Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 14

Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 Leiðinlegt að róa yfir Atlantshafið Heimskunnur skoskur siglinga- kappi, Chaj Blyth að nafni, var ný- lega staddur hér á landi til að kanna möguleikann á því að efna til alþjóð- legrar siglingakeppni á milli Skot- lands og íslands í byrjun sumars 1985. Fékk Blyth góðar undirtektir hjá landanum og eru miklar horfur á að af þessari keppni verði. Mbl. átti samtal við Blyth meðan á dvöl hans hér stóð, bæði um fyrirhugaða keppni og eins um ævintýralegt líf hans sem siglingamanns, þótt hann talaði reyndar ekki af sér um eigin afrek. „Veðrið er ekkert vandamál," tók Blyth fram í upphafi samtals- ins. „Þess vegna getur keppnin auðveldlega farið fram. En það eru mörg framkvæmdaatriði sem þarf að huga að. Ég hef átt við- ræður við íslenska ráðamenn og hafa viðbrögð þeirra verið mjög jákvæð. Næsta skrefið er að kanna móinn í Skotlandi, og ef undirtekt ir þar verða svipaðar og hér, eru sterkar líkur á að af þessu verði, sennilega í maí-júní 1985.“ Meðal þeirra aðila sem Blyth ræddi við hérlendis voru Hannes Hafstein hjá Slysavarnafélaginu, Gunnar B. Guðmundsson hafnar- stjóri, landhelgisgæslan og ýmis fyrirtæki og stofnanir sem hugs- anlega vildu taka þátt í því að styrkja keppnina fjárhagslega. „Eitt af því sem þarf að tryggja," sagði Blyth, „er að snekkjurnar fái hafnarpláss hér á landi. Þær verða í Reykjavíkur- höfn í viku til tíu daga, sífellt að koma og fara. Sjáðu til, það er gert ráð fyrir að hver snekkja dvelji hér í höfninni í fjóra sólar- hringa. Hins vegar eru snekkjur afskaplega mishraðskreiðar: sumar eru kannski fjóra daga yfir hafið á meðan aðrar eru allt upp í tíu daga á leiðinni, þannig að hafnarpláss verður að vera fyrir hendi í tíu daga að minnsta kosti. Það er fullur vilji ráðamanna á Islandi að leysa þetta mál og önn- ur af svipuðu tagi. En aðalmálið verður auðvitað það að vekja athygli og áhuga á keppninni. Fá menn til að taka þátt í henni. Og til þess þarf að I auglýsa keppnina vel og virkja fyrirtæki til að styrkja keppendur með auglýsingum." — Hvað heldurðu að þurfi marga keppendur til að það taki því að halda keppnina? Siglt þöndum seglum. Ohay Blyth á snekkju sinni Beefeater. „Það er ekki gott að segja. Það eru margir fletir á þessu máli. Hugmyndin er að reyna að halda þessa keppni á þriggja til fjögurra ára fresti. Það er þvi ekki endilega aðalatriðið í fyrstu keppninni hve þátttakendur verða margir, hitt skiptir meira máli hvernig til tekst. Verður keppnin spennandi og skemmtileg? Ef hún verður það, er enginn vafi á því að þátt- takendum fjölgar næst. Ég skal nefna þér dæmi. Það er til fræg keppni sem blaðið The Observer styrkir og er nefnd „Doubiehanded Transatlantic Race“. í fyrstu keppninni voru þátttakendur aðeins fjórir. Nú eru þeir yfir hundrað og menn þurfa að skrá sig tveimur árum fyrir- fram í keppnina." Siglingaleiðin — Hvaða leið verður farin, ef af verður? „Það verður lagt af stað frá Norður-Skotlandi, það er ekki ákveðið nákvæmlega hvaðan, síð- an siglt í kringum skosku eyjarn- ar, fram hjá Orkneyjum og áfram til Reykjavíkur. í Reykjavík verð- ur dvalið í fjóra daga, eins og ég sagði áðan, og síðan verður siglt sömu leið til baka. Það verður keppt í flokkum, eins og venjan er. í siglingum er talað um sex flokka eftir lengd snekkj- anna. I fyrsta flokki eru snekkjur sem eru yfir 60 fet á lengd, en dæmi um slíka snekkju er Bee- feater-snekkjan mín. í öðrum flokki eru snekkjur á milli 45 og 60 Flensborg á veld- isdögum nazista Flensborgarbréf frá Steingrfmi Sigurðssyni „Ekki er annað að sjá en að góður jarðvegur hafi verið fyrir nazismann í þessari landamæraborg sem áður tilheyrði dönsku krúnunni." í „Stádtisches Múseum" — safnhúsi Flensborgar á Luther- platz fer fram um þessar mundir sýning í minningu um veldi naz- ismans, uppgang hans og hrun í þessari gamalfrægu borg Flens- borg í Schleswig-Hostein (Flens- burg in der Zeit des nationalsozial- ismus). Flensborg hefur öldum saman verið keppikefli Dana og Þýzkara. Schleswig-Holstein féll endanlega í hendur Þjóðverja 1865, og er nú þýskari en allt sem þýzkt er þrátt fyrir 50.000 manna þjóðarbrot danskra. Hið eina, sem Danir hafa verið megnugir að móta að ein- hverju leyti, er maturinn og mat- argerð því að hér drýpur bókstaf- lega smjör af hverju strái. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma hefur nazisminn óvíða notið sín betur en i Flensburg — die Fördestadt" — borginni við flóann eins og hún er stundum kölluð. Það er mikill stíll og mikil reisn yfir þessari borg. Sum gömlu hverfin eru mótuð af byggingar- stíl Hansakaupmannanna, sem blómstruðu hér fyrr á öldum. Þetta er þrifaleg borg áii mengun- ar og um hana leikur sjávarloft og prana frá skógivöxnum hæðum þar sem tróna hús og kirkjur með turnum. Á nokkrum stöðum í borginni höfðu verið hengd upp plaköt, til að auglýsa upp þessa forvitnilegu sýningu, sem sýndu þessa ríðandi fylkingu svart- stakka og brúnstakka, gráa fyrir járnum. Þeir komu gegnum gamla borgarhliðið undir gunnfánum og hakakrossum. Eðlishvötin sagði ritsmíðarhöfundi að þetta yrði nokkuð stór skammtur að kyngja þarna í safnhúsinu á Lutherplatz. Leituð var uppi eina rómversk- kaþólska kirkjan í Flensburg. Hún er í fallegu umhverfi og stílfögur. Sálusorgari hittur að máli. Stund- um er það lífsnauðsyn að njóta andlegrar leiðsagnar. Það var blíðskaparveður, glampandi sól og 26 stiga hiti og gott að tala við guð og umboðsmann hans, sem tók tveimur íslendingum, feðgum, vel, en án fagurgala. Hann vildi ekki fremur en svo margir Þýðverjar tala ensku enda þótt hann skildi hvert orð. Af þeim sökum varð að notast við sína djöflaþýzku. Það átti að opna safnið á slaginu þrjú, því var tíminn notaður til andlegr- ar næringar, farið niður í kapellu kirkjunnar, sem bæði er óbrotin og listræn, og beðið og hugleitt. Síðan farið í Ieikhúsknæpu í ná- grenni Stadt Theater þar sem bar- þjónninn og tveir leikarar léku teningaspil upp á pening, drukkið Schwarz kaffee, le bodyguard fékk sér hins vegar fassbier forte og þótti gott. Síðan rölt í áttina að safninu, sem trónar á upphæðum og því snarbratt upp að fara steinilagðar tröppur. Hávaxin tré á alla vegu sem því sem næst myrkvuðu. Safnið er við hliðina á St. Nikulásar-menntaskólanum. Steinsnar þaðan frá er gamall kirkjugarður með svo glæsilegum legsteinum og minnismerkjum, að það væri kapítuli út af fyrir sig að lýsa því, hvílíka alúð fólk hér sýn- ir hinum látnu. Það út af fyrir sig sýnir sérstaka virðingu gagnvart tilverunni. „Dauðinn er líf... “ segir í Biblíunni. Gamall maður með svarta skriðdrekaforingja- húfu (spanjólu) heilsaði fyrir utan höfuðdyr, rétt áður en opnað var. Hann var æði vinalegur („sehr freundlich"). Hann kvaðst vera frá Stettin, en ættaður frá Königs- berg í Prússlandi og sagðist hafa barizt í fyrri heimsstyrjöldinni og hafa lent í svolitlu harki við Gestapo (Die Geheime Staatspol- izei) á stríðsárunum. Hann er

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.