Alþýðublaðið - 06.10.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.10.1931, Blaðsíða 2
ALÞSÐUBLAÐIÐ Krónan feld f verði. Verksviö gengisnefndar er að segja til um, hvað sé hið rétta verðlag (gengi) íslenzku krónunn- ar, og það er skylda hennar (og landsstjórnarinnar) að vinna jafn- an að því, að sem minstar verð- sveiflur á gjaldeyrinum eigi sér stað. Nú hefir ekkert það komið fyrir í íslenzku viðskiftalífi, ef geti hafa orsakað verðfall íslenzku krónunnar um einn fimta hluta. En sanrt hefir gengisnefndin (með landsstjórnina að baki sér) á- kveðið þetta verðlag á krónunni. En það er á ailra vrtorði ,að hér kemur ekki fram hið raunverulega verð islenzikrar krónu gagnvart erlendri mynt, heldur er þetta) valdboðin ráðstöfun til þéss að gagna stórútgerðarmönnum og sumpart stórbændum. Þegar spurt er með hvaða laga- rétti gengisnefnd og landsstjórn hafi feit verð krónunnar, þá er fljótsvarað, að fyrir því er okki einn stafur í ísLenzkum lögum. Þetta er gert í jafnmikiu heimild- arLeysi eins og ef gengisnefnd og landsstjórn fyrirskipuðu að verka- menn, sjómenn, verzlunarmenn, starfsmenn rikisins og bæjarins og allir aðrir launamenn, skyldu daginn, sem þeir fengu kaupið útborgað, senda ÓLafi Thors og Jöni ÓLafssyni fimta hlutann af því, með þeim ummælum, að þetta væri styrkur þeirra, sem lítið ættu, til þeirra, sem bezt væru stæðir, það er stórútgerðarmann- anna. Það mætti þá fylgja með, að svo sem tuttugasta partinn af þessari gjöf ætti efnaðri hlutinn af bændastétt Landsins að fá, en einyrkjabændur ekki neitt. Þess ber að gæta, að hver ein- asta króna, sem útgerðarmenn og aðrir eigendur útflutningsafurð- anna græða á gengislækkuninni, verða aðrir landsmenn (aðaliliega Launamenn) að greiða. Gengisnefnd og landsstjórn hafa því með tiltæki sínu tekið miDjónir króna úr vösurn alimenn- ings, aðallega til þess að gefa þessar miljónir efnuðustu mönn- um Iandsins. Það hefir verið tal- að um, að það þyrfti að „bjarga“ atvinnuvegunum með þessu. En í fyrsta lagi bjargar þetta ekki á inokkurn hátt, eins og fljótlega mun koma í ljós,. I öðru lagi þá hvílir engin skylda, hvorki sið- ferðiLeg né lagaieg, á verkalýðn- um né öðrum, er bíða tjón af gengislækkuninni, að bjarga út- gerðinni. Hér er því af hendi landsstjórn- ar og gengisn'efndar um hinn stærsta auðgunatglæp að ræða, sem framinn hefir verið á ís- landi þau 1057 ár, sem liðin eru síðan bygð þess hófst, og er það lítil afsökun fyrir þá, sem hér eiga hlut að máli, að þeir hafa sennilega ekki fyllilega skilið sjálfir, sumir þeirra, hvað þeir voru að gera. Að bera því við, að krónan hefi þurft að falla af því pundið féll, er viðlíka og að segja, að ef maður sjái opinn glugga, sé sjálfsagt að hann fari inn í húsið og steli úr því. Ólafur Fridriksson. Krónan lækknð enn. Enn að nýju hefir islenzka krónan verið feld í verðd, og er jjrún í dag að einJs í 63,65 gullaur- um (63,65 gullkrónur 100 ísl. (ikrónur). I gær var hún 64,20. nvammstangadeilan. Brúarfoss kom í nótt til Siglu- fjarðar, en fékk ekki afgreiðslu þar, nema hvað póstur og far- þegaflutningur var fluttur til og frá. Frá Bretum. Fjárlögin fóru mótmælaliaust gegnum allar umræður í lávítrFa* deildinni og staðíesti kóngur þau í gær. (FB.) Þingrof 1 Bretlandi. Lundúnum, 6. okt. UP.—FB. Að loknum ráðherrafundi, sem stóð yfir í tvær stundir og lauk á miðnætti, var tilkynt að stjórn- in hefði einróma faliiist á þá á- kvörðun að boða þegar til alls- herjarkosninga. Talið er, að þing verði rofið 8. þ. m., en allsherjarkosningar faii fram 28. þ. m. Hræðilegt járnbrautarslys. t — Efm miðjan síðasta mánuð varð hræðilegt járnbrautiarslys í Ung- verjalandi. Þegar hraðlestin Buda- Pest—Vien var á fleygiferð yfir brú félfl brúin alt í einu niðtu: og lestin stieyptist í djúpið. 25 menn létu lífið, en 180 særðust. Lögreglan hefir fundið ýmislegt, er bendir til, að brúin hafi verið isprengd í Loft upp með vítisvél. Hefir kennari einn við háskólann í Buda-Pest verið tekinn höndum, grunaður um að hafa lagt ráðin á um ódæðisverkið. 40 mínútum eftir að slysið varð var hriingt til járnbrautarstöðvar í nánd við slysstaðinn, bæði frá London og Kaupmannahöfn og spurst fyrir um, hvort nokkuð væri að frétta. — Er því talið líklegt, að leynifé- lag eitthvert hafi staðið fyrir ó- dæðisverkinu. Úr Eyjum Ihaidsdrengskapor. j Þorsteini Þ. Víglundssyni hefdr verið veitt skólastjórastaðian við Gagnfræðaskólann í Vestmanma- eyjum. Sökum þess, að íhalds- málgagnið þiar hefir hafið árás á veitingu þ'essa og farið með dylgjur út af henini, þykir rétt að gera lýðum Ijóst, hversu miklar ástæður eru til slíks og hvernig forkólfar íhaldsins þar hafa ætlað sér að níðast á Þorsteini vegna stjómmálaskoðana hans. — Er þá rétt að geta að mokkru skóla- starfs hans þau fjögur ár, sem hann hefir starfað í Eyjum. Unglingaskó'Ii Vestmanmaeyja var stofnaður 1923. Byrjunin gaf góðar vonir, en reyndin varð önn- ur. Umsóknir urðu sárafáiar, og skólinn ekki niema lítilfjörlegur vísir. Sá þá skóLanefndin sitt ó- vænna um skólann og bað þá fræðslumálastjóra að útvega sér mann, sem brotið gæti ísinn og vakið æskulýð Eyjanna til náms. Þetta var sumarið 1927. Um vor. ið hafði Þorsteinn tekið kenniara- próf með hartnær ágætiseinkunn og tekið allan Kennaraskólann á einum vetri. Fræðslumálastjóri benti skólanefndinni í Eyjum á þennan mann. Hann tók því við skólanum um haiustið 1927. Fyrsta árið skyldi hann hafa hálf laun, en honum var heitid fastri fram- tídarstödu vid skólann, ef hann kœmi honum upp. Tveim dögum fyrir sikólasetningu kom hann til Eyja. Höfðu þá 9 memendur sótt um upptöku í unglingaskóliann. Svo dæmalaus var deifðin, í þ|eissu fjölmenna kauptúni. Hér hófust því fyrstu átökin. Þorsteinn leit- aði fyrst hjálpar sóknarprestsins, séra Sigurjóns Árnasomar. Sú hjálp var auðsótt. Nú flutti Þorst. hvetjandi fyrirlestur um gildi1 og nauðsyn ungmennafræðslunnar á stúkufundum, verkamanniafundum og K.-F.-U.-M.-fundum. Árangur- inn varð sá, að það árið Urðu niemendur hans milli 20 og 30. Þennan vetur mæltust nemend- umdr til þess skriflega við sfcóia- nefndina, að skólaárið yrði lengt um mánuð, eða til marzloka. Þótti skólaniefndinni þá kynlega við bregða. Áður hafði hún ekki séð sér fært að starfrækja skól- ann nema 3—4 mánuði sökum vertíðarimnar, Árið áður hafði hann þó starfað 5 mánuði, eða til febrúarloka. Næsta skólaár (1928—’29) urðu nemendur Þorsteins 31, þá flestir voru, og starfaði unglingaskólinn þá í tveim deildum. Það var hæsta memendatala skólans til þessa. Að eiins eitt ár áður Um 30 nem.; öll hin árin innan við 20 nem. Þennan vetur lét Þor- steinn í ljós stjórnmálasfcoðanir sínar og andmælti þingmanni kjör- dæmisins á þingmálafundi. Fékk þá Jóhann Jósefsson alþm. nýtt áhyggjuefni. Um veturinn skrifaði hann skammargrein um Þorstein í blað sitt og sagði m. a., að ung- Íingar í Eyjum væru yfirleitt bet- ur gerðir og uppaldir en svo, að sæmandi væri að hafa slíkan mann sem Þorstein fyrir kenn- ara þeirra og leiðtoga. Næsta ár fjölgaði nemendum hans um fjórðung. Þannig svöruðu Eyja- búar atvinnurógi og níðlund Jó- hanms í það sinn, og reyndust þannig þroskaðri en þingmaður- iinn haíði gert sér í hugarlund. Þá lét hann kjósa sig í skólia- nefnd, svo að hann stæði betiir að vígi gagnvart Þorsteini og u'ngmennafræðslunni í Eyjum. í fyrrahaust var síðan ung- lingaskólanum í Eyjum breytt í gagnfræðaskóla, samkvæmt lög- um frá 1930 um gagnfræðaskóla í kaupstöðum. Þorsteinn var [já settur skólastjóri gagnfræðasikól- ans. I fyrra urðu nem. hans 47, er flestir voru. Þannig hefir nem- endatala hans fimmfaldast, síð- an hann tók að sér ungmenna- ifræðsluna í Vestmannaeyjum. Til þessa hafði hann verið ráð- inn frá ári til árs. En nú, þegar að því kom, að hann femgi fasta stöðu við skólann, — þá stöðu, sem hann befir sjálfur skapað með dugnaði og ástundun og hafði ákveðið loforð mn, þá þótt- ust íhaldsmenn skólahefndarinn- dr ekki þurfa hans lengur með og tóku sig saman og niæltu með öðrum manni í skólastjóra- stöðuna, — manni, sem aldreí hefir, svo vitað sé, komið nálægt kennslustörfum, en er guðfræð- ingur að mentun og sagður hafa „hinar réttu skoðanir“. Engin rök færa þessir dreng- lyndu(!) menn fyrir atkvæða- greiðslu sinni gegn Þorsteini, en málgagn þeirra gefur í skyn, að hann hafi eigi næga mentun til. þess að vera skóliastjóri slíks ungmennaskóla. Þannig vill Jó- hann Jósefsson, sem sjálfur er mentunarsnauðasti þingmaður landsins, knésetja fræðsilumáia- Stjóra, sem verið hefir kennari Þorsteins og þekkir mentun hans og mælti eindregið með honum í stöðuna. Mentun Þorsteins er sem hér segir: Búfræðinám frá Hvanneyri,, stúdentspróf í norsku, sögu og stærðfræði og gagnfræðapróf í ensku og þýzku frá mentaskól- anum í Volda í Noregi. Tvö ár dvaldi Þorsteinn við hinn fræga lýðháskölia í Voss og stundaði jafnframt tungmnála- nám seinna árið í tungumála- skóla á Vossevangen. Síðan hefir. hann hið ágæta kennarapróf. f sumar dvaldi hann tvo mánuði í Englandi og nam ensku og kynti sér ungmennafræðslu m. a. í hinni frægu skólaborg Leeds. Hér skortir því ekki mikið á sem svarar hagnýtu námi guð- fræðings, sem séra Ragnar Kvar- an segir, að eyði helming af

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.