Morgunblaðið - 09.11.1983, Síða 6

Morgunblaðið - 09.11.1983, Síða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 Eiðaskóli 100 ára BUNAÐARSKOLAHUSIÐ Á EIÐUM. BÚNAÐARSAMBAND AUSTURLANDS VAR STOENAD HÉR 22. JÚNÍ 1904. jl' jfi | •: pB mM Búnaðarskólinn 1883—1918. GuUormur VjgfÚHson, Jónaa Eirfksson, skóla- Benedikt Kristjánsson, Bergur Heiftason, skóla- Metúsaiem Stefánsson, skólastjóri Búnaðarskólans stjóri á Eiðum, 1888—1906. skólastjéri Búnaðarskólans stjóri Búnaðarskólans á skólastjóri Búnaðarskólans á Eiðum 1883—1887. á Eiðum, 190«—1907. Eiðum, 1907—1910. á Eiðum, 1910—191». Asmundur Guðmundsson, Jakob Kristinsson, skóla- Þórarinn Þórarinsson, Þorkell St. Ellertsson, Kristinn Kristjánsson, skólastjóri Alþýðuskólans á stjéri á Eiðum, 1928—1938. skólastjóri á Eiðum, skólastjóri á Eiðum, skólastjóri á Eiðum frá Eiðum, 1919—1928. 1938—1965. 1965—1975. 1975... — eftir Þorkel St. Ellertsson Eiðaskóli var fyrst settur með formlegum hætti þann 21. október 1883. A skólinn því 100 ára afmæli um þessar mundir. Af þessu tilefni birtir Morgun- blaðið nú afmælisávarp Þorkels St. Ellertssonar, sem var skólastjóri Al- þýðuskólans á Eiðum á árunum 1965—1975. Ávarpið var flutt á afmælishátlð Eiðaskóla þann 11. júní 1983. Eiðaskóli, kæra afmælisbarn. Eitt hundrað ára afmæli. Þrjá- tíu og sex þúsund og fimm hundr- uð dagar. Það eru margar stundir og mikil saga. Skáldinu forðum var tregt tungu að hræra. Svo er í dag um þá sem unna þér. Tilfinn- ingar fylla mann vonum og þrá, óskum, áhuga og ásetningi, en ekki alltaf orðum. Mörgum manninum hefur þú veitt viðtöku og margan borið í fanginu og veitt af auðlegð þinni og sjóðum. Ótaldir eru þeir sem nutu stuðnings þíns út í lífsstríðið. Sá sem einu sinni hefur notið þeirra faðmlaga verður aldrei samur maður aftur, heldur annar og betri. Dætur þínar og synir skipta þúsundum og áhrif þín á austfirskt þjóðlíf eru ómælanleg. Spurnir fara af börnum þínum um alla heimsbyggðina. Allt sunnan frá Antarktíku og norður á Sval- barða. Þannig bera þau nafn þitt og hróður of veröld alla. Sumir fóru hjá garði og sögðu: „Þetta er enginn staður, maður lítur niður á hann, hér skortir alla reisn, og höfðu í huga burstabæi eða kassabyggingar á hólum. Þannig sést mönnum oft yfir það sjálfsagða. Eiðaskóli, þú og um- gjörð þín eruð sem lifandi tákn og tjáning. Staðarhús þín hafa byggst eftir tveim helgum form- um. í vinkil eða V sem táknar opinn faðm umhyggju og sigurs, í skeifu sem er gæfutákn og opnast inn til héraðs og lands öllum lýð til blessunar. Að líta niður er merki auðmýktarinnar, en hún er grundvöllur mannlegrar göfgi, eða hver var það sem þvoði fætur Iærisveina sinna? Menn ná ekki langt né hátt með því einu að ein- blína til himins, þótt gott geti ver- ið með öðru. Menn vaxa af verkum sínum, dáðum og góðu hjartalagi og ekki væri Austurland nema svipur hjá sjón, ef þín hefði ekki notið við. Eiðavatnið minnir á djúp visku þinnar og speki. Sá sem lítur niður á vatnsflöt sér upp um leið. Eiðaskógur er merki um vöxt þann og þroska, sem þú veittir svo mörgum. Eiðakirkja er tákn guðdómsins sem hér hefur alltaf verið með í verki og tákn þess kærleika sem er öllum æðri, skilur allt og umber allt. Eiðajörðin sjálf; Borgarhóllinn, Hesthússhóllinn og Smiðjuhóllinn eru fulltrúar hins daglega lífs, fulltrúar svita og verka og minna okkur sífellt á það að öll erum við af jörðu komin og af erfiði sínu skal hver maður upp skera. Einn sagði: Hér verður aldrei neitt, ekkert nema afskekkt, útúr, einangrað og vanmáttugt fólk, aldrei verður þú sambærilegur við þá stóru í þéttbýlinu. En reynslan er ólygnust. Margir þjóna þinna hafa líka verið í borgum og meðal framandi þjóða og starfað við góða kostinn svokallaða og stóru skólana. Og þeir vita og vitna um það hver staða þín er. Sonur þinn einn, úr hópi þeirra sem ekki voru alltaf taldir til bestu barnanna, stóð oft hér hjá mér áður við norðurglugga á pilta- vistum, þegar utanáttin hamaðist og vetrarmyrkrið smaug í gegnum merg og bein. Hann sagði stund- um við mig að þetta væri skíta- pleis og skólaaginn væri asna- legur. Hvergi gæti verið verra. Á nemendamóti í vetur sagði sami maður með falslausu augnaráði. „Þetta voru mín bestu ár, ég fann eftirá, hvernig ég efldist við erfið- leikana og óx við agann. Á Eiðum varð ég að manni.“ Vel má vera að á kunni að hall- ast með einhvern samanburð, en yfirburðir hvað snertir náið per- sónulegt atlæti, einstaklings- bundna umhyggju, góðan félags- skap og ljúfan aga vega þungt og gera í rauninni allan gæfumuninn ef vel tekst til. Hvergi kynnast menn betur kostum náungans og Þing Alþýðusambands Vesturlands: Sigrún B. Elíasdóttir endurkjörin formaður Fjórða þing Alþýðusam- bands Vesturlands var haldið á Akranesi fyrir skömmu. f skýrslu stjórnar kom fram að aðalviðfangsefni sam- bandsins síðastliðin tvö ár hafa verið kjara- og fræðslu- mál. í sambandinu eru nú 14 aðildarfélög með um 3300 fé- lagsmenn. Þingið sóttu 42 full- trúar frá tólf aöildarfélögum. Á þinginu urðu miklar umræð- ur um framtíðarstarf Alþýðu- sambands Veturlands og var samþykkt að kjósa milliþinga- nefnd til að fjalla um það mál. I»á urðu einnig miklar umræð- ur um kjara- og atvinnumál. Stjórn Alþýðusambands Vest- urlands var sjálfkjörin en hana skipa: formaður, Sigrún B. Elías- dóttir, Verkalýðsfélagi Borgar- ness, varaform., Einar Karlsson, Verkalýðsfélagi Stykkishólms, rit- ari, Þórey Jónsdóttir, Verkalýðs- félagi Akraness, gjaldkeri, Guð- laug Birgisdóttir, Verkalýðsfélagi Akraness, meðstjórnendur, Þórar- inn Helgason, Verkalýðsfélagi Akraness, Jón Agnar Eggertsson, Verkalýðsfélagi Borgarness, Bárð- ur Jensson, Verkalýðsfélaginu Jökli, Ólafsvík, Sigurður Lárus- son, Verkalýðsfélaginu .Stjörn- unni, Grundarfirði, Kristján Jóhannsson, Verkalýðsfélaginu Val, Búðardal. Varamenn, Haukur Már Sigurðsson, Verkalýðsfélag- inu Aftureldingu, Hellissandi, Guðrún Eggertsdóttir, Verslun- armannafélagi Borgarness, Kjart- an Guðmundsson, Akranesi, Agn- ar Jónsson, Verkalýðsfélagi Akra- ness, Sigurður Sverrir Jónsson, Verkalýðsfélaginu Herði. Endur- skoðendur, Svandís Vilmundar- dóttir Verslunarmannafélagi Akraness, Bent Jónsson, Verslunarmannafélagi Akraness, INNLENT varaendurskoðandi, Garðar Hall- dórsson, Verkalýðsfélagi Akra- ness. Ályktun um kjaramál: Núverandi ríkisstjórn hefur tekið samningsréttinn af launa- fólki og leitt óbærilega kjara- skerðingu yfir alla alþýðu þessa lands, og mörg heimili verkafólks nú þegar komin á vonarvöl. Fjórða þing Alþýðusambands Vesturlands krefst þess að lögin um afnám samningsréttar verði nú þegar felld úr gildi, svo að verkalýðshreyfingin geti hafið viðræður við ríkisstjórn og at- vinnurekendur, til að ná fram nýj- um kjarasamningum sem bæti upp þá kjaraskerðingu sem orðið hefur frá því að bráðabirgðalögin tóku gildi. Með tilliti til þessa gjörbreytta ástands í kjaramálum launafólks, þurfa eftirfarandi at- riði að hafa forgang: 1. Þingið telur að lágmarkslaun fyrir dagvinnu megi ekki vera lægri en 15.000 krónur á mán- uði. 2. Verðbætur þær sem reiknast á laun vísitölufjölskyldu skulu greiðast í sömu krónutölu á öll laun. 3. Skapa raunverulegt launa- jafnrétti kvenna og karla. 4. Lánakjör og lenging lánstíma til íbúðabygginga verði eitt af forgangsverkefnum, með auk- inni byggingu félagslegra íbúða. 5. Bæta nú þegar hag þess fólks sem hefur aðeins örorku- eða ellilaun og tekjutryggingu. 6. Stefna að því að allt launafólk sitji við sama borð að því er varðar félagsleg og kjaraleg réttindi. Stórir hópar njóti í þessu efni hverskonar forrétt- inda. 7. Réttur foreldra til leyfis á laun- um í veikindum barna sinna verði tryggður. Sú staðreynd blasir við að verkafólk hefur ekki fengið sinn eðlilega og réttláta hluta af þjóð- artekjum undanfarin ár. Afleið- ingin hefur orðið sú að verkafólk hefur yfirleitt neyðst til þess að lengja vinnudaginn umfram það sem eðlilegt getur talist, á þann hátt hefur tekist að hækka árs- tekjur verkafólks en raunveruleg lífskjör hafa þrátt fyrir það rýrn- að. Fjórða þing Alþýðusambands Vesturlands telur árangursrík- ustu leiðina til að ná bættum kjör- um, að verkafólk hefji nú þegar almenna umræðu í verkalýðsfé- lögunum og á vinnustöðum um kjör sín svo það verði sem best meðvitað um þá baráttu sem framundan er, sem verkalýðs- hreyfingin verður að heyja með öllu því afli sem hún hefur yfir að ráða. „Barnasjúkdómar 0g slys“ IÐUNN hefur gefið út bókina „Barnasjúkdómar og slys“, sænska handbók handa foreldrum og uppalendum. í bókinni er lýst hinum venju- legu einkennum barnasjúkdóma. Meðal þess, sem gerð er grein fyrir í bókinni er alls konar áföll: blæð- ing, taugalost, eitrun, bruni, kal o.fl. og hvernig bregðast skuli við. Þá eru kaflar um almenna heilsu- gæslu, vöxt og þroska barna o.fl. (Úr fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.