Alþýðublaðið - 15.09.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.09.1920, Blaðsíða 2
Aígreidsla Mftðsins er í Aiþýðuhúsinu við lagólfsstræti og Hverfisgöta. 8ími »88. Auglýsingum sé skilað þangað *0a í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að teoma í blaðið. John Redmonds heitins, sendi Georg konungi ávarp, þar sem hann biður konung að auðsýna likn borgarstjóranum frá Cork og öðrum írum, sem væru að deyja i brezkum fangelsum. Hann bað þess í nafni frænda síns, er reyndi sem hann mátti, að sætta báðar þjóðirnar. En alt var þetta árang- urslaust. Ennþá breytist ekki til batnaðar hin hræðilega meðferð Breta á nágrannaþjóð sinni, sem er minni máttar. X fisknr til Rðssianðs. Norðmenn semja við Sovjet- stjórnina. i. Hér er alt í kaldakoli, mest vegna þess að oss vantar markað fyrir afurðir okkar. Vantar mark- aðl — og hálf Evrópa sveltir! Finst ykkur ekki eitthvað öfugt við þetta? Sannarlega! Núverandi ástand er alls ekki eðlileg afleið- ing af stríðinu, þvert á móti. Það er afieiðing af því, að einstakir auðmenn. sem aflað hafa sér ó- hæfilegs auðs á stríðinu beinlínis, geta ekki sætt sig við það, að tekjur þeirra minki, og þess vegna reyna þeir að blása í glæðurnar og æsa upp eldinn í Austurvegi. Þessir og þvílíkir menn eru marg- falt meiri og hættulegri glæpa- menn en allir þjófar og bófar heimsins — þeir eru yfirmorðingj- ar °g þjófar — lögin eru mátt- laus gagnvart þeim, þeir eru vaxn- ir þeim yfir höfuð. Eina ráðið gegn þessum óskapnaði eru sam- tök þeirra sem kúgaðir eru — samtök verkalýðsins og menta- mannanna. Það fer sem sé aldrei hjá því, að hinir sönnu og hreinu andans og mentamenn sjái ekki að hverju stefnir, og því gerast þeir leiðtogar Jýðsins og reyna með aðstoð hans að bæta ástand- ið. En þetta tekst því aðeins, að lýðurinn vakni, að hann finni til og sjái svipuna, sem reidd er yfir höfði hans. Þeir sem nú ráða mestu um það hvernig alt fer, eru ekki gáfumennirnir, ekki menta- mennirnir, ekki lýðurinn — langt því frá. Þeir sem ráða lögum og lofum í heiminum, eru auðmenn- irnir, algerlega án tillits til þess, hvort nokkur vitglóra er í kolli þeirra. En sem betur fer riðar veldi þeirra nú um allan heim, og vonandi fara svo leikar að vit- ið — lýðurinn með aðstoð gáfu- og mentamannanna — sigrar auð- valdið — ósvífnina, heimskuna og sjálfselskuna. Svo hlýtur að fara að lokum, að hinir vitrustu ráða mestu, ekki fyrir sig, heldur fyrir fjöldann. Því vitrir meVn eru ekki valdagjarnir til þess að ráða sjálf- um sér í hag, heldur til þess að fá tækifæri til þess, að láta sena mest gott af sér leiða.. Ií. Fyrir nokkuru síðan kom það fáheyrða atvík fyrir hér í höfuð- stað íslands, að stjórn höfuðpen- ingastofnunar landsins réðist með heimskulegum og algerlega ástæðu- lausum aðdróttunum að verklýðs- stjórninni rússnesku. Þetta hefir stærsta dagblað landsins, og höf- uðmálgágn auðvaldsins hér, líka látið sér sæma iðulega. Þetta lýsir þvílíkri fádæma heimsku og óhag- sýni, að undrum sætti, ef mönn- um væri ekki kunnugt um hvern- ig ástatt er með þessa tvo aðilja. Gróðamennirnir kvarta undan þvi að markað vanti fyrir afurð- irnar, og svo ráðast helztu forvíg- ismennirnir á þjóð, sem skilyrðis- laust hefir mjög mikla þörf fyrir ýmsar helztu afurðir landsinsl í stað þess að reyna alt sem unt er til þess að verða á undan öðr- um þjóðum að koma á verzlunar- sambandi við Rússland, er hér unnið að því, að gera íslending- um sem erfiðast fyrir um það, að opna nýjan markað fyrir síld og þó einkum saltfisk. Braskararnir eru ekki einu sinni svo hygnir að sjá sér hér leik á borði. En þegar aðrar þjóðir eru bún- ar að brjóta ísinn og koma sér vel á laggirnar koma kaupsýlu- menn vorir á eftir; þegar alt er erfiðara orðið. Hér í blaðinu hefir nokkrum sinnum áður verið bent á það, aö nábúaþjóðir vorar væru farnar að semja við Rússland og sumartekn- ar að verzla við það. Einnig hefir verið bent á það, hver nauðsyn væri á því, að vér öfluðum oss sem fyrst upplýsinga um það, hvort afurðir vorar ættu ekki vís- an markað í Rússiandi. En mái- \ gagn auðvaldsins, sem ætti þó að hafa áhuga á því, að landið kæm- ist úr fjárkreppunni, sem hefir því nær gert aðstandendum málgagns- ins lífið óbærilegt, hefir ekki minst á þetta mál. Af því það er hrælt við, að bolsivisminn flytjist til landsins með rússneeku gulli eða afurðum?!! Sem dæmi um það, hve kaup- sýslumenn Noregs eru hygnari en starfsbræður þeirra hér, skal þess hér getið, að f ágústmánuði sendi félag útgerðarmanna í Norður-Nor- egi tvo fulltrúa sfna til Arkangelsk til þess að semja um viðskiíti við Rússland. 26. ágúst komu svo tveir sendimenn frá Rússum til Vardö til að semja við félagið um fisk og síldarkaup. Og um sama- leyti sendi kaupmannafélag Norð- ur Noregs fulltrúa sinn Axel Myr- eng til Arkangelsk til þess að semja um verzlunarviðskifti við Sovjet Rússland. Segir hann, að mikill fiskur liggi óseldur í Norð- ur-Noregi. Hafa þessi tvö félög þar með tekið fram fyrir hend- urnar á landsstjórninni og tekið að semja um viðskifti þegar þau sáu að hverju stefndi í Noregi — að fjárkreppu. Norsk jblöð telja vel farið að byrjað hafi verið á þessum samn- ingum, og segja að vafalaust megi fá stóran markað fyrir saltfisk £ Rússlandi. Alt sé undir því komið að verða fyrstir og leggja hann undir sig. Ennþá jhefir ísienzkur saltfiskur alstaðar borið hærri hlut í sam- kepninni við norskan saltfisk, og er ekki ósennilegt að eins mundi hér fara, ef hyggilega væri að öllu farið, og ekki gerðar alt of háar kröfur til verðs. Á þessu ári mun orðið of seint að senda fisk tii Rússlands, en landsstjórn sem dálítill veigur væri í, mundi senda menn utan til þess að grenslast eftir möguleikunum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.