Morgunblaðið - 09.11.1983, Side 28
76
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983
Fréttabréf úr Dölum:
Fóðuriðja — 27 kg dilkur —
Hafbeitarstöð — Skarðs-
kirkja — Meðferðarheimili —
Vegagerð — Dýrt rafmagn
Skarðskirkja á Skarðsströnd.
eftir Ingiberg J.
Hannesson
Iflvoli, 27. október.
Nú í vetrarbyrjun líður hugur-
inn yfir nýliðið sumar, og manni
verður ósjálfrátt á að spyrja:
Hvenær kom sumarið? Eða var
það yfirleitt komið, nú í vetrar-
byrjun. Það er áreiðanlegt, að við
hér á Vesturiandi urðum lítið vör
við sól og sumarblíðu, þótt tíminn
rynni sitt skeið og veturinn sé nú
kominn bæði samkvæmt alman-
akinu og í reynd. Þetta sumar var
með eindæmum ósumarlegt hvað
veðráttuna snertir, sólardagarnir
fáir og veðráttan í heild heldur
lítt uppörvandi. En síðan á höfuð-
dag, þegar hann loks birti upp,
hefur tíðarfar verið gott, og þæg-
ileg uppbót á sumarið, en nú hefir
hann kólnað og veturinn er far-
inn að sýna klærnar. Er það að
vonum, enda langt liðið á októ-
ber.
Þrátt fyrir erfitt tíðarfar má
segja, að heyfengur bænda hér
um slóðir hafi verið þokkalegur
hvað gagn heyja snertir, en gæð-
in eru afar misjöfn og eftir að
vita, hvernig skepnur fóðrast á
slíkurn heyjum. En bót er í máli,
að við höfum hér í sveit ágæta
stofnun.
Fóðuriðjan
Þessi stofnun er Fóðuriðjan í
Ólafsdal, kennd við þann sögu-
fræga stað, ólafsdal, þar sem
Torfi Bjarnason stofnaði fyrsta
búnaðarskólann á landinu. Þetta
er graskögglaverksmiðja, sem
framleiðir kjarnfóður og kögglar
sílgræna töðuna, sem slegin er í
sprettu og hefur reynst afbragðs
fóður, og er mér tjáð af fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins,
Sæmundi Kristjánssyni, að
graskögglar héðan séu sam-
kvæmt athugun sérfróðra manna,
bæði í ár og í fyrra, beztir og
næringarríkastir allra heyköggla
á landinu hvað efnainnihald
snertir og sýnu betri nú í ár en í
fyrra þó góðir væru þá. Þetta eru
góð meðmæli með þessu ágæta
fyrirtæki, sem rekið er af mynd-
arskap og dugnaði. En fram-
leiðslan í ár var rúm 1000 tonn,
um 150 tonnum minni en í fyrra,
þar sem grasspretta í sumar var
mun minni en í meðalári og erfitt
að nýta til fulls það sem á jörð-
inni þó óx vegna bleytu á ökrun-
um, og má geta þess, að nú fyrir
nokkrum dögum var verið að
framleiða köggla úr grænfóðri,
vegna þess einfaldlega, að ekki
var hægt að komast um landið
fyrr sökum bleytu, en frost hefur
verið síðustu dagana.
Söluhorfur hjá verksmiðjunni
eru mjög góðar, þeir eru að verða
búnir að selja upp sumarfram-
leiðsluna, enda hefur eftirspurnin
aukist verulega eftir því sem
kögglarnir hafa batnað.
Fóðuriðjan hefur nú undir 306
ha. ræktaðs lands, en stefnt er að
því að koma í ræktun á næsta ári
100 ha. til viðbótar, enda hefur
fyrirtækið nú nýlega keypt veru-
legt viðbótarland úr landi Stór-
holts og er stefnt að því að auka
framleiðslugetuna eftir því sem
markaðurinn leyfir og eftir-
spurnin eykst. Hér er um þýð-
ingarmikla framleiðslu að ræða,
íslenzka atvinnustefnu, sem er
atvinnuskapandi og gjaldeyris-
sparandi og eykur verðmæti ís-
lenzks jarðargróða og íslenzks
framtaks. Megi fyrirtækinu vel
vegna á komandi árum.
Slátrun hjá kaup-
félagi Saurbæinga
Haustslátrun hjá kaupfélaginu
er nú að mestu iokið. Slátrað hef-
ur verið alls um 12 þúsund fjár.
Meðalþungi dilka var rúm 14 kg.
og er það svipað og tvö undanfar-
in ár. Stærsta dilkinn í haust átti
Jóakim Arason frá Múla í Gufu-
dalssveit og vó hann rúm 27 kg.
Að sögn kaupfélagsstjóra, Úlfars
Reynissonar, hefur slátrunin
gengið vel í haust og aldrei verið
slátrað fleira fé í húsinu. Slát-
urhússtjóri er Sigurjón Torfason
í Hvítadal.
Laxveiði í sumar
Laxveiði í Staðarhólsá og
Hvolsá gekk allyel í sumar, alls
veiddust 100 laxar og er það
raunar 11 löxum minna en í
fyrra, en auk þess var góð sil-
ungsveiði eins og jafnan áður.
Stangaveiðifélag Keflavíkur hef-
ur haft árnar á leigu siðustu þrjú
árin, en trúlega verður laxveiði í
ánum boðin út í haust. Við höfum
hér mjög góða aðstöðu fyrir
veiðimenn og fjölskyldur þeirra;
veiðihúsið Ársel, þar sem eru sex
svefnherbergi auk eldhúss og
stórrar setustofu. Enda hafa
veiðimenn nú seinni árin komið
hingað í auknum mæli með fjöl-
skyldur sínar með sér og þannig
getað notið ánægjulegrar dvalar í
ágætu húsi í friðsælli og fallegri
sveit.
Hafbeitarstöðin Dalalax
í byrjun júlí á þessu ári var
tekin í notkun hafbeitarstöð hér í
Saurbænum, og er hér um að
ræða stíflubúnað við ósa Stað-
arhólsár og Hvolsár en þær renna
til sjávar í sameiginlegum ósi.
Stíflumannvirki þessi eru með
gildru og tökubúnaði og gera
kleift að stjórna að vissu marki
fiskgöngu upp í árnar. Þessi út-
búnaður getur haft þau áhrif, að
hægt muni að stórauka laxa-
gengd upp í árnar, ef vel gengur,
og sleppa þangað upp fiski í
miklu meiri mæli en verið hefur,
og þannig stórauka möguleika
stangveiðinnar, auk þess sem
taka má fiskinn i gildrunni og
koma honum á markað nýslátr-
uðum eða lifandi, eins og gert var
í sumar í litlum mæli og reyndist
vel. í fyrra var sleppt í árnar 55
þúsund gönguseiðum, og nú í ár
30 þúsund, og vænta menn þess,
að þetta skili sér á sínum tíma, en
ekki voru menn hér þó ánægðir
með heimturnar í sumar á árs-
gömlum laxi, en menn eru þó yf-
irleitt vongóðir og trúa á mikla
möguleika í þessum atvinnuvegi,
ef rétt er að staðið og komist hef-
ur verið yfir þá byrjunarerfið-
leika, sem alltaf eru fyrir hendi
og sem menn smám saman læra
að vinna bug á.
En nýjungar koma mönnum oft
undarlega fyrir sjónir — jafnvel
fjandsamlega. Á því fengum við
að kenna í sumar. Þegar laxveiði-
menn komu hingað til að veiða,
brugðust þeir sumir illa við er
þeir sáu stíflumannvirkin og
töldu að þarna — í gildrunni —
tækjum við heimanenn allan lax-
inn og hann fengi því ekki að
ganga upp 1 árnar til ánægju
fyrir laxveiðimennina. En hvílík-
ur misskilningur. Það væru ekki
skynsamleg vinnubrögð af hálfu
heimamanna að takmarka svo
laxgengdina upp í árnar, að
stangaveiðin minnkaði og árnar
yrðu þannig síður eftirsóttar til
stangaveiða. Þvert á móti gerir
þessi útbúnaður, eins og áður
sagði, það mögulegt, að stórauka
laxveiði í ánum með aukinni
sleppingu í árnar, sem væntan-
lega verður hægt þegar á næsta
sumri.
SkarÖskirkja á
Skarösströnd
Ekki get ég látið hjá líða að
minnast þess stóra viðburðar í
kirkjulífi hér á Skarðsströnd, er
Skarðskirkja var tekin aftur í
notkun við hátíðlega athöfn 28.
ágúst sl. eftir umfangsmiklar
endurbætur. Þar voru mættir tíu
prestar af Vesturlandi auk
vígslubiskups, sr. ólafs Skúlason-
ar, sem heimsótti okkur í sinni
fyrstu embættisferð eftir að hann
tók vígslu sem vígslubiskup
Skálholtsbiskupsdæmis. Þetta
var ánægjulegur dagur í lífi safn-
aðarins, og mitt í sumarrigning-
unni fengum við meira að segja
sólargeislana til að gægjast fram
úr skýjum og hella geisladýrð
sinni yfir sviðið ofurlitla stund
eins og til að lýsa velþóknun sinni
yfir stað og stund. Og upp úr
þessu fór að birta í heiði, því höf-
uðdagurinn var daginn eftir, og
þá tók að rofa til í skýjaþykkninu
fyrir alvöru, og við tók betri tíð
undir haustið. Mikill fjöldi fólks
var með okkur á Skarði þennan
sunnudag og gerði daginn eftir-
minnilegan. Það er annars eftir-
tektarvert og lofsvert framtak,
sem Skarðverjar hafa sýnt með
uppbyggingu kirkju sinnar, en
kirkjan er bændakirkja og í eigu
þeirra Skarðverja og uppbygging-
in því kostuð af þeim staðarhjón-
um, Kristni Jónssyni og Þórunni
Hilmarsdóttur, og þeirra fólki, þó
kirkjan hafi auðvitað notið vel-
vildar margra velunnara með
gjöfum og aðstoð við uppbygg-
ingarstarfið. Hafi þau öll heila
þökk sem að þessu stóðu svo vel
og giftusamlega.
Meðferðarheimilið
á Staöarfelli
Á Staðarfelli var um áratuga
skeið starfræktur húsmæðra-
skóli, sem starfaði með reisn og
prýði fram á seinustu ár. En þá
breyttust aðstæður í þjóðfélag-
inu, eins og flestum er kunnugt,
ungar stúlkur hættu að sækja
húsmæðranámið til húsmæðra-
skólanna, fengu þessa fræðslu
með öðru móti eða hreinlega
töldu þetta ekki þess virði að eyða
í það heilum vetri, og breytt við-
horf á jafnréttisöld hafa hér
vafalaust einnig komið til, nú
gætu karlar alveg eins eldað og
því minni þörf á að mennta sig í
faginu, en þeir blessaðir ekki
reiðubúnir að fara í slíkt nám, þó
lítillega bryddaði þó á því síðustu
árin. Hefur því húsmæðraskólun-
um fækkað verulega í því formi
sem þeir voru reknir.
En á Staðarfelli var húsakost-
urinn fyrir hendi, og þar er nú
rekið eftirmeðferðarheimili fyrir
áfengissjúklinga á vegum SÁÁ.
Er þar um merkilega starfsemi
að ræða, og verður að segja eins
og er, að þar er unnið líknar- og
mannúðarstarf, sem ástæða er til
að þakka. Forstöðumaður heimil-
isins er Grettir Pálsson. Sem
sóknarprestur kem ég oft á þetta
stóra heimili, en vistmenn eru
oftast um eða yfir þrjátíu talsins,
og fylgist því nokkuð með starf-
inu, auk þess sem ég hef reglu-
legar guðsþjónustur meðal vist-
manna. Eru slíkar stundir helg-
aðar af þeirri náð Guðs, sem rétt-
ir hinum fallna hönd sína og seg-
ir: Rís þú upp. Ég gef þér kraft-
inn, þú getur endurnýjað líf þitt,
komdu til mín, ég mun rétta þér
hönd mína og gefa þér nýtt líf,
nýja von, nýja trú, betri daga.
Staðarfellskirkja gegnir veiga-
miklu hlutverki í starfsemi heim-
ilisins, og mér er kunnugt um
það, að vistmenn nota hana mikið
til að nálgast Guð sinn og finna
hjá honum þann styrk sem dugir
í endurreisnarstarfinu. Gefi góð-
ur Guð, að þetta starf megi
blómgast og dafna í harðri bar-
áttu við hinn stóra og sterka óvin,
Bakkus gamla. Þar er því miður
mikið verk að vinna.
Vegaframkvæmdir
Þeir, sem úti á landsbyggðinni
búa, hljóta að hugsa mikið um
samgöngur í sínu héraði, enda
háðir þeim mjög með alla að-
drætti og starfsemi alla. Segja
verður það yfirleitt, að vegir hér í
Dölum hafa verið langt frá því að
vera góðir, og sú þjónusta, sem
veitt er, er oft á tíðum langt frá
því sem æskilegt gæti talist. En
allt þokast þetta þó í rétta átt.
Vegabætur í sumar í Dalahér-
aði hafa verið allmiklar, unnið
var við uppbyggingu vegar sunn-
an Búðardals og suður fyrir Þor-
bergsstaði og einnig á alllöngum
vegarkafla í Hvammssveit og á
Fellsströnd, frá Rauðbarðaholti
og út fyrir Breiðabólsstað. Sömu-
leiðis var unnið á Laxárdalsheiði
og víðar.
Við sem ökum strandir sem
kallað er, þ.e. Skarðsströnd,
Klofning, Fellsströnd og
Hvammssveit, höfum fundið
verulegan mun á því hvað vegur-
inn hefur batnað mikið, og má
þar þakka aukinni vegagerð, er ég
áður nefndi, svo og því, að hörpuð
möl hefur verið notuð til ofaní-
burðar og bætir það eitt ótrúlega
mikið ástand veganna og gerir
aksturinn auðveldari og þægi-
legri, og hafa menn meira að
segja haft á orði, að sumir kaflar
í Hvammssveit og á Fellsströnd
séu eins og að aka á malbikinu
syðra. Já, litlu verður Vöggur feg-
inn. Þegar við hér í fásinninu sjá-
um glætu, þá gleðjumst við eins
og börn, jafnt á þessu sviði sem
öðrum, og það mega forráðamenn
Vegagerðarinnar vita, að við tök-
um eftir því sem gert er og virð-
um það að verðleikum, en nú er
veturinn framundan, og þeir veg-
ir, sem ekki eru komnir upp úr
snjó, þurfa góða þjónustu í vetr-
armokstri, og það er ekki sama
hvernig að honum er staðið.
Svínadalur, sem er afar erfiður
farartálmi á vetrum, er mokaður
einu sinni í viku, og þá þarf að
vanda vinnubrögð vel, moka vel
út sem kaliað er, svo meiri líkur
séu á því að þetta endist lengur.
Brögð voru oft að því á sl. vetri,
að ekki var gengið nægilega vel
frá snjómokstri, og hefndi það sín
oft illa fyrir þá, sem áttu að
njóta. Annars má benda á það,
að með batnandi vegum kringum
Strandir er engin frágangssök að
fara þá leið, þegar Svínadalur er
lokaður, en þá þyrftum við sem
fyrst að fá nýjan veg á Tjalda-
neshlíð, það er í rauninni eini
kaflinn á allri þessari leið, þar
sem eftir er að búa til veg, en
þetta er aðeins vegarruðningur
frá fyrstu tíð, og aðeins öðru
hvoru betrumbættir verstu
annmarkarnir. Þegar svo væri
komið mætti vegasamband um
Strandir teljast allgott, og þá um
leið mætti rjúfa þá einangrun,
sem því fylgir að búa á afskekkt-
um stöðum. Við skulum vona, að
þingmenn kjördæmisins taki
þetta til vinsamlegrar og rögg-
samlegrar athugunar.
Rafmagnsmál
Ég veit ekki, hvort ég hef þrek
til að minnast á þau mál einu
sinni enn. Það er málaflokkur
sem okkur hér í Dölum og auðvit-
að víða úti á landi er ærið erfiður.
Stórkostlegur kyndingarkostnað-
ur íbúðarhúsa er að ofgera fjár-
hagsgetu manna og sliga getu
þeirra og vilja til að búa þar sem
ójöfnuðurinn er svo mikill sem
raun ber vitni á þessu sviði.
Jöfnun upphitunarkostnaðar
verður að eiga sér stað í auknum
mæli, því þótt ríkisvaldið hafi
varið nokkrum fjárhæðum í
þessa jöfnun milli landsmanna,
þá hefur slík viðleitni horfið sjón-
um manna í darraðardansi óða-
verðbólgunnar, en e.t.v. sér þess
meiri og betri stað, eftir því sem
verðbólgan lækkar og betur tekst
að hemja þjóðarskútuna. En
ríkisvaldið verður, ef ekki á að
verða stórkostleg röskun á
byggðajafnvægi í landinu, að
grípa til stórum öflugri aðgerða í
þessum efnum en hingað til hefur
verið gert, og þessi nauðsyn er
þeim mun brýnni sem heimilin
hafa minna úr að spila með sí-
versnandi efnahag og þrenging-
um á lífskjörum, sem óhjákvæmi-
lega hafa orðið með kaupskerð-
ingum og öðrum björgunarað-
gerðum stjórnvalda. Það verður
að leggja aukna áherzlu á jöfnun
upphitunarkostnaðar, það hefur
þegar hlotist byggðaröskun af
þessari hrikalegu mismunun, sem
á sér stað manna í millum, eftir
því hvar þeir búa á landinu. En
nóg um þetta að sinni. Við skul-
um vona, að Sverrir orkumála-
ráðherra sjái þetta með jafn
glöggum og gagnrýnum augum og
afurðamál sjávarútvegsins — og
taki á málinu í fullri alvöru. Því
þó stjórnvöld sletti í þetta nokkr-
um milljónatugum þá er það eins
og dropi í hafið, ef ekki er tekið á
vandamálinu á raunhæfan hátt.
Fársjúkum líkama gagnar lítið
ein sprauta, þó hún lini kvalirnar
lítið eitt — þá er meinið samt
eftir ólæknað og heldur áfram að
draga úr lífskraftinum. Menn
vænta þess almennt, að á þessu
máli verði tekið með ákveðnum
aðgerðum, sem gera það að verk-
um, að meiri jöfnun náist en nú
er.
Fleira mætti til tína í pistil
þennan, en mál er að linni að sinni.
Góðan Guð biðjum við að gefa
okkur farsæla vetrartíð, og landi
og þjóð aukna velgengni og meira
jafnvægi á efnahagssviðinu og
betri hag á komandi mánuðum.