Morgunblaðið - 09.11.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 67
Fræðsluþættir Geðhjálpar:
LITIÐ YFIR SÍÐASTA STARFSÁR
ÞÆTTIR okkar hafa legið niðri í
sumar, en nú ætlum við að taka
upp þráðinn að nýju því að enn
trúum við því staðfastlega að öll
fræðsla um geðheilbrigðismál
muni draga úr fordómum á
þeim. Starfsemi Geðhjálpar sl.
vetur var tvíþætt, annars vegar
fræðsla, en hins vegar rekstur
félagsmiðstöðvar.
Þættir okkar hér í blaðinu
birtust nokkuð reglulega. Við
vitum að þeir vöktu nokkra um-
ræðu um ýmis mál, sem helst
hefur aldrei mátt nefna. Þykir
okkur það mjög jákvæð þróun.
Félagið stóð fyrir nokkrum
fyrirlestrum um ýmis mannleg
vandamál, svefnleysi, streitu
o.fl. Voru þeir haldnir á geðdeild
Landspítalans og voru ótrúlega
vel sóttir. Stundum komu allt að
100 manns og sýnir það okkur að
margir hafa þörf fyrir slíka
fræðslu, hafa e.t.v. yfir áhyggjur
vegna andlegrar heilsu sinnar
eða sinna nánustu, en hafa ekki
haft kjark til að gera neitt í því.
Margt fólk hefur haft samband
við okkur, þakkað okkur, talið
sig hafa haft mikið gagn af fróð-
leiknum og hvatt okkur til að
halda áfram. Erum við nú að
undirbúa framhald á þessu
starfi.
í vetur boðaði stjórn Geð-
hjálpar stúdenta frá ýmsum
deildum Háskólans á sinn fund
til að vekja athygli þeirra á
starfseminni og reyna að fá þá
sem sjálfboðaliða í fyrirbyggj-
andi starf okkar.
Einnig tók félagið þátt í sjón-
varpsþættinum Líf og heilsa,
sem fjallaði um geðheilbrigðis-
mál.
Félagsmiðstöð Geðhjálpar tók
til starfa í nóvember 1982. Fé-
lagið leigði tvær stofur og eldhús
að Bárugötu 11, Reykjavík.
Starfsemin hefur svo sannarlega
blómstrað síðan.
Geðhjálp hefur haft opið hús
um helgar síðan opnað var og
hafa yfirleitt tveir félagar tekið
á móti gestum. Mæting hefur
verið mjög góð og alltaf bæst við
ný andlit. Að meðaltali mæta
um 15 manns í hvert sinn. Þar
ríkir yfirleitt léttur andi yfir
kaffi og kökum, margt er spjall-
að og fólk talar óþvingað um að-
stæður sínar ef það hefur þörf
fyrir. Oft er sungið, kastað fram
stöku, eða gripið í spil og tafl.
Nokkrar sameiginlegar leikhús-
ferðir hafa verið farnar. Við telj-
um fullvíst að þessi fyrsti vetur í
félagsmiðstöð okkar hafi dregið
úr einmanakennd margra og
ýmsir bundist vináttuböndum.
Fjórir sjálfshjálparhópar hafa
starfað á Bárugötu í vetur og er
markmið þeirra að fólk reyni að
hjálpa sér sjálft og styðja hvert
annað.
Þótt félagið hafi byrjað með
tvær hendur tómar á Bárugötu
og orðið að notast við lánshús-
gögn eingöngu, liðu ekki margir
mánuðir þar til félagar úr
Lionsklúbbnum Ægi færðu því
stórgjöf, bæði stofuhúsgögn og
skrifstofuhúsgögn.
Eitt af mörgum áhugamálum
félagsins er að bæta atvinnumál
fólks með geðræn vandamál.
Langar okkur að vinna meira að
þeim málum í náinni framtíð.
Félagið hélt aðventukvöld á
Kleppsspítala í vetur. Þar var
mikið fjölmenni og góður andi
ríkjandi.
Eina útsölu héldum við á
Lækjartorgi í vor og tóku margir
félagar þátt í henni.
í sumar stofnuðum við til
tveggja ferðalaga á vegum fé-
lagsins. Var auðfundið á undir-
tektum og þátttöku fólks að mik-
ill grundvöllur er fyrir að fara í
fleiri ferðir næsta sumar.
Nýlega tók félagið á leigu
þriðja herbergið á Bárugötu.
Opnast þá ýmsir möguleikar til
fjölbreyttari starfsemi. Þarna
mætti koma af stað ýmsum hóp-
um, sem félagar hafa stungið
upp á, svo sem teiknihóp, les-
hring, leiklistarhóp o.fl. o.fl.
Einnig eru ýmis námskeið á
óskalistanum.
Kvennaathvarfið hefur nýlega
fengið afnot af húsnæði Geð-
hjálpar og er þar með opna
skrifstofu 2 klst. daglega.
í vetur er von okkar að geta
eflt aila starfsemina, haft oftar
opið hús, stofnað fleiri sjálfs-
hjálparhópa, haldið fieiri fyrir-
lestra og haldið áfram fræðslu-
þáttum okkar í Mbl. en til þess
að þetta verði að veruleika verð-
um við að virkja fleiri félaga því
að hingað til hefur þetta sjálf-
boðaliðastarf hvílt á of fáum.
Við ætlum því að auka við stjórn
félagsins og stofna einnig stuðn-
ingshóp, sem mundi þá koma
sjaldnar saman en stjórnin, en
þó reglulega. Þessi stuðnings-
hópur gæti miðlað nýjum hug-
myndum, tekið að sér sérstök
verkefni og tengt félagið á ýms-
an hátt út á við. Þarna gæti fé-
laginu komið til góða kraftar
fólks, sem hefur sýnt málstað
okkar mikinn áhuga, en hefur
vegna starfa sinna takmarkaðan
tíma.
Félagsmiðstöðin er ennþá í
mótun, en starfið, sem þar hefur
þegar farið fram hefur sannað
að það á rétt á sér og getur létt
mörgum lífið. Þarna kynnist fólk
sem kemur úr ýmsum áttum og á
öllum aldri, einangrun þess
minnkar og það öðlast aukna
ábyrgðartilfinningu.
Margir félagar, sem orðið hafa
fyrir ýmsum geðrænum áföllum
taka virkan þátt í starfinu og
vonum við og vitum reyndar að
það gefur þeim mikið í aðra
hönd. Við stefnum hátt og erum
bjartsýn. Við skorum á allt
áhugafólk um þessi efni að
styrkja okkur og styðja í þessu
umbótastarfi okkar.
Stjórn Geðhjálpar.
í hamingjuleit
Ástarsaga eftir Danielle Steel
KOMIN er út skáldsagan „f ham-
ingjuleit“ eftir Danielle Steel.
Um söguþráðinn segir svo í frétt
frá útgefanda: „Gillian segir skilið
við New York og eiginmann sinn
og sest að í hinni sólfögru San
Francisco ásamt fimm ára dóttur
sinni. I starfi sínu kynnist hún
Chris, ungum og óvenjulegum
kvikmyndagerðarmanni, hug-
myndaríkum og ráðríkum með
lausbeislaða framkomu. Þau
kynni verða afdrifarík. Hún
sveiflast milli ástar á Chris og
andúðar á framkomu hans, uns
hún neyðist til að snúa aftur til
fyrri heimkynna. í New York fær
hún starf við kvennablað og leiðir
þeirra Gordons liggja saman, en
Gordon er algjör andstæða Chris,
miðaldra maður með sára reynslu
að baki. En Chris kemur aftur inn
í líf hennar og litlu dótturinnar,
Samöntu."
Höfundur þessarar bókar, Dani-
elle Steel, er einn vinsælasti höf-
undur ástarsagna í heimalandi
sínu, Bandaríkjunum. „í
hamingjuleit" er fjórða bókin sem
kemur út eftir hana á íslensku.
Hinar heita: „Gleym mér ei“, „Lof-
orðið" og „Hringurinn". Útgefandi
er Setberg.
Kapphlaupið
KOMIN er út heimildarskáldsaga, er
fjallar um ferðir Amundsens og Scotts
og félaga þeirra til suðurskautsins
1911—1912. Bókin nefnist „Kapp-
hlaupið" og er eftir norska rithöfund-
inn Káre Holt, en Sigurður Gunnars-
son þýddi og endursagði.
I frétt frá Æskunni, sem gefur
bókina út, segir m.a.: — „Norðmað-
urinn Roald Ámundsen hefur undir-
búið ferð á skipinu Fram til að
freista þess að komast á Norður-
heimskautið. Meðan á undirbúningi
stendur berst frétt um að doktor
Cook hafi komist á Norðurpólinn —
og síðar einnig Robert Peary.
Amundsen ákveður þá að fara til
Suöurskautsins. Englendingurinn
Robert Scott er foringi leiðangurs
sem stefnir þegar þangað. — Þeir
hafa aldrei sést. En á milli þeirra
verður mikil keppni um að komast
fyrstur á pólinn. Sálrænt álag setur
mark sitt á samskipti þeirra við fé-
laga sína og ferðirnar í heild. —
Höfundur lýsir ógnþrungnu erfiði
og hetjudáðum heimskautsfaranna,
átökum við höfuðskepnur og harðri
innri baráttu af einstökum skilningi.
Bókin varð umdeild í Noregi enda
dregur höfundur ekkert undan, felur
ekkert, fegrar engan. Hún er ágeng,
jafnt hvað varðar efnistök höfundar
sem skírskotun hennar til lesenda —
og lætur engan ósnortinn.
Káre Holt er virtur og viður-
kenndur norskur höfundur sem sam-
ið hefur yfir 30 bækur. Margar
þeirra eru sögulegs eðlis. Hann hef-
ur hlotið margs konar verðlaun og
þykir einn besti sögumaður vorra
tíma í Noregi.
Þýðandinn, Sigurður Gunnarsson
fv. skólastjóri, las söguna í útvarp
haustið 1979 við mikla hylli."
Bókin er 216 síður að stærð.
Mazda 323
Mest seldi japanski
bíllinn í Evrópu!
Þegar hinn nýi framdrifni MAZDA 323 kom á markaðinn, þá
hlaut hann strax frábærar viðtökur um víða veröld og
sérstaklega hefur hann fallið kröfuhörðum Evrópubúum í geð.
1984 árgerðin af þessum geysivinsæla bíl er nú
fyrirliggj andi hj á okkur. ’ '
Verð kr. 264.815 með ryðvörn og 6 ára ryðvarnarábyrgð.
gengisskr. 1.11.83
MAZDA — bestur í endursölu
undanfarin 10 ár.
Smiðshöfða 23 sími 812 99
BÍLABORG HF