Alþýðublaðið - 02.10.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.10.1931, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Atvlnnubætnr neddar á bæjarstjórnar- (nndi. Sigurjón Á. Ólafsson mætti sem varafulltrúi á bæjarstjórnarfiindi í gær. 1 fundargerðum tveggja nefnda bæjarstjórnarinnar var skýrt frá því, aö þær hefðu rætt atvinnubótamálið. Sigurjón sþurð- ist fyrir um, hvað bæjaxstjómin hugsi sér að gera til atvinnubóta. og hvi ekki sé hafist handa um þær framkvæmdir nú þegar, þar sem fjöldi manna er atvinnulaus, hefir haft mjög rýra sumarat- vinnu og hefir efckert fyrir hönd-t um til lifsviðurværis harida sér og sínum. Hjalti Jónsson taldi ekki enn þá orðin vandræði meðial almennings að komast af, en búast mætti við, að þau gætu orðið síðar. Hann vildi iáta leyfa að setja Uþp öl- gerðarverksmiðju, þar sem leyft væri að búa til sterkara öl en; nú er heimilt, og kvað t. d. megaj taka sundhalílarbygginguna og setja þar niður ölgerðina. Þetta ætti, sagði hann, að verða tíl atvinnubóta í framtíðinnij!). Knútur borgarstjóri sagði, að ekki væri enn búið að fá lárt handa bænum. Á meðan svo stæði væri ekki hægt að byrja á atvinnubótum. Bæjarstjórnin hafi hug á að „koma málimu í gott horf“, sagði hann. Vonandi greiddist eitthvað úr, þótt orðið geti minna um atvinnubætur en æsikilegt væri. Kvaðst hann teija óþarft að fara nánar út í máliö að svo stöddu. Sigurjón mótmælti þeim um- mælum Hjalta, að ekki séu nú þegar afk-omuvandræði meðal fjölda fólks. Atvinnubæturnar þolá því enga bið. Sagð-i hann, að svar borgarstjóra væri létt í . munni og maga fyrir þá, sem eru að þrauka við og reyna að verjast sveit, en hafa ekkert framundan til bjargar heimilum srnum. Atvinnubæturnar velti al- veg á aðgerðum bæjarstjórnar- innar, líka ríkistiUagið til þeirra. Það fæst því að eins, að 2/3 séu Lagðir á móti því. Það sé iLla, ef þær aðgerðir dragist enn í hálfan mánuð ti.l næsta reglu- legs bæjarstjómarfundar. Or því máiið væri ekki komið svo á- leiðis n-ú, að því yrði lokið á þessum fundi, þá sé full ástæða til að kalLaður verði saman auka- ifúndur í bæjarstjórninni til þess að afgreiða það. — Þrautaleið, sem xœyna megi, sé, að bærinn sæki um lán úr Bjargráðasjóði til atvinnubóta, gegn jafnmifclu framlagi bæjarms sjálfs þ-egar í stað, er þá k-omi hvorttveggja á móti atvinnubótatiLlagi ríkisin-s til Reykjavíkur. K. Z. kvað um það hafa verið rætt við f-orsæt- isráðh-erra, að bærinn fái slíkt lán úr Bjargráðasjóði. Sigurdur Jónasson benti á, að á borgarstjóranum og fl-okki han,s, meiri hlutanum í bæjar- stjórninni, hvílir skyldan að koma atvinnubótunum í framkvæmd, því að minnihlutinn getur engu ikomið fram' í bæjarstjór'n í trássi við meirihLutann. En ful-ltrúar Al- þýðufl-okksins hafi ýtt á eftir medrihlutan-um um að hrinda at- vinnubótum í framkvæmd. Úr því að fé sé ekki fyrir hendi, þá verði að fá það, og það megi gera með aukaniðurjöfnun út- svara. Féð til atvinnubóta verdi ad fá og Reykjavík að fá það af rí-kistiilaginu, sem henni ber að tiltölu. Jafnfnamt benti Sig- urður á, að gera þarf einnig ráð- stafanir til aukinnar framtíðarat- -vinnu í bænum. Ödýrt rafntagn sé iykillinn að því, að iðmaður aukist hér ;að mikium mun. Krónan fallln í dag var gengi íslenzkrar krónu ákveðið þannig, að hún er falilin í 65,99 gullkr. hverj- ar 100 kr. Jaíngilda 1C0 kr. dansk- ar kr. 80,81 íslenzkum. Bitnar þessi ráðstöfun á öllum almenn- ingi, en stórútflytfendur græða. Gengi erlendrar myntar: Sterlingspund 22,15 kr. isí. (þ. e. ísL kr. fallin í hlutfalli við ster- lingspund). D-ollar 5,651/2 — 100 danskar kr. 123,74 100 n-orskar — 124,36 100 sæn-skar — 130,55 100 mörk þýzk 132,71 — 100 frankar franskir 22,58 — 100 belgar belgiskir 78,89 — 100 gyllini h-oll-enzk 230,78 100 svissn. fran-kar 111,99 — FimlelbasMng í R. í kvöld. Eins og auglýst er á öðrum stað hér í blaðimiu, sýnir úrvals- flio-kkur kven-na fimleika undir stjórn Björns Jakobssonar. Þes-si fl-okkur sýndi fimleika í Iðnó síð- astliðinn vetur við mjög góð-an orðstír, og fLokkurinn er nú orð- inn það kunnur bæjarbúium, að það ætti að vera ánægjuefni í hvert s-kifti þ-egar þess gerisf ostur að sjá h-ann á leiksviði eða annars staðar. Björn Jak-obsson, sem í fjö-lda mörg ár hefir verið kennari fé- lagsins, er nú á förum úr bæn- um, þar sem hann hefir verið skipaður fiml-eikakennari við Laugarvatnsskóla. Sýningin i kvöld er að nokkru leyti haldin í til-efni af því, þar sem óvist er að flokkuri-nn komi fram Und- ir hans stjórn í náinni framtíð. Það, sem sérstakl-ega mun ein- kenna sýni-nguna í kvöld, er það, að Björn hefir sett saman skín- andi fallegt k-erfi við þjóðsöng okkar, ö, guð vors lamds, og segja þeir, sem séð hafa, að það sé einstakt í sögu fimleikanna Skipshöfonnnm á varðskipunum sagt npp atvinnnnoi. Samkvæmt skipun dóm-smála- ráðherra hefir s-kipshöfnunum á varðskipum ríkisins verið sagt upp atvinnunni frá áramót-um að telja. 1 tilkynningu þessari er þess getið, að þetta sé kreppu- ráðstöfun(!!). En hver er meining ráðherr- ans? Á landið að vera landhelg- isgæzlulaust frá áramótum? Því ekki getur verið um launakúgun að ræða á þeim tíma, því yfir- menn allir hafa 1-aun samkvæmt Launalögum og hásetar og kynd- arar eru bundnir samningum til 1. apr. næsta árs. Fróðlegt væri að vita hvað ve-kti fyrir ráðh-err- anum með þessari óvenjulegu -og fáheyrðu ráðstöfun. Kaupdeila á Hvammstanga Á Hvammstanga stendur nú yf- ir deila milli verfcamannafélags- i-ns þar og afgreiðslumanns Eim- skipafélagsins, sem er Hannes Jónsson kaupfélagsstjóri og al- þingismaður. Vill verkamannaféLagið fá sam-a kaupgjald og borgað er við skipavinnu á Blönduósi, sem er 1 fer. í dagvinnu og 1,25 í 'nætur- og helgidaga-vinnu. Enn fremur að dagvi-nna verði ekki redknuð len-gur en 10 tímar og að félags- menn sitji fyrir vinnu. En Hann- es vill efeki b-orga nema 90 aura og hafa tólf tíma dagvinnu og engar m-atmálstíðir. Félagið á Hvammstanga snérj fsér í gær til Verkamálaráðs Al- þýðusamhandsins, -og að þess undirlagi h-afa v-erkamannafélags- j stjómirnar á Siglufirði, Akureyri, Seyðisfirði og Norðfirði' tilkynt Eimskipaféliaginu, að það muni ekki verða skipað út í Brúar- foss fyr en samkomuLag sé kom- ið á Hvammstanga. Sennilega verður bæði Ríkis- skipaútgerðinni og Eimskipafé- laginu tilfeynt, að ekki verði- skip- að út vörum til Hvammstanga eða skipað upp vörum þ-aðan á áðurgreindum stöðum, og mun sama verð-a látið gilda um ísa- fjörð, Reykjavík, Hafnarfjörð og fleiri staði. Það er m-eira en lítið hneyksli, ef einstakir m-enn eiga að fá að feoma fram kaupkúgun í skjóli þess, að þ-eir séu afgreiðslumen-n Eimskipafélagsins, er nýtur stórra hlunninda af opinberu fé. -og inndælt á að horfa. Er hér því sérstafet tækifæri fyrir þá, sem fimleikum unna, að koma á sýninguna í kvöld. Ls. Frá sjómönnnnnm. FB. 1. ofet. Famir til Engal-nds. Vellíðan allna. Kærar kv-eðjur til ættingja og vina. Skipshöfnin á „Ara“. Erlendar fjármálafregnir. I gær var gengi sterlingspunds í Bretlandi 3,941/2 dollarar, norsk- ar og danskar kr. 18 á mótij sterlingspundi, en 17 sænsfear. — 1 Bandaríkjunum var gengi sterl- ingspunds 3,991/2 diollarar. I Finnlandi hafa f-orvextir verið hækkaðir um 1 1/2 % í 7V2°/o. Dm daglnD o$j veglnn. Bústaðaskifti. Kaupendur blaðsins, sem h-afa bústaðaskifti, eru b-eð-nir að til- kynna það afgreiðslunni. Mjólkurbúðirnar. I gær veitti bæjarstjórnin 1-eyfi til starfrækslu mjóilkurbúðiar. Samkvæmt skrá, er heilbrigðis- fulltrúinn hefir samið, eru mjólk- uTbúðimax í bænum 68, að þess- ari, er nú var leyfð, meðtalinni. Vínnuskóli barna. Út af erindi, er Steingrímur Arason kennari hefir sent skóla- nefnd Reykjavíkur, um að vinnu- skóli fyrir börn verði starfræktur í Grænub-org í vetur, samþykti bæjarstjómin að leigja þar hús- næði handa slíkum skóla. 74 ára er á morgun Einar Jóns-son, sem 1-engi átti h-eima að Gmnd á Eyrarbakka, nú á Bergstaða- stíg 35. Einar hefir starfað af lífi og sál í Góðtemplarareglunni í 31 ár og gegndi um langt sfeeið mörgum embættum í stúfeuim á. Eyrarhakka og hefir tekið stór- stúkustig. Hann er mjög áhuga- samur um öll opinber mál og er ákveðinn Alþýðuflokksmaður. Munu margir vinir og kunningj- ar minnast hans með hlýju nú á afmælisdaginn hans. Gamall vinur. Jón Norðfjörð, gamanvísnasöngvarinn frá Ak- ureyri, syngur í alþýðuhúsinm. Iðnó á sunnudaginn kemur kl. 81/2 um kvöldið. Hann syngur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.