Morgunblaðið - 09.11.1983, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983
59
Mistök í prentun sálma
— eftir Jón Óskar
Greinilegt er, að mistök hafa
orðið við síðustu útgáfu sálmabók-
ar íslensku kirkjunnar, mistök
sem eru þess eðlis að nauðsynlegt
er að vinda bráðan bug að því að
leiðrétta þau með nýrri útgáfu.
Séra Bjartmar Kristjánsson á
Laugalandi mun einna fyrstur
hafa vakið máls á þessu, en lítinn
stuðning fengið þangað til núna,
að ég sé í blöðunum að nokkrir
prestar hafa látið uppi sömu skoð-
anir á nýafstöðnu kirkjuþingi.
Hitt er mér ekki kunnugt um, að
neinn bókmenntamaður hafi látið
uppi álit sitt fyrir opnum tjöldum
og því sendi ég frá mér þessar lín-
Hér er um að ræða meðferðina á
Jesúnafninu í nýjustu útgáfu
sálmabókarinnar. Eg ætla ekki að
skipta mér af þeim trúarlegu til-
finningarökum, að nafni frelsar-
ans hafi verið breytt í nýju sálma-
bókinni og öðrum textum sem
prestar nú á dögum fara með, eftir
því sem mér skildist á séra
Bjartmar, heldur hlýt ég að líta
hér á frá nokkuð öðru sjónarhorni
en prestarnir, þ.e. frá bókmennta-
legu og fagurfræðilegu sjónar-
horni. í fyrstu trúði ég vart að rétt
væri hermt um breytingarnar í
nýju sálmabókinni, að skynugir
menn gætu tekið sér slíkt fyrir
hendur vitandi vits að hrófla á
nokkurn hátt við verkum helstu
sálmaskálda þjóðarinnar, manna
sem ortu ekki aðeins af barnslegri
trúareinlægni, heldur og af til-
finningu fyrir málinu sem þeir
ortu á. En við athugun á nýju
sálmabókinni komst ég að raun
um að þetta hafði gerst.
Sálmakveðskapur lýtur sömu
lögmálum og annar kveðskapur
sem sprottinn er úr gamalli hefð,
að skáldið verður að hafa tilfinn-
ingu fyrir mýkt eða hörku hverrar
ljóðlínu. Hvert skáld er barn síns
tíma og yrkir samkvæmt því, eng-
inn hefur rétt til að breyta
kveðskap manna, ekki fremur
latneskum endingum nafna en
öðru. Hver minnsta breyting getur
valdið stirðleika, þar sem áður var
sveigjanleiki, og þótt réttlætan-
Jón Oskar
„Ég vænti þess að menn
átti sig á því, þegar þeir
hugsa málið, að enginn
hefur rétt til að breyta
kveðskap manna, að
minnsta kosti ekki
nema um augljós glöp
sé að ræða, og gildir
einu þótt breytingin sé
formfræðileg eða stfl-
fræðileg, en merking
óröskuð.“
legt mætti þykja að leiðrétta
sumar verstu málvillur þjóðskálda
okkar, þegar kvæði þeirra eru út
gefin, hefur það hingað til verið
varast, jafnvel þó hægt hefði verið
án þess að af hlytist stirðlegri
kveðandi. í nýju sálmabókinni er
ekki einu sinni um neinar málvill-
ur að ræða til afsökunar, en breyt-
ingarnar valda stirðleika í kveð-
andi eða að minnsta kosti hörku,
þar sem áður var mýkt, og skal ég
nú tilfæra dæmi þessu til sönnun-
ar.
FÉLAGSFUNDUR Trésmiðafélags
Reykjavíkur var haldinn í október
síðastliðnum. í frétt frá félaginu seg-
ir að eftirfarandi tillaga hafi verið
samþykkt:
„Félagsfundur Trésmiðafélags
Reykjavíkur, haldinn 25. október
1983, fordæmir þau vinnubrögð
Alþýðusambands Austurlands,
sem felast í því að sambandið
kaupir innflutt húsgögn í orlofs-
hús sín. Fundurinn lýsir furðu
sinni á því að á sama tíma og ís-
„Hans og Gréta“
IÐUNN hefur gefið út „Hans og
Grétu", hið sígilda ævintýri
Grimmsbræðra, með litmyndum
eftir danska teiknarann Svend
Otto S. Hann er kunnur af teikn-
ingum sínum og hefur Iðunn áður
gefið út fimm Grimmsævintýri
með myndum eftir hann, svo og
norska ævintýrið „Pönnukökuna".
Þorsteinn frá Hamri þýddi bók-
ina, sem er sett hjá Ásetningi og
prentuð í Danmörku.
(FrétUtilkynning)
Einn fegursti sálmur sem ortur
hefur verið á íslensku er sunginn á
hverjum jólum og hlýtur að hrífa
hvern mann í mýkt og hreinleik
ljóðs og lags, þegar vel er sungið:
Jesú, þú ert vort jólaljós. Nú hafa
menn í athugunarleysi og af mis-
skilningi á hlutverki sínu breytt
þessari ljóðlínu og bætt essi inn í
hana í nýju sálmabókinni, svo
mýktin í ávarpinu í upphafi ljóð-
línunnar er farin allrar veraldar
veg: Jesús, þú ert vort jólaljós.
Þarna veldur essið í Jesús því að
hljómfegurðin sem fellur svo vel
að söngnum hefur orðið fyrir
hnekki. Og þetta er þeim mun til-
finnanlegra sem öll versin í sálm-
inum hefjast á sömu orðunum. f
nýju sálmabókinni er að vísu að-
eins prentað eitt versið af þremur,
og má segja að nóg hafi verið að-
gert gagnvart þessum fagra sálmi,
en aðrir sálmar munu hafa hlotið
sömu örlög í þessari útgáfu, þar á
meðal sjálfur þjóðsöngur okkar,
og þarf vitanlega einnig að leið-
rétta þau vinnubrögð, þegar
sálmabókin verður á ný út gefin,
svo Valdimar Briem, Matthías og
aðrir snjallir sálmahöfundar fái
þar verðuga uppreisn.
Nú ætla ég að leyfa mér að til-
greina annan sálm, þar sem ef til
vill er enn ljósara hverskonar
skemmdir menn hafa með að-
gæsluleysi unnið á verkum fyrri
tíðar sálmaskálda með slíkum
breytingum sem hér hafa verið
nefndar. Einn sálmur eftir Björn
Halldórsson í Laufási hefst á
þessa leið: Jesú minn, Jesú minn,
ég kem hér ... Flestir sem eyra
hafa fyrir máli hljóta að viður-
kenna hvílík hljómbreyting hefur
orðið, þegar búið er að bæta þarna
inn í esshljóði á tveimur stöðum í
sömu ljóðlínu: Jesús minn, Jesús
minn, ég kem hér ...
Varla þarf að hafa um þetta
fleiri orð. Ég vænti þess að menn
átti sig á því, þegar þeir hugsa
málið, að enginn hefur rétt til að
breyta kveðskap manna, að
minnsta kosti ekki nema um aug-
ljós glöp sé að ræða, og gildir einu
þótt breytingin sé formfræðileg
eða stílfræðileg, en merking
óröskuð. Væri æskilegt að hraða
sem unnt er nýrri útgáfu sálma-
bókarinnar, svo leiðrétt verði þau
mistök sem orðið hafa, og þyrfti
þá jafnframt að gæta þess að búta
ekki sundur eða fella burt það sem
fyrri tíðar menn hafa fegurst gert
á sviði sálmakveðskapar.
Jón Óskar er rilhöíundur.
„í víti eiturlyfja“
HJÁ Iðunni er komin út bókin „í
víti eiturlyfja" eftir Birthe E.
Christensen. Þorvaldur Kristins-
son þýddi. Höfundur er ung dönsk
stúlka sem segir á umbúðalausan
hátt frá ævi sinni, einkum því
skeiði sem hún var ánetjuð eitur-
lyUum.
í kynningu forlags á kápubaki
segir m.a.: „Þessi bók er skrifuð
handa þeim sem ekki þekkja von-
leysi óviðráðanlegrar fíkniefna-
neyslu. Það þarf kjark til að slíta
sig lausan. Og margt getur fleygt
„stelpugæs eins og mér“ aftur í
skítinn ..."
B ó k i n er 21 kafli og 140 blað-
SÍður að Stærð. (tlr frétutilkrnningu)
Trésmiðafélag Reykjavíkur:
Fordæma vinnubrögö Al-
þýðusambands Austurlands
lenskur iðnaður á í vök að verjast
gegn hvers konar innflutningi,
skuli samtök launafólks haga sér
svo sem raun ber vitni."
Einnig fordæmdi fundurinn
setningu bráðabirgðalaga ríkis-
stjórnarinnar frá 27. maí og skor-
aði á Alþingi að „láta ekki það slys
henda að Alþingi Islendinga sam-
þykkti lög, þar sem að engu eru
höfð þau grundvallarmannrétt-
indi, sem samningsrétturinn sé“,
eins og það er orðað í fréttinni.
Verðlækkun á
XEROX
Ijósritunarvélum
Fyrir 5 árum síðan hójXEROX maraþonverkefni, hönnun
á Ijósritunarvélum sem þolað gætu hið mesta álag ogjafn-
framt haldið gæðum Ijósrita íséiflokki. Nú er árangurXEROX
vísinda og tæknimanna kominn í Ijós.
1020, 1030, 1035, 1045 og 1075 MARAÞONVÉLARNAR eru
komnar á markaðinn, tilbúnar að skjóta öllum keppinau-
tum reffyrir rass.
Vegna mikillar sölu MARAÞONVÉLANNA alls staðar í heim-
inum hefur XEROX nú tilkynnt 15—20% verðlækkun á vél-
um og varahlutum, sem á eftir að koma öllum viðskiptavin-
um XEROX til góða.
XEROX
Leiðandi merki í Ijósritiin
NÓN HF. XEROX UMBOÐIÐ
Hverfisgötu 105 S. 26234-26235