið með börnin í heimsókn á vinnustaði og gert annað skemmtilegt. Mér finnst aðstandendur þessa sumar- starfs staðið sig mjög vel og unnið gott starf. Mig langaði að koma fram þakklæti til þeirra aðila, sem að þessu standa, og lýsa ánægju minni, með hvað vel hefur til tek- ist.“ „Grænar bætur á slitna skikkju fósturjarðarinnar“ M.H. hringdi: í einum pistli Velvakanda ný- lega, reifaði maður nokkur ágæta Þessir hringdu . . hugmynd þess eðlis, að fólk ætti að geta fengið landspildu í óbyggðum svæðum til trjáræktar. Margir í þéttbýli hafa ánægju af ræktun, en skortir land. Er ekki í fjölmiðlum verið að hvetja fólk til að klæða landið og planta trjám? Hafa sauðfjáreigendur einkarétt á nýt- ingu óbyggða landsins, afréttinum, til beitar fyrir fé sitt. Aðrir lands- menn hljóta að hafa þar, einnig einhvern rétt. Nú þegar vinnuvika fólks hefur styst, hafa margir rúm- an tómstundatíma og finnst trú- lega hollt fyrir líkama og sál, að rækta grænar bætur á slitna skikkju fósturjarðarinnar." GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Hann sagði, að við ramman reip væri að draga. t Rétt væri: Hann sagði, að við ramman væri reip að draga. Eða: Hann sagði, að þar væri við ramman reip að draga. Eða: Hann kvað vera við ramman reip að draga. (Ath.: Við ramman (mann) er að draga reip(i).) SioeA v/öga e VLvzKAk áH öWUSItíX VJOi SVÐNlSAlOflV

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.