Alþýðublaðið - 26.09.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.09.1931, Blaðsíða 2
r ALÞÝÐUBLAÐIÐ Erlingur eða Einar? Á tveim fundum undanfarið hefir Erlingur Friðjónsson verið allmikið ti'l umræðu, það er á Sjó- mannafélagsfundinum á mánu- dagskvöldið og á fundi, er sprengingaflokkurinn hélt á mið- vikudaginn í K.-R.-húsiinu. I bæði skiftiin var það Einar Olgeirsson, siem gerði Erling að umtalsefni, en af því Erlingur er heima hjá sér, það er norður á Akureyri, og getur ekki fyrir sig • svarað, er rétt að taka lítiö eitt til meðferðar mál þeirra Er- lings og Einars. Erlingúr var frambjóðandi Al- þýðuflokksins við þingkosnitng- arnar á Akureyri 1927, og náði þar kosningu. Er ekki kunnugt annað en að það hafi veriö fylsta ósk Eiinars, að Eriingur yrði kos- inn og að hann áliti hann full- vel tii þingmiensku fallmn, og þó sumir álitu, að Einar hefði haft meira álit á öðrum — það er á sjálfum sér — þá kom það hvergi fram. Pað er heldur ekki kunnugt anniað en að Einar hafi þá verið sæmilega ánægður með heiildar- stefnu Alþýðuflokksins, þ. e. að hann ætti að vera sameiginfegur bardagaflokkur gegn auðvaldinu allm þeirra, er fylgdu jafnaðar- stefnunni. Svona var nú Einiar þá. En árið 1929 er hann greinitega búinn að skifta um stefnu. Þá hefir aiuk- ist tala kommúnista, einkum mieð- al ungra manna, er enga reynslu ihöfðu í verklýðisbaráttunni og á- litu því eiins og ungum mönnum er títt, að „rétttrúnaðurinn“ væri fyrir öllu, og héldu að digur- barkaleg orð um auðvaldið væru jafnvel betri en vel grunduð og þrautseig barátta við það urn launamál, ef ekki fylgdi stóryrðia- vaðall. Eiinar sagði sjálfur á Sjómanna- félagsfundinum, að hann hefði áður trúað á ríkisfyrirtæki sem 'brúkleg í baráttu verkálýðsins, en ekki gat hann þá hvenær hann hefði skift um sko'ðun. Það er því viðurkenning Einars sjálfs fyrit því, að hann hafi snúist frá stefnu Alþýðuflokksins, og vafa- laust ber hainn ekki á móti því, að hann hafi þegar 1929 verið farinn að vinna að sprengingu alþýðusamtakanna og verið þá í fullu samræmi við Brynjólf Bjarniason og aðra ötula spreng- ingamenn. Það þarf því ekki að undra þö Einar kæmi sem frambjóðandi móti Erlingi við síðustu kosning- ar. Hinu munu kannské sumir furða sig á, að Eiinar skuli segja, að Erlingur hafi sprengt verka- lýðssamtökin með framboði sínu, og er rétt að athuga, hvor þeirra er sprengingamaður. Eins og kunnugt er, þá er ekki eitt einasta atriði í framkomu Erlings sem fulltrúa alþýðunnar á þingi, sem geti réttlætt að koma með frambjóðianda á móti hionum í nafni alþýðunnar, enda kunnugt, að Erlingur hafði eldti í neinu slrift um skoðun frá því að hainn var kosinn, og er þar ólíku til að dreifa um Einar. Enginn láitr hins vegar Einari þó hann lanigaði á þing. Það er von að manninn langaði tiil þess að vita ,hvort hanm gæti ekki ver- ið góður þiingmaður, úr því hann var búinn að fá reynslu fyriir að hanin væri ekki hæfur sem síld- areinkasöluforstjóri, Hins vegar vi'ssu allir, að tveir frambjóðendur frá verkalýðnum hlaut óhjákvæmilega að vera sama og að koma íhaldsmann- inum að — ailiir nema kannske Einar sjálfur, og kemur þá þar fram hið sama eins og í Brunn- árdeilunni, „gæmrotunarstappinu" og fleiri kaupd'eilumálum, sem Eiinar hefir átt í, sem sjá má af að þó hann eigi bæði töluverða mælsku og mikinn dugnað, þá er hann ekki maður framsýnn og skortir rnjög forsjálnii. Því hefir óspart verið haldiö á lofti, að Einiar hafi fengið fleiri atkvæði en Erlingur. Það er kunnugt, að fjöldinn meðiai al- þýðu á Akureyri beið eftir því að sjá, hvor myndi hafa meira fylgi, Einar eða Erliingur. Þegar svo fundir hófust, þá talaði Erlingur blátt áfram um okkar íslenzku málefni og hafði ekki beðið nokk- urn mann um að vera til taks að klappa fyrir sér, þegar hann hætti. En. Einar héit sér ekki við landið, en talaði um alla álfuna og fór aukaferðir til Indlands og Kína og beljaði eins og Glerárfoss að vorlagi, þegar leysir á dalnum. Og hjá honum var líka kosninga- vélin í lagi og dynjandi lófatak að lokinni ræðunni. Það var því ekki að furða að almenningur héldi að Einar hiefði meira fylgiö og léti atkvæði falla á hann. En aít um það er Einar sprengingamaðurinn, endia hefir í- haldið Akureyrarsætið á þitngi, er áður hafði alþýðan, Og nú er Einar kominn hingað suður til þess að halda sprengingarstarí- semi simni áfram hér. Sumir segja, að Erlingur hafi í vor farið háðulega för — látum vera iað svo sé. En þeir, sem báða þekkja vei, efast ekki um, hvernig lýfkur þeirri deilu, þar sem Er- lingur og Einar mætast og rökin ein tala. Þó mikið láti í Glerár- fossi í leysingunni, þá er þetta ekki anniað en spræna þegar fram á líður. Messur á morgun.: I dómkirkj- unni kl. 10 e. m. prestsvígsila. í Mkirkjunni kl. 5 séra Árni Sig- urðsson. — í Landakotskirkju kL 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðs- þjónusta með predikun. Þingrof yfirvofisndi iEngSandi Brask verklýðsandstæð- inna. MacDonald á leið til ráöherrasikrifstiofunniar í Downing Street. Lumdúnum, 26/9. U. P. FB. Fréttablöðin skýra frá óstaðfestri fregn, siem vakið befir fádæma eftirbekt, að þiing verði rofið ein- hvern næstu daga og íhaldsmienn óski þess, að MacDonald hafi for- íystu á hendi í kosningunium fyrir stjórnarinnar hönd, og muni kosuinigarnar snúast um tollamál- in og brezk alrífcismál í sam- Baldwin og Sir Herbert Samuel bandi við þau. Síðar: Lundúnum, 26/9. Búist er við tilik. um allsherjarkosn- ingar þá og þegar. Fullyrt, að MacDomald hafi boðið Stanley til Chequers á sunnudag til ráða- gerða. Búist er viö, að MacDom- ald gefi út opinbera tilik., þá er hann kemur af konungsfundi á þriðjudag. Hesturinn beit dýra- iækninn. í fyrra dag var Hainnes Jóns- son dýralæknir að skoða hest, er Gunnar Ólafsson bifreiðarstjóri á, sá, er ekur læknabifreiðinni. Var Hannes búinn að skoða hestiinn og var kominn í næsta bás og farinn að þvo sér um hendurnar. Kemur.þá hesturinn með hausinn yfir beizluna og bítur í hendina á Hannesi. Venjulega þegar hest- ar bíta sleppa þeir strax aftur, en svo var ekki um þemnan hest. Hann snéri uppá. En Hannes veiit hvemig á að snúa sér að hestum og gaf klárnum með vinstri hendi högg beint framan á snoppuna og annað til, og slepti hann þá. Hestur þessi er laungraður, en hefir aldrei áður sýnt svona. fantaskap af sér. Hannes er með hendina í fatla. Gaynlegasta hlutavelta haustsinF. Á morgun kl. 5 hefst í alþýöu- húsinu Iðnó einhver aLlra happa- drýgsta hlutiavelta, sem hér hefir verið haldim, það er hlutavedta verklýðsfélaganna. Munirnir eru allir mjög góðir og sumk afar- mikils virði. T. d. 70 kr. úr, borð- stofuborð með 4 stólum, heii tunna af ljósaolíu, stand-Les-raf- magnslampi, 45 króna virði, matarsfell fyrir 6, eldavéL, borð- klukka. Brauð í 30 daga handá fimm manma fjöLskyldu, tvö inúmer, bíltúr í Þrastarlund (heill bíll), enn fremur afarmikið af matvörum, silfurvörum og búsá- höldum. Núli eru lemgin. — Það er áreiðanlegt, að aliir, sem koma á þessa hlutaweltu, fara þaðan á- nægðir, því að stóru númerin exu svo mörg og afbragðsgóð og minni númerin mjög sæmileg. Útvarp veðurfregna. Síðan í vor hafa veöurfregn- irnar frá loftsikeytastöði’nni' ver- ið lítt skiljanlegar hér í nágremni bæjarins fyrir óþolandi urg og væl, sem allir hlustendur þekkja. Utan af landi hafa fregnir borist um það, að veðursikeytin væru ósikiljanleg; auk þess heyrist Loftskeytastöðin ekki á tveggja lampa tæki í fjarlægum lands- hlutum. Ég hefi verið að vonast eftir að þessu yrði kipt í Lag, en svo virðist ekki' ætla að verða. Nýlega hiefir Ríkisútvarpið ti’l- kynt helztu liði vetrardagskrár- innar, en ekki man ég eftir að mimst væri þar á morgunútvarp veðurfregna. Veðurfregnirnar eru: svo þýðimgarmiklar fyrir alla. landsmenn, að óverjandi er að bjóða mönnum slíkt ómyndar út- varp eins lengi og loftskeyta- stöðin hefir gert, hvað þá lengur.. Ég leyfi mér því að beima þess- um sþumingum til Ríkiisútvarps- ins: 1.. Er útvarpsstöðin enn ekki fullreynd, svo að hún geti ann- ast sendingu allra vieðurfregna? 2. Hvenær má vænta þess, að við fáum allar veðurfregnir frá út varp sstöðinni ? 3. Má ekki spara ríkiinu (sím- anum) fé með því að hætta að síma veðursfeeytin út um Land- ib, þegar útvarpsstöðin hefir tek- ið viÖ útvarpi veðurstoeytamma?' Kristófer Grímsson. Kristileg samkoma á Njálagötu 1 anmað kvöld ki. 8. Allir vel- komnir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.