Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 31

Morgunblaðið - 09.11.1983, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1983 79 FRÍ veróur að vinna mikið starf svo ekki fari fyrir frjálsum íþróttum eins og glímunni Vidburöaríku keppnistímabili frjálsíþróttamanna er nýlokiö og framundan er ársþing landsam- banda þeirra, FRÍ. i lok starfsárs er eölilegt að litið sá yfir farinn veg og skoðaö hvernig til hefur tekízt. Undirritaöur hefur veriö „innan búöar“ í Frjálsíþróttasam- bandinu í þrjú ár og eftirfarandi hugleiöingar byggöar á reynslu, sem af því hefur hlotizt, og einnig reynslu keppnismanns f 14 ár. Niöurstaöan er sú aö margt megi til betri vegar færa og aö nauö- synlegt sé aö gera stórátak í út- breiðslumálum. Og þaö er ekki laust viö aö undirrituðum finnist aö nýjan drifkraft vanti í störf stjórnar FRÍ til aö gára vatnið og hleypa af staö öldu nýrrar sóknar til fyrri reisnar íþróttarinnar, sem falliö hefur í skuggann fyrir knatt- íþróttum. íslenzkir frjálsíþróttamenn unnu góö afrek á þessu ári og voru þjóö sinni til sóma. i þessu sambandi rifjast upp nöfn Einars Vilhjálms- sonar, Óskars Jakobssonar, Þrá- ins og Vésteins Hafsteinssona, Þórdtsar Gísladóttur, Þorvaldar Þórssonar, Odds Sigurðssonar, Ragnheiöar Olafsdóttur, Jóns Diðrikssonar, Lilju Guðmundsdótt- ur, Sigurðar T. Sigurössonar, Kristjáns Hreinssonar, Kristjáns Haröarsonar, Bryndísar Hólm, Sig- uröar Einarssonar, Ágústar Þor- steinssonar og Sigfúsar Jónsson- ar, aö öörum ólöstuöum. Of langt mál yröi aö tíunda afrek þessa íþróttafólks, en þaö er vissulega umhugsunarefni aö lang- flest voru þau unnin á erlendri grund. Þungamiöja keppnistímans er í útlöndum hjá nokkrum tugum af landsins beztu frjálsíþrótta- mönnum, sem þar dveljast rúma níu mánuöi á ári hverju. Heim koma þeir eftir langt og strangt keppnistimabil, sumir hvíldinni fengir. Af þessum sökum eiga íþrótta- áhugamenn þess aöeins kost aö fylgjast meö afrekum þessa fólks úr fjarlægð, lesa um þau í blöðum. Þetta íþróttafólk sést vart í keppni hér á landi í sumar, fyrst og fremst vegna verkefnaleysis og mls- heppnaðs mótaskipulags, og fátt er gert til þess aö safna beztu íþróttamönnunum á mót þegar þeir dveljast hérlendis. Hér þarf aö ráöa bót á t.d. meö einu eöa fleiri vönduöum „úrvalsmótum", eins- dagsmótum þar sem virkilega yröi vandaö til hlutanna og þátttaka alls bezta fólksins tryggö í völdum greinum, m.a. til þess aö draga aö áhorfendur, en þá hefur vantaö á mótin síöustu árin, þar sem þau hafa verið lítt aölaöandi. Fátt hefur veriö gert til aö ráöa bót á þessu meini, en þar á Frjálsíþróttasam- bandiö auðvitað aö hafa forystu og reyna drífa félög og sambönd meö sér. Liöur í þessu er aö skipuleggja keppnistimabiliö betur og af meiri fyrirhyggju en á sl. sumri, en þá fór m.a. landskeppni viö Ítalíu fyrir ofan garö og neöan vegna rangrar niöurrööunar, sem varð m.a. til þess aö mótin hér heima, á ári sem menn vilja jafnvel kalla ár frjáls- íþróttanna, voru lágkúra. Lítil útbreiðsla Undirritaöur telur þó aö eitt brýnasta verkefni nýrrar stjórnar FRÍ sé á sviöi útbreiöslu. Þar verö- ur aö taka til hendi ef ekki á aö fara fyrir frjálsíþróttunum eins og glímunni. Þetta helgast af því aö fremur hefja unglingar iökun frjáls- íþrótta af tilviljun en vegna út- breiöslustarfs FRÍ. Og ef ekki væri fyrir einskæran áhuga nokkurra einstaklinga víös vegar um land, sem unniö hafa stórvirki í því aö glæöa áhuga æskufólks fyrir frjáls- íþróttum, værum víö illa á vegi staddir. Þannig steig stærstur hluti landsliösmanna síöustu ára sín fyrstu frjálsíþróttaspor í unglinga- hlaupum, sem félög og sambönd fundu upp á á öndveröum áttunda áratugnum. Og flestir íþrótta- mannanna, sem nefndir eru aö framan, hófu frjálsíþróttaiökun meö þessum hætti eöa fyrir tilvilj- un. Hins vegar er í þessu fólki aö finna eitthvert öflugasta áróöurs- vopn sem nokkur stjórn FRÍ getur fengiö í hendur og ætti þaö aö auðvelda nýrri stjórn leikinn. Nán- ast ekkert hefur verið gert af hálfu stjórnar FRÍ til aö nýta þaö gífur- lega tækifæri, sem hór hefur boö- ist, til að kveikja áhuga æskufólks- ins á frjálsíþróttum. I þessu sambandi er vert aö hafa í huga aö frjálsíþróttir eru vart iökaöar á stórum og fjölmennum svæöum landsins. Þannig eru frjálsiþróttir ekki iökaöar á Akra- nesi, í Garöabæ, á Reykjanesi, í Vestmannaeyjum, á Akureyri, í Siglufiröi eöa á isafiröi. i landsliöi er engan að finna af svæðinu frá Stykkishólmi til Sauöárkróks. Á stórum svæöum takmarkast frjáls- iþróttaiökun viö viku fyrir hér- aösmót og hálfan mánuö fyrir landsmót. Segir þetta mikla sögu um viögang frjálsiþrótta í landinu. Iðkun í einhverjum mæli er aöeins í Reykjavík, þó alltof lítil þar, í Kópavogi, Hafnarfirði, í Borgar- firði, Húnavatnssýslum, á Aust- fjöröum, þar sem vel er starfaö, á Suöurlandsundirlendinu og Sel- fossi. Auka þarf þekkingu þjálfara Stjórn FRÍ hefur þvi mikiö verk aö vinna aö þvi aö auka og efla útbreiöslu frjálsíþróttanna. f þessu sambandi þarf aö stórefla ungl- ingastarfið svo aö æskufólkiö flykkist í frjálsíþróttafélögin. Búa þarf vel að unga fólkinu og sýna þvi áhuga og tillitssemi. Hvetja þarf þaö með ýmsum hætti og veita því aöhald. Nóg er af ungu fólki sem gæti náö langt á íþrótta- brautinni, og þarf aö búa þvi um- hverfi til aö þroska hæfileika sína og fá útrás fyrir eölilegan metnaö. Einnig þarf aö taka upp mark- vissa stefnu og aðgerðir í þjálfun- armálum, sem setið hafa á hakan- um lengi. Aukin þekking er for- senda framfara. Brotiö hefur verið blaö í fræðslumálum FRÍ með út- gáfu tímarits um þjálfun og meö útgáfu kennsluefnis fyrir leiöbein- endur. Þar er þó aðeins um byrj- unarstarf aö ræöa og halda veröur sókninni á þessu sviöi áfram, því nauösynlegt er m.a. aö mennta leiðbeinendur svo hægt sé aö fylgja öflugu útbreiöslustarfi eftir. Ennfremur þarf aö auka þekk- ingu þeirra þjálfara og leiöbein- enda sem fyrir eru með markvissri endurmenntun. Þjálffræöiþekking er í minna lagi, meö örfáum und- antekningum þó, og því veröug verkefni sem bíöa í þessum efnum. Skokkarar útundan Þá er annað mikilvægt sviö sem alveg hefur veríð vanrækt af FRÍ, en þaö er aö hvetja hinn almenna borgara til heilsubótartrimms. Heilsubótarskokk hefur breiöst út af miklum krafti allt í kring um okkur, undir forystu frjálsíþrótta- sambanda viökomandi landa, og eru fordæmin þvi næg. Bjóöa þarf skokkara og trimmara velkomna og gefa þeim kost á keppnum þar sem þeim er gert a.m.k. jafn hátt undir höföi og keppnismönnunum. Meö því aö gefa skokkurum og trimmurum aukinn gaum, konum sem körlum, ungum sem öldnum, mundi skapast aukinn velvilji þessa hóps í garö íþróttarinnar og jafnvel áhugi til aukínnar þátttöku í félagsstarfi, sem býr viö mikinn skort á starfskröftum, eöa að sækja frjálsíþróttamót. Skokkara- hópurinn er stór og afl þeirrar straumþungu elfu óbeizlaö. Afreksmenn á eigin spýtur Afreksfólkiö, sem aö framan er nefnt, hefur sýnt ungu fólki fram á hvert hægt er aö ná ef rækt er lögö viö æfingar. Engum dylst sú nauö- syn sem er á þvt aö eiga afreks- menn, þar sem góö afrek þeirra vekja áhuga unglinga og almenn- ings á íþróttinni. Afreksmenn und- anfarinna ára hafa brotist á tindinn af eigin rammleik fyrst og fremst. Þeir hafa fyrst og fremst oröiö aö treysta á sig sjálfa í allri uppbygg- ingu og þjálfun. Hér er breytinga þörf og skapa veröur þeim betra umhverfi til aö iöka íþrótt sína. Ferill þeirra er lengri en fjögurra ára vist viö bandaríska háskóla. Þaö þarf aö skipa svo málum aö viökomandi geti átt von á aö hljóta einhvern stuöning ef hann nær til- teknum árangri, því vonin um umbun hvetur íþróttamanninn til aö leggja örlítiö haröar aö sér. Nægur efniviður er fyrir hendi en stefnuleysi í þessum efnum hefur staöið í vegi fyrir því aö viö höfum eignast fleiri afreksmenn. i þessu sambandi er stefna ólympíunefndar hvaö snertir lág- mark til þátttöku í Ólympíuleikjun- um í Los Angeles sárgrætileg. Nefndin hefur markað þá stefnu aö láta ekkert lágmark gilda þótt t.d. frjálsíþróttamenn vilji þaö eindreg- iö. Þannig hafi þeir eitthvaö til aö stefna aö og sigrast á, tilbúnir til aö sætta sig viö aö vera ekki valdir til leikanna ef lágmarksárangur næst ekki á tilskildum tíma. Nefnd- in hefur kosiö aö halda öllum í óvissu fram á síöustu stundu, sem auðvitaö er mjög óæskilegt og • Ágúst Ásgeirsson ekki samkvæmt vilja íþróttamann- anna. Nauðsyn fasts starfskrafts Ýmislegt sem hér hefur veriö nefnt krefst mikillar vinnu og sam- eiginlegs átaks margra handa. Og litlu veröur komiö (verk nema ráö- inn veröi starfsmaöur á skrifstofu FRÍ í fullt starf. Myndu starfskraft- ar áhugamanna nýtast miklu betur ef starfsmaður væri á skrifstof- unni. Hefur sambandiö ekki efni á því aö vera án fasts starfskrafts. Slíkur maöur gæti einnig auöveld- aö allt starf á sviöi fjáröflunar, sem á undanförnum þremur árum hefur einkennst af óraunsæi. Meiri festa fengist einnig i störf stjórnarinnar ef starfsmaöur væri fyrir hendi. Undtrrituðum hefur í stórum drátt- um fundist markmiö og stefnu skorta í ýmsum málum og tíminn illa nýttur, en ein skýring á þvf síö- asttalda er mismunandi virkni stjórnarmanna. Breytt skipulag Undirritaöur er þeirrar skoðunar aö gera þurfi breytingar á starfsári stjórnar FRi. Núverandi skipulag miöar viö ársþing í nóvemberlok, en nær væri aö færa þaö fram í septemberlok. Keppnistímabilinu er nánast lokið um mánaöamótin ágúst/september og hafa haust- mánuöirnir september, október og nóvember veriö eins konar tóma- rúm, þar sem stjórnin hefur legiö meira og minna i dvala. Reyndar finnst undirrituöum vetrarmánuð- irnir langt frá því aö vera nógu vel nýttir til undirbúnings fyrir sumar- starfiö, en þaö mundi bæta veru- lega úr aö hafa fastan starfsmann á skrifstofunni. Keppt án metnaöar Loks telur undirritaöur þörf nýrra viðhorfa í samskiptum viö aörar þjóöir. Lítið samhengi hefur veriö í erlendum samskiptum og oft veriö samið um keppnir fyrir- hyggjulítiö. Þátttaka i keppnum í útlöndum hefur og veriö án markmiöa og reisnar. Metnaöur sambandsins á því sviöi hefur nán- ast enginn veriö. Engu hefur skipt hver frammistaöan yröi og kepp- endum ekki veitt aöhald til aö út- koman yröi eins góö og kostur væri. Hér hefur veriö drepiö á nokkra þætti í starfi Frjálsíþróttasam- bands íslands, sem undirrituöum hefur þótt betur mega fara og á aöra drepið, þar sem nauösyn er nýrra starfshátta. Er þaö skoöun undirritaös aö mikil og veröug verkefni bíöi nýrrar stjórnar. I grein sem þessari er þó vart hægt aö gera hiutunum fullnægjandi eöa tæmandi skil. Hér er fyrst og fremst um hugleiöingar aö ræöa, sem þó ættu aö sýna, aö nýrri stjórn FRÍ er mikill vandi á hönd- um, vandi sem menn vonandi vaxa með og vaxa af. Ágúst Ásgeirsson Frlðlsar (brótllr v------------------ • Frá Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum í írlandi en þar keppti landslíð Islands. Morgunblaðiö/Þórarinn Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.