Morgunblaðið - 09.11.1983, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983
55
!
i
í
Alþýðuskólinn á Eiðum.
Allir núlifandi skólastjórar; skipaðir og settir. Talið frá v. Halldór Sigurðsson (s.) ’64—’65, Kristinn Kristjánsson
(sk.) 75 ..., Þórarinn Þórarinsson (sk.) ’38—’65, Þorkell St. Ellertsson (sk.) '65—75, Haukur Ágústsson (s.) ’81
—’82 og Ármann Halldórsson (s.) ’59—60.
göllum en í heimavist, hvergi öðl-
ast menn nánari skilning á sam-
vinnu, samhjálp og félagsskap en í
heimavistum af því tagi sem
lengst hafa fylgt þér, Eiðaskóli.
Vissulega lagðir þú stundum á
okkur ok og armæðu og þeir voru
til sem kiknuðu undan kröfum
þínum og byrðum. En þú kenndir
okkur að hamingjan er fyrst og
fremst fólgin í því að yfirvinna
erfiðleika og sigrast á sjálfum sér.
Við komum hingað öll fákunn-
andi. Þú hertir okkur í blíðu og
stríðu, meðlæti og mistökum. Þú
kenndir okkur að lyfta Grettistök-
um og veittir í veganesti þá gleði
sem aldrei þrýtur, og við vitum nú
að gott eitt höfðum við af öllu því
sem þú mældir okkur, árekstrum,
gremju, ástúð og samstarfi,
áhuga, gleði og ótal lexíum öðrum
sem við urðum að nema. Þannig
eru spor þín óafmáanleg í sálum
okkar.
Þegar árin líða skynjar maður
betur það sem yfir gnæfir allt
annað. Það er kærleiksbandið, sem
tengir alla Eiðamenn. Ylurinn
sem maður skynjar í hjartanu,
þegar Eiðaskóli er nefndur, hlýjan
í brjóstinu við að hitta, sjá eða
heyra gamla kunningja frá Eið-
um, finna neistann sem kviknar
þegar maður heyrir sagt — „ég
var á Eiðurn". Þannig rætast einn-
ig hér orð Páls postula, „kærleik-
urinn fellur aldrei úr gildi“. Því er
okkur í dag hverju og einu þakk-
læti efst í huga, þakklæti fyrir allt
það sem þú varst og gafst. Sér-
staklega flyt ég einlægar þakkir
fyrir mína hönd og minna.
Kæri Eiðaskóli. Hér stendur þú
í dag með 100 ár og allar þínar
kynslóðir á herðum og ættir sam-
kvæmt sumum lögmálum að vera
lotinn og lúinn. En skóli eins og þú
eldist ekki þótt árin líði.
Ekki er heldur annað að sjá en
þú sért bæði léttstígur og létt-
brýnn. Svo mun verða meðan
ræktarsemi lifir og fólk ann þér og
menn kunna að meta mátt menn-
ingar og mennta.
Þær byrðar sem Eiðaskóli hefur
á okkur mörg lagt eru þann veg
gerðar, að þær létta lífsgönguna.
Eiðaskóli gerir menn ekki örvasa
heldur unga í anda og unga til
átaka. Þannig er aldur Eiðaskóla
ekki hefðbundin elli, heldur sífelld
æska.
Megi sú æska fylgja þér Eiða-
skóli næstu 100 árin. Til hamingju
með áfangann.
EiÖum 11/6 ’83,
Þorkell St. Ellertsson.
HITAMÆLAR
Vesturgötu 16,
sími 13280.
Þrýstimælar
Allar stæröir og gerðir
SöMFllgEflgjtyir
WifíXTYl ®®<SXTö <&
Vesturgötu 16, sími 13280
-HNGIMAR 3ÓNSSON-
leikir
«NTUCIRT1LÍI«ÓrTAK£NNSLU ÍSKÓUJM.
VieUKAMSRÆKT, RJÁLRJN ÍWÓnAfÓLKS
OC fYRIR ALMENNINC
IÐUNN
Iðunn gefur
út „Leiki“
„LEIKIR” nefnist bók, sem lóunn
hefur gefið út. Ingimar Jónsson tók
bókina saman.
í henni er lýst leikjum sem henta
vel í íþróttakennslu, almennri lík-
amsrækt, við þjálfum íþrótta-
manna og fyrir almenning. Alls er
lýst 75 leikjum ásamt afbrigðum
þeirra.
Teikningar í bókina gerði Eggert
Pétursson en Brian Pilkington
gerði kápumynd.
„Leikir" er 117 blaðsíður. Prent-
rún prentaði.
(f'r rrétUtilkynningu)
Ég óska eftir að fá sendan nýja ULFERTS myndalist-
ann ókeypis.
Nafn
heimili
staður
m
KRisunn
SIGGEIRSSOn HF
skipar eitt efstu sætanna á
sölulista ULFERTS . . .
ástæðan er augljós þegar þú hefur skoðað það nánar.
Eins, tveggja og þriggja sæta, með tauáklæði sem taka
má af og hreinsa.
Ulferfs
LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 2587D