Morgunblaðið - 09.11.1983, Side 18

Morgunblaðið - 09.11.1983, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 fyrir trú, samkvæmt þeim var maðurinn eitt visnandi strá gagn- vart Guði. Þessi kenning leiddi til þess, að hann neitaði nauðsyn meðalgöngu presta og kirkju. Átökin við kaþólsku kirkjuna hóf- ust með prédikunum og ferðum Tetzels og aflátssölu í sóknum Lúthers. Hinar 95 greinar, sem Lúther festi upp á hallarkirkju- dyrnar í Wittenberg 31. okt. 1517, eru taldar vera upphaf siðbylt- ingarinnar, en Lúther brýtur alls ekki allar brýr að baki sér með þeim. í 9. grein segir: Heilagur andi veitir oss náð um munn páf- ans .. . 38. Menn skyldu ekki fyrir- líta þá náð, sem páfinn ræður yfir, hún er yfirlýsing um fyrirgefn- ingu Guðs. 78. Þessi páfi og allir páfar hafa yfir að ráða meiri náð- armeðulum (heldur en aflátinu), svo sem fagnaðarerindinu, krafta- verkum, lækningamætti, sbr. I. Korintubréf 12:28. Greinarnar fóru sem eldur í sinu um Þýskaland á rúmri viku, þær voru lofaðar af húmanistum og öllum þeim sem kröfðust sið- bótar kirkjunnar. Reynt var að fá Lúther til samkomulags, kapp- ræður fóru fram milli hans og fulltrúa páfastóls. Hann hlaut dóm í Róm fyrir villukenningar og eftir því sem lengra leið, hertist Lúther þýðir Biblíuna ... - - |,|, 1 ' —OOM. ** l iBf Æía Martin Lúther Lúther í andstöðu sinni og fylgi við kenningar hans stórjókst. 1520 komu út þrjú grundvallar- rit siðbótarkenninga Lúthers: Það fyrsta var „An den christlichen Adel deutscher Nation", sem var stílað til þýskra landstjórnar- manna. I þessu riti réðst Lúther harkalega gegn páfaveldinu, for- dildinni og hrokanum, græðgi kardinálanna og annarra þjóna páfans, fjárplógsstarfsemi kirkj- unnar i sambandi við aflátssöluna, versluninni með helga dóma og því hvernig þetta gjörspillta vald not- ar sér einfeldni almennings á við- urstyggilegan hátt til fjáröflunar. Hann hafði dæmið fyrir sér í hin- um 5005 helgu dómum í Witten- berg. Hann dró upp mynd af lifnað- arháttum þessara manna, sem töldu sig arftaka postulanna og þess sem taldi sig staðgengil Krists hér á jörðu. Hann hvatti furstana til þess að afnema und- anþágu klerkdómsins frá því að hlita veraldlegum lögum, einnig skyldu þeir hætta greiðslum af embættisveitingum til Rómar og stofna þjóðkirkjur. Einlífi klerka skyldi afnumið og nunnur og munkar skyldu leyst frá heitum sínum og klaustrum breytt í skóla. Hann fjallaði um biblíuna, sem hann taldi óþarfa að útlista fyrir fólki. Orðið skildist hreint og ómengað. í lokaköflunum ræðir hann um samfélagsefni, ræðst á óhóf og sýndarmennsku, telur að beisla þurfi Fuggerana og for- dæmir okurvexti. Hann telur að flytja skuli fólk úr þrengslum þýskra borga út um sveitir og hvetur til þess að sem flestir geti haft aðstöðu til þess að lifa á landsins gæðum. Þetta rit var sprengja, hólm- gönguáskorun á páfavaldið og alla þá sem studdu það. En hann lét ekki við það sitja, sama ár birtust tvö rit: „De Captivitate Babylon- ica Ecclesiae" og „Von der Frei- heit eines Christenmenchen". Trú- aratriði og siðalærdómar voru inntak þeirra rita og gagnrýni á kenningar kaþólsku kirkjunnar. í því síðara var aðaláherslan lögð á „réttlætingu fyrir trú“. Kristinn maður er herra jarðarinnar og frjáls fyrir sakir trúarinnar, en hann er jafnframt þjónn allra og öllum háður fyrir sakir kærleik- ans. Líf kristins manns er reist á trú og kærleika, trú á Guð og kærleika til allra manna. Maður- inn er frjáls fyrir trú sem er hans réttlæting og trúin birtist í kær- leika til náungans og góðri breytni. Kristur á að vera okkur Kristur, frá honum er allt vort frelsi, hann gerir okkur að kon- ungum." Svar páfa kom, bannfæringar- hótun og rit Lúthers dæmd til að brennast. Hann fékk sextíu daga frest til þess að afneita kenning- um sínum. Lúther brenndi páfa- bréfið opinberlega. Fréttin af að- gerðum Lúthers flaug um Evrópu, ókunnur og valdalaus munkur brenndi páfabréf, þetta var mörg- um merki um lausn undan valdi sem mörgum var mara. Einstakl- ingurinn hafði fundið gildi sitt og það frelsi sem býr í náð Guðs. Þetta gerðist að morgni hins 10. desember 1520. 3. janúar 1521 var hann bannfærður. Lúther hafði sett saman um þrjátíu rit á árunum 1517—20. Það er talið að þau hafi selst í um 300.000 eintökum og af því má marka hinn almenna áhuga á trúmálum og þá einkum á hinum nýju kenningum. Rit Lúthers voru ýmist rituð á latínu eða þýsku, og á þeirri þýsku sem féll að smekk þjóðarinnar, gróskumiklu máli, eins og það var talað af bændum og iðnaðarmönnum, samlíkingar hnyttnar og oft grófar og þegar á leið voru skammirnar ekki sparað- ar. Það eru sögur um upplestur úr ritum Lúthers meðal námumanna undir yfirborði jarðar, á verk- stæðum og úti á ökrum. Hrifning- in á þessum orðsnjalla munki var almenn. Og hann var ekki aðeins maður orðsins, hann hikaði ekki við að fylgja eftir orðum sínum með verkunum, hann bauð voldug- ustu stofnun Evrópu birginn. Slík- ur maður var stórhættulegur og nú var gripið til þess ráðs að stefna honum fyrir æðstu verald- legu og andlegu yfirvöld álfunnar til þess að fá hann til að afneita ritum sínum og gjörðum. Lúther f Worms var sigurhrós hins frjálsa einstaklings sem mælti af innstu sannfæringu. Honum „ægði ei allra djöfla upphlaup að sjá“. Maður sem hafði skolfið fyrir Guði, skalf ekki fyrir veraldlegum pótintátum þótt margir væru. Lúther var skipað að afturkalla skoðanir þær sem birst höfðu í rit- um hans. Hann svaraði með ræðu, sem lauk með hinum fleygu orð- um: „Hér stend ég og get ekki ann- að. Hjálpi mér Guð, Amen.“ Síðan hófst dvölin í Wartburg- kastala, þar sem Lúther dvaldi undir nafninu Georg júnkari næstu átta mánuði af öryggis- ástæðum. Þar hóf hann þýðingu Biblíunnar á þýsku, sem var slíkt afrek, að það hefði verið nóg til þess að halda nafni hans á ioft. Meðan Lúther dvaldi í Wart- burg, breiddust kenningar hans út og sú eiginlega siðbreyting hefst vítt um lönd keisaradæmisins. Ýmsir hópar komu fram, sem töldu sig fara að kenningum Lúth- ers, en gengu mun lengra en hann ætlaðist til. Sértrúarsöfnuðir mynduðust og ýmis atriði í kenn- ingum hans voru misskilin. Hann leitaðist við að forma kenningar sínar ákveðnar eftir að hann kom aftur til Wittenberg þar sem hann hóf aftur kennslustörf og skriftir. Hann kvæntist Katharinu frá Bora, fyrrverandi nunnu, 1525. Á sama ári hófst bændauppreisnin fræga, en Lúther átti vissan þátt í ókyrrleika meðal bænda með rit- um sínum, sem þeir skildu sínum skilningi. Afstaða Lúthers til upp- reisnarmanna var skýr, hann gerði tilraun til málamiðlunar, en þegar það tókst ekki, hvatti hann landstjórnarmenn til þess að kveða niður uppreisnina með öll- um tiltækum ráðum og sparaði ekki hvatningarorðin. Þessi at- burður varð til þess að bændur vítt um Þýskaland sáu ekki lengur bjargvætt sína í Lúther og gerðust honum andsnúnir. 1521 hafði Lúther vakið þá hreyfingu, sem hreif hann með sér síðari hluta ævinnar. Hin drama- tísku átök og hrikalegu sviptingar á árunum 1517 til 1521 og reyndar lengra aftur, leiddu til þess að Lúther varð sáttur við sjálfan sig, var heill og óskiptur í kenningu sinni og innlifun. Hann lifði Krist og þess vegna gat hann sagt að hrein trú væri þess eðlis að fyrir hana gætu menn dáið þúsund sinnum. Innsti kjarni kenninga Lúthers kemur hvergi betur fram en í sálmum hans og þeir áttu mikinn þátt í að breiða út kenn- ingar hans. Síðari hluta ævinnar starfaði hann áfram sem guðfræðikennari, setti saman fjölda bóka og skipu- lagði starfsemi hinnar nýju kirkju. Tilraunir til þess að móta eina mótmælendakirkju mistókust og sá stormur, sem Lúther vakti, átti eftir að geisa löngu eftir að hann var allur. Starfsorka hans var einstök, hann var kenningum sínum trúr og þess vegna neitaði hann að taka við greiðslum fyrir rit sín, lifði að mestu á gjöfum velunnara sinna og hagsýni Kath- arinu, sem var einstök húsmóðir. Síðustu árin tók heilsan að bila, en hann hlífði sér ekki og ári áður en hann dó samdi hann harkalegt ádeilurit á páfadóminn „Wider das Papsttum zu Rom, vom Teufel gestiftet". Skemmtilegustu heimildirnar um Lúther er að finna í Borðræð- unum — Tischreden — sem voru einræður Lúthers og samtöl við vini og kunningja. Þar koma fram margvíslegar athugasemdir og skoðanir Lúthers á öllu milli him- ins og jarðar. Vinir hans tóku að skrifa niður tölur hans og samtöl við máltíðir frá 1529 og allt til dauðadags. Samkvæmt frásögnum vina hans var heimilislífið í Witt- enberg mjög skemmtilegt, gesta- gangur var mikill og margir dvöldust í húsum hans fyrir utan nánasta skyldulið og tökubörn. í febrúarmánuði 1546 hélt Lúth- er ásamt sonum sínum til fæð- ingarstaðar síns, Eisleben, og þar andaðist hann 18. febrúar. Lúther gerði mönnum ljósa ábyrgð kristinna manna gagnvart sjálfum sér, náunga sínum, sam- félagi og Guði, án milligöngu, og með þeirri ábyrgð átti hann meg- inþátt í þeim menningarblóma sem gætti á nýju-öld í Evrópu. Hann dýpkaði trúarkenndina meðal fjöldans með þátttöku sinni í guðsdýrkuninni og vann þann sigur að gera sem flestum gjörlegt að kynnast Orðinu með upplýsing- um og kennimennsku. Þannig víkkaði starfsemi Lúthers meðvit- und einstaklingsins og jók gildi hans sem hlutgengs meðlims í kirkju Krists. Miklar framkvæmdir á þessu ári í Stykkishólmi ^ Stykkishólmi í okt. 1983. Á ÞESSIJ ári hafa staðið yfir miklar framkvæmdir hjá Stykkishólmshreppi. Þær helstu eru: Framkvæmdir við nýtt skólahús, sem nú er fokhelt, fram- kvæmdir við fþróttavöllinn, en nýtt yf- irlag var lagt á hann og er íþróttavöll- urinn nú með malarvöllum, eins og þeir gerast bestir. Við höfnina er unnið að endurbyggingu gömlu haf- skipabryggjunnar og uppsetningu leið- armerkja í nýju höfninni í Skipavík. Umfangsmestu framkvæmdirnar hér eru við gatnagerð. Svo stór framkvæmdaáfangi í gatnagerð hef- ir ekki verið tekinn síðan 1977. Hér er bæði um að ræða nýbyggingu gatna í nýju íbúðarhverfi og jarð- vegsskipti og endurnýjun lagna í eldri götum. Stykkishólmur liggur að miklu leyti á klettum og hæðum og varð því í sumum götunum að sprengja mikið og aka grjóti í burtu. Á sl. ári framleiddi Hraðbraut hf. 3000 tonn af olíumöl fyrir Stykkis- hólmshrepp á Harðakambi við Rif og var hún flutt til Stykkishólms. Samið var við vörubílstjóra úr Stykkishólmi um flutning á olíumöl- inni. Boðin var út vinna við útlögn olíumalar. Fimm tilboð bárust. Lægsta tilboð var frá Hegranesi hí. og var það 69,1% af kostnaðaráætl- un. Lægsta tilboði var tekið og hefir Hegranes hf. nú lokið framkvæmd- um. Öll jarðvinna og lagnavinna er framkvæmd af vinnuflokki Stykk- ishólmshrepps undir verkstjórn Högna Bæringssonar. Hönnun og mælingu annast Erlar Kristjánsson, verkfræðingur Stykkishólmshrepps. Að sögn sveitarstjórans, Sturlu Böðvarssonar, hafa framkvæmdir gengið vel og er nú búið að leggja bundið slitlag á 80% gatnakerfisins. Kauptúnið hefir tekið verulegum stakkaskiptum við þessar fram- kvæmdir til hins betra. FrétUriUri. Sturla Böðvarsson (Lv.) og Högni Bæringsson verkstjóri, en á honum mæða að miklu leyti framkvæmdir á vegum hreppsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.