Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 13

Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 61 Áfengismálin á 8. flokks- þingi framsóknarmanna Frá im‘nnlamálanef«»d. III. Bindindismál. Flokksbingið harmar það ástand, sem riklr 1 4í*n*is,n<llu™'i lelur það hættulegt saemd og þroska VglaTtastað’, sem varið er til menni.igarmála, að nok*ru 8 ei ekkl verður reist rönd vlð hlnnMmxandl vlnnautm — eftir Halldór Kristjánsson Doktor Gunnlaugur Þórðarson á grein í Morgunblaðinu 26. október. Sú grein á að nokkru leyti að vera svar til mín og Angantýs Hjálm- arssonar. Doktorinn segir að við höfum stokkið fram á ritvöllinn „í þeim megintilgangi að vega að persónu greinarhöfundar og að ausa fúk- yrðum og brigslum úr skálum reiði sinnar þegar þeir fundu að þeir gátu ekki rætt málin á þeim vettvangi sem um var að tefla". Þessum orðum vísa ég til föður- húsanna. Umræðan var málefna- leg frá okkar hlið. Doktor Gunnlaugur segir nú að ég hafi lagst „svo lágt að svívirða löngu látna listamenn með gróu- sögum". Það var doktorinn sem dró þessa menn inn í umræðuna með því að vitna til þess sem þeir höfðu sagt lofsamlegt um áfengi. Mér þótti rétt að þá kæmi fram hvernig áfengið reyndist þeim. Dr. Gunnlaugur Claessen ritaði grein um andlát Jónasar Hall- grímssonar og tildrög þess í Heil- brigðu lífi. Hann studdist þar einkum við dagbækur spítalans. Dr. Gunnlaugur má kalla þetta gróusögur ef hann vill. Enda þótt Jónas Hallgrímsson sé kannski mestur og merkastur íþróttamað- ur íslenskra skálda, var hann sá ógæfumaður að hafa hættulegt viðhorf til áfengis. Ég sé ekki að þjóni nokkrum jákvæðum tilgangi að reyna að blekkja sjálfan sig eða aðra í því sambandi. Doktorinn tekur upp og feitletr- ar þessi ummæli mín: „En ég vil ekki liggja undir því að bera manni fölsun á brýn að ósekju, því að fölsun er slæmur hlutur." Síðan segir hann: „Hér var ein- faldlega um mistúlkun að ræða, sem var eðlileg eins og á stóð.“ Það sem gerðist var þetta, að doktorinn tók orðrétt upp úr minningabók Bernharðs Stefáns- sonar ummæli sem hann eignaði öðrum manni og laug því að Bernharð segði það mín ummæli. Þetta kalla ég fölsun og ég sé ekki að sú „mistúlkun" sé á nokkurn hátt „eðlileg". Tilefni þessarar greinar minnar eru þau ummæli dr. Gunnlaugs að sumir af flokksbræðrum mínum hafi bent sér á að skora á mig að birta afrit af hinni „stífu bindind- is- og banntillögu" sem ég hafi flutt á 8. flokksþingi framsókn- armanna og Bernharð Stefánsson vitnaði til í endurminningum sín- um. Ég bið því Morgunblaðið að birta frásögn af meðferð áfeng- ismála á flokksþinginu samkvæmt fundargerðum, sem hljóta að telj- ast frumheimildir í þessu máli. Samkvæmt fundargerðum flutti menntamálanefnd þingsins tillög- ur í þremur liðum og var III. liður kallaður bindindismál. Þær tillög- „Lína“ — fyrsta bók í nýjum bókaflokki Setberg hefur gefið út fyrstu bókina í nýjum bókaflokki fyrir litla krakka. Bókin heitir „Lina og vinir hennar í vetrarfríi". „Flest íslensk börn kannast við bækurnar um kettlingana Snúð og Snældu. En í þessari bók hafa Snúður og Snælda slegist í hóp með þeim Kol, Kóp og Lappa og fara nú í vetrarfrí með henni Línu vinkonu sinni," segir í frétt frá útgefanda. „Lína og vinir hennar í vetrar- fríi“ er litprentuð bók í stóru broti. Texti og teikningar eftir franska listamanninn Pierre Probst, en Vilbergur Júlíusson skólastjóri endursagði. „Enda þótt Jónas Hall- grímsson sé kannski mestur og merkastur íþróttamaður íslenskra skálda, var hann sá ógæfumaður að hafa hættulegt viðhorf til áfengis.“ ur komu til meðferðar laugardag- inn 30. nóvember og segir svo í fundargerð: „3. Tillögur menntamálanefnd- ar. Framsögumaður Sigurvin Ein- arsson. Til máls tóku Halldór Júlí- usson, Sigurjón Guðmundsson og Guðlaugur Rósinkrans. Fundar- stjóri lagði til að III. lið nefndar- álitsins verði vísað til nefndarinn- ar aftur, og var það samþykkt einu hljóði." Fundarstjóri þennan dag var Karl Kristjánsson. Fyrri liðir í tillögum nefndar- innar um skólamál og önnur Mase 600 E Spenna: 220 volt 600 wött 12 volt 20 amper 24 volt 15 amper Vegur: 19 kg. 600 E er eins og 5100 nema ekki í lokuöum kassa. Handhægar og þægilegar, hvar sem er. Verö kr. 24.356. Benco Bolholti 4, símar 91-21945 / 84077. starfsgreinum! 5 menningarmál voru síðan af- greiddir. Nú er rétt að geta þess, að á þessu flokksþingi er ekki getið um neinar tillögur um áfengismál aðrar en tillögur menntamála- nefndar. Formaður hennar var Pálmi Hannesson rektor, en með honum í nefndinni voru t.d. Sigur- vin Einarsson, Páll Þorsteinsson, Jón Eyþórsson, Andrés Krist- jánsson, Kristján Benediktsson og Tómas Árnason. Ég var ekki í þessari nefnd, heldur í allsherjar- nefnd og mun það hafa verið vegna þess en ég var þá í stjórn- arskrárnefnd, en allsherjarnefnd ályktaði um stjórnarskrármálið. Hitt kann ég ekki að skýra hvers vegna Bernharð Stefánsson eignar mér þessa tillögu nefndar sem ég var ekki í, en ekki lái ég dr. Gunnlaugi þó að hann trúi frásögn Bernharðs. Það lá við að ég tryði henni sjálfur, enda hef ég fáa þekkt sem mér hafa þótt ólíklegri en Bernharð Stefánsson til að hnika viljandi frá því sem hann vissi rétt og satt. Það verður sennilega lengi óleyst ráðgáta hvers vegna allt stórmenni nefnd- arinnar hefur horfið í skugga minn í minningu Bernharðs svo sem virðist hafa verið. Tillögur nefndarinnar um bind- indismál komu til meðferðar síð- asta dag þingsins, 3. des. Um það segir fundargerð: „4. Tillögur menntamálanefndar um bindindismál. Framsögumað- ur Sigurvin Einarsson. Til máls tóku auk framsögumanns Halldór Kristjánsson, Danival Danivals- son, Hannes Pálsson, Bernharð Stefánsson, Páll Zóphóníasson, Pálmi Hannesson og Halldór Júlí- usson. Páll Zóphóníasson flutti svo- hljóðandi breytingartillögu: „Eftir 1. málsgrein komi: „Þess vegna felur það þing- flokknum að vinna að því með löggjöf og á annan hátt að áfeng- isnautn landsmanna minnki og stefna að útrýmingu áfengis. Önnur málsgrein tillögu nefnd- arinnar og til enda falli niður.“ Breytingartillagan var sam- þykkt með 63:48 atkv. Tillaga nefndarinnar svo breytt var samþykkt með öllum atkvæð- um gegn þremur." Nú bið ég Morgunblaðið að birta ljósrit af tillögu nefndarinnar. Striki er slegið yfir það sem fellt var niður samkvæmt breytingar- tillögunni. Ég vona að dr. Gunn- laugur meti ljósritið jafnt stað- festu eftirriti sem hann var að tala um. Það skal tekið fram, að breyt- ingar á tillögunni frá því að hún kom fyrst fram og þar til hún var Halldór Kristjánsson tekin til endanlegrar afgreiðslu voru þær helstar að önnur máls- grein var endursamin. Upphaflega var hún svo: „Til þess að vinna gegn vín- nautn vill flokksþingið benda á þessar leiðir." Á þessa málsgrein kom „bind- indis- og bannsvipur" við endur- skoðun nefndarinnar. Aðrar breytingar voru litlar. Þó var orð- inu ströng bætt inn í tölulið 1 og nú þegar bætt við tölulið 3. Þannig var þá meðferð og afdrif áfengismála á 8. flokksþingi fram- sóknarmanna. Ég tel mig muna það rétt að ég hafi verið í hópi þeirra 48 sem atkvæði greiddu gegn breytingartillögunni En ég sé ekki neitt sem bendir til þess, að ég hafi verið nokkur einfari í þessum málum á þinginu. Hvað dr. Gunnlaugur hefur svo eftir „sumum af flokksbræðrum mínum“, læt ég mig einu gilda. Því eru líka takmörk sett hvað ég nenni að eltast við hugarburð hans og heilaspuna út frá þvílíku. En mér fannst rétt að rekja þessa sögu fyrir hann. Halldór Kristjínsson er í forystu- sreit Góðtemplara hér i landi. VANDAÐAR PLOTUR VIÐRÁÐ ANLE GT VERÐ B.M.VALLÁ H Fáanlegar úr gjalli eða vikri PANTANIR: Bíldshöfða 3, sími: 91-85833 og hjá Iðnverk h/f Nóatúni 17, 105 Rvk. Símar: 91-25930 og 91-25945

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.