Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER1983
53
Listasafn
ASÍ fær gjöf
LISTASAFNI ASÍ hefur borist
málverk af Vilhjálmi S. Vil-
hjálmssyni að gjöf. Það var
ekkja Vilhjálms og börn, sem
gáfu málverkið. Jón Engilberts
málaði myndina á árunum
1963—64 í tilefni af 60 ára af-
mæli Vilhjálms og gaf fjöl-
skyldunni síðan málverkið.
í bakgrunni myndarinnar er
sjóvarnargarðurinn á Eyrarbakka
og fylking verkafólks með kröfu-
spjöld og fána, en Eyrbekkingur-
inn Vilhjálmur S. Vilhjálmsson
var lengi blaðamaður á Alþýðu-
blaðinu og skrifaði mikið um kaup
og kjör verkafólks.
Listasafni ASl er mikill fengur
að þessu málverki Jóns Engilberts
og þakkar þann hlýhug til safns-
ins, sem gjöfinni fylgdi.
Á myndinni eru talið frá vinstri:
Guðmundur Vilhjálmsson, Berg-
þóra Guðmundsdóttir, Helga
Vilhjálmsdóttir Frahm, Gíslfna
Vilhjálmsdóttir og Ásmundur
Stefánsson, forseti ASÍ, sem veitti
gjöfinni viðtöku.
(Úr rrétutilkynningn)
Bókaútgáfan
Örn og Órlygur:
Ferdabók
Sveins
Pálssonar
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur
hefur gefið út Ferðabók Sveins
Pálssonar í þýðingu Jóns Eyþórs-
sonar, Pálma Hannessonar og
Steindórs Steindórssonar. Bókin
kom fyrst út í þýðingu þeirra árið
1945, en nú eru í bókinni „Nokkur
lokaorð“ Steindórs, þar sem hann
segir í fáum orðum sögu þýðingar-
innar og minnist samþýðenda
sinna.
Bókinni fylgir sérprentaður
uppdráttur af Skaftáreldahrauni
og Eldsveitunum, en sá uppdrátt-
ur Sveins er nú prentaður í fyrsta
sinn. Uppdrættina gerði Sveinn
fyrir 200 árum, þegar hann skoð-
aði upptök Skaftárelda og skráði
svokallað Eldrit sitt, en það er sá
hluti Ferðabókarinnar sem nú
kemur út.
Rétt er að geta þess að Haraldur
Jónsson, kennari og hreppstjóri í
Gröf á Snæfellsnesi, vann það
þrekvirki á sínum tíma að skrifa
upp allt handrit Sveins, sem hann
skrifaði á dönsku, orð- og stafrétt.
Haraldur hóf þetta verk algerlega
ótilkvaddur meðan hann var nem-
andi í Kennaraskólanum en lauk
því síðan í ígripum um 1930. Afrit
Haraldar notuðu þeir Jón, Pálmi
og Steindór er þeir þýddu bókina.
Ferðabók Sveins Pálssonar er
að öllu leyti unnin í Prentsmiðj-
unni Odda hf. Sigurþór Jakobsson
hannaði titilsíður, bókarspjöld og
öskju.
Samhliða hinni almennu útgáfu
Ferðabókar Sveins Pálssonar sem
nú kemur út voru gefin út 97 ein-
tök af bókinni tölusett og árituð.
Úr rrétUtilkynninKu.
MelsnluHad ci hwrjum degi!
vmu VERnon
BHKIDPÉ
Fáðu þér þá stál af
fullkomnustu gerð
ERO 13
kr.3.050.
Hæðarstilling á baki
og setu.
Veltibak
ERO DA 15
kr. 4.100.-
Hxðarstilling á baki
og setu
Veltibak .
Veltiseta '
ERO CD I5
kr. 6.040.-
Hæoarstuling á
og setu.
Veltibak
Veltiseta
■k
ERO stólarnir veita baki þínu réttan stuðning og koma í veg
fyrir óeðlilega þreytu og spennu í hryggnum. Þeir hafa
alla yfirburði fullkomnustu stóla en eru engu
að síður á einstaklega lágu verði.
Stóöst gæðaprófun Teknologisk institut í Noregi.
STÁLHÚSGAGNAGERO
STEINARS HF.
SKEIFUNNI 6.SÍMAR: 33590.35110. 39555