Morgunblaðið - 16.12.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.12.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 55 Texti: Guöm. Páll Arnarson. Myndir: Kristján Örn Elíasson. „Langstærsti hluti framleiðslu- verðmæta okkar er í bylgjuköss- unum. Það lætur nærri að þeir séu um 60% af heildarverðmæti fram- leiðslunnar. Því næst er það öskjudeildin með í kringum 27%.“ Helstu viðskiptaaðilar Hverjir eru ykkar helstu við- skiptaaðilar? „Það er hinn íslenski iðnaður, almennt séð og útflutningsaðilar sjávarafurða. Við framleiðum all- ar mögulegar gerðir af kössum og öskjum fyrir fjöldann allan af ís- lenskum fyrirtækjum. En okkar stærstu viðskiptaaðilar eru SÍS og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Við framleiðum bæði bylgjukassa og öskjur fyrir SÍS, en eiginlega eingöngu bylgjukassa fyrir Sölu- miðstöðina, þar sem þeir hafa sína eigin öskjuframleiðslu, þ.e.a.s. Umbúðamiðstöðina. En við gætum tekið að okkur öskjuframleiðslu fyrir Sölumiðstöðina án nokkurra fjárfestinga. Og það er nú einmitt eitt aðalvandamálið í okkar fram- leiðslu, að vera með dýr tæki og fá ekki á þau fulla nýtingu." En hvernig er með útflutning? „Við flytjum út í kringum 11% af framleiðslunni, langmest til Færeyja, en einnig til Kanada og Bandaríkjanna." Samkeppni Er engin samkeppni, frá Dan- mörku t.d. um Færeyjamarkaðinn? „Jú, jú, mikil ósköp. En þeir velja heldur að skipta við okkur." Eigiði við einhverja samkeppni að etja crlcndis frá um innanlands- markaðinn? „Það er alltaf eitthvað. Annars er það svo með samkeppnina að íslenskur iðnaður situr alls ekki við sama borð og erlendir keppi- nautar í mörgum tilfellum. Erlend stórfyrirtæki komast upp með að undirbjóða vöru sína þegar þau eru að reyna að komast inn á markaðinn hér. Það eru mörg dæmi um slíkt. Það eru til heim- ildir í lögum fyrir því að leggja megi tolla á slíkan undirboðs- innflutning, en hins vegar er þetta þungt í vöfum, því það þarf að sanna að um undirboð sé að ræða og sönnunarskyldan hvílir á þeim innlendu fyrirtækjum sem telja að sér vegið. Við höfum ekki mikið þurft að glima við niðurgreiddan eða und- irboðs-innflutning á pappaköss- um, en það hefur þó komið fyrir." Magn framleiðsl- unnar og velta Hvc mikil cr framleiðsla Kassa- gerðarinnar á bylgjukössum og öskj- um á ársgrundvelli? „Árið 1981 framleiddum við 13,1 milljón af bylgjukössum og 23,6 milljónir askja úr ca. 8.000 tonn- um af hráefni. Framleiðslan hefur verið mjög svipuð síðustu þrjú ár- in, en fram að 1979 var aukningin á milli ára á bilinu 10—15%. Ástæðan fyrir þessari stöðvun í vexti er fyrst og fremst minnkandi freðfisksverkun, sem þýðir að dregið hefur úr eftirspurn eftir umbúðum, eða eftirspurnin hefur ekki aukist a.m.k." En vcltan, hvað er hún rnikil? „Það er áætlað að við seljum fyrir 122 milljónir króna á árinu 1982.“ Ein spurning í lokin, Agnar. Á Kassagerðin sér bjarta framtíð? „Ég get ekki séð að nokkur inn- lend iðnfyrirtæki eigi sér bjarta framtíð, þar sem öll þau loforð sem gefin voru við inngönguna í EFTÁ hafa verið svikin. Þá var því lofað að þegar tollar féllu niður af innfluttum vörum mundi íslenskur iðnaður fá að búa við sömu kjör og erlendir keppinaut- ar. En því fer víðs fjarri að svo sé í dag, því fjármagnskostnaður og skattar eru að sliga öll íslensk iðnfyrirtæki.“ A Hvernig verður pappa- kassi til? (a) Þarna er séð yfir hráefnalag- erinn. Vélarnar vinna kassana og öskjurnar úr pappa sem vafið er upp í stórar rúllur. (b) Hér er langstærsta vél Kassagerðarinnar. Hún er 80 metra löng og hefur það hlut- verk að setja bylgjuna í pappann og hluta þeirra brota sem þarf. Síðan tekur önnur vél við, sem prentar í þremur litum, heggur út formið og gerir hliðarbrotin. (c) Út úr þessari vél koma kass- arnir bundnir saman í búntum, tilbúnir til notkunar. (d) Hér er verið að vefja plasti, í þar til gerðri vél, utan um bretti fullt af kössum. Þannig eru kass- arnir geymdir á afgreiðslulag- ernum. (e) Hér sést yfir hluta af- greiðslulagersins. (0 Allur afskurður er mulinn «. niður í agnir í sérstökum vélurti og sendur aftur út til endur- vinnslu. Myndin er af þeirri starfsemi. F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.