Morgunblaðið - 16.12.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.1982, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1982 Fimm punda öskjurnar, sem notaðar eru undir útfluttan freðfisk, að koma út úr „sexlita-vél- inni“, sem Kassagerðin keypti árið 1979. Þessi vél getur keyrt upp í 125 metra á mínútu, auk þess að litprenta í einni keyrslu i sex litum og höggva út öskjuformið. Þessi skrautlega vél er elsta vél Kassagerðarinnar sem enn er í gangi. Hún er kanadísk, frá árinu 1927, prentar í tveimur litum og heggur út öskjur af rúllura. „Hæggeng, en traust,“ sögðu starfsmennirnir sem voru að vinna við hana þegar Ijósmyndara Mbl. bar að garði. Kassagerð Reykjavíkur Hér er gömul mynd af öðrum stofnanda Kassagerðarinnar, Kristjáni Jóhanni Kristjánssyni. Moruunblaðií/ói.K.M. hefur fyrirtækið eftir lát hans verið í eigu okkar afkomendanna." En hvenær flyst starfsemin inn á Kleppsveg? „I kjölfar þessarar nýju eigna- skipanar sem ég gat um, var hafist handa um að byggja upp nýtt verksmiðjuhúsnæði við Kleppsveg, og var starfsemin flutt þangað ár- ið 1960. Samfara því var bætt við vélakost prentdeildar, öskjudeild- ar og bylgjudeildar. Árið 1962 setjum við svo upp eigin prentmyndagerð, og kaupum litgreiningartæki ári síðar, það fullkomnasta sem völ var á á þeim tíma. Ég held að það sé óhætt að segja að Kassagerðin hafi verið brautryðjandi þeirrar tækni hér á landi og hefur alltaf síðan lagt áherslu á vandaða litprentun." Samanber prentun Skarðsbókar nú fyrir skömmu? „Já, árið 1981 tókum við að okkur prentun og litgreiningu á Skarðsbók fyrir bókaútgáfuna Lögberg og þótti verkið takast vel. Og við erum með ýmsar lista- verkabækur í prentun núna, auk þess sem við prentum árlega eigið dagatal og dagatal fyrir Eimskip og Færeyjar, með vönduðum lit- myndum." En ef við snúum okkur aftur að því að rekja söguna. Hljóp ekki tals- verður vöxtur í starfsemina við að komast i þetta stóra húsnæði? „Vissulega. Framleiðslan eykst jafnt og þétt og starfsemin verður fjölbreyttari. Árið 1963 kaupum við vélar til framleiðslu á hand- 50 þurrkum og salernispappír og setjum á fót ritfangadeild árið 1%9. í sambandi við framleiðsl- una á pappírsvörum og salernis- pappír var stofnað dótturfyrir- tæki Kassagerðarinnar, Pappírs- vörur hf., sem Gylfi Hinriksson hefur stjórnað. Pappírsvörur hf., hafa einnig frá 1967 haft umboð frá bandaríska fyrirtækinu Liquid-box til að framleiða plast- umbúðir fyrir mjólk og annan vökva. Þessar umbúðir eru tals- vert notaðar hér á landi, sérstak- lega fyrir norðan. Einnig er flutt mikið af þeim til Norðurlandanna. En húsnæðið varð fljótlega of lítið fyrir þessa auknu starfsemi og við byggjum við það, bæði skrifstofu- og verksmiðjubyggingu, ásamt geymsluhúsnæði fyrir hráefni og fullunnar vörur. Nú, svo ég fari fljótt yfir sögu þá setjum við upp árið 1974, eins og ég gat um áðan, stóra og af- kastamikla vél til framleiðslu á bylgjupappa, og jafnframt nýja vél til að skera, brjóta, líma og prenta í þremur litum á bylgju- pappakassa. Og við erum sífellt að endur- nýja. Árið 1979 keyptum við mjög fullkomna vélasamstæðu fyrir öskjudeildina, sem getur prentað í einni keyrslu í sex litum og heggur líka út formið á öskjunum. Þetta er gífurlega afkastamikil vél og keyrir allt upp í 125 metra á mín- útu. Hún er núna eingöngu notuð til að gera fimm punda öskjur undir frystan fisk, sem fluttur er út. Að því að ég best veit er aðeins til ein önnur slík vélasamstæða á Norðurlöndunum, en það er í Finnlandi. Og úr því að ég er að tala um kaup á tækjum, þá verð ég að minnast á það að í fyrra keyptum við nýtt og fullkomið tölvustýrt litgreiningartæki, þá annað'sinn- ar tegundar sem flutt var til landsins. Svo ég held að það séu engar ýkjur að segja að Kassa- gerðin sé ágætlega búin tækjum í dag.“ Samsetning fyrir- tækisins í dag Gætirðu dregið það snöggvast saman, Agnar, hvernig samsetning fyrirtækisins er í dag? „Við skiptum fyrirtækinu niður í deildir. Við tölum um bylgju- deild, en þar framleiðum við bylgjupappakassa af öllum mögu- legum gerðum og stærðum. Síðan er það öskjudeild, sem framleiðir öskjur, oftast litprentaðar, fyrir sjávarútveginn og ótal fleiri aðila. Þá erum við með prentdeild og prentmyndagerð, þar sem öll filmu- og plötuvinna fer fram. Einnig ritfangadeild, sem fram- leiðir stílabækur og þess háttar. Og loks starfrækjum við ennþá að litlu leyti trékassadeild. Auk þess rekum við svo eigið verkstæði sem sér um allar viðgerðir, viðhald og nýsmíði á vélum. En handþurrku- deildina höfum við hins vegar ný- lagt niður." Og í hvaða framleiðslu liggja mestu verðmætin?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.