Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 9

Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 57 hendinni, um leið og ég strunsaði út. Aftan á því stóðu fyrirmæli um að tollskýrslur ættu að vera vélrit- aðar. „Grunaði ekki Gvend," tautaði ég í bræði minni. „Þau geta ekki lesið skrifstafi." „Ég sárskammast mín fyrir þig,“ sagði Innri maðurinn. „Ertu búinn að gleyma því hversu oft þetta fólk hefur afgreitt þig með lipurð og vinsemd, meira að segja fengið þér umyrðalaust pakka sem þú máttir eiga von á að greiða toll af? Þú manst víst ekki eftir því þegar þú fékkst jólapakkann með vodkaflöskunni hérna um árið? Það var ekki sagt orð, þú fékkst pakkann og þurftir ekki að borga neinn toll. Og nú ætlar þú að ær- ast af því að þú þarft að borga löglegan söluskatt af þessum bók- um þínum, sem enginn veit nema þú ætlir að selja með hagnaði." „Ég er ekki að rífast út af sölu- skattinum," sagði ég, „heldur því að þurfa að koma hingað þrisvar til að fá að borga hann. Hugsaðu þér ef ég byggi og ynni uppi í Breiðholti." „En nú ertu ekki þar,“ sagði Innri maðurinn. „Þú þarft ekki annað en fara úr Hafnarstræti yf- ir í Tryggvagötu og það tekur þig ekki tvær mínútur. Og þó lætur þú eins og óður tarfur. Mundu eftir því að laglega stúlkan sagði að það væri fáliðað á skrifstofunni í dag.“ Ég virti hann ekki svars. Auð- vitað var þetta rétt hjá honum, en það voru nú fleiri til en ég og ég var í rauninni að kvarta fyrir hönd allra þeirra borgarbúa sem fengu pakka frá útlöndum. Þriðji dagur þrenginganna rann upp. Ég stalst einu sinni enn úr vinnunni út á Tollpóststofu og rétti fram afritið sem ég hafði fengið áður. Stúlkan leitaði í tveim skjalabunkum á borðinu og síðan í skúffu, en ekki fannst tollskýrslan mín. Fólk kallaðist á út af þessu merkilega plaggi og loksins fannst það á borðinu — óafgreitt. Það hafði ekki unnist tími til að yfirfara það á þessum sólarhring sem liðinn var. Stúlkan sem kunni á skýrslurnar settist með skýrsluna mína og endur- skoðaði útreikninginn. Það tók nákvæmlega 32 sekúndur. „Og þetta var ekki hægt í gær,“ tautaði ég. „Láttu ekki svona," sagði Innri maðurinn. „Það voru margir á undan þér, þú sást sjálfur þunk- ana á borðinu." Gjaldkerinn leit til mín. „Þær eru bráðlaglegar, þessar stúlkur sem vinna hér,“ hugsaði ég- „Að þú skulir aldrei geta vanið þig af þessum lostafullu hugsun- um, bráðum orðinn hálfsjötugur," sagði Innri maðurinn hneykslað- ur. „Þetta voru ekkert lostafullar hugsanir," sagði ég. „Það er ekkert rangt við það að viðurkenna að margt hefur Guð gert vel.“ „Hefur Guð gert nokkuð nema vel?“ sagði Innri maðurinn. „Líklega ekki,“ svaraði ég, „en það er þá eins og sumt hafi aflag- ast nokkuð mikið eftir að hann gekk frá því.“ „Þetta eru 289 krónur," sagði gjaldkerinn. Þetta hafði þá hækk- að um þrjár krónur í meðferðinni, krónu fyrir hvern dag. Ég borgaði, fór með afritið að hinu borðinu og fékk pakkann. Það hafði kostað kringum klukkutíma vinnusvik og 289 krónur að fá að lesa bókina hans Martensens biskups. Von- andi var hún þess virði. Það lá við að það væri minni fyrirhöfn að fara bara til Kaupmannahafnar og lesa bókina þar. Og nú skildi ég allt í einu, hversvegna Úlfljótur var látinn læra lögbókina utan að í Noregi, í staðinn fyrir að panta skrudduna og láta senda hana til Islands. Þessu þurfti að bæta inn í íslandssöguna. „Ég held ég hendi þá þessu snæri," sagði ég á leiðinni niður stigann. „Til hvers hafðirðu með þér snæri?“ spurði Innri maðurinn. „Til þess að hengja mig ef ég hefði þurft að fara fjórðu ferðina eftir þessum þrem bókum,“ svar- aði ég. „Þú ættir að sápuþvo þér um munninn eftir svona lygi,“ sagði Innri maðurinn. „Þú ert alltof mikil skræfa til að hengja þig.“ Ég leit í pósthólfið mitt á leið- inni aftur í bankann. Þar var að- eins einn bréfmiði — önnur til- kynning um bókapakka frá Toll- póststofunni! Og ég sem var búinn að henda snærinu! En þar sem ég er eins og George Washington í því að geta ekki log- ið, ekki einu sinni með því að þegja yfir staðreyndum, skal ég taka það fram, viðkomandi fólki til verðugs hróss, að þegar ég kom með síðari tilkynninguna, var skýrslan útfyllt fyrir mig á stund- inni, án þess að ég svo mikið sem bæði um það (enda datt mér ekki í hug að það þýddi neitt að fara fram á það). Erindi mínu var í þetta sinn lokið á þrem mínútum, og þegar ég fór með pakkann minn, fannst mér ég aldrei hafa hitt fyrir hjálpsamara, vingjarn- legra og fallegra afgreiðslufólk innan „kerfisins" en fólkið á Toll- póststofunni. Og Innri maðurinn sagði: „Þarna sérðu!" Torfi Ólafsson er deildarstjóri í Scólabanka íslands. annan áþekkan rekstur". Og hefur ekki Stúdentaleikhúsið endurvak- ið kaffileikhúsið uppí Félagsstofn- un. Við skulum gá að því að hæg- lega má flokka leiktjöld undir myndlist. Þetta er samt allt á döfinni þótt myndlistarsýningar á kaffihúsum teljist ekki til tíðinda. Annars nenni ég ekki að rita öllu lengra mál um þetta leiðindaatvik. Ástæðan fyrir því að ég viðra það hér á síðum er sú, að hér finnst mér vera gert uppá milli manna í fréttaflutningi sjónvarps. Það er þaggað niður í myndgerðar- mönnum er kjósa að sýna verk sín á kaffihúsi — þar sem menn geta hresst líkamann jafnt og andann — á meðan listskapendur á öðrum sviðum fá óhindrað tækifæri til að kynna list sína á skjánum — list sem tilheyrir öðru sviði en er einn- ig notið yfir kaffibolla. Annars vil ég ekki alveg skilja fréttastjórann eftir í sárum þótt ég sé ósáttur við hvernig hann ritskoðar myndlist- ina, því hann hefir á að skipa harðsnúnu liði fréttamanna sem sinnir ótrúlega vel sínu hlutverki. Það er mannlegt að gera mistök og oft er raunveruleikinn svo hrika- legur að hann tekur ráðin af mönnum, en ritskoðun ætti að vera hægt að varast. Annars er ég al- veg til í að ræða þetta mál nánar við fréttastjórann yfir kaffibolla á Kjarvalsstöðum eða uppí Norræna húsi. Vélflugfélagið: Fundað um vetrarflug VÉLFLUGFÉLAG íslands er nú að hefja vetrarstarfið. í kjölfarið á vel- heppnaðri ráðstefnu um öryggismál einkaflugs sem fram fór 1. okt. sl. hyggst ný stjórn VFFÍ nú beita sér fyrir efldu félagsstarfi með fjöl- breyttri vetrardagskrá fyrir félags- menn og allt flugáhugafólk. Meðal annars mun félagið bjóða upp á reglu- lega umræðu og fræðslufundi í vetur og standa fyrir útgáfu eigin frétta- bréfs. Fyrsti fræðslufundur vetrarins með yfirskriftinni Vetrarflug verð- ur haldinn í kvöld, miðvikudags- kvöld 9. nóvember, kl. 20.00 að Hót- el Loftleiðum. Á fundinum verður fjallað um ýmis öryggisatriði sem sérstaklega snerta flug að vetrar- lagi. Framsögumenn verða Skúli Jón Sigurðsson, deildarstjóri loft- ferðaeftirlits, Guðmundur Haf- steinsson veðurfræðingur og Run- ólfur Sigurðsson flugvélstjóri. Einnig verður sýnd kvikmynd um vetrarflug. Einkaflugmenn og allt flugáhugafólk er hvatt til að mæta. Metsöhiblad á hwrjum degi! Gigtarfélag íslands: Happdrætti til styrktar Gigtlækningastöðinni GIGTARFÉLAG íslands vinnur nú að lokafrágangi og kaupum að hús- búnaði í Gigtlækningastöðina i Ár- múla 5. Til að fjármagna þetta er nú í gangi happdrætti, sem dregið verð- ur í 8. desember. Miðar haa verið sendir félags- mönnum og umboðsmönnum um allt land. Eins og undanfarin ár er félagið einnig með jólakortasölu. Félagsmenn eru nú um 1700, en lauslega áætlað eru um 25.000 Is- lendingar meira eða minna þjak- aðir af gigt. Fyrir allan þann fjölda er þekking á gigt og málefn- um gigtsjúkra undirstöðuatriði. Félagið reynir að bæta úr þessu með fræðslufundum og tímariti, sem allir félagsmenn fá sent fjór- um sinnum á ári. Úr fréttatilkynniiigii. ÞAKPONNUSTAL í HÆSTA GÆÐAFLOKKI EPL þakpönnustálið sameinar styrkleika stálsins og hefðbundið útlit pönnusteinsins sem var mikið notaður á þök hér áður fyrr. Stálið er sterkt, glansandi og þolir mikið veðurálag. Fæst í rauðum og svörtum litum. Allur frágangur er til fyrirmyndar, naglarnir sjást ekki og allir fylgihlutir fást. I verði erum við vel samkeppnisfærir. Fáðu þér varanlegt pönnuþak af hefðbundinni gerð. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.