Tíminn - 08.08.1965, Page 9

Tíminn - 08.08.1965, Page 9
SUNNUDAGUR 8. ágúst 1965 TÍMINN Hátt yfir sjávarmáli vinna brúarsmiðirnir að því ag leggja vírana, sem halda brúargólfimi uppi. Kapl- arnir tveir hér á myndinni eru búnlr til úr 26,108 vírum hver um sig. brúsmíði, John A. Robling. Verr- azano-brúin var byggð fyrir fyrir tækið Triborough Bridge and Tunnel Authority, sem er opin- ber stofnun, er sér um aUa brúa- og jarðgangagerð New York-borg- ar, Verrazano-brúin er tollbrú, og brúartollurinn nemur um 20 kr. fyrir einkabíla og frá 20—90 krónum fyrir vörubifreiðar. Seldir voru þrír 100 þúsund doll- arar skuldabréfaflokkar, og eru skuldabréfin innleysanleg eftir 25 ár. Búizt er við, að fara muni 12,6 milljónir farartækja um efri ak- braut brúarinnar, sem er með sex akeinum, en alls 30 millj. farar tækja á ári. Árið 1981 muni farar- tækjafjöldinn hafa • náð því há- marki, sem reiknað er með, 48 milljónum á ári. En þó að um brúna færu farartæki hvert fast við annað á báðum akbrautum brúarinnar, myndi ekki reyna á nema þriðjung burðarþols henn- ar. Við smíði Verrazano-brúarinn- ar þurfti að leysa ótrúlega flókin vandamál varðandi útlit, bygging- araðferðir og efnisútvegun. Og vegna þess, hve risavaxið mann- virki þetta var, urðu þrjú stærstu stálfélögin að leggja fram krafta sína og mannafla — ekkert eitt félag gat unnið verkið. Áður en verkið hófst, urðu allir efnishlut- ar í brúna að vera fyrir hendi, svo sem tugir milljóna af skrúfbolt- um og hnoðnöglum. Deild raf- reikna var í fullum gangi við út- reikning þanþols og burðarþols o. fl.. og ákveða varð notkunarröð byggingarefnisins, halda til haga aragrúa af smáatriðurn og gera þurfti yfirgripsmiklar til- raunir í vindsveiflum. í janúar 1959 var land fyrst brotið fyrir brúarturnana, en smíði brúarinnar hófst raunveru- lega í janúar 1960. Fyrsti áfang- inn var í því fólginn að gera und- irstöður neðansjávar, sem 27.000 tonna brúarturnar gætu staðið á, en þeir áttu að halda uppi öll- um miðhluta brúarinnar. Jarð- fræðilegar athuganir, sem gerðar voru með borunum, sýndu engin merki um kletta eða fasta undir- stöðu, að minnsta kosti ekki á 90 m. dýpi miðað við meðal fjöru- borð Brooklyn megin. Hins vegar fannst fast sandlag 51 m. ueðan sjávarmáls miðað við meðal fjóru- borð Brooklyn megin, og 31 m. Staten Island megin. Undirstöð- unum neðansjávar var komið fyrir á þessum fastsandi. Því er treyst, að þungi undirstaðanna einn sam an, en hann er 135.000 smálestir á hvorri fyrir sig, haldi þeim óhagganlegum. Önnur þessara gríðarlegu stein- steypuundirstaða — en hvor þeirra er næstum þvi eins stór og knattspyrnuvöllur — er á smá- eyju rétt úti fyrir Brooklyn strand lengjunni, en hin á eyju, sem bú- in var til með því að dæla sandi upp af sjávarbotninum á strönd Staten Island. Steyptar voru hellur með fjölda af 17-feta götum og í gegnum þau var grafinn út sandur og leðja, til þess að hellan sykki ná- kvæmleg lárétt og á nákvæmlega Framhald a ots 14 Hér er verið að hífa upp einn hlutann, sem myndar akbrautina eftjr hinni miklu brú. Kristur og kirkjan Kristinn dómur sem lífs- stefna hófst á þann hátt, að það var til maður nefndur Jesús, umhverfis hann söfnuð- ust nokkrir aðdáendur og vildu lifa sínu lífi í nærveru hans, hlusta á kenningar hans og smámsaman og ósjálfrátt til- einkuðu þeir sér hugsunarhátt hans hugsjónir hans og anda hans, lífsskoðun hans. Þeir nefndu hann „Meist- ara,“ og hann kallaði þá „vini.“ Strax á fyrstu árum eftir krossfestingu hans, hélzt þessi afstaða þeirra á sama hátt, þótt hann væri þeim ekki framar líkamlega nálægur. Að vera kristinn maður þýð- ir enn í dag að vera í þessari persónulegu snertingu við Jes- úm, sem nú er nefndur „Drott- inn“ og „Kristur," og mótast og vera leiddur af anda hans. Og til þess þarf í raun og veru ekkert fast skipulag, held ur aðeins frjálslegt vináttusam- band. En um það leyti, sem lokið var við að rita Nýja- Testamentið er hægt að greina mótun þeirrar stofnunar, sem við köllum kirkju nú á dög- um. Það myndast staðbundnar kirkjur hingað og þangað með sérstöku skipulagi, það eru vissir yfirmenn viðurkenndir — postular, prestar og djákn- ar. Þá eru lögleiddir helgisið- ir. Skírn, brotning brauðsins, handyfirlagning. En almennt er þetta ekki samkvæmt yfir- lýstri reglugjörð og sízt frá Kristi sjálfum sem sáluhjálpar atríði, en sem skipulagið er að mynda. Enginn hugsandi maður mundi efast um, að þetta hafi verið nauðsynlegt og óhjákvæmilegt, til þess að kristin trú gæti lifað og breiðzt út meðal þjóðanna. En hitt er annað mál, hvort slík þróun leiddi til nánari snertingar við Jesúm, eða hvort form og skipu lag f jarlægðu hann viðkvæmum hjörtum og frjálsri hugsun. „En til frelsis frelsaði Krist- ur oss“ sagði postulinn forð- um. Sumir álíta að svo hafi orð- ið. En það er vafasöm full- yrðing, þegar á allt er litið. Kristileg kirkja týndi aldrei algjörlega snertingu og sam- bandi við Meistara sinn og Drottinn. Það er sú staðreynd sem hefur bjargað henni fram á þennan dag. En þegar saga kirkjunnar hefst í raun og veru, þá koma einnig hætturnar í Ijós. Kirkju- sagan er ekki alltaf uppbyggi- legur lestur. Ytri áhrif eins og grískur hugsunarháttur, rómversk stjórnspeki, trúspeki launhelg- anna, heimspeki og stjórnmál allt hefur sitt að segja við mót- un kirkjunnar og þar kemur einnig fleira til sögu, og ekki allt til góðs. Það myndast deilur og sundr ung, og þeir dagar koma óðar en varir, að kristnir menn ber- ast á banaspjótum og næstum alltaf út af einhverjum hégóm- legum smámunum í ytri forn- um siðum. Og sá tími kom að kirkjan varð veraldarsinnuð auðvaldsstofnun, spillt og dauð. Og þá virtist hún hafa glatað snertingu sinni og sambandi við Jesúm algjörlega og vinna undir merkjum þess, sem er annarlegast anda hans og kær- leikskrafti. En það er mælikvarði á göfgi og styrkleika kristinnar trúar, að þrátt fyrir allt, brást henni aldrei jafnvei ekki í hinni svörtustu niðurlægingu kirkjulegrar forystu að fram- leiða og fóstra hetjur og guð- menni, píslarvotta og hugsuði, sem skildu og tileinkuðu sér anda Jesú hins milda og vitra meistara og hrósuðu sigri yfir öllum hættum sem ógnuðu með að afmá ahrifin af kenningu hans og hugarfari. Og eitt er bjargtraust og öruggt, að hvenær sem kirkjan víkur frá óttabundnum áhuga sínum og þrælbundnum tengsl- um við skipulag, rétttrúnað, helgisiði og kreddur og snýr beint til Jesú í anda og sann- leika eins og hann var, frjáls vitur og góður og leitar hans í alvöru og umbúðalaust, þá verður alltaf endurfæðing og upprisa til nýs lífs, nýrrar menningar, gróandi þjóðlíf í friði, réttlæti og fögnuði, en þó umfram allt frelsi í anda hans. Þetta gjörðist þegar heilag- ur Franz frá Assisi reyndi að feta í fótspor drottins síns bókstaflega. Og aftur varð svip að, þegar siðaskiptin vöktu athygli fólks á Kristni Guð- spjallanna, og þegar John Wes ley gjörði Jesúm að meginafli þeirra predikana, sem hann flutti á vegum og strætum Eng- lands, og þegar Albert Schweit- zer settist að í svörtustu frum- skógum Afríku til að líkna og lækna, jafnvel þótt rétttrúnað- urinn teldi hann flytja rangan skilning á kenningum Krists og þar af leiðandi villutrú. Menn sem tileinka sér anda Jesú rata alltaf rétta leíð. Þess vegna er það hið eina inauðsynlega fyrir íslenzku kirkjuna að þekkja og tileinka sér anda hans og kraft í frelsi. framförum og kærleika Andi hans þarf að blessa jafnt gleði og skemmtanir unga fólksins eins og vonir og við- leitni hins eldra. Hann þarf að komast að til að gera gleðina sanna og hreina, og sorgina heilaga og fagra. Það skiptir minna máli hvaða leiðir eru farnar ef takmarkið er eitt. Það var sagt að allar leiðir lægju til Róm. Og „nú falla öli vötn til Dýrafjarðar" eru orð sem lýsa ást og hrifningu, svo ekki varð snúið til baka. í slíkri lotningu þurfum við að nálgast Krist, þá mun böls alls batna, hvar sem er i heimin- um, styrjaldir víkja, áhuginn á atomvopnum hverfa, hung urvofan þoka um set af vegi mannkyns. En setjum við von og traust eingöngu á ritual, helgisiði og bókstaf, grallara- ga'ul og bænasöngl, þá gætum við aftur lent á villivegum heilagrar kirkju eins og hún var fyrr á öldum áður en af veit. Guð forði hinni frjáls- lyndu íslenzku kirkiu frá slík- um örlögum. Árelíus Níeisson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.