Morgunblaðið - 25.07.1982, Page 8

Morgunblaðið - 25.07.1982, Page 8
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982 Nú þarf engin föt til að tolla í tískunni Verðbólgan er Frökkum þung í skauti eins og fleirum og margir eiga þeir jafnvel fullt i fangi með að skýla svo á sér kroppnum að skammlaust sé. I'að á þó við hér sem stundum áður, að þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Nú þykir nektin nefnilega vera orðin virð- ingarverð. Fyrir tíu árum eltust franskir lögregluþjónar við berrassað fólk á ströndunum í Saint Tropez og fyrir fimm árum sýndu skoðana- kannanir að mjög skipti í tvö horn með Frökkum hvort þeir álitu það ósiðsemi af konum að ganga um berbrjósta. Nú finnst hins vegar 86% Frakka, að allt í iagi sé þótt fólk sprangi um nak- ið, a.m.k. á ákveðnum svæðum. Þær milljónir erlendra ferða- manna, sem keppa munu við landsmenn um sandstrendurnar í sumar, munu vafalaust eiga erf- iðast með að finna stað, þar sem nöktu fólki er óheimilt að vera. Næstum allir stærstu ferða- mannastaðirnir ætla nú náttúru- dýrkendum ákveðin svæði og að þeir þurfi ekki að óttast lögsókn þótt þeir rangli eitthvað út fyrir þau ef þeir gera sig ekki seka um aðra óviðurkvæmilega hegðun. Það er jafnvel orðið „löglegt“ Þurfa ekki að óttast Itfgsókn, þótt þeir rangli út fyrir „náttúruvernd- arsvæói“. fyrir konur að flagga berum brjóstum. I strangasta skilningi laganna má dæma fólk í þriggja mánaða til tveggja ára fangelsi fyrir að vera nakið á almannafæri en dómstóll í Aix en Provence skilgreindi mörkin í máli þar sem kona nokkur var ákærð fyrir að vera topplaus í tennisleik. í niðurstöðum dómsins segir, að „í sjálfu sér er ekkert það við nak- inn mannslikamann, sem hneyksl- un ætti að valda, jafnvel við- kvæmustu taugum, ef viðkom- andi hefur ekki uppi neina kyn- ferðislega tilburði". Samkvæmt þessu er í raun ógerlegt að lög- sækja strípalinga nema viðkom- andi sveitarfélag sitji um það sérstök lög. Arið 1975 ákvað þorpsráðið í Ogliastro á Korsíku að strípa- lingar skyldu málaðir bláir og í háðungarskyni leiddir á asna um bæinn og í bænum Erdeven á Bretagne-skaga fór bæjarstjór- inn sjálfur fyrir flokki manna, sem jós kúaskít á þá sem lágu kviknaktir í fjörunni. Svona aðfarir yrðu ekki þolað- ar nú. I skoðanakönnuninni, sem dagblaðið Le Matin stóð fyrir, kom fram, að 86% Frakka vilja að nakið fólk eða nektin njóti lagalegrar verndar og það þótt 30% þeirra segðu að þeim yrði mikið um þegar þeir sæju nakta konu. Enn fleiri eða um 54% sögðust næstum verða miður sín ef þeir sæju kviknakinn karl- mann á almannafæri, en þessar tölur ná fyrst og fremst til mið- aldra fólks og eldra. Unga fólkinu upp til hópa er hins vegar alveg sama hvernig fólk er til fara, kappklætt eða á evuklæðunum einum. — PAUL WEBSTER PABBAR Feðurnir fjölmenna á fæðingardeildirnar l’rinsinn af Wales hefur nú lagt sína konunglegu blessun yfír þann sið, sem nú er mest í tísku meöal karlmanna, að vera viðstaddir þeg- ar ciginkonan elur börnin, en þeg- ar betur er að gáð er ekki um neitt nýjabrum að ræða í sögu bresku konungsfjölskyldunnar. Þegar sonur James II var í heiminn borinn, árið 1688, voru hvorki meira né minna en 67 manns af báðum kynjum viðstödd fæðinguna, enda þótti körlunum sem konunum einum væri ekki treystandi til að taka á móti vænt- anlegum erfíngja krúnunnar og kirkjunnar. Viktoría drottning, sem var kvenna kurteisust, skar hins vegar móttökunefndina niður í þrjá, og leyfði aðeins hinum kon- unglega yfírsetumanni, Ijósmóður og elskulegum eiginmanninum að vera viðstödd. Um aldaraðir hefur fæð- ingarstofan verið vettvangur valdabaráttunnar milli karla og kvenna og löngum hafa karlarn- ir mátt lúta í lægra haldi fyrir konum í þeim efnum. Jafnvel menn, sem voru læknar að mennt, fengu ekki að stunda konur sínar á sæng. Árið 1552 brá læknir nokkur í Hamborg á það ráð að dulbúa sig sem ljós- móður en var nappaður og brenndur á báli fyrir tiltækið. Öld seinna gerðist William Har- vey (sá sem uppgötvaði blóðrás- ina) svo djarfur að gagnrýna að- ferðir ljósmæðranna og að enn einum hundrað árum liðnum vogaði dr. William Smellie sér að skrifa fyrir þær kennslubók (þó að þær hafi margar hverjar verið ólæsar). Nú er svo komið þó að karl- menn hafa tekið öll völd í þess- ari grein. Aðeins 83 af 717 ráð- gefandi fæðingarlæknum í Bretlandi eru konur og karl- menn eru höfundar að langflest- um bókum um fæðingarfræði. Nú eru jafnvel 10 karlmenn út- lærðir í ljósmóðurfræðum. Samtök ljósmæðra í London berjast harðri baráttu fyrir rétt- arstöðu félaga sinna en haft er eftir einni þeirra, að stríðið sé að nokkru tapað nú þegar: menn- irnir og maskínurnar þeirra hafi tekið völdin. Þessi ljósmóðir sagði upp störfum á fæðingar- deild spítala nokkurs vegna þess, að henni þótti sjálfri sér og sængurkonunum miðboðið. Það var ekki aðeins að læknarnir hefðu meiri áhuga á tækjunum en konunum sjálfum — „þeir ráku stundum inn hausinn til að kíkja á undratækin sín og ef eitthvað var ekki eins og það átti að vera börðu þeir fyrst tækið utan áður en þeim datt í hug að huga að konunni“ — heldur sá hún líka feðurna falli í stafi yfir kramvörunni. „Oft mátti sjá tvo alsæla karlmenn úti í horni vera að dást að leikföngunum sínum á meðan konan stundi og erfiðaði ein í rúmi sínu.“ Norman Morris, prófessor, hefur síðastliðin 20 árin barist fyrir nýjum viðhorfum til barnsfæðingarinnar og m.a. að feðurnir séu viðstaddir. Nú þykir það líka sjálfsagður hlutur alla- jafna en ekki þó þegar börn eru tekin með keisaraskurði. Því vill Norman breyta. Honum finnst þó enn sem almenningur hafi ekki fyllilega meðtekið boðskap- inn. „Ennþá er litið svo á, að þetta sé fyrst og fremst fyrir konuna gert, en svo er ekki. Ánægja föðursins er ekki rninni," segir Norman. Þegar 730 feður voru spurðir um reynslu sína af því að vera viðstaddir fæðingu barna sinna kom í ljós, að fyrir marga var það þeirra stærsta stund í lífinu. .,Mér fannst ég beinlínis svífa og ég sagði við sjálfan mig: „Guð minn góður, þetta er undursam- legt.“ - LANET WATTS Nasistar skjóta upp kollinum í Sovét- ríkjunum Hvert sem farið er í Moskvu þessa dagana spyrja menn sömu spurningarinnar: „Hefurðu heyrt um nasistafundinn?“ Og síðan eru sagðar hinar ótrúlegustu sögur um félagana í þessum nýnasistasam- tökum ungs fólks, sem vakió hafa á sér mikla athygli. Yfirvöld í Sovétríkjunum kæra sig hins vegar ekkert um óþægilegar fréttir og virðast staðráðin í að almenningur fái sem minnstar upplýsingar um félagsskapinn. Tilvist hans er þó öllum augljós, sem vilja af hon- um vita. Á þessu ári hefur nýtt merki skotið upp kollinum á hús- Með því að „bjarga" eiga þeir veggjum í Moskvu og annars við, að Gyðingar verði allir rekn- staðar — hakakrossinn — og vit- ir til Israels og að lýðveldin í að er að ýmis samtök fasista eru Asíu verði gerð að nýlendum, við lýði úti á landsbyggðinni í sem sjái hvítu mönnunum fyrir Rússlandi og í Eystrasaltsríkj- nægum matvælum. Blönduð unum. hjónabönd verði bönnuð og fólki I Moskvu safnast nasistarnir, af öðrum kynstofnum bannað að sem eru taldir vera nokkur setjast að í hinum hvíta hluta hundruð, opinberlega saman á Sovétríkjanna. Cafe Lirá í Gorky-stræti og líta Það er vissulega lyginni líkast á það sem hliðstæðu við bjór- að til skuli vera fasistahreyfing í krárnar þar sem Hitler og hans Sovétríkjunum, sem eitthvert menn brugguðu sín ráð. Þegar fylgi hefur. Hatur á fasismanum þeir fara saman í flokkum eru er rótgróið með sovésku þjóðinni þeir klæddir hvítri skyrtu, með og öllum þeim, sem minnast svart bindi og hakakrossmerki stríðsins, og auk þess gera úr málmi, en einir sér flagga stjórnvöldin sitt til að kynda þeir hins vegar ekki hakakross- undir þessum tilfinningum með inum. dýrðaróð um Rauða herinn og Sagt er, að þeir hafi sinn „for- baráttuna gegn fasísku innrás- ingja“ og „varaforingja", unga armönnunum. menn um þrítugt, en flestir fé- Af þessum sökum er erfitt að laganna eru ungmenni, sem skilja hvers vegna þessari ný- stutt eiga eftir í námi. Þeirra nasistahreyfingu hefur verið helsta slagorð er „Aðeins fas- leyft að vaxa að fylgi og félögum, isminn getur bjargað Rússlandi" sem tekur langt fram öllum og baráttumálin einkennast mannréttindahreyfingum í land- fyrst og fremst af kynþáttafor- inu. Ef til vill óttast yfirvöldin dómum. Hvíta kynstofninum að hún yrði að eins konar písl- verður að bjarga, segja þeir, en í arvotti ef hún yrðu bönnuð eða þeirra augum eru hvítir menn í þeim þykir það fyrir neðan virð- Sovétríkjunum þeir, sem búa í ingu sína að elta ólar við hana. Evrópuhluta Sovétríkjanna, Allt er þetta mál hið undarleg- Úkraínumenn, Hvítrússar, Lett- asta og skringilegur prófsteinn á ar, Litháar og Eistlendingar. pólitísk klókindi kommúnista. bjargað Rússlandi.** HINIR HUNDELTU Enn er mannslífíð ódýrt á indíánaslóðum Fyrir íbúana i El Quiche-héraði i Guatemala er það engin nýlunda lengur að rekast á hroðalega út- leikin lík manna og kvenna enda ekki óalgengt að meira en hundraö manns séu myrtir þar í viku hverri. í Santa Cruz, héraðshöfuðborg- inni, eiga slökkviliðsmenn líka annrikara við aö fíytja líkin í lík- húsið en að sinna sinu eigin starfí, að slökkva elda í húsum. Fyrir fjórum árum komu allt að 1.000 ferðamenn á viku til Chichicastenango, litríks mark- aðstaðar í Quiche, en nú heyrir það til undantekninga ef nokkur lætur sjá sig þar. Og ekki að undra. Ofbeldisverkin og indí- ánamorðin í þorpunum í grennd hafa heldur lítið aðdráttarafl fyrir túrista. Tvisvar í viku koma indíán- arnir, afkomendur hinnar fornu menningarþjóðar, Mayanna, til Chichicastenango þar sem þeir selja varninginn sinn og efna til trúarathafna í kirkjunni í bæn- um. Sumir, einkum þeir, sem eiga um sárt að binda vegna glæpaverka stjórnarhermann- anna, eru á öðrum slóðum, uppi í fjöllunum með uppreisnar- mönnum, sem stöðugt vex fiskur um hrygg. Það er einmitt þetta, sem landeigendurnir og ríka fólkið hafa alltaf óttast, uppreisn með- al hinna þriggja milljóna indí- ána í landinu. Og til að koma í veg fyrir hana hafa hermenn stjórnarinnar beitt indíánana hinni mestu grimmd en þó er nú svo komið, auðstéttinni til sárra vonbrigða, að einmitt þessar að- farir eru að koma af stað upp- reisn. Oft er erfitt að segja um það með vissu hverjir bera sök á morðverkunum í einstökum til- fellum og hvorirtveggju, skæru- liðar og stjórnarhermenn, láta sig stundum litlu skipta líf óbreyttra borgara. Mennirnir, sem myrtu 46 manns í þorpinu Saquiya að næturlagi í maí sl., geta hafa verið úr hvorum hópn- um um sig, en þeir fóru þannig með fólkið, þ.á m. fjórar ófrískar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.