Alþýðublaðið - 16.09.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.09.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Grefið út aí Alþýðuflokknum. 1920 Fimtudaginn 16 september. 212. tölubl. Verðlagsnefnd. Stjórnarráðið stingur upp á því við bæjarstjórnina, að sett verði verðlagsnefnd fyrir Reykjavík, og stingi bæjarstjórnin upp á þrem mönnum af fimm í hana, og greiði helming kostnaðar við nefndina. Þar sem landsstjórnin hefir haft þetta mál til íhugunar í meira en mánuð, mætti ætla að uppástung- an væri gerhugsuð. En er hún það? Nei. Síður en svo! Það er blátt áfram hlægilegt að ætla að setja verðlagsnefnd ein- ungis fyrir Reykjavík, því það mundi verða til þess, að þegar lítið væri til af einhverri nauð- synjavöru, mundi hún óðar hverfa úr Reykjavík og á annan stað, þar sem ekkert hámarksverð væri, og þangað yrðu svo Reykvíkingar að sækja hana fyrir okurverð. Verðlagsnefnd þarf því að ná til alls landsins, og í öðru lagi þarf nefndin að hafa fult vald til þess að gera upptæka nauðsynja- ^vöru, sem haldið er í vegna há- marksverðsins, og gera aðrar svip aðar ráðstafanir. sem nauðsynlegar væru tii þess að halda niðri verði. Með öðrum orðum: Nefnd til þess að ákveða verðlag á vörum er gagnslaust að setja, ef hún á ekki að hafa meiri völd heldur en hinar fyrri verðlagsnefndir. Það sem þarf er nefnd til þess að vinna á móti okti á nauðsynjav'ér- um, og hún verður að hafa fult vald til þess að gera aliar þær ráðstafanir er hún telur nauðsyn- iegar starfi sfnu til framkvæmdar. Suður jóilía félagíð heitir gróða- félag, með 5 milj. kr. höfuðstól, sem stofnað hefir verið í Dan- *«örku, og ætlar að efla siglingar ®g viðskifti í Suðurjótlandi. Fé- la2ið er einn angi Austurasíufé- 5agsias. ftsksala jforitnatma. Rússar kaupa vetrarveiðina. Khöfn, 15. sept. Sfmað er frá Kristianíu, að Lit- vinofF kaupi og borgi út í hönd allan vetrarafla fiskveiðitélags Norður Noregs, jafnskjótt og verzl- unarsamningar eru komnir á miíli Norðmanna og Rússa. [Grein um samningaumleitanir þessar og bending til ísleazku stjórnarinnar var í blaðinu í gærj. jtoregir teknr látt. Khöfn, 15. sept. Noregur greiðir 9°/o rentu af íáni, sem tekið hefir verið í Eng- landi til þess að hækka gengið. [Af norskum blöðum má sjá það, að lántaka þessi hefir staðið fyrir dyrum. Telja Norðmean betra að greiða háar rentur af láni, teknu erlendis, til þess að hækka gengið, en þurfa að greiða 50°/o eða meira í gengismun]. €rtenð símskeyti. Khöfn, 15. sept. írlandsmálin. „Tímes" segir, að írskir með- aihófsmenn hafi sfðastliðnar vikur ráðgast um f leyni, og virðist fús- ir til að ganga að heimastjórnar- lögunum. Sama megi segja um Sinn-Feina, en svelti Cork-borgar- stjórans tefji fyrir því, að sam- komulag komist á. Gjöf hafnað. Símað frá London, að stjórn „Daily Heralds" hafi hafnað pen- ingagjöf bolsivíka. Ensha stjórnin hrynjar sig. Enska stjórnin hamast að undir- búa sig til þess að bugast á verkfallinu. Frakkar og ítalir. Frá París er símað, að svo virð- ist sem Millerand hafi fengið Gio- litti til þess að fallast í flestum atriðum á stjórnmálastefnu Frakka gagnvart Rússum. [Fregn þessi er vafalaust fransk- ar ýkjur.] Stríðið. Khöfn, 15. sept. Fundur haldinn í dag í London til þess að ákveða landamæri Póllands og Lithá. 1 Austurálfn. „Dily Mail* segir að hersveitir bolsivfka hafi tekið Bokhara og haldi gegn Afghanistan. Símskeyti jrá 3sajir@i. (Frá fréttaritara vorum.) 15. sept. Síldveiðin. t sumar hefir veiðst í herpinót 3000 tunnur og í rek- net 17,000 tunnur á 20 skip. Mjólkurverð 110 aura iíter. Hey 50 aura kíló. Prentvillnr. Er enginn vegur að prentarar, prófarkalesarar og rithöfundar geti í sameiningu fund- ið upp ráð til þess að útrýma prentvilium. Óvandvirkni er óþoi- andi. Undirritaður vill Iáta rétta hlutaðeigendur sæta einhverskonar ábyrgð fyrir hroðvirkni. Hvað þykir góðum mönnum heppilegast tii framkvæmda? Amieus.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.