Morgunblaðið - 18.02.1983, Síða 22

Morgunblaðið - 18.02.1983, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 ísafjörður: Tölvuvogir auka nýtingu hráefnisins ísafiröi, 8. febrúar. ERU starfsmenn tæknideild- ar Pólsins á ísafirói aó verða mestu fiskimenn landsins? Tölvuvogir sem fyrirtækió hefur framleitt nú síóustu ár- in fvrir frvstihúsin í landinu eru svo nákvæmar aö væru þær notaóar í öllum frysti- húsum landsins ykist hráefn- isnýtingin um jafngildi 5 þús- und lesta af slægóum fiski á ári. Og það sem meira er, framleiðslukostnaóur vog- anna er svo lágur aö viö eðli- leg afköst í frystihúsi borga vogirnar aó fullu á rúmlega hálfu ári. Þetta kom m.a. fram í stuttu spjalli sem fréttaritari Mbl. á ísafirði átti við Ásgeir Erling Gunnarsson framkvæmda- stjóra fjármálasviðs og Jónas Ágústsson sölustjóra hjá Póln- um hf. Undirbúningur að fram- leiðslunni hófst 1977 og tók það fyrirtækið 2 ár að undirbúa framleiðsluna. Árið 1979 hófst framleiðslan á tölvuvogum fyrir frystiiðnaðinn. Síðan hafa verið framleiddar um 300 borðavogir sem notaðar eru til að vigta fiskflök í útflutnings- pakkningar. Nákvæmni vog- anna gerir það að verkum að nýtingarauki í framleiðslunni verður um 1,22%. Nú hafa þeir enn aukið við nýtinguna með tölvubúnaði sem komið er fyrir í verkstjóraherbergi og er það- an hægt að fylgjast með vigtun hverrar vogar það sem af er deginum. Áuk þess eru aðrar vogir frá Pólnum tengdar við tölvuna svo sem innvigtunar- vog í fiskmóttöku, flakavog við flökunarvélar og og millivog Forráðamenn Pólsins, Ásgeir Krling Gunnarsson, fjármálastjóri, Örn Ingólfsson, tæknistjóri, Jónas Ágústsson, sölustjóri og Óskar Kggertsson, framkvæmdastjóri. Morfrunblaðið/ íllfar. Tölvubúnaðurinn í verkstjóraherbergi Pólsins. í fjarsýn, vinnslusalurinn. Við skjáinn situr Rúnar Guðmundsson verkstjóri hjá Norðurtanga. þar sem vegið er inn á snyrti- þorðin. Þannig má sjá á auga- bragði ef nýtingarfrávik verð- ur einhversstaðar á vinnslulín- unni. Þessi nýi búnaður er kominn i frystihús á ísafirði, Bolung- arvík, Tálknafirði, Hafnarfirði og í Fiskvinnsluskóla íslands. Nú þegar hafa vogirnar sýnt yfirburði sína gagnvart inn- fluttum vogum að sögn þeirra í Pólnum og eru helstu yfirburð- irnir að engir pakkar eru á vogunum og frágangur þannig að þær þola vel vatnsausturinn sem fylgir vinnslu í frystihúsi." Árið 1981 hófst útflutningur á vogum fyrirtækisins til Fær- eyja og fara þau viðskipti vax- andi. I undirbúningi hefur ver- ið útflutningur til Noregs og voru fyrstu pantanirnar, að andvirði um 600 þúsund króna, að berast. Þeir Ásgeir og Jónas vöktu athygli fréttaritara á því að aðeins betur stæðu frystihúsin keyptu vogirnar, hin sem meira þyrftu á þeim að halda gætu ekki fengið lánsfjármagn í þá átta mánuði sem það tæki að fá kostnaðarverð þeirra til baka í betri nýtingu. Þannig virtist það oft vera að björgun- araðgerðir opinberra aðila miðuðust við að halda fyrir- tækjunum á horriminni, en ekki að treysta raunverulegar undirstöður rekstursins. Við athugun sem gerð var í þremur frystihúsum, sem hafa tekið í notkun tölvuvogir Póls- ins að fullu og framleiddu 11.000 tonn af frystum flökum á síðasta ári, kom í ljós að notkun voganna miðað við eldri gerðir, jók nýtingu þess- ara þriggja húsa um 650 tonn af flökum, eða jafnvirði 25 milljóna króna. Og þeir félagarnir spurðu að lokum: „Er það nokkur furða þótt sum frystihús gangi betur en önnur?" - Úlfar Úr vinnslusalnum. Heilladrýgst að ganga alls gáður til allra verka — eftir Sigrúnu Sturludóttur Svo lengi sem ég man hafa kon- ur og kvennasambönd um allt land sent frá sér tillögur til forráða- manna þjóðarinnar um að vinna að alefli á móti hinni sívaxandi áfengisneyslu. Hefur það komið fram, að þær telja að ráða- mönnum þjóðarinnar beri siðferðileg skylda til þess að vera öðrum til fyrirmyndar, t.d. með að draga úr vínveitingum í opinber- um veislum, takmarka útsölustaði og auka fræðslu um áfengismál í grunnskólum landsins, — svo eitthvað sé nefnt. Árið 1971 beindi Kvenfélaga- samband íslands, KÍ, því til ríkis- stjórnarinnar, að hafist yrði handa um byggingu hælis fyrir drykkjusjúkt fólk og stofnuð heimili fyrir þá sjúklinga sem mundu útskrifast af lækningahæl- inu, þar sem hinir sjúku mundu njóta aðstoðar við útvegun at- vinnu og fá þar þá félagslegu að- stoð sem þeim er nauðsynleg. Síð- an þessi samþykkt var gerð hefur sem betur fer mikið gerst i málum drykkjusjúkra fyrir forgöngu SÁÁ, en margt er samt að enn, og margt ógert. Áfram er reynt að minna á hvað gera þarf og koma með tillögur til úrbóta. Áfengið er orsök þess sjúkdóms sem þyngst vegur þeirra sjúkdóma sem við þekkjum. Samfélag sem sættir sig við að sýkin sé látin breiðast út óhindrað, svo að sjúk- dómar af hans völdum aukast stöðugt, grefur í raun undan því heilbrigðiskerfi sem það er að öðru leyti að byggja upp. Afstaða samfélagsins til áfengis er gjörsamlega óskiljanleg. Verð- um við ekki að gera fræðslu um áfengi og áfengissjúkdóma að einu aðalatriðinu í heilsufræðikennslu, — ákveðið og einarðlega? Er ekki tími til kominn að um þessi mál sé talað tæpitungulaust? Aldrei er of mikið gert af því að hvetja barnshafandi konur til að láta áfengi vera meðan á með- göngutímanum stendur. Ég leyfi mér að vitna í grein í fréttabrefi um heilbrigðismál frá 1980, eftir Atla Dagbjartsson lækni. „Fyrir tæpum áratug fóru lækn- ar og hjúkrunarfólk að veita at- hygli áður óþekktum áhrifum alkóhóls á fóstur. Þessara áhrifa varð vart hjá nýfæddum börnum mæðra sem voru svokallaðar krónískir alkóhólistar og höfðu neytt áfengis í verulegu magni all- an meðgöngutímann. Það fyrsta sem menn veittu at- hygli var að þessi börn voru lítil miðað við lengd meðgöngunnar og þau voru vannærð við fæðingu þar eð þau höfðu ekki fengið eðlilegt magn næringarefna frá móðurinni í gegnum fylgjuna. Fæðingar- þyngdin var of lág, oft um og und- ir 8 mörkum, enda þótt þau væru fullburða og virtust ekki haldin meðfæddum sjúkdómum. Það var áberandi, að börnin þyngdust mjög lítið á fyrstu vikum og mán- uðum lífsins, þrátt fyrir það að þau nytu mikillar umönnunar og næringarríkrar fæðu. Andlegur þroski þeirra var einnig á eftir, til dæmis brostu þau seinna, þau voru seinni og klaufalegri við að nota hendurnar og fóru síðar að ganga en jafnaldrar þeirra. Þegar farið var að gefa betri gaum börn- um þessarra kvenna, kom í ljós, að þau höfðu hærri tíðni á meðfædd- um göllum heldur en börn annarra „Afstaða samfélagsins til áfengis er gjörsamlega óskiljanleg. Verðum við ekki að gera fræðslu um áfengi og áfengissjúk- dóma að einu aðalatriðinu í heilsufræðikennslu, — ákveðið og einarðlega? Er ekki tími til kominn að um þessi mál sé talað tæpitungulaust?“ kvenna. Útlit þeirra var einnig sérkennilegt með deyfðarlegum augnsvip, lítilli augnrifu, slapandi augnlokum og miðlægum húðfell- ingum, líkt og mongólíta börn hafa. Höfuðið lítil, efri kjálkinn og/ eða neðri kjálkinn lítill og stundum klofinn gómur. Van- skapnaðir fundust á höndum í formi óeðlilegra húðfellinga í lóf- um og vanskapnaða á kjúkum fingranna. Mjaðmaliðir voru oft vanþroskaðir með liðhlaupi í mjöðmum og hreyfingarhindrun var í olnbogum vegna vanþroska í olnbogaliðum. Alvarlegri gallar fundust i líffærum svo sem hjarta, nýrum og ytri kynfærum. Við krufningu á heila barna sem áttu drykkjusjúka móður, en höfðu dá- ið úr sjúkdómum öðrum en bein- um afleiðingum alkóhólneyslu móður, hafa fundist vanskapnaðir á heilakjörnum og heilaberki stóra heilans og jafnvel vöntun á veigamiklum heilastöðvum. Heil- inn var einnig minni og léttari en hann átti að vera. Álitið er að þessar niðurstöður geti gefið til kynna hver ástæða er til seinkaðs þroska og lítils höfuðs barns drykkjusjúkra mæðra." Æskulýðssamtök og þeir sem fara með málefni unglinga þurfa að vinna sameiginlega að því markmiði að minnka áfengis- neyslu og leggja áherslu á mikil- vægi þess, að æskuárin líði án áfengis. Þar er af mörgu að taka t.d. félagsstarf án áfengis, samkomustaðir og umhverfi án áfengis, vel skipulögð ferðalög án áfengis. Fjölmiðlar sýni og segi fréttir frá áfengislausum skemmt- unum fremur en hinum, því fjöl- miðlar hafa mikið að segja hjá ungu fólki. Er ekki komin tími til að þeir segi fremur frá því já- kvæða en hinu neikvæða? Svifta verður áfengið þeim dýrðarljóma sem það er sveipað nú. Hversu góðar sem meðferðar- stofnanir eru, þá verður alltaf númer eitt að byrgja brunninn áð- ur en barnið dettur ofan í hann. Þess vegna er það von mín, að forráðamenn þjóðarinnar fari að sjá út fyrir barminn á verðbólgu- gjánni, — því til er önnur gjá sem ekki er betri, það er gjáin sem Bakkus hefur grafið og æ fleiri falla í. Heilladrýgst mun vera að ganga allsgáður til allra verka. Reykjavík 8. febrúar, Sigrún Sturludóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.