Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983
50
Landbrot Hér-
aösvatna verð-
ur að stöðva
Þetta er fyrirhleðslugarðurinn vestan núverandi farvega Héraðsvatna og var hann aðallega byggður á síðastliðnum
tveim áratugum. (Reykjatunga í baksýn.) Hann er staðsettur í landi Miklabæjar og kemur í veg fyrir að vötnin valdi
tjóni á flatlendinu vestur og norður af bænum Stokkhólma. Þessi garður hefur engu að síður valdið því að stórfellt
landbrot hefur átt sér stað og á sér stað austan Héraösvatna, vegna þess að engar fyrirbyggjandi aðgerðir voru þar
gerðar á sínum tíma. Garðurinn hefur verið hækkaður og styrktur stórlega síðan þessi mynd var tekin í sept. sl., en
ekkert er ennþá gert fyrir austan Vötn.
eftir Þórstein
Ragnarsson
Miklabæ, 17. október.
í RÚMLEGA tvo áratugi hafa
Héraðsvötn í Skagafirði verið að
sverfa af ræktuðu landi austan
Vatna. Verst hafa Vötnin leikið
jörðina Þorleifsstaði í Akra-
hreppi, en þar hafa þau skolað á
haf lít verðmætri gróðurmold af
tugum hektara. Bæirnir Miðhús,
Höskuldsstaðir, Grundarkot,
Hrólfsstaðir og Stóru-Akrar hafa
einnig orðið fyrir barðinu á
vatnsfallinu, en í minna mæli.
Forsaga þessa máls er, að stór-
um hluta til, einhliða bygging
fyrirhleðslugarðs að vestanverðu,
þ.e. frá Arnarstapa í landi Vind-
heima og eftir Miklabæjareyrum
vestanverðum í átt að Stokk-
hólma. Þetta mannvirki var að
mestu leyti gert á síðastliðnum
tveimur áratugum og átti aðeins
rétt á sér samhliða því, að fyrir-
hleðslugarðar væru byggðir að
austanverðu, en það hefur ennþá
ekki verið gert þrátt fyrir gífur-
legar afleiðingar, sem áður grein-
ir.
Vegagerð ríkisins hefur tekið að
sér viðhald vatnagarðsins að vest-
anverðu vegna flóðahættu við,
Þjóðveg nr. 1 frá Varmahlíð að
Héraðsvatnabrúnni nýju. Verk-
fræðingar Vegagerðarinnar höfðu
áformað að styrkja garðinn með
hleðslu grjótgarða (straumbeina)
út úr gamla garðinum, allt að 170
m langa, en vatnafélagið Land-
vörn mótmælti þeirri ráðagerð
vegna frekari hættu á landbroti
austan Héraðsvatna. Þeim mót-
mælum var ekki fyllilega sinnt,
því straumbeinir var gerður út úr
garðinum í trássi við viljayfirlýs-
ingu fundarmanna í Vatnafélag-
inu Landvörn, og er það litið al-
varlegum augum.
Þjóðvegur nr. 1 liggur í gegnum
Akrahrepp framanverðan og hef-
ur varanlegt slitlag verið lagt á
veginn fram að Miðhúsum. Síð-
astliðinn vetur munaði minnstu að
vötnin ólguðu yfir nýja veginn á
löngu svæði, allt frá Miðhúsum og
út undir Dalsá, og er því ráða-
mönnum Vegagerðarinnar brýn
þörf á að huga að fyrirbyggjandi
aðgerðum að austan engu síður en
að vestan. Það er mál til komið að
látið verði af einhliða fikti öðru
hvoru megin við vötnin og sam-
ræmd vinnubrögð verði tekin upp,
þar sem samráð væri haft við
hagsmunaaðila bæði austan og
vestan Vatna. Vatnafélagið Land-
vörn var stofnað af þessum hags-
munaaðilum og nær félgssvæðið
frá Uppsölum að framanverðu og
út að Grundarstokk (Miðgrund) og
á þessu svæði eru yfir 30 jarðir
beggja vegna við Héraðsvötnin.
Það verður ekki liðið, að ráða-
menn Vegagerðar ríkisins fram-
kvæmi við Héraðsvötn einhliða
ráðstafanir í nafni vegagerðar, án
tillits til viljayfirlýsingar starf-
andi vatnafélags á svæðinu.
Þess skal að lokum getið, að
unnið er að því að upplýsa ráða-
menn þjóðarinnar um það mikla
landbrot, sem á sér stað austan
Héraðsvatna. Það er gert í þeirri
von, að þá ljúkist upp fyrir öllum
hlutaðeigandi aðilum hvað sé
brýnast: Að stöðva landbrot í stór-
um stíl!
Þórsteinn Ragnarsson er stjórnar-
maður í Vatnafélaginu Landvörn.
Þorleifur Hólmsteinsson, bóndi og formaður í vatnafélaginu Landvörn, stendur hér í túni sínu Hér má sjá hvernig vatnselgurinn leikur sér að því að rífa niður um 10 metra háa moldarbakka
neðan við bæinn Þorleifsstaði í Akrahreppi, en þar hafa Héraðsvötn skolað á haf út tugum neðan við bæinn Þorleifsstaði í Akrahreppi, Skagafirði.
hektara á um 1130 m strandlínu.
Hrafnabjörg II, 1930, eftir Jóhannes Kjarval.
Litprentuð kort af verkum
í eigu Listasafns íslands
UNDANFARIN 20 ár hefur Listasafn íslands látið gera eftirprentanir af verkum íslenskra myndlistarmanna í eigu safnsins.
Nú eru nýkomin út þrjú litprentuð kort á tvöfalt karton af eftirtöldum verkum: Taumar, 1977, eftir Hörð Ágústsson,
Hrafnabjörg II, 1930, eftir Jóhannes S. Kjarval, Slóð í sandinn, 1983, eftir Sigurð Sigurðsson. Kortin eru til sölu í safninu.
Úr rrétutilkynningu.
Aðalfundur læknafélags íslands:
Heilsugæslustöð taki
árlega til starfa í
Rvík næstu fimm ár
Á AÐALFUNDI Læknafélags íslands, sem haldinn var í Reykja-
vík dagana 19. og 20. september, var auk venjulegra aðalfundar-
starfa fjallað um ýmis mál og gerðar um þau ályktanir. í ályktun-
um frá fundinum segir meðal annars, að fjölgun heilsugæslu-
stöðva í Reykjavík sé aðkallandi og er því beint til
heilbrigðismálaráðherra að stofnun heilsugæslustöðva verði hrað-
að þannig að ein stöð taki til starfa árlega næstu fimm árin.
Þá voru samþykktar tillögur um
að halda ráðstefnu um skipulag og
samræmingu á námi islenskra
lækna heima og erlendis. Þá var
vakin athygli á að ekkert mið-
bókasafn í læknisfræðum er til og
var ákveðið að athuga hvort slíkt
safn gæti fengið inni í þjóðar-
bókhlöðunni. Fundurinn lýsti því
yfir varðandi ógn kjarnorkuvíg-
búnaðarins að auka þyrfti fræðslu
heilbrigðisstétta og almennings
um afleiðingar kjarnorkustríðs og
fagnaði stofnun samtaka ís-
lenskra lækna gegn kjarnorkuvá.
Þá skoraði fundurinn á heil-
brigðismálaráðherra að láta gera
áætlun um læknaþörf á Islandi
fram til næstu aldamóta, bæði
varðandi heildarfjölda og fjölda
lækna í hinum ýmsu sérgreinum.
Á fundinum voru kosnir tveir
heiðursfélagar, þeir Jón Steffen-
sen, prófessor emeritus, og Þór-
oddur Jónasson, læknir á Akur-
eyri.
Þorvaldur Veigar Guðmundsson
var endurkjörinn formaður, og
Jón Bjarni Þorsteinsson var
endurkjörinn gjaldkeri, báðir til
tveggja ára. Meðstjórnendur voru
kjörnir til eins árs þeir Finnbogi
Jakobsson, Haukur Þórðarson og
ólafur Z. Ólafsson. Fyrir í stjórn
voru Halldór Steinsen varafor-
maður, Kristján Eyjólfsson ritari
og Kristófer Þorleifsson með-
stjórnandi.
Úr frétutilkynningu.