Morgunblaðið - 25.07.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.07.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ1982 53 „Barnaleikvöllur* og „Blaðastrák- ur“. Næst verða á vegi okkar agnar- lítil kríli, en það eru „Hnetutetur“ eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Eins og nafnið bendir til eru þau gerð úr hnetum, sem málaðar eru á viðeigandi hátt. Þá eru tvö verk eftir Hjördísi Gissurardóttur, „Lofthræðsla" og „I grænum Edensgarði" og þá önnur tvö verk eftir Vigdísi Pálsdóttur, „Munkur- inn frá Möðruvöllum" og „Prests- hjónin á Bala“, en andlit þeirra hjóna minna skemmtilega á karl- ana tvo í „Prúðuleikurunum". Við höldum áfram inn eftir salnum og rekumst á fjórar skemmtilegar tehettur eftir Sig- rúnu Gunnlaugsdóttur, en tehett- urnar eru allar með sitt hverjum svipnum, „Spáð í bolla", „Prjóna- konur“, „Jórunn Ó. Símonar" og „Gjafmilda Guðfinna". Þá koma fimm verk eftir Huldu Sigurðar- dóttur, „Svefn“, „Friður", „Tár“ „Undrun“ og „Sveppaverur". I loftinu þar rétt hjá hanga „Fimm englar á flugi“ eftir Hjördísi Giss- urardóttur. Að lokum skoðum við verk þeirra systra Helgu og Þórunnar Egilson. Það eru alls sex verk, þar af þrjú sem sýna Bakkabræður í sínum þekktu kjánastrikum, „Ljósið borið í gluggalaust hús“, „Bölvaður kötturinn étur allt og bróðir minn líka“ og „Ekki er kyn þótt keraldið leki...“, en þessi verk eru eftir Helgu, sem ásamt Þórunni gerði verkið „Grýla, Leppalúði og sveinarnir þrettán". Þórunn gerði svo síðasta verkið sem við skoðuðum á sýningunni, „19. júní“, en þar má sjá íslenskar konur á grænum velli á kvennafrí- daginn sællar minningar. Brúðulcikhús um helgar Sýningin er sölusýning og Helga fullyrti að öll verkin væru hlægi- lega ódýr miðað við þann tíma og þá vinnu sem lægi að baki. Hvað sjálfa sig varðaði sæi hún ekki fram á annað en áframhaldandi brúðugerð því eftirspurnin væri mikil eftir brúðum hennar og sagði hún að hið sama gilti um önnur verk á sýningunni. — „Hjá mér byrjaði þetta þannig að ég bjó til eina og eina brúðu fyrir jólin en svo fórum við Þórunn systir að „Spáð í bolla“, ein af tehettum Sig- rúnar Gunnlaugsdóttur. vinna saman í þessu og þetta vatt alltaf meira og meira upp á sig. Nú má segja að við sitjum fastar í þessu," — sagði Helga. Uppsetningu sýningarinnar annaðist Margrét Kolka og um helgar hafa verið brúðuleiksýn- ingar á loftinu, en brúðurnar í leiksýningunni eru eftir Helgu Steffensen, sem einnig leikur ásamt Sigríði Hannesdóttur. Á sunnudaginn, í dag, 25. júlí, verður brúðuleiksýning á loftinu og hefst hún klukkan 15.00. Sýningunni sjálfri lýkur hinn 1. ágúst næst- komandi og því gefst mönnum enn nægur tími til að líta inn á sýning- una og skoða brúður þessar og ævintýrafólk, sem konurnar hafa búið til, sér og öðrum til ánægju. — Sv.G. Sigríður Kjaran við verk sitt „Grásleppukarl". Fiskarnir í kerrunni og pípan eru úr brenndum leir, peysan prjónuð úr íslenskri ull og skreiðin í trönunum úr roði af grásleppu. BRUÐULtlKHUÍ A IPFTINU I0HSM SI6RID4R oftHtBSO ÖRUOUR «TJÖl? HEiði mm. „Leikararnir" í brúðuleikbnainu sem sýnt er um helgar á loftinu. Konur á grænum grasbala á kvennafrídaginn. Verkið heitir „19. júní“, eftir Þórunni Egilson. „Munkurinn frá Möðruvöllum“ sér ekki við hrekkjabrögðum andarinnar. „Ekki er kyn þó keraldið leki...“, Helga Egilson með Bakkabræðrum sínum. „Hnetutetur" eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.