Tíminn - 08.08.1965, Side 2

Tíminn - 08.08.1965, Side 2
TÍMINN 2 SUNNUDAGUR 8. ágúst 1965 The Odes of Horace. Translat ed by James Michie. Útgef- andi: Rupert Hart-Davis, Lond vt 1964. Verð: 42/. t»að er aldrei hægt að þýða það bezta, þannig að andrúms loft þess og málstilfinning geti óbreytt flutzt ' yfir á aðra tungu. það er reynandi að yrkja það upp með miklum aga frumtextans, en það verð- ur alltaf breytt. Beztu kvæð- in eru alltaf svo persónubundin í stíl og að allri gerð þau verða endurómur í bezta falli. Eink- um á þetta við um ljóð, beztu Ijóðin eru alltaf seiðkennd og bundin persónu höfundarins. Þetta á einnig við um vand- að óbundið mál. Fá skáld hafa verið jafn mikið dáð gegnum aldirnar og Horatíus eða eins og hann hét fullu nafni, Quint us Horatíus Flaccus. Hann fæddist í Venusia, smáborg á suðausturhluta ftalíu, þar sem gætti mjög grískra áhrifa. Fað ir hans var leysingi og efnað- ist svo að hann gat keypt sér landskika. Ekkert er vitað um móður skáldsins. Horatíus er fæddur 65 fyrir Krist. Hann fékk góða menntun og eftir nám á Ítalíu var hann sendur til Áþenu til náms í heimspeki. Skáldið var í Aþenu þegar Sesar var myrtur og þegar Brútus og Cassíus hófu and- stöðu við Oktavíanus og Antó- níus, gekk Horatíus í lið með þeim ásamt fleiri rómverzkum námsmönnum í Aþenu. Hann komst undan á flótta. Hann segir sjálfur, að hann hafi tekið að yrkja til þess að afla sér peninga, hvað sem er hæft í því. Því að þegar hann kom til ítaHu var faðir hans látinn og eignir hans höfðu ver ið gerðar upptækar. Hann stundar nú versagerð um tíu ára skeið og hagur hans fer heldur batnandi. Virgilíus vin- ur hans og aðdáandi kynnir hann fyrir Mæcenasi og þar með var honum borgið. Mæc- enas gaf honum hinn margum- talaða búgarð, sem var skammt frá Tivoli. Hóratíus talar mik- ið um þennan búgarð sinn. Bú ið var rekið af ráðsmanni og átta þrælum og auk þess heyrðu fimm hjáleigur undir jörðina. Nú hafði hann loks nógan tíma til þess að yrkja það sem hann helzt kaus og það gerði hann með slíkum ágætum að nafn hans mun uppi meðan menn lesa ljóð. Horatíus er nálægari nú- tímanum í kvæðum sínum en mörg önnur rómversk skáld. Hann yrkir um hversdagslega hluti og efni, gamansöm kvæði og sjálfan sig, hann gerir oft gys að sjálfum sér og hann var það veðraður að hann tók hlutinn ekki of hátíðlega. Þýð ingin hefur fengið góða dóma fræðimanna. Bókin er gefin út með texta Horatíusar og þýð- ingu Michie á hægri opnu. Mithras. Geschichte eines Kultes. Höfundur: Maarten J. Vermaseren. Aus dem Hollánd ischen von Eva Cartellieri. Út gefandi; Verlag Kohlhamm- er — Urban-Biicher Bd. Miþra trúin var almennari en Kristnin á annari öld. Mi- þrá var gamall guð með Pers- um og íbúum Indlands og dýrk un hans tekur að eflast á fimmtu öld fyrir Krist og verð ur þá aðalguð Persa. Miþra er ljósguð og frjósemisguð, hann drepur hið helga naut i helli, sigrar og trúin á hann breyðist ún um Persín, Litlu- Asíu, hellenísku ríkin og Róma veldi. Miþratrúin myndast sem heimstrú af fornpersneskum helgisögnum og grískri heim- speki og launhelgum. í þess- um trúarbrögðum eru sakra- menti, skírn og heilög máltíð, einnig er boðuð hófsemi og •dyggðir. Þessi trúarbrögð •minna um margt á kenningar kristninnar og siðgæðishug- sjónir hafa engu minna rúm innan þessara trúarbragða en innan kristninnar. Það er til- tölulega nýlega, sem menn hafa áttað sig á hve útbreidd þessi trúarbrögð voru, þar hef ur fornminjafræðin komið til sögunnar. Það hafa fundizt Miþra hof mjög víða, á Bret- landi í Þýzkalandi, Norður-Af- ríku, Dakíu (Rúmeníu) og Sýr landi. Með auknum áhrifum. kristninnar hefst ofsókn gegn Þessum trúarbrögðum, og þeim er útrýmt, en minningin um þau lífir lengi vel bæði bein og í þjóðsögum.Höf. er hol lenzkur, hann stundaði nám í Róm og París. Hann vann með einum þekktasta Miþra fræð- ingi Framz-Cumont og er nú talinn einn fremsti fræðimað- ur í þessari grein, að bók hans „Corpus Inscriptionum et Monumentum Religionis Mit hriacae“, útgefinn í Haag 1956—1959 í tveim bindum Þessi bók gefur góða hug mynd um þessi exnkar geðs- legu trúarbrögð, sem ef til viil væru okkar ef aðstæður og framvinda mála hefði haft of- urlítið frávik frá því sem varð. ■■ TIL SOLU Danskur sófi með viðbyggðum skáp, rúm, vasi úr konunglegu postulíni, kaffistell, lampar, gólf- teppi, eftirprentanir eftir Van Gogh, Munch o fl. Upplýsingar fyrir kl. 7 í síma 3-08-34. Skólastjórar — Kennarar Vegna vaxandi notkunar á Linguaphone-tungu- málanámskeiðum í skólum, eru það vinsamleg tilmæli vor, að þér gjörið pantanið yðar sem allra fyrst. HLJÓÐFÆRAHÚS REYKJAVÍKUR HF., Hafnarstræti 1, sími 13-6-56. ÚTBOÐ Tilboð óskast í byggingu vatnsvirkjatilraunastöðv- ar að Keldnaholti. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora næstkom- andi þriðjudag og miðvikudag gegn kr. 1.000.00 skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS, Borgartúni 7- Prentari - óskast Okkur vantar pressuraann til þess að vinna að litprentun og bókaprentun í prentsmiðju okkar að Freyjugötu 14. SETBERG. STILLANLEGU HÖGGDEYFARNIR Ábyrgð 30.000 km. akstur eða 1 ár. — 9 ára reynsla á íslenzkum vegum sannar gæðin. ERU I REYNDINNI ÓDÝR USTU HÖGGDEYFARNIR SMYRILL Laugav. 170, sími 1-22-60 MINNING Gísli Kr. Guðjónsson verzlunarmaður, Akranesi Gísli Kristján Guðjónsson lézt á Akranesi fimmtugur að aldri 12. júlí s. 1. eftir þungbær veik- indi. Útför hans var gerð frá Akranesskirkju 19. júlí að við stöddu fjölmenni. Var stór hópur vina og vandamanna langt að kom inn. Hann var fæddur á Þóruscoð- um í Bitru 26. okt. 1914. Foreldr- ar hans eru hjónin Margrét Gísla- dóttir og Guðjón Ólafsson, sem enn eru á lífi og nú búsett á Akranesi, en bjuggu lengst ævinn- ar á Þórustöðum. Guðjón er son- ur Ólafs Magnússonar bónda þar en Margrét er frá Bakka í Gaira- dal og bjuggu ættmenn hennar þar um slóðir. Þau hjón eignuð- ust fimm börn. Tvær dætur og þrjá syni. Gísli var elztur bræðr- anna. Hinir báðir búsettir í Reykja vík en systurnar á Akranesi og eru þær eldri. Gísli ólst upp hjá foreldruin sín um á Þórustöðum. Um tvítugt fer hann í Reykjaskóla í Hrútafirði og er þar við nám í tvo votur. Hugur hans hneigðist snemma til smíða og ætlaði hann sér að kam- ast í iðnnám er hann var 16 ára og fór þeirra erinda til Reykia- víkur. Leitaði hann til margra meistara en komst hvergi að, enda örðugt fyrir fátæka sveitapilta að komast í slíkt nám á þeim árum. Þetta hafa áreiðanlega orðið hin- um námsfúsa pilti mikil vonbrigði. Hann lét þetta þó ekki á sig fá, heldur hóf smíði án allra meistara og varð fljótlega ágætur smiður og eftirsóttur, því dugnaðurinn og samvizkusemin voru óbrigðul. Var hann jafnvígur sem húsasmið- ur og húsgagnasmiður. Er til eft- ir hann mikið af fallegum hús- gögnum. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni — Unni Rögnvaldsdóttur kennara frá Melum á Skarðsströnd — þann 19. okt. 1943 og stofn- uðu þau heimili sitt á Akranesi. Unnur er dóttir hjónanna Val- gerðar Lýðsdóttur frá Skriðnes- enni í Strandasýslu og Rögnvald- ar Sturlaugssonar vegaverkstjóra. Rögnvaldur er látinn fyrir mörg- um árum en Valgerður hefur jafn- an dvalið á heimili dóttur sinnar og átt þar góðu að mæta. Hefur fjölskyldan verið samhent um að gera heimilið sem bezt úr garði og er það í fremstu röð að snyrt.i- mennsku og myndarbrag í hví- vetna. Þau hjón eignuðust þrjá syni: Rögnvaldur, sem lauk stú- dentsprófi frá M. A. á s. 1. vori, Magnús, er lauk landsprófi á Akranesi einnig í vor og Valur 9 ára. Allt eru þetta hinir mestu efnispiltar. Á Akranesi stundaði Gísli lengst af smíðar. Vann á Trésmiðaverkstæði Axels Eyjólfs- sonar Akranesi, við byggingu Sem entsverksmiðjunnar og víðar. Fyr- ir 10 árum byggði hann í félagi við annan hagleiksmann af Ströndum myndarlegt íbúðarhús á Akranesi og önnuðust þeir nálega alla smíðavinnu við það, og verk- ið lofaði meistarana. Vorið 1958 réðis» hann sem deildarstjóri i Byggingarvöruverzlun H.B.& Co, Akranesi og vann þar fram á sumarið 1960 er hann veiktist al- varlega. Gekk hann undir höfuð uppskurð í Kaupmannahöfn þá um haustið Kom heim í des. og væntu Þá allir að tekizt hefði að ráða bót á hinum geigvænlega sjúkdómi, enda fór heilsa hans mjög batnandi og var svo næstu árin. Vann hann þá nokkuð að smíðum og gerði m.a. marga fall- ega búshluti fyrir heimili sitt. Sumarið 1964 tók heilsu hans aft- ur að hnigna og eftir það var líf hans æðrulaus barátta við hinn slynga sláttumann og valt á ýmsu hvor betur hafði þar til yfir lauk. Honum veittist sú gleði og ham- ingja 17. júní s.l. að fagna glæsi- legu stúdentsprófi elzta sonar síns og geta tekið þátt í umræðum um framtíðaráform hans. Það var ánægjulegur sólargeisli á hinum dimmu dögum. Gísli bjó yfir miklu atgervi til sálar og líkama. Honum var hag- leikurinn í blóð borinn, eins og áður er vikið að. Hann var prýði- lega greindur, lesinn og minnug- ur og kunni á mörgu skil. Hann átti skemmtilega frásagnargáfu Var félagslega þroskaður og áhuga samui um almenn málefni og lík legur tii farsælia starfa á þein vettvangi — eins og margir fræn- ur hans — hefði honum enzi lí* og heilsa. Hann var bjartur vfi litum og frá honum andaði al!! hlýju og vináttu. Hjá'psamm greiðvikinn svo af bar >g iéi j'' af gott af sér leiða Mátti me sanni um hann segja lík' oe Ma) hías forðum um mætan mann: „Höndin var hög að hjálpa og iðja og þreyttist aldrei þarft að gera.“ Eg átti þvi láni að tagna p" vera nágranni hans og vinur una- anfarin 9 ár Hann verður mér jafnan minnisstæður sem einstak- ur mannkosta- og drengskapar maður, sem aldrei mátti vamm sitt vita í neinu. Maður, sem hafði birtuna og fegurðina í fylgd með sér. svo að jafnvel „sólin skein í gegn um dauðans göng.“ Ævin var stutt en dagsverkið mikið. Hann vann meðan tími gafst. Það er sárt að sjá á bak mannkostamönnum, svo mjög fyrir aldur fram. Vanda- mönnum má það hins vegar vera nokkur raunabót að eiga minn- ingar — bjartar og fagrar — um góðan dreng. sem átti óskipta virðingu og góðhug samferða- manna, er að leiðarlokum beina ailri sinni samúð og vináttu til fjölskyldunnar, sem svo mikið hefur misst. Þessi fáu orð, eru ein slík kveðja, sem ég veit að svo margir taka undir. b.rx.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.