Morgunblaðið - 09.11.1983, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER1983
63
Snekkjur í höfn frönsku borgarinnar St Malo rétt fyrir keppni.
fet, og svo framvegis niður í 25 fet.
Meginreglan er, að því lengri sem
snekkja er, því hraðskreiðari er
hún.“
— Hvað varð til þess að vekja
áhuga þinn á að koma á þessari
keppni?
„Sjáðu til, ég er Skoti og sem
slíkur ber ég hagsmuni minnar
þjóðar fyrir brjósti. En jafnframt
hefur það farið í taugarnar á mér
að flestar frægar siglingaleiðir
liggja frá meginlandi Evrópu og
suður á bóginn, til Bahama og
Bermuda, engin fer norður. Sú
sem kemst næst því er „Round
Britain and Ireland Race“, sem er
mjög vinsæl keppni. Ég hef því trú
á því að menn hafi áhuga á að
sigla til íslands."
Reri yfir Atlantshafið
Afrekaskrá Chay Blyth í sigl-
ingaíþróttinni er ævintýraleg í
hæsta máta. Feril sinn hóf hann
árið 1966 með því að róa við annan
mann á 20 feta árabáti yfir
Norður-Atlantshafið. Ferðin tók
þá félaga 92 daga. Hann komst á
bragðið í þessum róðri, þótt hann
segi sjálfur að sér hafi drepleið9t,
og lagði næst upp í verkefni, sem
margir töldu ofurmannlegt. Hann
sigldi einn sins liðs, hvíldarlaust, i
kringum hnöttinn í vesturátt,
gegn ríkjandi straumum og vind-
um. Hann er eini maðurinn sem
þetta hefur gert. Fjölmargt fleira
hefur hann unnið sér til frægðar á
sviði siglinga, en næsta verkefni
hans verður tilraun til að brjóta
132 ára gamalt met, að sigla á
milli New York og San Francisco
um Cape Horn. Metið er 89 dagar.
Blaðamaður hugsaði sér gott til
glóðarinnar að hripa niður krass-
andi sögur Blyth um ævintýri
hans til sjós, en hann var tregur í
taumi:
„Satt að segja finnst mér leið-
inlegt að tala um siglingar. Sér-
staklega mínar eigin. Það er ein-
hvern veginn út í hött. Hér situr
maður í rólegheitum yfir kaffi-
bolla á viðkunnanlegu hóteli í hita
og birtu, og fara síðan að lýsa því
hvernig er að vera staddur á
skipskríli úti í hafsauga, kannski í
haugasjó og djöfulgangi. Það er
einfaldlega ekki hægt. Það missir
marks. En ef þú vilt spyrja, skal
ég reyna að svara."
— Eigum við ekki að byrja á
upphafinu. Hvernig vaknaði áhugi
þinn á siglingum?
„Það er löng saga og leiðinleg.
En í stuttu máli: Ég hef alltaf haft
áhuga á listinni að komast af við
hinar ýmsu aðstæður. Ég var í
eina tíð fallhlífarstökkvari hjá
hernum, og í því sambandi fékk ég
þjálfun í að lifa við harðar að-
stæður, í eyðimörk, og kuldabelti
og viðar. En „survival" á sjó, hafði
ég ekki reynt og fannst því tilvalið
að prófa það næst. Þess vegna fór-
um við kunningi minn út í það að
róa yfir Atlantshafið."
— Gjörsamlega reynslulausir?
„Tja, hvernig öðlast menn
reynslu í að róa yfir Atlantshafið?
Nei, auðvitað höfðum við enga
reynslu."
— Kom ekkert fyrir á þessu
ferðalagi?
„Við lentum tvisvar í fellibyl."
- Og?
„Sluppum með skrekkinn."
— Varstu hræddur?
„Ég er alltaf hræddur til sjós.“
— Hvers vegna ertu þá að
þessu?
„Eitthvað verður maður að gera.
Og auðvitað höfum við öll gaman
af því að lenda í ævintýrum. Það
er tölverð áhætta sem fylgir sigl-
ingum, eins og reyndar flestum
öðrum íþróttum, en það er einmitt
áhættan sem gcfur þessu gildi. Ef
maður væri fullkomlega öruggur
allan tímann væri ekkert í sigling-
ar spunnið."
— Hvernig var að þvælast á
árabáti á Atlantshafinu samfleytt
í 92 daga?
„Leiðinlegt!"
Undarlegur maður, Chay Blyth.
GPA.
trésmiður eins og þeir hafa verið
mann fram af manni í hans fjöl-
skyldu. Fyrir stríðið hafði hann
flutzt til Parísar, þar sem hann
vann að sínu starfi og var ham-
ingjusamur.
Sagðist hann hafa bezt kunnað
við sig í París af öllum þeim stöð-
um, sem hann hafði dvalizt á í
Evrópu.
Sagðist hann hafa getað leikið á
gestapistlana, landa sína þar.
Hann var lygilega ferskur og ung-
legur og kvaðst halda sér við með
því að lifa nógu eðlilegu lífi („nat-
úrliches Leben"). Af gamlingjan-
um stafaði góðleiki og hann um-
bar djöflaþýzku greinarhöfundar
með æðruleysi og kímni.
Einhverjir náungar frá Fern-
sehen — sjónvarpinu í Hamborg
voru að kvikmynda með nærlins-
um. Myndir, dagblöð og plaköt á
veggjum saiarkynnanna. Tíu mín-
útum eftir opnun var tilkynnt að
fara ætti fram skuggamyndasýn-
ing með tali í einum salanna. Þar
var öll sýningin í hnotskurn — öll
sagan frá því nazisminn festi ræt-
ur sínar hér í Flensburg.
Ekki var annað að sjá en að góð-
ur jarðvegur hafi verið fyrir naz-
ismann í þessari landamæraborg
sem áður tilheyrði dönsku krún-
unni. En þýzkarar og Danir bland-
ast illa — hugsunarháttur þeirra
er svo ólíkur og skapgerð.
Saga nazismans í Flensburg var
rakin lið fyrir lið — hvernig sú
sálfræði myndaðist að fólk tók
stefnunni feginsamlega á tímum
kreppu og atvinnuleysis, hvernig
allt blómstraði, hvernig allir
fengu vinnu eftir að nazistar kom-
ust til valda, hvernig æskan efld-
ist að djörfung og allri dáð, hvern-
ig konurnar hættu að vera úrkynj-
aðar, en urðu þess í stað sí-
kvenlegar (ewig Weibliche) og
frjósemislegar — þessar bein-
vöxnu þéttholda stríðskonur,
vanalega bláeygar og há-germ-
anskar í útliti. Þær voru líklegar
til að ala af sér hrausta og hugaða
sonu og fallegar dætur, sem
mundu halda aríska kynstofninum
við. Svo sem andstæða við slíkt
voru birtar myndir af úrkynjuðum
gyðingum með hálfgerða upp-
dráttarsýki ... jawohl bitte
schön!
Svo voru það allar myndirnar af
öllum heiðursmerkjunum og vopn-
unum (Ehrenwaffen). Þarna var
allt pýramídakerfið ljóslifandi og
öll stéttaskiptingin — hvernig
hinir sterku og snjöllu gátu unnið
sig upp af dugnaði og harðfylgi,
hvað þeir (nazistar) mátu hollustu
og harðfylgi ofar öllu öðru og létu
viðkomandi njóta þess. Og allt
þetta hárnákvæma skipulag.
Kraftur og sjálfsagi (Kraft und
Diziplin), það voru slagorðin, sem
glumdu við í tíma og ótíma. „Það
er fasisti í okkur öllum," sagði
smágreindur kommablaðamaður
hjá Þjóðviljanum við greinarhöf-
und, þegar hann skenkti honum
flösku af Geisweiler-rauðvíni fyrir
mörgum árum. Og af hverju hann
sagði það sýndi að hann þorði að
tjá sig andlega heiðarlega — ólíkt
mörgum kommum. Sáifræðin í
nazismanum var sótt í gamlan
hernaðaranda. Sumt af henni var
sótt í kenningar strangtrúarreglu
jesúíta. Göbbels var lærður úr
jesúítaskóla eins og alkunna er.
Það skýrir margt, til að mynda
kenninguna um það að sýna ekk-
ert undandrag í lífinu, vera hollur
prinsippinu, sýna fjölskyldu sinni
ást og virðingu (almennt var talið
að dæmigerður SS-foringi héldi
ekki fram hjá, enda þótt honum
mætti freisting í París eða í
Sophia, ella hefði honum fundizt
hann vera að svfkja börnin sín).
Svo var talið að minnsta kosti.
Nazistar lögðu áherzlu á þegn-
skyldu, að fólk ynni fyrir föður-
landið án kaups og vegna ánægj-
unnar einnar saman. Þeir lögðu
áherzlu á líkamsrækt, sem getur
líka verið gott upp að vissu marki.
Þá innprentuðu þeir 9jálfsafneit-
un samfara hugrekki og heiðurs-
kennd eins og að framangreindu.
Þetta var fegurðin í hugsjóninni.
Ef borinn er saman marxismi f
framkvæmd og nazismi í fram-
kvæmd, kemur í ljós miklu minni
hræsni í síðargreindri stefnunni.
Þeir yfirspiluðu hins vegar eins og
svo margir öfgasinnaðir hugsjóna-
menn gera.
Það kann að orka tvímælis, þá
vogað er að halda því fram, að það
sé viss andlegur skyldleiki meA ís-
lenzku ungmennafélagshugsjón-
inni og hinni upprunalegu þjóð-
ernishugsjón þýzku nazistanna.
„tslandi allt“ segja íslenzku ung-
mennafélagarnir, „Þýzkalandi
allt“ sögðu nazistarnir. Meira að
segja sumar manngerðir, ýmsir
forystumenn íslenzkra ungmenna-
félaga hefðu notið sín allvel á
nazista-rallíum í Flensburg eða
Múnchen eða Braunschweig. Nátt-
úrlega í góðri trú! Hvað annað ...
26. sept. 1983.
Pípulagningamenn
Vélsmiðjur
Til afgreiðslu:
Ridgid snittivélar: 802, 520C, 300A
ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM
BROSTU!
MYNDASÖGURNAR
MORGUN
Vikuskammtur af skellihlátri
ptiOírgMmM&foiifo
MetsöluNad á hverjum degi!