Alþýðublaðið - 16.09.1920, Blaðsíða 2
3
Aígreiðsla
jblaðsias er í Alþýðuhúsiaw við
iagólfsstræti og Hveríisgöt*.
Síml 988.
Auglýsingum sé skilað þangað
«9a í Gutenberg í síðasta lagi kl.
10, þana dag, sem þær eiga að
koma i blaðið.
Samvinnu|iskiveiðar.
Samvinnu- og sameignarhugsjón-
in er stöðugt að festa dýpri rætur
í atvinnulífi menningarþjóðanna.
Ber til þess síður það, að menn
verði hrifnir af hugsjóninni, heldur
en hitt, að reynzlan sýnir að slíkt
fyrirkomulag á rekstri framleiðsl-
unnar borgar sig betur en annað
fyrirkomulag. Nauðugar viljugar
verða auðvaldsstjórnirnar að láta
tindan kröfum þegna sinna í þessu
á ýmsum sviðum framleiðslunnar,
enda þótt þær sporni stöðugt við
framförunum meðan þær mega.
í Englandi hefir samvinnustefn-
unni vaxið svo fiskur um hrygg,
að hún mun nú öflugri þar en
nokkurstaðar annarstaðar í heim-
inum, þar sem enn er látið sitja
við auðvaldsfyrirkomulagið. Þar
er nú á döfinni stórfengleg ráða*
gerð um samvinnu og sameigna
fiskiveiðar. Sjómenn þeir, er voru
á einhvern hátt riðnir við stríðið,
svo að þeir urðu að leggja niður
atvinnu sína, krefjast nú þess, að
þeir megi halda atvinnu sinni
áfram. Fyrir þeirra kröfur hefir
því brezka flotamálastjórnin komið
því til vegar, að sjómenn þessir
íá 200 botnvörpunga af nýjustu
gerð í sínar hendur, og skal hrein-
um arði af rekstrinum skift á milli
sjómannanna sjálfra. Þetta er mjög
merkilegt mál og vonandi að
árangurinn verði sá, ef vel tekst,
að aðrir fiskimenn í Bretlandi og
víðsvegar um heim vakni úr dvala
sínum og skilji kröfur tímanna.
Brezkir botnvörpuskipaeigendur
eru mjög mótfallnir þessu, sem
vænta mátti, því þeir eru að sjálf-
sögðu svo skarpskygnir, að sjá að
þetta getur leitt til til þess, að
augu manna opnist fyrir þyf, að
eign þeirra og rekstur á botn-
vörpungunum sé ekki eins mikil
lífsnauðsyn og þeim hefir tekist
aö sannfæra menn um. X
ALÞYÐUBLAÐIÐ
jftiwgáseuð.
(Aðsent.)
Fyrsta greinin í .Tímariti fyrir
kristindóm og kirkjumál" er um
200 ára minningu Jóns biskups
Vídalíns, eftir »Dr. theol. Jón
Helgason biskup.*1
Grein þessa hafa blöðin talað
mjög fjálglega um, sem hún væri
eitthvert gersemi. Hún byrjar
þannig: „Mörg ern ekki þau nöfn“
o. s. frv. Málið á grein þessari
er auðvitað eins og á öðru þvf,
sem hr. J. H. hefir ritað, — ekki
íslenska, ekki danska, heldur ein-
hver óskapnaður, er líkist þó frek-
ast dönsku að setningaskipun og
orðavali. Það er kynlegt tornæmi,
að geta aldrei lært svo íslenzkt
mál, að sendibréfafær megi teljast,
en vera þó sí-skrifandi. Hefði verið
miklu nær, að höfundurinn hefði
ritað greinina alveg á dönsku,
svo sem hún virðist að mestu
hugsuð, og fá síðan smekkvísan
mann á íslenzku til að snúa henni
á vora tungu. Þó eiga þessi um-
mæli enn frekar við málið á kirkju-
sögunni, því að það eru hrein
fjörráð við íslenzkuna, að gefa út
kenslubók á slíku endemismáli.
Efnið í greininni um Jón Vi'da-
Iín er hvorki skemtilegt né að-
laðandi. Setningarnar sumar frá
6 til 7 línum á lengd, dauðans
leiðinlegar og bragðdaufar. Jón
Vídalfn var stórgeðja harðneskju-
maður, orðaskvaldur hans og stór-
yrði hafa fremur lifað á rudda-
skapnum en andríkinu. Ekki hefir
hann bætt aldarandann mikið.
Það eru mótstöðumenn kirkjunnar
og kreddu-postula hennar, sem
leitt hafa inn yfir þjóðirnar and-
legt frelsi og af þeirra völdum
hefir mannúð og víðsýni vaxið.
„Trúlausu" mönnunum á heimur-
inn mikið að þakka, en ekki^þeim,
sem líkjast J. V.
J. H. tínir saman „vitrustu spak-
mæliU Jóns Vídalíns, sem eru
ekkert annað en augljós hvers-
dagssannindi og málshættir, sem
kunnir hafa verið frá ómunatíð.
T. d. „ísinn brennur ekki af því
að hann er kaldur og vatnið renn-
ur ekki fram þá það er stíflað,
svo hefir og sá ekkert hrós hjá
i) Af vangá hefir sjálfsagt
gleymst, að hann er einnig Ridd-
ari af Dannebrog. K. e.
guði, sem af náttúrunni er sið-
samur*. Þetta eru sú sum af
„vitrustu(l)“ spakmælum J. V,
Hvernig ætli það sé þá hið „vit-
lausasta?"! Klaufalegar setningar
er óþarft að tilgreina hér með
því að þær, svo að segja: „skína
fram* (á máli biskupsins) svo að
segja í hverri línu. J. H. hefir
jafnan verið „ríflundaður(!)“ áslfka
hluti í skrifum sínum, og hefir
hlotið maklega „nafnfiægð(í)®
fyrir.
Klemens eldri.
Im dagiim og vepn.
Kreikja ber á hjólreiða- ©g
bifreiðaljóskerum eigi síðar en bL
7V4 í kvöld.
Bíóin. Gamla Bio sýnir: „Eia-
rænn úlfut“. Nýja Bio sýnir : „Múk
aða mærin“.
SMpaferðir. Syvert, skonnorta,
kom frá Danmörku f gær með
steinlímsfarm til Jóns Þorlákssonar,
Jón Forseti fór á veiðar í gær-
kvöldi og kom inn í morgua og
seldi afla sinn hér.
Skaftfellingur fór í gær austur.
Skjöldur fór í morgun upp é
Borgarnes.
Porsteinn I’. Porsteinsso*
skáld er nýlega kominn aftur til
bæjarins norðan úr lándi, þar sem
hann hefir dvalið í sumar.
Dngnaður. Stjórnarráðið hefir
sýnt dugnað sinn í því, að koms
því í verk, að skrifa borgarstjóra
13. september, viðvíkjandi mála-
leitun bæjarstjórnar um verðlags-
nefnd; en sú málaleitun var senÆ
stjórnarráðinu 9. ágist.
Kartöfl,ur. Vér viljum leiða at-
hygli lesenda vorra stð auglýsingis
kaupfélagsins í dag um útvegun á
íslenzkum kartöflum. Bærinn er nú
kartöflulaus að heita má og van-
séð að úr því rætist í bráð. Kaup-
félagið hygst að geta orðið ódýr
miliiliður neytenda og kaupenda.
Ættu menn því að nota tækifærið
og tryggja sér dálítinn vetrarforða
í tímá. Kartöflur eru líka sú vöru-
tegund sem ekkert heimili getur