Alþýðublaðið - 16.09.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.09.1920, Blaðsíða 1
ýðubla Oefið T&t af A.lþýdiuflLok:lcniuiai. 1920 Fimtudaginn 16 september. 212. tökbl. Verðlagsnefnd. Stjórnarráðið stingur upp á því við bæjarstjórnina, að sett verði •verðlagsnefnd fyrir Reykjavík, og stingi bæjarstjórnin upp á þrem mönnum af fimm í hana, og greiði helming kostnaðar við nefndina. Þar sem iandsstjórnin hefir haft þetta mál til íhugunar í meira en mánuð, mætti ætla að uppástung- an væri gerhugsuð. En er hún það? Nei. Síður en svo! Það er blátt áfram( hiægilegt að ætla að setja verðlagsnefnd ein- «ngis fyrir Reykjavík, því það mundi verða til þess, að þegar lítið væri til af einhverri nauð- synjavöru, mundi hún óðar hverfa <4úr Reykjavík og á annan stað, þar sem ekkert hámarksverð væri, og þangað yrðu svo Reykvíkingar að sækja hana fyrir okurverð. Verðlagsnefnd þarf því að ná =til alls landsins, og í öðru lagi þarí nefndin að hafa fult vald til þess að gera upptæka nauðsynja- -vöru, sem haldið er í vegna há- snarksverðsins, og gera aðrar svip aðar ráðstafanir, sem nauðsynlegar væru til þess að halda niðri verði. Með öðrum orðum: Nefnd til bess að ákveða verðlag á vörum •er gagnslaust að setja, ef húa á ekki að hafa meiri völd heldur en hinar fyrri verðlagsnefndir. Það sem þarf er nefnd til þess að vinna á móti okri á nauðsynjavör- um, og hún verður að hafa fult vald til þess að gera allar þær ráðstafanir er hún telur nauðsya- legar starfi sínu til framkvæmdar. Suðurjózka félagið heitirgróða- íélag, með 5 milj. kr. höfulstól, sem stofnað hefir verið í Dan- "nörku, og ætlar að efla siglingar *£ viðskifti í Suðurjótlandi. Fé- »agið er einn angi Austurasíufé- Jagsias. fisksala JtorBmanna. Rússar kaupa veirarveiðina. Khöfn, 15. sept. Símað er frá Kristianíu, að Lit- vinoff kaupi og borgi út f hönd allan vetrarafla fiskveiðitélags NorðurNoregs, jafnskjótt og verzl- unarsamningar eru komnir á milli Norðmanna og Rússa. [Grein um samningaumleitanir þessar og bending til íslenzku stjórnarinnar var í blaðinu í gær]. jloregnr teknr láti. Khöfn, 15. sept. Noregur greiðir 9% rentu af íáni, sem tekið hefir verið í Eng- landi til þess að hækka gengið. [Af norskum blöðum má sjá það, að lántaka þessi hefir staðið fyrir dyrum. Telja Norðmean betra að . greiða háar rentur af láni, teknu erlendis, til þess að hækka gengið, en þurfa að greiða 50°/e eða meira í gengismuc]. €rienð símskeyti. Khöfn, 15. sept. írlandsmálin. „Times" segir, að írskir með- alhófsmenn hafi síðastliðnar vikur ráðgast um í leyni, og virðist fús- ir til að ganga að heimastjórnar- lögunum. Sama megi segja um Sinn-Feina, en svelti Cork-borgar- stjórans tefji fyrir því, að sam- komulag komist á. Ctjöf hafnað. Símað frá London, að stjorn „Daily Heralds" hafi hafnað pen- ingagjöf bolsivíka. Ensks stjórnin brynjar sig. Enska stjórnin hamast að undir- búa sig til þess að bugast á verkfallinu. Frakkar og ítalir. Frá París er símað, að svo virð- ist sem Millerand hafi fengið Gio- iitti til þess að fallast í flestum atriðum á stjórnmálastefnu Frakka gagnvart Rússum. [Fregn þessi er vafalaust fransk- ar ýkjur.j ^tríöið. Khöfn, 15. sept. * Tundur haldinn í dag í London til þess að ákveða landamæri Póllands og Lithá. 1 Anstnrálfn. „Dily Mail" segir að hersveitir bolsivíka hafi tekið Bokhara og haldi gegn Afghanistan. Sími keyti Jrá ísafirði. (Frá fréttaritara vorum.) 15. sept. Sildveiðin. I sumar hefir veiðst í herpinót 3000 tunnur og í rek- net 17,000 tunnur á 20 stóp. Mjólkurverð 110 aura Ifter. Hey 50 aura kíló. Prentvillur. Er enginn vegur að prentarar, prófarkalesarar og rithöfundar geti í sameiningu fund- ið upp ráð til þess að útrýma prentvillum. óvandvirkni er óþol- andi. Undirritaður vill láta rétta hlutaðeigendur sæta einhverskonar ábyrgð fyrir hroðvirkni. Hvað- þykir góðum mönnum heppilegast tii framkvæmda? Antieus.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.