Alþýðublaðið - 04.09.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.09.1931, Blaðsíða 3
AltáfcSÐUBBSAÐIÐ 3 ttO&ttOOOOOOOOOC<x>oooooooc Beztu egipzkn cigarrettunar í 20 stk. pökk- um, sem kostar kr. 1,20 pakkinn, eru Soussa Gigarettur frá Nicolas Soassa fréres, Cairð. Einkasalar á tslandl: Tóbaksverzlun fslands h. f. xxxxxxxxx»cx: þá hafa gengið að Hrefnu og sagt: „Það varst þú, sem stýrð- ir,“ og að Hrefna hefði svarað: „Já!“ og sýndi það, að hún hafði rænu. Pál sá hún hvergi, en 'heyrði rétt á eftir í honum úti í móunum, >og lá hann þar, alblóð- ugur. Rétt á eftir bar þar að Finn- boga Eyjólfsson bílstjóra, >jg heldur Svava, að hann hafi ikom- ið á vettvang 5—10 mínútum eftir að slysið varð. Páli og stúlkunum líður eftír öilustn vonum, og voru þessar skýrslur teknar af Páli og Svövu í gærdag. Skemtif erð! Fliötshlí ðina. Það er nú þegar orðinn al I- stór hópur manna á síðustu ár- urii, sem sótt hefir Fljótshlíðina heim, og ekki að ástæðulausu. Hún er eins og hálfinnilukt móð- ir fegurðar og mikilleika, sem< berst þar við trylt ofurefli eyði- leggiingarinniar. Þar ríkir kyrð. Þar er ekkert skrölt eða glam- ur. Þar eru ekki óp eða hávaði. Þar þekkjast ekki hamfarirnar, sem setja mót sitt á kaupstaðina og borgirnar. Gunnar sagði: „Fögur er hlíðin, svá at mér hefir hon aldri jafnfögur sýnst.“ En því miður á Ísland nú ekki marga syni, sem vilja „heldur bíða hel, en horfnir vera fóstur- jarðar ströndum“. Laugardaginin 22. ágúst bætt- umst við nokkrir hafnarvenka- merin og kunningjar okfcar í þann hóp, sem heimsótt hefir Fljótshlíðina. Við lögðum af stað kl. 5ga e. h. í 2 bifreiðum. Veðr- ið var skínandi fagurt, sólskin og blcujalogn. Við héldum sem leið liggur austur Hellisheiði og námum ekki staðar fyrr en fcom- ið var austur á Kambabrún. Þar stigum við niður úr bifneiðun- um. Gaf þá að líta Suðurlands- undirlendi í allri sinni dýrð, þessa stóru flatoeskju með fjöll á þrjá vegu og sjóinn eins og spegil á fjórða veginn. Síðan var haldið áfram austur Ölfus, fram- hjá Tryggvaskála, austur allan Flóann og efcki stanzað fyrr en fcomið var austur fyrir Þjórs- árbrú og við okkur blasti hinin skínandi f,agri blómagarður á Þjórsártúni. Er hann einhver hiinn fegursti blómagarður, sem ég hefi nokkurntíma séð. Frá Þjórs- ártúni héldum við áfrarn austur á bóginn og komum kl. 10 að kvöldi austur í Hvolhrepp. Var tjaldað þar við réttirnar og sezt að snæðingi við glaum og gleði. Sumir héldu heim í samkomuhús sveitarinnar, s>em er rétt hjá rétt- unum, og fengu sér næturgist- ingu þar. Var þar útvarpstæki og hljómaði á móti okkur danz- músík frá Reykjavík. Var nú stig- inn danz fram til kl. 12. Klukkan 6 um morguninn var risið úr rekkju. Voru þá rnang- ir syfjaðir, en vöknuðu brátt við sjóðheitt kaffi, s>em kvenfólkiö var búið að búa til áður en við karlmennirnir rumskuðum. Vieðr- ið var iframÚTskarandi fagurt. Sófin var nýfcomin upp og vermdi alt, bæði liLfandi og dautt- með geislum sínum, og glitruðu daggardroparnir í sólskininu, svo að við ■ fengum næstum ofbirtu í augun. Þarna böðuðum við ofck- ur í sólskininu um stund, dróg- um að okkur hið heilnæma fjalla- loft og störðum heillaðir á hin,a unaðslegu náttúru. Var nú hald- ið inn að Múlafcoti. Á þeirri leið fórum við framhjá hinum gamla sögustað Hlíðarenda, sem er nú kirkjustaður. Þar byrjar að ráði hin skínandi náttúrufegurð, sem gefur að líta í Fljótshlíðinni. Er óþarfi að eyða mörgum orðum í að lýsa henni, við hana kann- ast flestir eða allir, s>em á ann- að borð hafa nokkuö ferðast um landið. Vegurinn inn að Múlafcoti er allur þ>olanlegur, nema fyrir neðan Hlíðarenda má hann heita ófær, en þarf mjög líti'Uiax við- gerðar við til þess að verða góð- ur. Klukkan að ganga 10 vorum við komin inn að Múlakoti. Skoð- uðum við blómagarðinn þar og annað markvert. Blómagarðurinn er frainúTskarandi fallegur. Þar eru alls konar blóm og jurtir, sem teygja hin marglitu blóm sín út í sólskinið og senda frá sér ilmandi lykt. Þar eru einnig stærðar tré, há og beinvaxin, lik- lega á þriðju mannhæð þau stærstu. 1 garðinum eru raf- magnsperur allavega litar, og er garðurinn að sögn þeirra manna, Utsalan. Á morgun seljum við alla búta fyrir lítið verð. stórt og ódýrt úrval. Hvannbergs bræður sem hafa séð hann upplýstan, al- veg eins og töfragarður. Frá Múlakoti gefur að líta mjög fall- egt útsýni. Bærinn stendur neð- iarlega[ í hlíðinni >og sést því ekk- ert til fjallanna í norðri, en í austri blasa við fjöll dimmblá í fjarska, þar á meðal Eyjafjalla- jökull með smæviþakta bunguna. Að túninu að neðanverðu liggur Marfcarfljót, sem brýtur stöðugt rneira >og rneira af því. Er það afarstórt svæði, sem Marfcarfljót rennur yfir í mörgum kvíslum, og er það flæmi ekkert annað en sandauðn, þar sem áður hafa ver- ið grænir og grösugir hólmar. Er mikil þörf á að þegar sé hafist handa til að hefta frekari skemd- ir af völdum fljótsins. Frá Múla- koti gengum> við inn í Hlíðarbotn. Voru þar ortar þessar tvær vís- ur: Fljóts við drögur hlíðin há, hamra kögur verma. Ó! hve fögur ertu að sjá eins og sögur herma. ■f. ' . Leyti og hjalla litskrúð finn, ljómar allur særinn. Eyjaskalla hvíta kiriri ■ kyssir fjallablærinn. Var nú lagt af stað heimliedðis, farin sama leið og daginn áður, eri beygt upp með Ingólfsfjalli >og haldið upp Grímsnes. Ekki stoppuðum við í Þrastaskógi, en sáum hann tilsýndar. Efst í Grímsnesinu blasti við okkur stórt og fagurt vatn með dimm- blá fjö.11 í baksýn >og milli þeirra á stöku stað snæviþaktir tindar. Þetta vatn heitir Apavatn, og eru margir bæir við það, sem hafa veiði í því. Nú ókum við inn í Laugardalinn og komum að Laugarvatni. Er þar reisuleg bygging og fagurt útsýni. Eftir skamma stund héldum við frá Laugarvatni yfir Laugardalinn >o>g niður Þingvallasveitina. Bar þar Harmonikur, Concertínur, Mikið úr að velja. Austurstræti 10. Laugav. 38. Vetrarkápnrnar eru komnar og verða teknar upp eftir helg- ina. Úrvalið er mikið og fjölbreytt að vanda og verðlag við allra hæfi. Munið að Kolainnkaupin eru Þau bestu i þurkatiðinni látið þess vegna ekki dragast að fá yður kol til vetrarins. Fljót og góð afgreiðsla Kolav. fioðna & Einars. Simi 595.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.