Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NOVEMBER 1983
65
var ströng og eftirlitsmaður og yf-
irmaður klaustursins var Johann
von Staupitz, en hann hafði eftir-
lit með Ágústínaklaustrum og
vann að samhæfingu þeirra. Hann
hafði hert mjög allar reglur, aukið
föstur og bænahald og afnumið
upphitun að vetri til. Reglan sem
Lúther undirgekkst var ströng
eins og áður segir, hann átti að
ganga um niðurlútur, mátti hvorki
neyta fæðu né mæla orð af munni
fram nema á þeim tímum sem til
þess voru ákveðnir, mátti aldrei
hlæja, lærði að gefa merki þegar
mikið lá við. Auk þess átti hann að
falla á kné við vissar aðstæður og
fyrir vissum einstaklingum, einn-
ig var þess krafist að hann kastaði
sér flötum á jörðina þegar það
þótti hæfa. Hann átti einnig að
vinna ýmis grófari verk, svo sem
að þvo gólf, bera út ösku og betla
brauð á strætum borgarinnar, sem
var í rauninni algjörlega ónauð-
synlegt, reglan var það vel efnuð.
Samkvæmt frásögnum allra
samtíðarmanna Lúthers, sem
þekktu hann og umgengust, var
hann mjög hláturmildur og kom
gjarnan auga á kátlegri hliðar
mannlífsins, auk þess var hann
gamansamur og naut þess bæði að
drekka og borða. Þessar reglur
hljóta því að hafa þvingað hann og
þrúgað. Allt líf hans var héðan í
frá ákvarðað, allt hafði ákveðinn
tíma. Hann átti að skrifa oft og
lesa Biblíuna og íhuga efni henn-
ar. Hann bjó einn í klefa, sem var
2 sinnum 3 metrar og húsbúnaður
var einn stóll, eitt borð, kerta-
stjaki og rúmbálkur með hálmi
sem undirsæng. Klefinn var ekki
hitaður upp þótt svalt væri að
vetri til. Máltiðir voru tvær á dag
og á föstunni og þá aðra daga þeg-
ar fastað var, var máltíðin ein.
Skyldur og fyrirskipaður hegð-
unarmáti, stöðug vinna eða ákveð-
in hegðun spannaði allar vöku-
stundir, svo að það gafst ekkert
tóm til þess að íhuga persónuleg
málefni eða íhuga annað en það
sem átti að ihuga. Lúther sagði
síðar, að djöfullinn léti munkinn í
friði fyrsta árið. En þrátt fyrir
allar varúðarráðstafanir og aðgát
er munknum hættara við að falla
fyrir freistingum og fremja syndir
en leikmanninum. Lúther gekk í
klaustur til þess að öðlast sálu-
hjálp að ætla verður og af áhuga á
guðlegum fræðum, en klaustur-
vistin varð til þess að auka á ótta
hans um eigin sálarheill. Hann
gat aldrei verið viss um að hann
skriftaði allar syndir og að hann
hefði gert allt sem krafist var af
honum sem munki. Skriftafaðir
hans var gamall maður og hann
neitaði að hlusta á hinar stöðugu
skriftir ungmunksins og sagði
honum að Guð væri miskunnsam-
ur og að Hann væri ekki reiður
Lúther, heldur væri því öfugt far-
ið, Lúther væri Guði reiður. Af-
staða Lúthers til skriftanna var
sú, að það væri ógerlegt að játa
allt, það gæti ekki allt komist til
skila og þar að auki gat hann ekki
vitað hvað væri synd í Guðs aug-
um, þar sem mennskan skilning
brast í skilningi á guðdóminum.
Lúther trúði öllu sem skriftafaðir
hans sagði, en það nægði honum
ekki til þess að verða sáttur við
Guð, til þess var hann of heiðar-
legur, trúaður og sannur kaþól-
ikki.
Johann von Staupitz kom 3. apr-
íl 1506 í eftirlitsferð i Erfurt-
klaustur og þá munu þeir fyrst
hafa hist. En von Staupitz átti eft-
ir að hafa mikið saman við Lúther
að sælda og hann varð honum að
vissu leyti andlegur faðir og leið-
beinandi. Um haustið 1506 sór
Lúther klausturheitin, hlýðni, fá-
tækt, hreinlífi og var þar með full- I
gildur munkur. Eftir því sem leið
á klausturvist Lúthers og eftir því
sem hann las meiri guðfræði og
heimspeki, jókst örvænting hans
um sálarheill sína. Skólaspekin
var ráðandi heimsmynd kirkjunn-
ar, þetta þúsund ára hátimbraða
kenningakerfi, reist á skilningi
kirkjufeðranna á helgum ritning-
um og kenningum Aristotelesar og
þeirri skynsemi sem leitaðist við
að skilgreina hinstu rök tilverunn-
ar. Þetta kerfi fullkomnaðist í
verkum heilags Thomasar frá
Aqvinó. Þrátt fyrir andstöðu ým-
issra guðfræðinga og einkum
mýstikera gegn viðieitni skóla-
spekinnar til þess að tengja saman
trú og skynsemi, mótaði þetta
kerfi stefnu kirkjunnar og var
jafnframt undirstaða stefnu
hennar í andlegum og veraldleg-
um efnum. Helsti gagnrýnandi
heilags Thomasar var Duns Scot-
us. Kenning hans var sú, að „það
væru engin skynsamleg rök fyrir
trú“. William Ockham var læri-
sveinn Scotusar og gekk enn
lengra en hann, svo langt að hann
hratt kenningum hans og um leið
riðaði kenningakerfi heilags
Thomasar til falls. Ockham taldi,
að menn gætu ekkert vitað um
Guð, nema um opinberanirnar.
Hann aðskildi skynsemi og trú
fullkomlega og verk hans höfðu
þau áhrif um þetta leyti að ýta
undir bölsýni og efagirni, þótt
hann hvikaði aldrei frá gildi
opinberananna í kenningum sín-
um.
Lúther las skólaspekina, kirkju-
feðurna, hl. Ágústínus, Scotus og
Ockham og síðan mýstíkerana að
ráði von Staupitz. Þrír þeirra
höfðu eitthvað að segja honum:
Dionysius Areopagite, hl. Bernard
og Tauler, einkum Tauler. En
kenningar þessara manna voru
Lúther of persónubundnar, þeir
hlutu að verða hluti þess Guðs,
sem þeir töldu sig tengjast. Lúther
leitaði sáluhjálpar utan sín sjálfs,
þar sem hann ætti engan hlut að,
nema sem þiggjandi náðarinnar.
Því varaði hrifning hans af kenn-
ingum mýstíkeranna ekki lengi,
þótt hann teldi sig alltaf standa í
þakkarskuld við þá.
Lúther leitaði í ritum kirkju-
feðranna og annarra og tók aðeins
það gilt sem samsvaraði eigin
þörfum og eðli, hann sætti sig
aldrei við það sem var andstætt
eða fullnægði ekki þeim kröfum
sem hann gerði, hann leitaði full-
vissu, allt annað var honum hjóm
og hismi. Hann var slíkur ein-
staklingur að hann braust til
skilnings þess Guðs, sem hann
taldi sinn Guð og beindi fylgis-
mönnum sínum sama veg, „hver
einstaklingur var eigin prestur".
Barátta hans á þesari leið stóð í
mörg ár. Örvæntingin gat orðið
honum ofviða, það voru tímar,
þegar hann hataði Guð og óskaði
þess að hann væri ekki til. Hvaða
sannanir voru fyrir tilveru Guðs?
Til hvers var heimurinn og mað-
urinn? Heimur fullur af skorti,
grimmd og hatri. Hann vissi að
hann vissi ekki neitt og var óverð-
ugur syndari. Hirti Guð um hann?
Lúther leitaði sannleikans af al-
gjörum heiðarleika. Trúarstríð
Lúthers stóð gegn útsölulausnum
og gervivissu, siðleysi hugsunar-
lausrar viðurkenningar á almennt
viðurkenndri munnkristni. Og
hann fann ekki þann skilning og
þá nánd guðdómsins sem hann
leitaði. Hann taldi sig glataðan, en
hann hætti ekki leitinni. óttinn
við hinn hefnigjarna Jahve yfir-
bugaði hann, hann taldi sig guð-
níðing og afneitara. Hugrenningar
hans um Guð hefndarinnar og
eyðingarinnar tóku á sig hrylli-
legar myndir, svo að eitt sinn
„þegar ég leitaði Krists, virtist
mér ég finna djöfulinn". Getur
maðurinn áunnið sér náð Guðs?
Lúther gáfust margvisleg svör við
þessari spurningu, en honum virt-
ust þau öll einskis virði. Vilji
mannsins til náðar var þýðingar-
laus, náðin kom utan frá, hann gat
ekkert gert til þess að öðlast náð-
ina og þar með var hann glataður
„helvítis eldsmatur". Allir menn
voru syndarar, í rauninni gjör-
spilltir og geta ekkert gert nema
að syndga. Samfélög manna hljóta
því að vera spillt frá grunni. Lúth-
er taldi að bætt þjóðfélag myndi á
engan hátt bæta manninn, en
þrátt fyrir þessar skoðanir hafði
Lúther ákveðnar hugmyndir um
réttlátt, kristið samfélag og um
skyldur landstjórnarmanna.
Lúther var vígður til prests í
maímánuði 1507. Fyrsta messa
hans var honum þrekraun. Hann
undirbjó sig vandlega og flutti
messuna samkvæmt öllum gild-
andi helgisiðum og með hugarfari
þess sem fer að öllum kröfum um
heilaga messu, en þrátt fyrir þetta
var hugur hans fullur ótta og
kvíða. Faðir hans kom með tutt-
ugu manna fylgdarlið til dóm-
kirkjunnar í Erfurt til að hlýða á
son sinn og sitja fagnaðinn, sem
haldinn var að lokum messunnar.
Hann greiddi klaustrinu álitlega
fjárhæð, eins og tíðkaðist við slík
tækifæri, en það mátti sjá að hann
var alls ekki sáttur við ákvörðun
sonar síns. Þegar hann reis upp
frá borðhaldinu, spurði hann svo
allir máttu heyra: „Veistu ekki
hvað skrifað stendur: Þú skalt
heiðra föður þinn og móður?"
Lúther svaraði, að hann hefði orð-
ið skelfingu lostinn í óveðrinu og
heitið á heilaga Önnu. Faðir hans
svaraði: „Schauet auch zu, das es
nit ein Gespenst sey.“ (Athuga ber
hvort þarna hafi ekki verið draug-
ur, þ.e. djöfullinn.)
1508 var Lúther sendur að und-
irlagi von Staupitz til Wittenberg
til fyrirlestrahalds þar við hinn
nýstofnaða háskóla (1502). Witt-
enberg taldi þá um 2000 íbúa.
Þarna voru tvö klaustur og hin
kunna Kastala-kirkja, sem var
fræg fyrir einstakt safn helgra
dóma sem töldust vera 5005 alls.
Meðal þeirra voru 9 þyrnar úr
þyrnikóró'nu Krists, 35 flísar úr
krossinum, nokkur strá og hey úr
jötu Krists, hárlokkar úr hári
Maríu guðsmóður, auk mikils
fiölda líkamshluta helgra manna.
Alitið var að þetta mikla safn
hefði í sér fólginn mikinn mátt.
Sá, sem heimsótti safnið og fór
með tilskyldar bænir og borgaði
vissa upphæð, gat með því stytt
dagana í hreinsunareldinum um
hvorki meira né minna en 127.709
ár og 116 daga. Ágústínusarreglan
átti tvo prófessora við háskólann,
von Staupitz og Lúther frá 1511,
en Lúther starfaði þar allt til
dauðadags.
Skömmu eftir að Lúther tók við
störfum í Wittenberg, hófst mikil
ókyrrð í Erfurt. Iðnsveinar hófu
óeirðír, sem stefnt var gegn borg-
arstjórninni þar og áður en þær
voru bældar niður höfðu óeirða-
seggir tekið forseta borgarráðsins
af lífi og brennt og eyðilagt bóka-
safn háskólans. Þetta voru fyrstu
kynni Lúthers af skrílóeirðum og
afstaða hans til óeirðanna var
tvímælalaus. Hann fordæmdi þær
algjörlega, þótt hann hefði samúð
með þeim hópum sem að óeirðun-
um stóðu og viðurkenndi réttmæti
krafna þeirra. Hann viðurkenndi
aldrei réttmæti uppreisna gegn
yfirvöldunum, jafnvel þótt þau
væru bölvuð. Hann taldi vonda
valdstjórn skárri en stjórnleysi
eða skrílræði. Þessi afstaða hans
kom skýrt fram í bændaupp-
reisninni síðar.
Lúther var nú sendur til Rómar
í erindum reglu sinnar. Hann
dvaldi fjórar vikur í Róm og leit-
aði þeirra náðarmeðala sem þar
voru til reiðu fyrir aðþrengdar
sálir. Hann skriftaði, sótti fund
sálusorgara, messaði, fór í sjö höf-
uðkirkjur Rómar, skreið upp tutt-
ugu og átta þrep Scala Santa og
fór með Pater Noster á hverju
þrepi. Með þessu var talið að menn
ættu kost á að frelsa eina sál úr
hreinsunareldinum, eina sálin sem
Lúther mundi eftir og var honum
tengd, var afi hans. Hann fann
ekki það sem hann leitaði að í höf-
uðborg kristindómsins, en aftur á
móti vakti það sem hann sá hryll-
ing og andúð. Spilling kirkjulegra
yfirvalda var öllum auðsæ og
hegðunarmáti íbúanna var lítið
betri.
Þrátt fyrir vonbrigðin taldi
hann sig ekki „hafa ástæðu til að
hverfa frá kirkjunni". Skömmu
síðar varð hann doktor í guðfræði
og prófessor í biblíuútleggingum
við háskóiann. Þegar Lúther
veigraði sér við að takast þetta
embætti á hendur, hvatti von
Staupitz hann og sagði: „Þér hafið
þá nóg að gera.“
Fyrirlestrar Lúthers við háskól-
ann sýndu eftir því sem leið á
meiri og meiri frávik frá kórrétt-
um kenningum kirkjunnar. Sál-
arstríð hans magnaðist og þótt
von Staupitz reyndi hvað hann gat
til þess að lina það með hvatning-
um og ábendingum, þá varð það til
einskis. Hann tók að afleggja
messur og bölsýni og algjör ör-
vænting helltist yfir hann. En
þegar allar leiðir virtust lokaðar
og honum virtist glötunin vís,
gerðist undrið.
Hann taldi sig finna uppsprett-
una. Biblíurannsóknir hans og
íhugun orðsins í mörg ár luku loks
upp fyrir honum lausninni úr
svartnættisþrengingum efa og
hiks. Hann segir frá því í Borð-
ræðunum: „Eitt sinn þegar ég sat í
turnherberginu (í klaustrinu í
Wittenberg) og var niðursokkinn í
íhuganir ... að skyndilega virtist
sem ég væri endurfæddur og dyr
himnanna stæðu mér opnar. Eg sá
heilagar ritningar í nýju ljósi...“
Hann skildi nýjum skilningi
marglesinn kafla úr Rómverja-
bréfinu 1.17: „Því réttlæti Guðs
opinberast í því fyrir trú til trúar,
eins og ritað er: En hinn réttláti
mun lifa fyrir trú.“
Þessi uppljómun er talin hafa
átt sér stað milli 1512 og 1515,
sumir vilja álíta síðar, 1518.
Maðurinn réttlætist fyrir trú.
„Við erum alltaf að fremja syndir,
jafnvel þegar vér vinnum góðverk
... þegar maðurinn veit að hann
er syndin einber, mun Guð bjarga
honum. Yfirþyrmandi syndakennd
er forsenda sáluhjálpar."
Með krossdauða Krists, fórn-
ardauða, brúar Guð gjána milli
sín og veraldarinnar og endurleys-
ir mannkynið. Á þann hátt nálg-
aðist hann syndugt mannkyn með
Krist sem endurlausnara, það er
náð Guðs.“
„En menn verða ætíð að hafa
það hugfast að þeir eru syndarar,
sem geta vænst sáluhjálpar."
Lúther talar einnig um sinn „kæra
djöful", þennan hirtingarvönd
Guðs, sem er stöðug áminning og
tilvísun um eigin ófullkomleika.
Laugardaginn fyrir páskadag er
sungið við kertavígsluna í kaþ-
ólskum sið: „Ó nauðsynleg, sann-
arlega nauðsynleg, synd Adams,
sem dauði Krists afmáði. Ó ham-
ingju synd — felix culpa — sem
slíkur endurlausnari hæfði." Þessi
mynd er hliðstæð hinum annáluðu
setningum úr bréfi Lúthers til
Melanchthons 1. ágúst 1521, þegar
Lúther var í Wartburg:
„Þegar þú prédikar um náðina,
þá prédikaðu um raunverulega
náð. Og ef náðin er raunveruleg,
þá hlýtur hún að afmá raunveru-
legar syndir. Guð bjargar ekki
ímynduðum syndurum. Ver synd-
ari og syndga duglega. En því
meir, set því meira traust og
vongleði á Krist, sigurvegara
syndarinnar, dauðans og heimsins
— Deus non facit ficte peccatores.
Esto peccator et pecca fortiter, sed
fortius fide et gaude in Christo qui
victor est peccati, mortis et
mundi..." — Þessi kafli hefur
vakið mörgum undrun og hneyksl-
an, aðaláherslan er á fortiter, for-
tius en ekki á pecca. Bréfið er til
Melanchthons, sem var mildur og
saklaus persóna að allri gerð. Það
sem Lúther er að fara er að hann
krefst ástríðna en ekki hálfvelgju.
Staupitz svaraði Lúther einhvern
tímann, þegar hann var að fjarg-
viðrast út af syndum sínum.
„Kristur fyrirgefur raunverulegar
syndir, þú ættir ekki að hafa
áhyggjur af smávegis yfirsjónum.
Lúther endursegir þetta: „Raun-
verulegur endurlausnari þarfnast
raunverulegra syndara."
Vitrunin í turninum „Turm-
erlebnis" varð hornsteinn
lúterskrar trúar. Lúther
studdist við Ágústínus og Tauler í
kenningu sinni um réttlætingu
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Minnismerki Lúthers Lúther
í Wittenberg