Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 26

Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 „ Hv/enger aeiiai'bu ab fcvra a5 atta þig 6. pi/I c&> þú eri \je\egor uasaþjófur?" Á ég ekki aö vera heima í dag og gæta hans? HÖGNI HREKKVÍSI Bætt heilsufar og betra skap ESSI skrifar: „Velvakandi. Merkilegt má heita hvað við ís- lendingar höfum lært vel á að lifa með landi okkar, kostum þess og göllum. Auðvitað hefur þetta þró- ast smám saman, með reynslu af langri búsetu í landinu. Þó hefur okkur enn ekki lánast að ná tökum á því sem kalla mætti „áhættu- laust skemmtanalíf". Á ég þar ekki við stympingar og andlega árekstra í öldurhúsum, en þar eig- um við nokkuð langt í land á þróunarbrautinni. Hætti ég mér ekki út í þá sálma. Hins vegar mætti með smávilja og reglugerð- arbreytingu byggingarnefnda kippa í liðinn því ófremdarástandi sem skapast við skemmtistaði um hverja helgi mestallt árið. Biðraðirnar I rysjóttum veðrum er okkur gert skylt að híma undir húsveggj- um, eins og búpeningi sem bíður eftir að verða tekinn á hús. Þeir sem átt hafa leið í klúbb- ana á Keflavíkurflugvelli hafa séð hvernig Bandaríkjamennirnir hafa brugðist við þessu og hafa þeir þó mun skemmri búsetu að baki hér á landi. Sem sagt: Sú lausn er tiltæk, að við skemmtistaðina verði komið upp eins konar yfirbyggðu svæði (jafnvel upphituðu ef við ætlum að vera flottir á því), þannig að þeir sem ekki komast samstundis inn í sæluna, þurfi ekki að verða háls- bólgu, blöðrubólgu eða öðrum kvillum að bráð, auk hnjasks á hárgreiðslu, að nauðsynjalausu. Um hagkvæmni þessara fram- kvæmda þarf ekki að deila; árang- urinn mun skila sér í bættu heilsufari, ásamt því að skapið verður betra þegar inn er komið. Með von um skjóta úrlausn af hálfu eigenda skemmtistaða." Látum rjúpuna lifa Rósa B. Blöndals skrifar: „Velvakandi. „Þúsund rjúpur í einni veiði- ferð — eins manns." Þetta sagði „ferðamaður", eins og hann nefndi sig. Hann lýsti blóðbaðinu dálítið. Áður en íslendingar breiða friðarfaðm á móti vopnuðu stór- veldi, ættu þeir að athuga friðar- aðgerðir þessarar þjóðar — í sínu eigin landi, í ljósi þeirrar frið- semi, sem lýsir sér í aðförum fjöl- margra manna, bæði gagnvart rjúpunni og selnum. Eru ekki fleiri ábyrgir? Það er einnig sök að láta þetta viðgang- ast. Rjúpan gæti jafnt og dúfan verið tákn friðarins. „Ferðamaður“ mun réttilega hafa lýst rjúpna-smalamennsku á hálendi landsins, þar sem farið er á vélsleðum og smalað. Og síð- an hefst skothríðin, ógeðslegt blóðbað. Ferðamaðurinn ætti að skrifa aðra grein með lýsingu á þessum veiðum og láta þar við fullt nafn. Það er vel gert að vekja athygli á þessu athæfi. Ég er honum hins vegar ekki sammála um að veita skuli veiði- leyfi fyrir vissum fjölda af rjúp- um til þess að íslendingar geti fengið í jólamatinn. Rjúpur eru ekki islenskur jólamatur. Islensk- ur jólamatur er hangikjöt. Það er óþarfi að veita veiðileyfi fyrir rjúpum í jólamat hjá þeirri þjóð, sem hefur offramleiðslu á ís- lensku dilkakjöti. Sjálfsagt m.a. í því tilfelli að gjörbanna búdrýg- indi af rjúpum. Ég skora enn einu sinni á ís- lensk stjórnvöld að alfriða rjúp- una. Rjúpnaveiðin, eins og hún er framkvæmd og hefur verið stund- uð, er búin að vera slík skömm fyrir þjóðina, að minna má ekki vera en að nú sé tekið í taumana með alfriðun: Ekkert annað dugir. Hvað ætli eftirlitsmenn þekki í sundur þá sem hafa leyfi og hina sem hafa ekki leyfi. Og þótt svo væri, þá er ástæðulaust að halda þessum drápum áfram. Og að hafa jólin til afsökunar drápinu, eins og hverjum sótrafti hefur þóknast, tekur þó útyfir. Ég skora á Dýraverndunarfé- lag íslands að taka þetta mál alvarlega með engri málamiðlun. Eiga þeir engan rétt, sem vilja friða rjúpuna? Það er einkenni- legt ef drápsmennirnir skuli nú ekki missa þann „rétt“ sinn, ef rétt skyldi kalla, sem þeir í ára- tugi hafa skammarlega misnotað. Myndir úr lofti væru fyrirtak, ef friðun næst og friðun er brotin. „Nú er bágt til bjargar, blessuð rjúpan hvíta.“ (J.H.) Hvaða hagur er íslendingum að því að strádrepa rjúpuna eins og þeir eyddu geirfuglinum? Var þjóðin að bættari þegar síðasti geirfuglinn var dauður? Mikill hefði sá munur verið að leyfa þeim fagra fugli að lifa óáreittum, hefði hann verið frið- aður í tæka tíð, og íslendingar ekki verið gereyðingarmenn. Honum var smalað til slátrunar eins og rjúpunni nú. Er engin leið að fá áheyrn ráðamanna öðruvísi en með ofbeldisaðgerðum og verkföllum. Ég vildi heldur fara í verkfall til þess að stöðva seladráp og rjúpnadráp heldur en t.d. að láta skipa mér að hætta kennslu ein- hvers staðar á námsvetri til þess að fá hærra kaup. Fuglalíf íslands er nú orðið svo fátæklegt vegna minka og mýra- skurða, að það er alveg óþarft að hjálpa minknum til þess með skotvopnum að gera Island að fuglalausu landi. Landið, sem átti syngjandi vor og rjúpur hlaup- andi um alla móa — og kallað fuglaparadís. Fyrir allmörgum árum sendi ég húsmæðrum íslands áskorun um það svo sem einum mánuði fyrir jól, að verðlauna ekki rjúpna- skyttur og blóðbaðið herfilega. Neytendur geta nefnilega ráðið þessu líka. Morgunblaðið birti ekki greinina fyrr en öruggt var að allar húsmæður væru búnar að undirbúa sín jól hvað matar- innkaup snerti. Ég segi enn: Húsmæður, verð- launið ekki rjúpnadrápið. Látum rjúpuna lifa. Kaupið ekki rjúpur í veislu- mat.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.