Alþýðublaðið - 26.09.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.09.1931, Blaðsíða 2
ALÞÝ9UBLAÐ1Ð « TekiJ íram fyrir hendnroar ð Thor Jensen. Danskir verkamenn búsettir hér koma i veg fyrir innflutning danskra landverkamanna. Síðast liðið vor sendu danskir. verkamenn, siem hér eru búsettír, mótmæli gegn því, að „Dansk- islandsk Samfund“ sendi hingað tíl lands landbúnaðarverkamenn og réði þá hér fyrir laun, sem eru langtum lægri en taxti verk- lýðsfélaganna. T. d. flutti Thor Jensen hingað 17 verkamenn. Þegar dönsku verkamiennirnir , snéru sér til áhrifamanna í „D. 1. S.“ hér fengu þeir engin full- nægjandi svör. Hin danska stjórn þessa félagsskapar tók ekkert til- lit tiil beiðna verkamannanna um að hætta þessu, en íslenzku „á- hrifamenni'rnir" þvoðu hendur sín- ar efns og Pílatus. Dönsku verkamennirnir snéru sér þá til Landssambiands danskra landverkumanna, og stjórn þess befir nú tekið málið þeim tökum, að vonandi hættir þessi innflutn- ingur, því að stjórn sambandsins hefir með góðum árangri talað um imálið við hina dönsku dei'ld „D. I. S.“, og landbúnaðarráðu- neytið, sem, hafði lagt fé til ferða- kostnaðar fyrir dönsku verka- mennina, er hafa reynt að lækka kaup verkamanna hér. Úrslitin í þessu máli eru þau, að framvegis verður að eins ör- fáum dönskum landverkamönnum leyft að fara hingað í þessu skyni. Það er t. d. ákveðiið, að ekki nema einn fái að fara á hvern bæ, og getur Thor Jensen því ekki fengið nema einn að Korpúlfsstöðum. Síðasta ár fcomu hingað 50 imenn, og þeir munu nú bráðlega fara beimleiöis. Næsta ár koma hingað að eins örfáir, og verður það því erfitt fyrir Thor Jensen að afla sér vinnukrafts, sem er miklu ódýrari en ísienzkir verka- menn hafa ákveðið. Annað opið bréf til hr. Gísla Jónssonar nmsjónarmanns. Það er nú orðið alllangt síðan ég sendi yður línu. Ýmsar orsakir hafa því valdið. Þrátt Jyrir það, þótt tíminn sé orðinn svona lang- ur, sem ég hefi ekki látið yður frá mér heyra, hafið þér þó tekki haft tækifæri til að svara mér á neinn hátt upp á fyrra bréf mitt, og veit ég að það kemur ekki af viljaleysi hjá yður, heldur þyk- ir mér líklegt að þar ráði mei'ru um, að yður hafi þótt vænlegast að þegja, ef ske kynni að það gæti orðið til að draga úr frek- ari umræðum um þetta mál, sem ég hefi í áðurnefndi bréfi mínu vakið máls á. Nú var það aldrei ætlun mín að láta staðar numið með því einu. Sennilega munið þér eftir því, að, í niðurlagi bréfs- íns lofaði ég yður að láta yður frá mér heyra aftur. Til þess að menn geti gert sér ofurlitla hugmynd um hæfileika Og undirbúningsmentun yðar undir það starf, sem þér nú um skeið hafið gegnt, er nauðsynlegt að rifja upp nokkur atvik úr yðar fyrri æfi. Þætti mér þá ekki ólíklegt þótt menn, sem skyn bera á þessa hluti, undraði það ekki, þótt ýms mistök hafi orðið hjá yður í umsjónarmannsstarfinu, þótt þér að vísu hafið verið alveg frámunaLega laginn að koma þeim yfir á annara herðar, sem og er að vonum um ekki mál- stirðari mann en yður. Enn frem- ur þegar þess er gætt, hve gott lag þér hafið á. aö haga orðum yðar sjálfum yður í vil, þótt þér Mus vegar hafið aldrei þótt sér- lega nærgætinn við sannleikann. Það er þá byrjunin,, að þér vor- uð um eitt skeið sérlega vel kunnugur Thor Jensein, svo kunn- ugur, að þér gátuð farið þar inn án þess að banka á dyr. Og það var hann, sem kom yður fyrst í stað á framfæri. Það var hann, sem kom yður til náms á Smith- ers(?) verkstæði í Grimsby, þótt þér héldust þar ekki við af þeim orsökum, að þér voruð þar heldur málliðugur og ekki sem kurteisastur í orðum, hvorki við . yfirmenn yðar eða aðra. Þaðan fóruð þér eftir ca. 6 mánaða dvöl, og voruð þáír í háði kallaður lögfróðastur maður á ís- landi. Næst skýtur yður upp sem vélstjóra á „e/s Valur“, því nú var smiðjunámi yðar lokiið. Þar voruð þér ekki aðgætnari en það, að þér höfðuð vinduna svo ó- þétta, að eimsvalinn náðá að sjúga síldargrútinn til sín. Það- an fór hann auðvitað inn á ketil. Þa er líkliegt, að þær séuð einn um það af íslenzkum vélstjórum að minsta fcosti að drífa vél ‘meö gufu af síldarsoði. Um þessar mundir komust þér í ikynni við P. Ólafsson. Vegna þess kunningsskapar urðuð þér vélstjóri á „e/s Eggert Ólafsson“. Þar kom greinilega í Ijós v,an- þekking yðar. Skipið stoppaði í Englandi, og þá ætluðuð þér nú mikið að gera (því þér hafiið alt af viljað 'láta til yðar táka!). En eikki tókst yður nú betur en það, að þegar viðgerðinni var lokið var vélin alls ekki hreyfanleg vegna þess, að þér höfðuð hert svo mjög á öLlum legum hennar. Annar vélstjóri, sem var lærður skósmiður, benti, yður þá á, að til væri mælir, sem hægt væri að mæla með millibil á legum eftir að hert hefði verið að þeim. Ját- uðuð þér að það hefðuð þér enga hugmynd haft um. Þetta reyndist þó ekki næg Leiöbeining, því síð- ar hertuð þér svo að legum á sveifaröxlum (kramtöppum), að þegar farið var af stað, þá Voru hvítmálmslietturnar veirri en rnokk- urt mýbit í vélarúminu. Endaði svo yðar vera á þessu skipi með því, að það brotnuðu hjá yður báðar víxlstengurnar á M. T. skriðil. Var yður svo veitt lausn frá því embæ'tti í ináð. Ekki var nú viðskilnaðurinn betri en svo, að þegar sá, sem við tók, ætlaði að fara að láta vélina ganga með fullri ferð, þá sjóöhitnuöu fieári íegur í henni. Ég verða að fara fljótt yfir sögu. Rúmsins vegna er ómögu- legt annað en sleppa ýmsu, sem yður myndi óefað þykja gaman að rifjað væri upp úr endurminn- inganna djúpi. Eitt siinn er þér voruð vélstjóri á „e/s Stierliing", bilaði færaventill á hattinum. Hefðuð þér þá að líkindum ekki k-omið skipinu í höfn, ef þér hefð- uð ekki notið yður hæfarii mianns, sem var 2. vélstjóri. Hanin fann það, að það mátti korna vatni inn í ketiLSbn í giegnum botnvent- iliinin. Að líkiindum hefir ,yður rek- ið minnii til þessa atburðar, er þér ætluðuð að senda togara nokkurn, er þér voruð eftirliits- maður fyrir, út á véiöar mieð óþétta færivenitla, þótt ekki yrði, af því aðrir yður ráðhollari menn tóku þá af yður ráðm:. Þessu næst komust þér að hjá Eimskip. Meðal ,an;nars voruð þér þar viöriðinn smíðiinia á Esju, og allir þekkja hve höndulega yður fórst það. SíÖan urðuð þér vél- stjóri þar, og voruð þar skamm- an tíma áður en þér urðuð að faria þaðan af ástæðum, sem mörgum mumu kunnar. Á þess- um árum vonuð þér formaður í Vélstjórafélagi íslands og þar af leiðandi samningsaðili í kaup- gjaldsmálum. Eigi var kurteisi yðar meiri en þaö á sammnga- fundunum, að útgerðarmenn neit- uðu af þeim orsökum að eiga orðastað við yður, og varð að kjósa aðra menn til samninga- gerðanna; samdist þá strax. Út af þessu skrifuðuð þér svo Ijóta klausu í ársrit V. í., að við sjálft iá, að yður væri vísiað b-rott úr félaginu. Litlu síðar enduðu störf yðar sem leiðaindi manns og fé- laga í Vélstjórafélagi íslands. Um þessar mundir fóru fram- kvæmdarstjóra Eimskip að ber- ast nafnlaus árásarbréf á yfir- menn skipannia og hv-e mjög væri brýn þörf á að félagið h-efði eftir- litsmann, til þess að fyrirbyggja vanrækslu um hirðingu skipanna. Einnig munu allmörgum togara- útgerðarmönnum hér hafa borist sams konar bréf. Eink-ennilegt er það, að bréfritarinn bendir alt af í öllum bréfunum á yður sem heiipilegasta og hæf-asta mann- inn(!) til þ-essa starfa. Fram- kvæmdastjóri Eimskip, sem þá var Em-il Ni-elsen, beit ekki á -agn- ið að taka yður s-em umsjónar- mann, en togaraútg-erðarmenn g-erðu það, og er nú komið í ljós, hve heppilegt það befir reynst fyrir útgerðarfélögin og sjómennina, sem að útgerðiinni vinna, eiin-s' og siðar mun að Vik- ið. Það er ósannað mál, hv-er hef- ir skrifað þ-essi nafnlausu níðbréf. Þar sem alt af er bent á sama manninn, sem sé yður, þá er það alveg rökrétt ályktun að ætl-a, að annað hvort eruð þér höfund- ur bréfann-a, eða þá einhver viin- ur yðar, s-emi opinberLega h-efir ekki viijað haf-a nafn sitt í of nánu samb-andi við yðar nafn. ÍÞetta er í stuttu máli saga yðar áður en þér urðuð umsjónarmað- ur. Þótt hér hafi ég að-eins dr-ep- ið á örfá atvik hennar, þá finst mér samt að mönnum ætti að v-era þ-að nægilega Ijóst, að þér hafið ekkert það tiil að b-era, sem g-eti réttlætt það, að þér skulið gegna þeim starfa, sem þér nú hafið aðallega, að vera eftirlits- maður með fjölda stéttarbræðra yðar, s-em standa yður langt ofar að r-eynslu, þekkingu og lærdómi í faginu, vélfræðinni. Næst mun ég rifja upp fyrir yður nokkur dæmi frá umsjónarmannstíma yð- ar. Jens Pálsson. Hvað er að fréita? A !d arfjúrdungsstarfsem i ung- menn-aféLagsskaparins hér ætla ungmeninafélagar að minnast með samsæti næstk. Föstudag kl. 7 síðd. Þar koma saman flestir af þeim, sem fylktu sér í fyikinigar U. M. F. R. og „Iðunnar“, þegar þau félög voru glæsilegustu og athafn-amestu félög bæjarins, og miinnast þar samstarf-s og hug- stæðra endurminninga. Mun þ-ar því verða fagnaður mikill, svo sem títt var á samkomum þesis- ara félaga. Ásikriftalistar ILggja frammi hjá ÁrsæLi Árnasyni og í Prentsm. Acta til miðviikudiags og er vissara að skrifa sig á þáj fyr en seinna, því tiltölulega fáir komast að af ÖLlum þeim fjölda, sem rétt hefir til þátttöku, en það eru allir, sem varið hafa í U. M. F. R. o-g „Iðunni", konur þeirra og m-enn, svo og allir fé- lagar U. M. F. „Velvakandi". —■ Þátttaka kostar að eins kr. 6,50 fyrir manninn, og klæðnaður verður venjuleg sunnudag-aföt, en ekki samkvæmi-sföt. U ngm ennafé.lagi. Danzleikur „Ánminns“. Starfs- fólki við hlutav-eltu S-undfélags Reykjavíkur -er heimilaður að- gangur að danzLeik „Ármanns" í Lðnó í kvöld. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.