Morgunblaðið - 09.11.1983, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983
75
AKANDI
SVARAR I SIMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
^ TIL FÖSTUDAGS
Enn um byggðasöfn
Skúli Magnússon, Keflavík skrif-
ar:
..Byggöasafn Húnvetninga og
Strandamanna að Reykjum í
Hrútafirði var opnað 9. júlí 1967.
Árið 1961 hafði verið reistur þar
skáli yfir hákarlaskipið ófeig, sem
varð einn aðalstofn safnsins.
(Árbók Fornleifafél. 1962 og 1968.)
Byggðasafn Skagfirðinga í
Glaumbæ var opnað 15. júní 1952.
Skömmu fyrir 1940 hafði Englend-
ingurinn Mark Watson lagt til að
bærinn yrði varðveittur, svo að
síðar mætti hafa þar minjasafn.
Gaf Watson fé til þess fyrstur
manna. (Öldin okkar 1951—1970.)
Minjasafnið á Akureyri var
opnað 17. júlí 1963 í Kirkjuhvoli.
Akureyrarbær á 3/s hluta safnsins,
Eyjafjarðarsýsla Vs og KEA Vs.
Viðbygging við Kirkjuhvol var
tekin í notkun 1. júlí 1978. Árið
1949 hafði Þórarinn bóndi Eldjárn
fyrstur hreyft hugmyndinni um
stofnun minjasafns. (Dagur 10.
júlí 1963 og 3. ágúst 1983, Árbók
Fornl.fél. 1979.)
Byggðasafn Þingeyinga að
Grenjaðarstað var opnað í gamla
bænum 9. júlí 1958. Aðdragandi
safnsins var nokkuð langur. I maí
1980 var vígt safnahús á Húsavík
þar sem hluti byggðasafnsins er
til húsa. (Dagur 12. júlí 1958 og
Árbók Þingeyinga 1958 og 1980.)
Minjasafn Austurlands. Á fundi i
Atlavík 19. júlí 1942 var kosin
nefnd sem vinna skyldi að stofnun
minjasafns. Einnig höfðu Sam-
band austfirskra kvenna, UÍA og
Búnaðarsamband Austurlands
tekið málið að sér. Þessir aðilar
stóðu að stofnun minjasafns á
Hallormsstað 10. og 11. okt. 1943.
Frá 1945 voru munir þess geymdir
á Skriðuklaustri. 1971 var komið á
fót Safnastofnun Austurlands.
Innan hennar skyldu vera minja-
og náttúrugripasöfn. Auk geymslu
á Skriðuklaustri fékk minjasafnið
geymslu á Egilsstöðum. Nýlega
var hafin bygging safnahúss á Eg-
ilsstöðum. (Múlaþing 1980. í aust-
firskum blöðum eru ýmsar heim-
ildir um minjasafnið og Safna-
stofnun, einkum í blaðinu Austur-
landi.)
Byggðasafn Austur-Skaftfellinga
var opnað á Höfn í Hornafirði 6.
júní 1980. Safnið er geymt í gömlu
verslunarhúsi frá Papósi.
1966—’67 var stofnuð nefnd á veg-
um sýslunefndar A-Skaftafells-
sýslu sem annast skyldi söfnun
muna. Árið 1976 fékk safnið 1
milljón króna frá sýslunefnd til
starfsemi sinnar. (Múlaþing 1980.
Mbl. 12. júní 1980.)
Byggðasafn Rangæinga og
V-Skaftfellinga. Formlega opnað í
nýreistu húsi í Skógum 1955. Á
sýslufundi Rangæinga 1945
hreyfði sr. Jón M. Guðjónsson
fyrstur nauðsyn á slíku safni.
Kaus fundurinn þá sérstaka
safnsnefnd. V-Skaftfellingar kusu
slíka nefnd 1952. Munir fengu
geymslu í Skógaskóla 1949, en
1952—’54 voru þeir til sýnis í
skólastofum. Fljótlega eftir að sr.
Jón M. Guðjónsson fluttist til
Akraness varð Þórður Tómasson
forgöngumaður safnsins og hefur
verið höfuðstoð þess alla tíð.
(Goðasteinn 1964.)
Byggðasafn Vestmannaeyja. Um
1932—33 hóf Þorsteinn Víglunds-
son söfnun fyrstu munanna. Voru
þeir í geymslu á heimili hans í
Háagerði þar til þeir voru fluttir í
gagnfræðaskólann 1955—’56. Það-
an lá leið þeirra á þriðju hæð í
húsi Sparisjóðsins við Bárugötu.
Þar var safnið opnað 12. júlí 1967.
Hinn 15. apríl 1978 var opnað nýtt
safnahús í Vestmannaeyjum þar
sem byggðasafnið er til húsa. Ef
litið er á aðdraganda safnsins,
sést að það er eitt elsta minjasafn
landsins fyrir utan Þjóðminja-
safn. (Blik 1967. Árbók Fornl.fél.
1979.)
Byggðasafn Árnessýslu var opnað
á Selfossi 5. apríl 1964 í nýreistu
safnahúsi þar sem það er í sam-
býli með bókasafni og listasafni.
Hugmyndin um stofnun safnsins
kom fyrst fram á sýslufundi Ár-
nesinga 1942. Skúli Helgason ferð-
aðist um Árnesþing á árunum
1950—'60 og aflaði safninu muna.
(Sýningarskrá að Árvöku Selfoss.
1972.)
Byggðasafn Suðurnesja var
opnað í Keflavík 17. nóv. 1979.
Hluti safnsins er til sýnis á
Vatnsnesi, húsi sem Bjarnfríður
Sigurðardóttir ánafnaði Keflavík-
urbæ eftir sinn dag. Gamla íbúð-
arhúsið í Innri-Njarðvík telst
hluti byggðasafnsins. Safnið er
rekið af Keflavíkur- og Njarðvík-
urbæjum. Helgi S. Jónsson (f.
1910, d. 1982) hreyfði fyrstur hug-
myndinni um sérstakt byggðasafn
i Keflavík. Það var um 1940.
Fljótlega eftir það hófst söfnun
muna. Geymdi Helgi sumt af þeim
heima hjá ser. í aprílblað Faxa
1942 ritar Helgi í fyrsta sinn um
byggðasafnið opinberlega. Má
vera að hann hafi haft spurnir af
svipuðu starfi á ísafirði, en Helgi
var Vestfirðingur, og hélt tryggð
við Vestfirðinga heima og heiman,
þó að hann dveldi lengst af í
Reykjavík og Keflavík. (Faxi des.
1979. Mbl. júlí 1980.)“
Þessir hringdu . . .
Mætti endursýna
þessa dagskrá —
og það oftar
en einu sinni
Garðbæingur hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Laugar-
dagskvöld 22. október sáu leikarar
frá Leikfélagi Reykjavíkur um
dagskrá í sjónvarpinu og nefndu
hana „Við byggjum leikhús". Þetta
var alveg frábær skemmtun og
bætti mönnum í skapi. Svo sann-
Dario Fo
arlega mætti endursýna þessa
dagskrá og það oftar en einu sinni.
Endursýn-
ið Dario Fo
Jarþrúður Pétursdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Ég
var svo heppin að slökkva ekki á
sjónvarpsviðtækinu, þegar
Wagner-þættinum lauk sunnu-
dagskvöldið 30. október sl. Þá
hófst nefnilega frábær dagskrá
með ítalska leikaranum og leik-
ritahöfundinum Dario Fo. Eg hef
hins vegar orðið vör við að flestir
þeirra sem ég hef talað við,
slökktu á viðtækjunum og misstu
af þessum ítalska meistara. Ég
skora því á sjónvarpið að endur-
sýna dagskrána.
GÆTUM TUNGUNNAR
Sést hefur: Rætt var um gerð nýrra eld-
flaugna.
Rétt væri:... um gerð nýrra eldflauga.
Kór Breiðholtskirkju auglýsir
Óskaö er eftir áhugasömu fólki í allar raddir kórsins.
Raddþjálfun stendur nú yfir.
Vinsamlegast gefift ykkur fram vift Daníel í síma 72684,
Valgerfti í síma 74940 og Sigurft í síma 37518.
Kórstjómin
Hirslur eru til margra hluta nauösynlegar og hjá okkur
eru til hirslur í hvert einasta herbergi í húsinu þínu.
Veggskápar í einingum og samstæðum í stofur meö
geymslurými fyrir dúka, matarstell, hnífapör, uppáhalds-
glösin þín og verömætustu bækurnar undir gleri, og
margar hillur sem þú getur sett á styttur, skálar og fleiri
hluti sem þú vilt hafa fyrir augunum hvern dag vegna
þess að þeir eru þér kærir. Skápar í sjónvarpsherbergið,
útvarps- videó- og plötuspilaraskápar, plötuskápar og
raunar skápar fyrir hverskonar tæki og „græjur” sem þú
átt.
Bókaskápar sem allsstaöar eru til prýöi.
Skápar í herbergi barnanna, unglinganna og í herbergi
húsbóndans og húsfreyjunnar. Allt þetta fæst hjá okkur
í ótal stærðum, gerðum og viöartegundum á hagstæöu
veröi meö góðum greiðslukjörum.
HAGSÝNN VELUR ÞAÐ BESTA
HDSGAGNAHÖLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410