Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 4

Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 Hvarfer vöruverö neöar? /V1IKUG4RDUR MARKAÐUR VÐ SUND ÖRVERUFRÆÐI__ ______eftir dr. Ara Kr. Sæmundsson Fjölbreytileiki baktería Bakteríum er jafnan skipt ( þrjá megin hópa eftir lögun, þ.e. í staflega (bacilli), hnattlaga (cooci) og spírallaga (spirilla) bakteríur. Á efri hhita myndarinnar má sjá smásjármyndir af þessum þremur hópum (til vinstri) og þeir hafa einnig verið teiknaðir (til hsgri) til frekari glöggvunar. Á neðri hluta myndarinnar má sjá rafeindasmásjármynd af bakteríu í skiptingu (tU vinstri). Einnig eru sýnd nokkur stig frumuskiptingar (til hsgri). Takið eftir hvernig frumuveggurinn vex niður og inn í bakteríuna og skiptir henni smám saman (tvo nýja einstaklinga. Ktaflaga bakteríur eru að jafnaði u.þ.b. einn míkrómeter að lengd, en það er V1000 úr millimetra. ((lr bókinni „Biology Today“) Bakteríur eru merkilegar lífver- ur. Þær eru einfrumungar, þ.e. hver einstök fruma er sjálfstæður einstaklingur. Innviðir baktería mynda engan skipulegan strúktúr, líkt og hjá heilkjörnungum (euca- ryotes), þar sem frumunni er skipt í kjarna og umfrymi og í umfrym- inu er að finna fjölda frumu- líffæra, sem öll gegna einhverju ákveðnu hlutverki. Allar frumur mannslíkamans eru t.d. ( hópi heilkjörnunga. Þessu er sem sagt ekki til að dreifa hjá bakteríum og þær fylla því þann flokk Hfvera, sem nefnast einu nafni dreifkjörn- ungar (procaryotes). Miðað við heilkjörnunga, þá eru bakteríur mjög einfaldar að uppbyggingu og gerð. Erfðaefni baktería er saman komið ( einum bakteríulitningi, sem flýtur um í súpu af próteinum og öðrum lífefnum. Þessa súpu umlykur svo frumuhimna og utan um frumuhimnuna er að finna frumuvegg. Frumuveggir bakteria eru mjög sterkbyggðir og gera þeim kleift að þola margt það, sem venjulegir heilkjörnungar þola ekki. Bakteriur fjölga sér með því að hver einstök bakteríufruma deilir sér í tvennt. Þá myndast tvær svokallaðar dótturfrumur, sem síðan deila sér aftur og svo koll af kolli. Sá tími, sem líður frá þvi að ný bakteria fæðist á þennan hátt, og þar til að sú baktería er reiðu- búin að skipta sér að nýju, kallast kynslóðatími (generation time). Kynslóðatíminn hjá bakteríum er yfirleitt mjög stuttur. Það leiðir því af sjálfu sér að ein baktería getur eignast ótrúlega marga af- komendur á tiltölulega skömmum tíma. Tökum dæmi: í bakteríu- rækt, þá getur kynslóðatími saur- bakteríunnar Escherichia coli, sem sennilega er mest rannsakaða og best þekkta lífvera á jarðríki, komist niður í 20 mínútur. Á tveimur klukkustundum verða því til sex kynslóðir baktería, sem myndi svara til 120 ára hjá mann- inum. Á einum sólarhring myndi ein E. coli-baktería eignast u.þ.b. 10.000.000.000.000.000.000.000 af- komendur, sem myndu vega um 10.000 tonn. Að öðrum sólarhring liðnum myndi massi afkomend- anna vera margfaldur massi jarð- ar. Það geta allir séð að þetta gæti aldrei gengið og þetta gerist ekki. í bakteríuræktun í tilraunastof- um örverufræðinga eru vaxtarsk- ilyrði yfirleitt ákaflega góð og vaxtarhraði því mikill. Þar af leið- ir að kynslóðatíminn er mjög stuttur eins og í dæminu hér að ofan. Slík vaxtarskilyrði eru ákaf- lega sjaldan fyrir hendi í náttur- unni, sem gerir það að verkum að vaxtarhraðinn er mun hægari, auk þess er ekki til nægilegt rými fyrir alla þessa nýju einstaklinga. Það sem gerir það að verkum að bakt- eríur eiga ekki við „fólksfjölgun- arvandamár að stríða er sífelld samkeppni um lífsviðurværi og bústað og lífslíkur því ákaflega litlar. Til þess að létta sér lífsbar- áttuna hafa margar bakteríuteg- undir aðlagað sig mjög sérstökum aðstæðum. Maðurinn stærir sig oft af ótrú- legri aðlögunarhæfni. Með allri virðingu fyrir manninum og að- lögunarhæfni hans, kemst hann ekki með tærnar þar sem bakterí- urnar hafa „hælana". Að vísu verður að segjast eins og er að það hefur tekið þær bakteríur, sem valið hafa sér að okkar mati, kúnstugt umhverfi til búsetu, milljónir ára að þróa þá byggingu og þau efnaskiptaferli, sem henta best til búsetu á þeim ákveðna stað. Margar bakteríur eru þvi mjög háðar því umhverfi sem þær hafa valið sér, og eru dauðans matur ef snöggar breytingar verða i umhverfinu. Það breytir ekki því að bakteríur hafa aðlagað sig að- stæðum, sem maðurinn gæti að- eins látið sig dreyma um að sigr- ast á. Bakteríur má finna allt frá sjávardjúpum suðurheimskauts- ins til sjóðandi hvera á íslandi. Þær er að finna á ísbreiðum jökla, i saltpæklum og sýrum, og jafnvel i bensíntönkum. Þær er að finna djúpt i jörðu og í innyflum manna og dýra. Þær eru alls staðar. En fjölbreytileiki baktería kem- ur ekki aðeins fram í þeim mörgu ólíku stöðum, sem þær hafa valið sér til búsetu. Bakteríur hafa jafnframt þróað með sér mjög flókin og mismunandi efnaskipta- ferli, sem gerir þeim kleift að nýta sér furðuleg búsetuskilyrði til fulls. Til eru ljóstillífandi bakteri- ur sem geta notfært sólarljósið, líkt og plöntur. Til eru fjölmargar bakteríur sem beinlínis drepast í því andrúmslofti sem hentar okkur best. Þær eru sem sagt loftfælnar (a' xerobic). Þær velja sér því bústaðí þar sem litlar likur eru á að súrefni verði á vegi þeirra. Þess í stað nota þær köfn- unarefni, brennistein eða koltvi- sýring til öndunar. Þar að auki eru flestar bakterí- ur, þrátt fyrir smæð sína, sjálfum sér nógar um framleiðslu á öllum þeim lífefnum sem nauðsynleg eru til að þær geti lifað af. Þær fram- leiða jafnframt mörg lífræn efni, sem nauðsynleg eru öðrum lifver- um til vaxtar og viðgangs, um leið og þær gegna miklu hlutverki í rotnun og sjá þannig til þess að ýmiss frumefni losni úr flóknum efnasamböndum og standi öðrum lífverum til boða. Það má því með sanni segja að með starfsemi sinni á ólíkustu stöðum séu bakteríur einn mikilvægasti hlekkurinn í því stóra vistkerfi sem jörðin er. Heimildir: GA Stent (1971) „Molecular Genetica“. W.H. Freeman & Co.f San Francisco, California. T.D. Brock (1974) „Biology of Microorganiama**. Prentice-Hall, Inc., Englewood Cliffa, New Jer»- ey. Margir höfundar (1972) „Biology Today“. CRM Boolts. Del Mar, California. SC BDMHG Dieselknúnar jarðvegsþjöppur Eigum nú fyrirliggjandi 2 gerðir af dieselknúnum jarðvegsþjöppum frá BOMAG, 152 og 177 kg að þyngd. Hagstætt verð. BÍLABORG HF. Smiðshöfða 23 sími 812 99 Þrír af forsvarsmönnum Flugleiðaskákmótsins með verðlaunabikarinn sem keppt er um. Frá vinstri. Andri Hrólfsson, Björn Theodórsson og Hálfdán Hermannsson. 24 sveitir skákmóti Flugleiðaskákmótið ’83 fer fram dagana 12. og 13. nóvember að Hótel Loftleiðum. Þetta er í fimmta sinn, sem Flugleiðir efna til móts af þessu tagi, en hið fyrsta fór fram árið 1979. í Flugleiðaskákmótinu taka þátt 24 sveitir, þar af 11 utan af landi. Keppt verður um bikar, sem Flug- leiðir hafa látið gera, auk þess sem fleiri verðlaun eru í boði, jafnt til skáksveita sem einstaklinga innan þeirra. Fram til þessa hefur sveit Búnað- keppa á Flugleiða arbanka Islands farið þrisvar með sigur af hólmi í Flugleiðaskákmót- um og sveit Útvegsbanka Islands einu sinni. Flugleiðaskákmótið hefst klukk- an níu að morgni laugardaginn 12. nóvember í Kristalssal Hótels Loft- leiða og verða tefldar 23 umferðir. Mótinu lýkur með verðlaunaaf- hendingu á sunnudagskvöld. Skák- stjórar eru Hálfdán Hermannsson og Andri Hrólfsson. 0r fréttatilkynningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.