Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 Þann 23. júlí 1980 birtist auglýsing í blaðinu Variety, biblíu bandaríska skemmtiiönaöarins, þar sem sagt var frá nýjustu mynd Michael Ciminos, manns- ins, sem geröi Hjartarbanann. Næsta mynd hans var kölluð Heaven’s Gate. Ekkert var til hennar sparað og á endanum kostaði hún yfir 40 milljónir dollara. í umræddri auglýsingu var spurt: „Ef þér tekst það ekki, hver er þá tilgangur- inn?“ — Cimino átti eftir aö sjá mikið eftir þessari setningu, því á daginn kom aö honum tókst ekki ætlunarverk sitt; þrátt fyrir aö myndin væri kölluö fyrsti sósíalski vestrinn og Cimino sjálfur kallaður „Le Tolstoi de la camera“. Aðdragandinn Ævintýrið byrjaði árið 1971. Kvikmyndaleikstjórinn Michael Winner býður fyrirtækinu United Artists handrit eftir sig og Gerald Wilson, sem kallast „The Johnson County War“. En þrátt fyrir lága kostnaðaráætlun, afþakkar fyrir- tækið handritið. Á sama tíma ferðast Michael Cimino, þá rétt liðlega þrítugur, til Hollywood. Hann er ákveðinn í að gerast kvikmyndaleikstjóri; leigir sér litla íbúð og byrjar að skrifa kvikmyndahandrit. Meðal þeirra sem hann klárar eru „Thunderbolt and Lightfoot" og „The Johnson County War“. Hið fyrra er sent til Clint Eastwood, hið síðara til Steve McQueen. Árið eftir tekst Cimino að selja sitt fyrsta handrit, „Silent Runn- ing“ til Universal-kvikmyndafyr- irtækisins. (Myndin var sýnd í ís- lenska sjónvarpinu sl. vetur. En geimævintýri voru enn ekki komin í tísku. Einhvern tíma á árinu 1973 ákveður leikarinn Clint Eastwood að gera mynd eftir handriti Cim- inos, „Thunderbolt and Lightfoot". Cimino leikstýrir. Myndin halar inn 18 milljónir dollara, sem er mikið fyrir byrjanda, þótt myndin státaði af stjórnun. Cimino er lofaður af gagnrýnendum og byrj- unarerfiðleikunum er rutt burt. En síðan gerist ekkert í langan tíma, nema bið. Að vísu skrifar hann eitt handrit, „Perluna", byggt á ævi Janis Joplin. En því er stungið undir stól. (Það var ekki fyrr en sex árum síðar að myndin var gerð, þá undir heitinu „Rósin", með Bette Midler. Tveim árum síðar, 1976, er Cim- ino farinn að huga að „Hjartaban- anum“. Hann skrifaði handritið í samvinnu við Deric Washburn, en tökur hófust þó ekki fyrr en seint í júní 1977. Aðalleikararnir eru Robert DeNiro, John Cazale (sem lést skömmu síðar, John Savage, Meryl Streep og Christopher Walken. Tökum lýkur um áramót- in: tekur 14 klukkustundir á dag í 3 mánuði að skoða allt efnið. Klippingin hefst og tekur heilt ár. Nóvember 1978: Framleiðand- inn United Artists tilkynnir næstu mynd snillingsins Michael Cimino, „The Johnson County War“. Aðalleikarinn er Kris Kristofferson. United Artists seg- ir í auglýsingu um sjálft sig: „Staðurinn fyrir sjálfstæða og hæfileikaríka kvikmyndagerðar- menn eins og Michael Cimino". Desember 1978: Hjartabaninn frumsýndur við mikla hrifningu allra. „Hjartabaninn" er sýndur um öll Bandaríkin fyrir fullu húsi fram undir vorið. „Ef við klipptum Hjartabanann", segir einn fulltrúi framleiðandans (en myndin var rúmlega þriggja tíma löng „væri myndin ekki hin sarna." 20. mars 1979 skrifar Cimino undir samning hjá Warner-fyrir- tækinu; hann á að semja og leik- stýra nokkrum epískum stór- myndum. 9. apríl 1979 vinnur „Hjartaban- inn“ fimm Óskarsverðlaun: Besta myndin, leikstjóri, karlleikari í aukahlutverki (Christopher Walk- en), besta klipping og hljóð. Nú vita allir hver Michael Cimino er. 16. apríl 1979. Cimino byrjar á sinni nýju mynd, sem nú heitir Hlið himinsins (Heaven’s Gate). 30. apríl 1979. Eftir tvær vikur við kvikmyndun á inniatriðum, er Cimino tveim vikum á eftir áætl- un. Um mitt sumar lýkur leikarinn Gabriel Walsh leik sínum í mynd- inni. Hann segir: „Cimino er frbær leikstjóri. Hann veit alltaf hvenær þú ert tilbúinn." Eftir 55 tökur kannski. Gárungarnir segja 75. í ágúst er kostnaðurinn kominn í 21 milljón dollara. „Myndin er stærri en við áttum von á,“ segir fulltrúi framleiðandans United Artists (UA). „Ég veit að við segj- um það um hverja einustu mynd, en við erum sérstaklega áhuga- samir varðandi þessa mynd.“ Gert er ráð fyrir að tökum ljúki í októ- ber, en þá á John Hurt að byrja leik sinn í Fílamanninum. 6. september 1979. Cimino slær upp kampavínsveislu til að fagna milljónsta filmufetinu, sem hefur verið eytt. 1. október. John Hurt byrjar að leika við Fílamanninn. Nóvember 1979. ísabelle Hupp- ert (aðal kvenleikarinn í mynd- inni) lýkur hlutverki sínu. Hún átti eftir að leika í fjórum öðrum myndum í Evrópu áður en tökum á „Hlið himinsins" lauk. 9. janúar 1980. Blaðið Variety segir að „Hjartabaninn" hafi hal- að inn 30 milljónum dollara árið 1979 í Bandaríkjunum einum. Ekkert skrítið að Cimino fái frjálsar hendur við nýju myndina. 10. apríl 1980. Mikill léttir í herbúðum UA. Tökum á „Hlið himinsins“ lýkur. Aðstoðarmaður Ciminos, Joann Carelli segir að myndin verði frumsýnd í nóvem- ber 1980. Lengd um það bil 10 mín- útur (18 mínútum lengri en „Hjartarbaninn"). Júní 1980. Fjórir vestrar á sumarmarkaðinum. Vinsælasta mynd sumarsins? Stjörnustríð 2. 23. júlí 1980. Klippingin heldur áfram. Variety birtir auglýsingu um „Hlið himinsins" og Cimino, sem í stendur: „Ef þér tekst það ekki, hver er þá tilgangurinn?" Október 1980. Forsvarsmenn UA svartsýnir og áhyggjufullir vegna lengdarinnar, sem nú er um 210 mínútur. Ekki gleðjast þeir heldur yfir kostnaðinum; nú 32 milljónir dollara. 29. október 1980. Myndin á að koma í kvikmyndahúsin þann 19. desember. Landlægur orðrómur á kreiki um að myndin sé ekki á horfandi. 18. nóvember 1980. „Hlið him- insins" sýnd fyrir gagnrýnendur. Myndin hlýtur hroðalega dóma. Vincent Canby segir myndina vera „hroðalegt slys og mistök". Rich- ard Corliss hjá Time segir að myndin hljóti að vera stolin, sam- hengislaus atriði úr 8 klukku- stunda mynd. Flestir sammála að Cimino hafi framkvæmt listrænt hara-kiri á sjálfum sér. 19. nóvember. Myndin sýnd á al- mennum markaði og sýningartím- um. Flest kvikmyndahúsin loka sama dag vegna beiðni framleið- andans. Cimino skrifar opið bréf þar sem hann segir að klippa þurfi myndina aftur (úr 220 mínítum í um það bil 130) og endursýna hana innan mánaðar. 26. nóvember 1980. Variety seg- ir: „Slæmur tími fyrir „showbus- iness": MGM hótelið brann, Mae West og George Raft dóu og núna Hlið himinsins". 17. desember 1980. Andy Albeck rekinn sem forseti UA. Nýi forset- inn talar um strangari aga meðal kvikmyndaleikstjóra á vegum fyrirtækisins. 29. janúar 1981. Myndinni er lætt inn í kvikmyndahús í Chicago og sýnd verkamönnum. Áhorfend- ur, sem áttu von á nýjustu mynd- inni með James Caan, „Þjófurinn", vissu ekkert hvað var að gerast á tjaldinu. Þegar myndinni lauk, var áhorfendum þurrlega tilkynnt að þetta hafi verið „Hlið himins- ins“. 24. apríl 1981. „Hlið himinsins" sýnd endurklippt um öll Bandarík- in, nú 150 mínútur. Enn sama óhagstæða gagnrýnin. — Viku síð- ar er öllum sýningum hætt, því lítið þýðir að sýna fyrir tómu húsi. Alls var myndin sýnd í 810 kvik- myndahúsum víðs vegar um land- ið, en halaði aðeins inn 1,3 millj- ónir dollara, sem er sorglega lítið, en talið er að hún hafi þurft að minnsta kosti 70 til 80 milljónir dollara til að borga kostnaðinn. í einu kvikmyndahúsinu (New York’s Astor Plaza sem kostar 17.500 dollara að leigja á viku, hal- aði myndin inn 10.000 dollara. „Við gerðum okkar besta“, sagði dreifingarstjórinn Jerry Esbin, sem vægast sagt var ekki í öfunds- verðu hlutverki. Nokkrum dögum síðar segir Au- erbach, hinn nýi forseti UA: „Horfumst í augu við staðreyndir. Myndinni hefur verið algerlega hafnað af almenningi, einnig af gagnrýnendum, jafnvel meira að segja í nýju útgáfunni". Endanleg- ur kostnaður við framleiðsluna er talinn vera um 40 milljónir doll- ara. Orðrómur er á kreiki að UA verði selt til MGM. 20. maí 1981. Síðasti möguleik- inn. Mndin er snd á Cannes-hátíð- inni. Frönsku gagnrnendurnir eru ekki eins harðorðir um myndina. Jean-Pierre Coursdon hælir henni, segir hana meistaraverk, fordæmd af Bandaríkjamönnum því hún snerti sannleikann um villta vestrið of harkalega, rætur Amer- íku og ameríska drauminn. Þó segir hann að fyrri útgáfan hafi verið listrænni. En hinn almenni bíógestur er ekki sammála þessu (ekki einu sinni hópurinn sem kom Mitter- and til valda: léleg aðsókn. Mynd- in vinnur ekki til neinna verð- launa. Formaður dómnefndarinn- ar, leikstjórinn Jacques Deray, segir að dómnefndin hafi hvorki skilið söguna né persónurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.